Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1997 27 DV Fimleikar: Glæsilegur árangur hjá Elvu Rut Elva Rut Jónsdóttir frá Fim- leikafélaginu Björk, náði glæsi- legum árangri á alþjóðlegu fim- leikamóti í Slóvakíu um helgina en keppt var með B-keppnis- formi. Elva fékk bronsverðlaun í samanlögðum greinum og hún vann til tveggja gullverðlauna í keppni á áhöldum, á tvíslaá og jafnvægisslá. Fjórar stúlkur frá Keflavík kepptu einnig á mótinu og stóðu þær sig vel. Þær komust allar i úrslit en unnu ekki til verð- launa. -GH Schumacher vann Þjóöverjinn Michael Schu- macher sigraði öðru sinni á þessu keppnistímabili í Formúlu 1 kappakstrinum en keppnin fór fram i Montréal í Kanada i gær. Keppnin var stöðvuð eftir 55 hringi af 69 þegar Oliver Panis, sem ekur í liði gömlu kempunn- ar Alans Prosts, slasaðist eftir að hafa misst stjóm á bíl sínum og tvíbrotnaö á báöum fótleggjum. Heimamaðurinn Jacques Vill- eneuve sem ekur í Williams lið- inu og hefur verið helsti keppi- nautur Schumachers féU einnig úr keppni en hann missti stjóm á bfl sínum strax á 2. hring. Efstu menn urðu því þessir: M. Schumacher (Þýs) .... Ferrari J. Alesi (Fra) .........Benetton G. Fisichella (íta) ......Jordan H. Frentzen (Þýs) .....Williams J. Herbert (Bre) .........Sauber S. Nakano (Jap) ...........Prost Schumacher, sem sigraði líka í Monaco í lok maí, er efstur í stigakeppninni, Jacques ViU- eneuve annar og Frakkinn Oli- ver Panis þriðji. -ÖB Körfubolti: Tap gegn Finnum íslendingar töpuðu fyrir Finn- um í fyrsta leik sínum á Pólar- mótinu í körfuknattleik en þar keppa leikmenn 22-ára og yngri. Finnar sigruðu með 20 stiga mun, 82-62, eftir að íslendingar höfðu haft yfirhöndina í háifleik, 44-40. . Helgi Jónas Guðfinnsson var stigahæstur íslensku leikmann- anna með 22 stig, PáU Axel VU- bergsson skoraði 12 og Arnar Kárason 10. -GH Jón áfram með Haukum Jón Amar Ingvarsson, lykU- maður í úrvalsdeUdctrliði Hauka, hefur framlengt samning sinn við félagið en hann hafði verið orðaður við lið Grindvíkinga. -GH Piacenza hélt sæti sínu Piacenza tryggði sér áfram- haldandi veru í ítölsku 1. deUd- inni í knattspymu í gær þegar liðið lagði Cagliari, 3-1, í auka- leik liðanna um sæti í 1. defld- inni. Leikmenn Cagliari þurfa því að bíta í það súra epli að leika í 2. deUd á næstu leiktíð. -GH íþróttir Haraldur Pétursson á Musso velti tvisvar í keppninni í Jósepsdal á laugardaginn. Hann lét það ekki sttööva sig, keyrði vel í mörgum brautum og hlaut fyrsta sætið. Haraldur sem er íslandsmeistari síðustu tveggja ára leiðir nú íslandsmeistaramótið en keppt hefur verið tvisvar af 5 skiptum. DV-mynd Ása Jóa Torfærukeppni Jeppaklúbbs Reykjavíkur: Velturnar æði margar - Haraldur og Gunnar sigruðu og eru efstir að stigum til íslandsmeistara Jeppaklúbbur Reykjavíkur hélt Argentínutorfæruna á laugardag- inn. Keppnin, sem var haldin í Jós- epsdal, tók 5 klukkutíma sem er aUtof langur tími. 8 brautir voru keyrðar í hvorum flokki og eftir 5 brautir vom velturnar orðnar 12 eða 13 og hætti undirrituð þá að telja. AUar þessar veltur lengdu keppnina mikið en mislangan tima tók að fjarlægja bfla úr braut, stund- um aUtof langan tíma. Brautimar voru margar mjög erfiðar en sumar urðu þó nánast færar eftir fyrstu bUa þannig að það skipti miklu máli hvar í rásröð keppendur vom. Úrslitin réðust í síðustu braut í flokki séútbúinna bUa mættu 15 keppendur og skUdu fá stig efstu menn að og úrslitin réðust í síðustu braut. Þriðja þraut var löng og byrjaði með bröttu stáli. Margir keppendur reyndu ekki við brautina en Harald- ur Pétursson á Musso gaf vel i og munaði litlu að hann kæmist upp en kom veltandi niður og ætluðu margir að fLeiri reyndu ekki við þá braut en Pétur Pétursson á Flug- unni fór skemmtilega upp þetta erf- iða barð og nánast aUa brautina. Hann uppskar þó ekki fleiri stig en aðrir þar sem hann fékk mikla refs- ingu en fyrir vikið hlaut hann tU- þrifaverðlaun. Eftir fjórðu braut var Haraldur fyrstur með 800 stig, Ásgeir JamU AUansson 15 stigum á eftir og aðrir nokkuð á eftir þeim. Eftir 6 brautir var Haraldur enn með nokkra for- ustu en mistókst Ula í 7. braut og við það skaust Gisli G. Jónsson í fyrsta sæti, 35 stigum á undan Har- aldi, en Gísla mistókst svo að kom- ast upp síðustu braut meðan Har- aldur og nánast aUir aðrir renndu þar upp á 300 stigrnn. Gunnar EgUs- son á Cool gerði einnig góða hluti í síðustu braut, fór aUa leið refsilaust og vann sig upp um 2 sæti. Hörö barátta í götubílaflokki í götubUaflokki mættu 5 keppend- ur og var einnig hart barist þar. Eftir 3 brautir var Árni Pálssson á Gömlu götukerlingunni fyrstrn- en komst stutt nítrólaus í fiórðu braut og var þá Hrólfur Á. Borgarsson með forustu en aðeins í einni braut því Ámi náði henni aftur þar tU i síðustu braut er Gunnar Guð- mundsson náði langflestum stigumr og sigraði. GötubUamir sýndu skemmtUeg tilþrif i síðustu braut og tók Árni Pálsson gott stökk og hlaut tilþrifa- verðlaun fyrir. Úrslitin Útbúnir 1. sæti: Haraldur Péturs- son 1640 stig. 2. sæti: Gísli G. Jóns- son 1615, 3. sæti: Gunnar EgUsson 1570. GötubUar 1. sæti: Gunnar Guð- mundsson á Rapparanum 1490, 2. sæti: Árni Pálsson 1460. 3 sæti: Gunnar Pálmi Pétursson 1390. Haraldur og Gunnar Pálmi leiða ís- landsmeistaramótið. -Ása Jóa Ernie Els fagnaði sigri á U.S. Masters í gær. \ U.S. Masters: Ernie Els sigraöi Opna bandaríska meistara- mótinu, sem er eitt stærsta golfmótið sem haldið er á hverju ári, lauk í gærkvöld rétt áður en DV fór í prentun. Það var Suður- Afríkubúinn Ernie Els sem sigraöi, spflaði á 276 höggum, Colin Montgomerie varð annar á 277 og Tom Lehman þriðji á 278 höggum. Þetta var í annað sinn sem Els sigraði á mótinu en vann einnig árið 1995. Fyrir síðasta hringinn var Tom Lehman fyrstur á 205 'höggum, Emie Els og Jeff Maggert á 207 og Colin Montgomerie og David Ogrin á 208 höggum. Mótið, sem haldið var á Congressional-veUinum í Maryland sem þykir mjög erfiður, reyndist mörgum kylfingnum þrautin þyngri og menn eins og Nick Faldo og Greg Norman vom langt frá því að vera í hópi efstu manna. Undrabam þeirra Bandaríkjamanna, Tiger Woods, lenti einnig í miklum hremmingum og kom inn í lokin á sex yfir pari en hann þótti mjög sigurstranglegur fyrir mótið. -ÖB Arnór fékk rauða spjaldið DV, Svíþjóð: Fjórir leikir voru spilaðir í 10. umferð sænsku úrvalsdefldarinn- ar í knattspymu um helgina og urðu úrslitin þessi: TreUeborg-Degerfoss ..3-1 Öster-IK .............0-0 Örebro-Elfsborg.......1-0 Ljungskilde-Örgryte ..1-1 Rúnar Kristinsson átti ágætan leik með liöi sínu, Örgryte, og lagði upp jöfnunarmark liðsins þegar um 10 mínútur vom tU leiksloka. Sigurður Jónsson lék ekki með Örebro um helgina vegna meiðsla eftir landsleikinn gegn Litháum en bæði Amór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson léku með. Hlyn- ur átti mjög góðan leik og var sagður með betri mönnum vaUar- ins samkvæmt sænsku pressunni en Amór lenti í því að vera rek- inn af leikveUi á 80. minútu þeg- ar hann fékk annað gula spjaldið sitt í leiknum og mun því taka út fiórða leik sinn í banni í næstu umferð sem verður gegn Örgryte 25. júní í Gautaborg. 10. umferð- . inni lýkur svo í kvöld. Eftir leiki gærdagsins er Elfs- borg efst með 23 stig, Gautaborg með 22 stig, Örgryte 20 og Hels- ingborg, Halmstad og Örebro öU með 18 stig. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.