Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1997 íþróttir Jordan valinn í fimmta skiptið á síðustu 7 árum Það kom fáum á óvart að Michael Jordan skyldi hreppa titilinn, besti leikmaður _úrslit£ikeppninnar. Þessi stórkostlegi leikmaður átti irábæra leiki með Chicago og sérstaklega þá tvo síðustu gegn Utah. Þetta er fimmta sinn sem Jordan hlýtur þessa útnefningu á síðustu sjö árum. Þessir hafa unnið til nafnbótarinnar síðustu árin: 1997 Michael Jordan......Chicago 1996 Michael Jordan......Chicago 1995 Hakeem Olajuwon ... Houston 1994 Hakeem Olajuwon . . . Houston 1993 Michael Jordan......Chicago 1992 Michael Jordan......Chicago 1991 Michael Jordan......Chicago 1990 Isiah Tomas........ Detroit 1989 Joe Dumars ..........Detroit 1988 James Worthy......LA Lakers 1987 Magic Johnson ... . LA Lakers 1986 Larry Bird ...........Boston 1985 Kareem Abdul Jabbar . . Lakers 1984 Larry Bird ...........Boston 1983 Moses Malone ... Philadelphia 1982 Magic Johnson . . .. LA Lakers 1981 Cedric Maxwell........Boston 1980 Magic Johnson .... LA Lakers „Leik ekki undir stjórn annars þjálfara“ Nokkrir leikmanna Chicago eru með lausa samninga við félagið. Þar á meðal eru Jordan, Dennis Rodman og Toni Kukoc og þá má ekki gleyma þjáifaranum Phil Jackson en orðrómur hefur verið í gangi um að Chicago vilji nú fá nýjan mann í brúna þrátt fýrir stórkostlegan árangur Jacksons með liðið. Michael Jordan sagði þegar sigurinn var í höfn gegn Utah að hann gæti ekki hugsað sér að leika undir stjóm annars þjálfara en Jacksons, frekar myndi hann hætti. „Ég vil sýna fram á að lið Jlhicago er besta lið allra tíma og þaö gerum við ekki nema halda sama liði og leika undir stjóm Jacksons. Ég ætla ekki snúa upp á handlegginn á þeim sem ráða ferðinni hjá félaginu en skilaboð min era einföld, ég verð ekki með ef Jackson þjálfar ekki,“ sagði Jordan. -GH Real Madrid orðið meistari Real Madrid tryggði sér á laugardagskvöldið 27. meistara- titil sinn þegar liðið lagði granna sína og meistara síðasta árs, At- letico Madrid, að velli, 8-1. Raul Gonzalez, Femando Hierro og Predrag Mijatovic komu Real Madrid í 3-0 áður en Juan Edu- ardo Esnaider minnkaði muninn fýrir Atletico. -GH Capello heim Þjálfari Real Madrid, Fabio Capello, staðfesti eftir að Spánar- meistaratitillinn var í höfii hjá liði hans að hann hygðist fara aftur heim til ítaliu og taka við liði A.C. Milan. Capello er ætl- að að rífa Milan-liðið upp úr þeim öldudal sem það er komið í en hann gerði liðið fjórum sinn- um að itölskum meisturum áður en hann fór til Spánar. -ÖB Graf að hætta? Þýska tennisdrottningin Steffi Graf segir það koma til greina að hún leggi nú tennisspaðann á hilluna þar sem hún á erfitt með að ná sér af þeim meiðslum sem hrjá hana. -ÖB 1 1 í«s,- Michael Jordan kampakátur enda meistaratitilinn hjá Chicago í höfn og hann að sjálfsögðu valinn bestur. Endurtekið efni - Chicago NBA-meistari og Jordan valinn bestur Chicago Bulls sýndi enn og sann- aði að liðið er besta körfuknattleiks- lið heims. Með snillinginn Michael Jordcm í fararbroddi tryggði Chicago sér fimmta NBA-titilinn á síðustu sjö árum aðfaranótt laugar- dagsins með því aö bera sigurorð af Utah Jazz, 90-86, í sjötta úrslitaleik liðanna. Enn og aftur var það frammistaða Jordans sem skipti sköpum í leikn- um. Hann skoraði 39 stig, tók 11 fráköst, átti fjórar stoðsendingar og bæði blokkaði skot og stal boltan- um. Það kom því fáum á óvart að Jordan skyldi vera valinn sem „besti leikmaður úrslitakeppninn- ar“. í níunda sinn varð hann stiga- hæsti leikmaðurinn, með 31 stig að meðaltali í leik. í úrslitaleikjunum gegn Utah gerði hann síðan gott bet- ur og skoraði að jafnaði 32,3 stig í leik. Ber höfuö og herðar yfir aöra „Hann ber enn höfúð og herðar yfir aðra leikmenn í íþróttinni og hann er sem fýrr sá besti fyrr og síðar. Pippen átti líka stóran þátt í þessum sigri og þeir tveir saman sýndu enn og aftur hversu megnug- ir þeir era,“ sagði Phil Jackson, hinn sigursæli þjálfari Chicago, um Jordan í leikslok. „Ég einbeitti mér af því að vera jákvæður og ég reyndi að gera allt mitt besta í þessum leik,“ sagði Jor- dan. Kerr hetja Chicago Leikur var æsispennandi og réð- ust úrslit ekki fýrr en á lokasekúnd- unum. Steve Kerr var hetja Chicago-liðsins en karfa frá honum, þegar hann kom Chicago yfir, 88-86, 5 sekúndum fyrir leikslok, gerði gæfumuninn. Hann skoraði þá fal- lega körfú eftir sendingu Jordans í þann mun sem skotklukkan var að renna út. Utah tók strax leikhlé og leikmenn liðsins réðu ráðum sín- um. En ráðagerðir þeirra til að jafiia metin eða tryggja sér sigur fóra gersamlega út um þúfúr. Send- ing Byrons Russells úr innkasti misheppnaðist algjörlega, Scottie Pippen komst inn í hana og sló bolt- ann til Toni Kukoc sem innsiglaði sigur meistaranna með fallegri troðslu. Eftir sátu leikmenn Utah með sárt ennið enda höföu þeir lengst af undirtökin í leiknum en gerðu sig seka um slæm mistök undir lokin og eins vora dómaramir ekki þeim hliðhollir. Chicago-menn réðu sér hins vegar ekki fýrir fögnuði, svo og þúsundir stuðningsmanna liðsins. Trúi þessu varla enn þá „Þvílíkur þriller. Hver heföi get- að reiknað með því að ég myndi skora sigurkörfuna í úrslitaleik NBA? Þetta er brandari og ég trúi þessu varla enn þá,“ sagði Steve Kerr sem skoraði mikilvægustu körfú sína á ferlinum. Ekki má gleyma frammistöðu Scottie Pippens í leiknum. Hann átti frábæran leik í vöminni og Jordan sagði að Pippen ætti stóran þátt í meistaratitlinum. Hlakka til aö mæta þeim aö ári „Lið Utah veitti okkur heldur bet- ur harða keppni. Við náðum aldrei tökum á þessum leik og Utah reynd- ist okkur erfiöasti keppinauturinn í úrslitum fram að þessu og ég hlakka bara til að mæta þeim hér að ári,“ sagði Pippen. „Leikmenn Chicago gerðu eins og meisturum sæmir. Þeir fóra ekki á taugum og kláraðu þetta í lokin,“ sagði Karl Malone hjá Utah eftir leikinn. Stig Chicago: Jodan 39, Pippen 23, Kukoc 9, Kerr 9, Williams 4, Bu- echler 3, Harper 2, Rodman 1. Stig Utah: Malone 21, Homacek 18, Russell 17, Stockton 13, Ander- son 8, Eisley 6, Foster 2, Carr 2, Ostertag 1. -GH EHGiAND Wimbiedon ætlar sér stóra hluti undir sjóm hinna nýju norsku eig- enda. Félagiö hefur nú boöiö Egil 01- sen, landsliðsþjálfara Noregs, að ger- ast þjálfari hjá liðinu undir stjóm Joe Kinnears framkvæmdastjóra. Chelsea hefur keypt Bemhard Lambourde, franskan vamarmann, frá Bordaux fyrir 160 milljónir króna. Fabrizio Ravanelli, ítalski silfúrrefurinn sem spilaði með Midd- lesbrough á síðasta tímabili, hefur verið sterklega orðaður viö Liverpool að undanfómu. Ravanelli, sem segist mjög ánægður í Englandi og vilji dvelja þar áfram, vill að Middles- brough lækki kröfur sínar um sölu- verö á honum en félagið vill fá sem samsvarar rúmlega 1,2 milijöröum fyrir ítalann sterka. Paul Ince er mjög svo eftirsóttur hjá liðum í heimalandi sínu en Liver- pool, Newcastle, Chelsea, Everton og Aston Villa hafa öll borið víumar í hann. Talið er líklegast að það verði Liverpool sem kemur til með að bjóða best en sagt er að félagið sé tilbúiö að bjóða Ince ijögurra ára samning að andvirði 440 millj. króna. Gianluca Vialli, ítalski framheij- inn hjá Chelsea, er sagður vera efstur á óskalistanum hjá Graeme Souness, hinum nýja framkvæmdastjóra Tor- ino á Ítalíu. Talið er líklegt að Vialli slái til og fari aftur heim til ítallu enda átti hann ekki lengur fast sæti í liði Chelsea. Þeir félagar, Vialli og Souness, em miklir vinir frá því þeir spiluðu saman hjú Sampdoria fyrir um 12 árum. Forráðamenn Middlesbrough hafa nú loks játaö sig sigraða í máli sinu gegn enska knattspymusam- bandinu þar sem sambandið dæmdi þtjú stig af félaginu I ensku úrvals- deildinni í vetur vegna ólögmætrar frestunar á leik lisðins gegn Black- bum Rovers. Þeir krefjast þó þess að óháður dómstóll fari yfir málið aftur en stig þessi reyndust afdrifarík í fall- baráttunni í vor. Peter Leaver, forseti ensku úrvalsdeiidarinnar, hefúr hins vegar beðið Middlesbrough menn um að gleyma nú þessu máli og fara að horfa til framtíðar. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefur boðiö Portúgal- anum Luis Boamorte, sem leikur með Sporting Lissabon, fjögurra ára samning við félagið en það hefur ný- lega gert samning viö Emmanuel Petit og Gilles Grimandi sem komu báðir frá Monaco. Ian Rush, sem oröinn er 35 ára gamall, hefur fengið boð um að gerast spilandi þjálfari með Portsmouth. -ÖB Ikvöld Stofndeildin (efsta deild kvenna) ÍA-KR......................20.00 ÍBV-Stjaman ...............20.00 Breiðablik-Haukar..........20.00 Stuttgart bik- armeistari Stuttgart varð á laugardaginn þýskur bikarmeistari í knattspymu þegar liðið sigraði 2. deildar liðið Cottbus í úrslitaleik í Berlín að vistöddum 76.000 áhorfendum. Það var Brasilíumaðurinn Elber sem skoraði bæði mörkin Þetta var þriðji bikarmeistaratitil- inn í sögu Stuttgart en liðið vann bikarinn síðast árið 1958. Stuttgart, sem varð í fjórða sæti í deildinni ,leikur því í Evrópukeppni bikarhafa á næsta tímabili. -GH Brasilíumaðurinn Elber markaskor- ari Stuttgart liösins. De la Hoya varði titilinn „Það er kraftur í vinstri króknum," sagði hnefaleika- kappinn Oscar de la Hoya eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í veltivigt í San Antonio í Texas á laugardagskvöldið. De la Hoya sýndi styrk sinn og megin gegn áskorandanum, David Kamau frá Kenía, og sló hann tvisvar í gólfið strax í 2. lotu. í léttfjaðurvigt sigraði Denaro Hernandez Anatoly Alexandrov frá Kazakhstan og náði þar meö að verja heimsmeistaratitil sinn. -ÖB Öruggt hjá PóSverjum Pólveijar bára sigurorð af Ge- orgíumönnum, 4-1, í 2. riðli und- ankeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu í Katowice í Pól- landi á laugardaginn. Aðeins 1.000 áhorfendur sáu Arveladje koma Georgíumönn- um yfir á 24. mínútu en Pólverj- ar svöraðu með fjórum mörkum frá, Ledwon, Trzeciak, Bukalski og Nowak. Pólverjar era í 3. sæti í riðlin- um, 8 stigum á eftir Englending- um og 9 á eftir toppliði ítala. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.