Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1997 Hestar Skynsamlegast að sameinast um sýningarstað á Norðurlandi Kynbótahross voru dæmd á Vind- heimamelum í Skagafirði í síðustu viku. Vestur-Húnvetningar komu með átta hross í dóm á Vindheima- mela og Baldvin Ari Guðlaugsson og Höskuldur Jónsson komu frá Ak- ureyri með nokkur hross en þeir taka þátt í úrtöku fyrir heimsleik- ana í Mosfellsbæ í vikunni og geta því ekki sýnt hross í Eyjafirði í næstu viku. Sýningarhrossum hefur fækkað nokkuð á héraðssýningunni í Skagaflrði undanfarin ár og nú vantaöi einnig toppana, þó svo að útkoman hafi verið ágæt í heildina. „Ég hef verið að hvetja Norðlend- inga til dáöa með samanburði við Sunnlendinga og nú í sumar Vest- lendinga. Það þarf að temja fleiri hross og sýna,“ segir Kristinn Huga- son hrossaræktarráöunautur. „Ég held það væri skynsamlegt af Norðlendingum að sameinast um einn sýningarstað kynbótahrossa, helst fyrir allan fjórðunginn, en fyrsta skref væri Norðurland vestra,“ segir Kristinn. Átta stóðhestar fengu fullnaðar- dóm. Hugi frá Hafsteinsstöðum, undan Hrafni frá Holtsmúla, og Sýn frá Hafsteinsstöðum stóðu ofar þeim tveimur sex vetra hestum sem voru sýndir. Hann fékk 7,93 fyrir bygg- ingu, 8,29 fyrir hæfileika og 8,11 í aðaleinkunn. Hugi er skeiðlaus og hæfileikaeinkunnir hans því prýði- legar. Hann fékk Sörlabikarinn sem er veittur því kynbótahrossi úr Skagafirði sem fær hæstu aðalein- kunn á héraðssýningu ár hvert. Sesar frá Vogum, undan Stíg frá Kjartansstöðum, fékk 7,93. Fleygur frá Sauðárkróki, undan Kjarval og Freydísi frá Sauðár- króki, stóð efstur fimm fulldæmdra fimm vetra hesta. Hann fékk 8,00 fyrir byggingu, 7,61 fyrir hæfileika og 7,81 í aðaleinkunn. Aðrir fengu töluvert lægri einkunnir, svo og einn fjögurra vetra fulldæmdur hestur. Efstu hryssur jafnar Fimm hryssur fengu hærri aðaleinkunn en 8,00, allar sex vetra eða eldri. 54 voru full- dæmdar og náðu 28 yfir 7,50 í aðaleinkunn. Kengála frá Varmalæk, undan Mekki frá Varma- læk og Þrumu frá Rangá, stóð efst með 8,05 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfileika og 8,09 í að- aleinkunn. Hrafntinna frá Ási undan Þrótti frá Ási, fékk 8,04, Snerpa frá Rifkelsstöð- um, undan Garöi frá Litla-Garði, fékk 8,03, Vaka frá Sauðárkróki, undan Anga frá Laugarvatni, fékk 8,03 og Þema frá Flugumýri, undan Stíg frá Kjartansstöðum, fekk 8,02. 16 funm vetra hryssur vom fúUdæmdar og ein fjögurra vetra og fengu 12 hærri aðal- einkunrt en 7,50. Fjögurra vetra hryssan fékk 7,43. Yrkja frá Kirkjubæ, undan Garpi og Sjöfn frá Kirkjubæ, stóð efst með 7,93 í aðaleinkunn. Hún fékk 8,40 fyrir byggingu og 7,46 fyrir hæfileika. Af hrossunum úr Vestur-Húnavatns- sýslu fékk hæstu aðaleinkunn, 7,92. Hekla fékk 8,03 fyrir byggingu og 7,81 fyrir hæfileika. Fjölgun og framfarir í Austur-Húnavatnssýslu Dæmd voru hross í Austur-Húna- vatnssýslu í vikimni og fjölmenntu hrossaeigendur í dóm. Fjórir ungir stóðhestar fengu fúllnaðardóm en eru ekki framtíð- arstóðhestar. 35 hryssur fengu fullnaðardóm og átján þeirra náðu hærri aðal- einkunn en 7,50. Maístjama frá Sveinsstöð- um fékk hæstu aðalein- kunnina, 7,98, en hún er fimm vetra. Maí- stjama er undan Stlg- anda frá Sauðárkróki og Nýbjörgu frá Hesti og fékk 7,90 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika. Austur-Húnvetningar hafa sótt sig á í ræktuninni undanfarin ár og hrossum á sýningum hefur fjölgað en auk þess hafa einkunnirnar hækkað. fimm vetra hryssan Hekla frá Þóreyjamúpi, undan Freyfaxa og Stóra- Blesu frá Þóreyjamúpi, Hugi frá Hafsteinsstöðum, hæst dæmda kynbótahross Skagfirðings á héraðssýningunni á Vindheimamelum. Knapi er Skafti Steinbjörnsson. DV-mynd E.J. Fjögur World Cup mót á íslandi Sigurbjörn Bárðarson, sem sést hér á Oddi frá Blönduósi, er efstur í fjórum greinum af sjö í World Cup listanum. DV-mynd E.J. Haldin verða þrjátíu og sjö World Cup mót í hestaíþróttum í sumar í níu löndum. Á þessum mótum safna knapar stigum, sem era færð á World Cup lista, og gildir hæsta skor þriggja móta í hverri grein. Knapi þarf ekki að keppa á sama hestinum. í maílok var Sigurbjöm Bárðar- son efstur í tölti með 8,15 stig, fimm- gangi með 7,65 stig, 150 metra skeiði með 7,87 stig og gæðingaskeiði með 8,86 stig. Þjóðveijinn Walter Feldmann var efstur í slaktaumatöli með 7,39 stig, Austurríkismaðurinn Piet Hoyos er efstm- í fjórgangi með 7,11 stig og ís- lendingurinn Höskuldur Aðalsteins- son, sem býr í Austurríki, er efstur í 250 metra skeiði með 8,17 stig. Fyrirhuguð voru fjögur World Cup mót á íslandi í sumar. Hætt var við fyrsta mótið, sem halda átti á Víðivöllum í Reykjavík, en hin mótin eru íslandsmótið í hestaíþróttum á Vindheimamelmn 18.-20. júlí, íslandsbankamótið á Æðarodda við Akranes 17.-17. ágúst og Suðurlandsmótið á Gaddstaða- flötmn 23.-24. ágúst en auk þess geta íslenskir knapar fengið stig á heimsleikunum í Seljord í Noregi í ágústbyijun og mótum í útlöndum. Stóðhestar og 1. verðlauna hryssur á úrtökunni Næstkomandi miðvikudag hefst úrtaka fyrir heimsleikana í Noregi og verður keppt í Mosfellsbæ. Tuttugu og átta knapar hafa skráð sig í úrtökuna með þrjátíu og fimm hross, þar á meðal fimm stóð- hesta og tvær 1. verðlauna hryssur. Knapamir era meðal þeirra fremstu á íslandi og hafa þrettán þeirra ver- ið á heimsleikum til þessa. Hestamir hafa staðið framarlega á mótum i vor. Vissulega bíða marg- ir hestaeigendur eftir landsmótinu á næsta ári og hafa því ákveðið að vera ekki með að þessu sinni. Miðvikudaginn 18. júní verður keppt í fjórgangi kl. 10, gæðinga- skeiði kl. 11.30, fimi kl. 14.50, slaktaumatölti kl. 15.20 og fimm- gangi kl. 17. Daginn eftir hefst keppni kl. 10 í 250 metra skeiði. Keppt verður í tölti kl. 11.20 og kl. 14.30 í 250 metra skeiði. Á föstudag verður frí en síðari umferðimar verða um helgina. Laugardaginn 21. júní verður keppt i fjórgangi kl. 10, gæðinga- skeiði kl. 11.30, fimi kl. 14.50, slaktaumatölti kl. 15.20 og fimm- gangi kl. 17. Á sunnudaginn verður keppt í 250 metra skeiði kl. 10, tölti kl. 11.20 og 250 metra skeiði kl. 14.30. Sigurður fer með Hugin á HM Sigurður V. Matthíasson hef- ur ákveðið að neyta réttar síns sem heimsmeistari í hestaí- þróttum og keppa með Hugin frá Kjartansstöðum á heims- leikunum í Noregi. „Ég fór út um páskana til Augusts Bayers í Þýskalandi og prófaði klárinn og fann að hann er í frábæru ástandi og hef ég sjaldan séð hann í jafh góðu standi. Þess vegna ákvað ég að keppa á honum á heimsleikun- um,“ segir Sigurður. August Bayer hefur keypt marga frábæra hesta frá ís- landi, svo sem Eitil frá Akur- eyri, stóðhestinn Náttar frá Miðsitju, Pjakk frá Torfúnesi og Hugin frá Kjartansstöðum auk annarra. íslendingur yfirdómari á HM Einar Öm Grant verður yfir- dómari á HM í Seljord en hinn islenski dómarinn er Halldór Victorsson. Elisabeth Berger frá Þýska- landi var yfirdómari í Hollandi 1993 og Sviss 1995. Danir senda þrjú kynbótahross á HM Danir hafa þegar ákveðið hvaða hross verða fulltrúar þeirra í kynbótahrossakeppn- inni á HM í Noregi. Þrjú hross teljast verðugir fulltrúar Dana. Hryssan Krafla frá Tomen, 5 vetra, undan Gneista frá Hedensten, fékk 8,15 í aðalein- kunn á sýningu í vor, Stebbi frá Ærtebjerg, 5 vetra, undan Kjar- val frá Sauðárkróki, fékk 8,10 og Feykir frá Sötofte, undan Hervari frá Sauðárkróki, fékk 8,111 dómi í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.