Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. JÚNl 1997 23 íþróttir þungum áhlaupum Eyjamanna, með Axel Ingvarsson sem besta mann, og voru reyndar í tvlgang mjög nærri því að ná forystu en fyrri hálfleik lauk án marka. Eyjamenn í gang í síðari hálfleik komust Eyja- menn loks í gang og náðu forystu með þnnnufleyg Siguvins Ólafsson- ar og stuttu seinna bætti hann viö öðru fallegu marki úr eríiðri stöðu eftir góða fyrirgjöf. Hermann Hreiðarsson kom ÍBV í 3-0 með föstum skalla eftir hom- spymu og Steingrímur Jóhann- esson jók síðan forystuna í 0-4 á síðustu mínútu leiksins. Með sigrinum er ÍBV komið í 16-liða úr- slitin en liðið er skipað mjög jafn- góðum leikmönnum sem eiga eftir að valda miklum skaða í sumar. -Hson Grindavík í basli meö Eyjamenn gerðu út um leikinn gegn Leiknismönnum f síðari hálfleik þegar þeir skoruðu fjórum sinnum. Á myndinnl er Tryggvi Guðmundsson f kröppum dansi við tvo varnarmenn Leiknis og hann hafði betur í þetta skiptið. Eyjamenn verða í pottinum f dag þegar dregið verður til 16-liða úrslitanna. DV-mynd Hilmar Pór Eyjapeyjar voru lengi að flnna formið gegn Leikni í Breiðholtinu á laugardag. Leiknismenn börðust hetjulega í fyrri háifleik en ÍBV fékk þó urmul af færum sem það nýtti ekki. „Bikarinn fer til Eyja“ „Ég get ekki annað en hrósað Leiknisstrákunum fyrir góðan og prúðmannlegan leik. Þeir börðust eins og ljón og lögðu allt í sölumar og það var reyndar það sem við bjuggumst alltaf við. En sigurinn var okkar og það er aðalatriðið. Við ætlum okkur sigur i bikarkeppn- inni, það er ekkert launungarmál. Bikarinn fer til Eyja,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV. í fyrri hálfleik gat allt gerst. Leiknismenn vörðust eins og hetjur Allir með í TOTO Leiftursmenn í Ólafsfirði mega tefla öllum útlendingunum sín- um fram í TOTO-keppninni, Evrópukeppni félagsliða, sam- kvæmt reglum Knattspymusam- bands Evrópu. Fyrsti leikur Leifturs í keppninni er á laugar- daginn kemur, 21. júní, en þá fá þeir í heimsókn þýska stórveldið Hamburger SV. Það má búast við því að róður þeirra norðan- manna verði nokkuð þungur og mikilvægt að þeir nái að stilla upp sínu sterkasta liði en þeir Davíð Garðarsson og Finnur Kol- beinsson gátu ekki leikið með lið- inu í Coca Cola-bikamum um helgina vegna meiðsla. -ÖB „Bikarinn fer til Eyja“ - Eyjamenn fóru í gang í síðari hálfleik gegn Leikni Víöismenn í Garðinum - fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu „Við misstum einbeitinguna" DV, Suðurnesjum: Það var harður Suðumesjaslagur i Garðinum þegar heimamenn í Víði tóku á móti Grindvíkingum. 2. deildar lið Víðis veitti úrvalsdeildarliði Grindavíkur harða keppni en varð að lokum að sætta sig við tap, 0-1. Sigurmarkið skoraði Ólafur Ingólfsson úr vítaspymu á 10. mínútu síðari hálfleiks sem dæmd var á vamarmann Víðis fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu. Víðismenn börðust vel og Ragnar Már, markvörður þeirra, varði í tvígang mjög vel. í síðari hálfleik vom Grindvíkingar meira með boltann án þess að skapa sér veruleg markatækifæri. Undir lok leiksins pressuðu leikmenn Víðis stíft og minnstu munaði að Hlynur Jóhannsson næði að jafha metin en skalli hans fór í slánna. Ingólfur meö tvö í Sandgeröi Stjömumenn unnu fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar þeir lögðu Reynismenn í Sandgerði, 0-2. Það var Ingólfur Ingólfsson sem skoraði bæði mörk Garðabæjarliðsins. Það fyrra eftir 20 minútna leik og það síðara á 67. mínútu. Stjömumenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjam. Reynismenn misstu mann út af á 10. minútu síðari hálfleiks en þá fékk Kristján Jóhannsson að líta annað gula spjaldið sitt. Eftir það áttu Sandgerðingar á brattann að sækja en fram að því veittu þeir Stjömumönnum harða keppni. -ÆMK - Valur lagöi ÍBA í kvennaboltanum, 4-3 „Við misstum einbeitinguna síðustu mínútumar og það kostaði okkur tvö mörk. Liðið er mjög ungt og þær stelpur sem leika lika með 2. flokknum hafa verið að leika 4 leiki á síðustu 6 dögum þannig að þær vom orðnar mjög þreyttar í lok leiksins. En við gleðjumst að sjálfsögðu yftr stigunum,“ sagði Ragnhildur Skúladóttir, þjálfari Vals, eftir 4-3 sig- ur á ÍBA að Hlíðarenda í gær. Markalaust var í fyrri hálfleik en á 50. mínútu kom íris Andrésdóttir Val á bragðið. Ásgerður H. Ingibergsdóttir bætti öðru marki við skömmu síðar. Katrín Hjartardóttir minnkaði muninn fyrir ÍBA en þá skoraði Bergþóra Laxdal tvö mörk á sömu mínútunni, það fyrra úr vítaspymu. Á síðustu mínútum leiksins skoraðu Þorbjörg Jóhannsdóttir og Katrín Hjartardóttir sitt markið hvor fyrir ÍBA. -ih „Stefni á að verða atvinnuþjálfari“ - segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, sem mun þjálfa í virtustu æfingabúðum heims DV, Suðumesjum: „Ég er alveg í skýjunum og er al- sæll. Þetta er tækifæri sem getur verið stökkpallur fyrir mig í fram- tíðinni og opnað möguleika um starf í Bandaríkjunum sem þjálf- ari,“ sagði Bendikt Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Grind- víkinga í körfúknattleik, við DV en Benedikt hefur skrifað undir samning við bandarískt fyrirtæki, The Hoop Group, sem er með virt- ustu æfmgabúðir í heimi körfu- boltans, Easten Invitational. Benedikt fer utan 19. júlí og verður i tvær vikur. Efnilegustu leikmönnum Banda- ríkjanna í körfuknattleik, 18 ára og yngri, er boðið í æfingabúðimar og mun Benedikt verða einn af þjálf- urum þeirra. Án efa er þetta mikill heiður fyrir Benedikt sem er að- eins 24 ára gamall. „Upplifun aö fá aö hitta alla þessa kappa" „Þama verður meðal annars rjóminn af high school þjálfur- unum og svo verða NBA-þjálfarar frá Milwaukee Bucks og Charlotte Homets ásamt fleiri að þjálfa. Ég á eftir að fá upplýsingar um fleiri. Þetta er upplifun út af fyrir sig, að fá að hitta alla þessa kappa. Þá munu NBA-leikmenn koma og halda fyrirlestra, svo sem Charles Barkley og Isiah Thomas, svo ein- hverjir séu nefhdir. Ég á eflaust eftir að læra heilmikið og sjá hvað þessir fremstu þjálfarar eru að gera,“ sagði Benedikt. Æfingabúðimar hafa verið haldnar stanslaust síðan 1980. Þrír af hveijum fjórum leikmönnum NBA í dag hafa farið í gegnum þessar búðir og má nefha Kenny Anderson, Vin Baker, Kevin Gamett, Penny Harday, Shaquille O’Neal, Glenn Rice og Joe Smith. Um 300 háskólaþjálfarar helstu skóla Bandaríkjanna munu koma í búðimar til að njósna um leikmenn, skoða og reyna fá leikmenn til sín og bjóða þeim samninga. Bene- dikt þekkir þjálfara í Banda- ríkunum sem benti fyrirtæk- inu á hann. Út frá því var honum boðinn samningur. „Ég á eftir að kynnast góð- um og færum þjálfuram og fá góð sambönd út úr þessu. Það era samböndin sem gilda þeg- ar alvörastörfin era í boði. í framtíðinni stefhi ég náttúr- lega að því að verða atvinnu- þjálfari. Bandaríkjamenn era færastir í þessari íþrótt og þvi er alveg toppur að komast inn i þennan hring.“ Á námskeið meö einkaþjálfara Michaels Jordans Það er ekki nóg með að Benedikt sé að fara að þjálfa í Bandaríkjunum. Hann fer til Króatíu á námskeið nú í vik- unni. „Þama verða margir frá- bærir Evrópuþjálfarar og tveir háskólaþjálfarar frá Bandaríkjunum ásamt einka- þjálfara Michaels Jordans. Ég á eflaust eftir að læra mikið þar. Ég hef gert það að vana mínum að fara á hvetju sumri á námskeið og bæta við safhið, fá nýjar hugmynd- ir sem eiga vonandi eftir að nýtast í DHL-deildinni,“ segir Benedikt en hann byijaði að þjálfa yngri flokka KR-inga árið 1992. Hann tók við meistaraflokki félagsins 1995 en hætti með liðið í desember 1996. Nýlega var hann svo ráðinn þjálf- ari Grindvíkinga. -ÆMK Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga í körfuknattleik, er ó leið í virtustu æfingabúöir Bandaríkjanna. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.