Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 1
21 Pæjumótið í Eyjum sjá bls. 24-24 Bikarinn í knattspyrnu sjá bls. 22-23 Jm. iWifcy*' - 0: L^3» - ^ bi 21.000 konur tóku þátt f 8. kvennahlaupi ÍSf f gær en þaö var haldiö á yfir 90 stööum á landinu. Fjölmennasta hlauplö var í Garöabæ eins og endranær en þar voru um 8.000 konur mættar til aö hlaupa. f fyrra voru þær 900 færri. Kvennahlaupiö var ekki bara bundiö viö fsland þvf aö á nokkrum stööum erlendis efndu íslenskar konur til kvennahlaups og til aö mynda hljóp 101 kona f Albufeira f Portúgal. Á myndinni, sem tekin var f Garöabæ f gær, eru konurnar aö hita upp fyrir hlaupiö. DV-mynd JAK Arnar búinn að semja við Lokeren - skrifaði undir 5 ára samning við félagið í gær Amar Viðarsson, leikmaður FH og U-21 árs landsliðsmaður í knatt- spymu, hefúr ákveðiö að gera samning við belgíska 1. deildar lið- ið Lokeren og skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið i gær. Eins og DV greindi frá fyrir skömmu gerði Lokeren Amari til- boð eftir að hann hafði dvaliö við æflngar hjá félaginu í vetur og spilað með varaliði félagsins. Samningur Amars við Lokeren er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir eitt ár og verði ekkert af því framlengist samningurinn í fjög- ur ár. Amar er 19 ára gamall. Hann hefur leikið allan sinn feril með FH og hefur verið fastamaður í meistaraflokki felagsins undanfar- in ár. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum íslands og hefur leikið síðustu leiki með U-21 árs landsliðinu þar sem hann hefur staðið sig mjög vel. „Mjög heppinn aö detta inn í þetta dæmi“ „Ég er mjög ánægður með þenn- an samning. Það er meira en að segja það að komast að hjá at- vinnumannaliði í Evrópu og ég tel mig mjög heppinn að detta inn í þetta dæmi. Þeir vom að leita að vinstri bakverði svo ég gat ekki verið heppnari. Ég fer með þvi hugarfari að reyna að vinna mér sæti í liðinu strax á fyrsta árinu og eftir að hafa séð til liðsins í vor tel ég mig eiga ágæta möguleika á því,“ sagði Amar. Tveir leikir eftir meö FH Amar fer til Belgíu 28. júní og tveimur dögum síðar hefst undir- búningur liðsins fyrir næsta tíma- biL Hann á því tvo leiki eftir með FH-ingum áður en hann heldur út, gegn Fylki um næstu helgi og bik- arleik í næstu viku. Lokeren kom upp úr 2. deild- inni í fyrra og hafliaði í 13. sæti í 1. deildinni í ár. Liðið hefur losað sig við fimm leikmenn sem for- ráðamenn félagsins vom ekki ánægðir með og keypt fimm í stað- inn og er Amar einn þeirra. -GH Arnar Viöarsson fer til Lokeren. Bjarki til Molde? tljli Talsverðar líkur eru á að landsliðs- maðurinn Bjarki Gunnlaugsson gangi til liðs viö norska 1. deildar liðið Molde. Forráðamenn félagsins fylgd- ust með Bjarka í landsleiknum gegn Litháum í síðustu viku og í kjölfarið buðu þeir honum út til að líta á aðstæður meö hugsan- legan samning í huga. Bjarki hefúr undanfarin ár leikið með Mannheim í þýsku 2. deildinni. Liðið féll í 3. deildina í síðustu viku og Bjarki er því laus alira mála við félagið í lok þessa mán- aðar. England inni í dæminu „Ég fer á miðvikudaginn og mun þá skoða þetta frekar. Þeir hafa sagt mér að þeir vilji fá mig en viija að ég skoði fyrst aöstæð- ur hjá félaginu og áikveði síðan hvort ég vilji semja. Mér líst vel á þetta og líka varðandi það að komast til Englands því forráða- menn Molde era þeir sömu og keyptu Wimbledon. Það hefur veriö rætt um það aö eftir tímabilið í Noregi geti ég farið til Englands og draumur- inn hefur alltaf verið sá að kom- ast þangað. Þess vegna er þetta svona spennandi. Ég hef einnig fengið tilboð frá þýsku 2. deildar liði og grísku liði en mér líst langbest á Molde,“ sagði Bjarki í samtali við DV i gær. -GH Bibercic hættur meö Blikunum | Mihaljo Bibercic er hættur að leika með 1. f deildarliði Breiða- ir bliks í knattspymu en Á. hann gekk til liðs við ,/i félagiðfyrir skömmu. Hann lék því ekki með Blik- unum gegn Sindra í bikarkeppn- inni um helgina og hefur sagt forráðamönnum félagsins aö hann sé á heimleið. -GH Fleiri útlendingar i handboitanum Á 40. ársþingi Handknattleiks- sambands íslands, sem haldiö var um helgina, var samþykkt tillaga um fjölgun útlendinga á næsta keppnistímabili. Næsta vetur verður heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðis- ins en ótakmarkað frá löndum sem tilheyra svæðinu. Guðmundur var endurkjörinn Ný stjóm HSÍ var kosin á þing- inu og er hún þannig skipuð. Guðmundur Ágúst Ingvarsson er formaður, Sigurjón Pétursson er varaformaöur, Jóhanna Á. Sig- urðardóttir er gjaldkeri, Ragn- heiður K. Karlsdóttir ritari og í meöstjóm era Baldur Guðnason, Bjami Ásgeir Jónsson og Goði Sveinsson. ívarastjóm era svo Reynir Kristjánsson, Sigfús Karlsson og Svavar Geirsson. Unglingabikarinn til FH Handknattleiksdeild FH var afhentur unglingabikar HSÍ á ársþinginu fyrir gott yngri flokka starf. -GH Lottó: 11 17 32 34 35 B: 6 Sænski boltinn: xll x21 211 xlx2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.