Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1997, Blaðsíða 5
24 251 íþróttir unglinga______ Pæjumótið er alveg frábært - sögðu Margrét Lára og Karítas í 5. flokki ÍBV Þrjár góöar saman, tengdar A-liöi 5. fiokki ÍBV. Frá vinstri, Karítas Þórarinsdóttir leikmaður, Erna Þorleifsdóttir, þjálfari 5. flokks ÍBV og Margrét Lára Viöarsdóttir. Hvílíkur áhugi Þær voru tvær úr 5. flokki Aftur- eldingar (A) að æfa sig úti á velli þegar hinar stelpurnar voru farnar upp í skóla. Hvílíkur áhugi. Berg- lind Ósk Gisladóttir og Valdís Magnúsdóttir hafa þjálfara sem talar mikið upp úr svefni og skemmta stelpurnar sér við það þegar Halldór þjálfari er sofnaður á kvöldin að hlusta á hvað hann er að rugla. Stelpurnar í Aftureldingu fjár- mögnuðu ferðina á Pepsímótið með því að. selja fullt af klósettpappír. Auk þess gengu þær í hús fyrir síðustu jól og seldu smákökur. Þær voru ánægðar með föstudagskvöldið á mótinu því þá var nammkvöld hjá Aftureldingu og þeim hefur gengið nokkuð vel á mótinu. Annars finnst þeim mest gaman að spranga og spila leikina - og finnst reyndar að það mættu vera miklu fleiri leikir. En hver skyldi hrjóta hæst í liðinu? „Auðvitað hann Halldór þjálfari. Hann hrýtur alveg svakalega hátt, auk þess sem hann babblar svo mikið upp úr svefninum. Hann er mest að tala um leikina og stundum æpir hann: Áfram stelpur! Annars er hann góður þjálfari," sögðu stelpumar. DV, Vestmannaeyjum: „Þetta pæjumót er búið að vera alveg frábært," sögðu þær stöllur úr A-liði 5. flokks ÍBV, Margrét Lára Viðarsdóttir og Karítas Þórar- insdóttir. Þannig er að 5. flokkur ÍBV (A) hefur unnið Pepsímótið fimm ár í röð, hvorki meira né minna. Reynd- ar vann Týr það fyrstu fjögur árin en eftir sameiningu Týs og Þórs var það undir merki ÍBV. Margrét Lára Umsjón Halldór Halldórsson Viðarsdóttir hefur spilað með lið- inu öll þessi fimm ár og var því einnig að vinna í fimmta sinn. Karítas Þórarinsdóttir hefur verið í liðinu síðustu fjögur árin. Erna Þorleifsdóttir hefur verið þjálfari liðsins öll árin en stelpurnar unnu núna Breiðablik, 1-0, í spennandi úrslitaleik. Þetta hefur veriö frábært „Þetta er alltaf jafn gaman. Reyndar fannst mér úrslitaleik- urinn 1995, gegn Stjömunni, mun erfiðari en núna gegn Blikunum. Það er frábært að vinna svona ár eftir ár, við kunnum varla að tapa,“ sagði Margrét Lára og Karítas tók heils hugar undir. Margrét Lára er einnig á kafi i frjálsum íþróttum og hesta- mennsku. „Þetta er stórkostleg stund, sér- staklega að vinna Breiðablik,“ sagði Karítas. Ema Þorleifsdóttir, þjálfari 5. flokks ÍBV, var að vonum stolt yfir frammistöðu stelpnanna: „Þær hafa aldrei tapað úr- slitaleik enda æfa þær mjög vel og þær vita að æfingin skapar meistarann," sagði Ema. Ljóst er að Ema hefur unnið frábært starf hjá ÍBV. Handahlaup í 6. flokki flokki gildir að allar séu þar sem boltinn er. Ein stelpan í ÍBV (2) hafði eitthvað komið lítið nálægt boltanum og sá ekki fram á að það myndi nokkuð gerast og ákvað því að stytta sér stundir með því að fara í handahlaup og gera ýmsar aðrar leikfimiæfingar. Frábært framtak. Skoraði 21 mark Ester Óskarsdóttir, 6. flokki ÍBV, varð markakóngur Pepsí- mótsins, skoraði alls 21 mark. Amma hennar lofaði fyrir mótið að borga henni 500 krónur fyrir hvert mark þannig að Ester græddi hvorki meira né minna en 10.000 krónur. Ester segist að- eins hafa æft fótbolta í eitt ár. Þjálfarar hennar, Erna og Stefanía, em uppáhalds- fótboltakonumar hennar og ætlar hún að stefna að því.að komast í íslenska lands- liðið eins Qjótt og mögulegt er. Hér eru þær stöllur, Berglind Ósk Gísladóttir og Valdís Magnúsdóttir úr A- liöi 5. flokks Aftureldingar. Þær æföu eftir leikina meöan hinar fóru upp í skóla. Svona á áhuginn að vera. MIWALIÐ-FEHA NAFN ÞATTTAKANDA. NAFN LIÐS________ .NUMER LIÐS_ SEL LEIKMANN: NÚMER_____NAFN. KAUPI LEIKMANN: NÚMER_____NAFN. VERÐ VERÐ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK 4- MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1997 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1997 Þaö var mikil stemning á Pepsímóts Þórara í Vestmannaeyjum enda veðurblíöan mikil. Stelpurnar nutu þess í ríkum mæli aö spila fótbolta viö þær frábæru aðstæður sem boðið var upp á. Hér eigast viö Breiöablik og ÍBV í 5. flokki. Þátttaka var mjög mikil og Ijóst aö ekkert lát er á vinsældum þessa móts. DV-myndir Þorsteinn Gunnarsson Frábæru Pepsí-pæjumóti ÍBV í Vestmannaeyjum lauk í gær: Blikarnir og ÍBV börðust um titlana - lentu saman í fjórum spennandi úrslitaleikjum af sjö DV, Vestmannaeyjum: ÍBV og Breiðablik eru stórveldin í íslenskri kvennaknattspymu í dag. Félögin sópuði til sin verðlaunum á Pepsímóti ÍBV, sem lauk í gær. ÍBV vann 3 gull, 2 silfur og 1 brons. Breiða- blik vann tvö gull- og 3 silfurverðlaun. Pæjur á aldrinum 8-15 ára, alls um 900, mættu til Eyja á 9. Pepsímótið sem var sögulegt að því leyti að þetta er fyrsta mótið undir merki ÍBV eftir að Týr og Þór voru lögð niður. Segja má að hinn frábæri árangur ÍBV hafi verið mikill sigur fyrir sameiningar- sinna í Eyjum Af samtölum DV að dæma við fararstjóra, þjálfara og stelpurnar, sem hafa komið áður til Eyja á Pepsímótið, er þetta langbesta mótið til þessa. „Ég er mjög ánægður með hvemig til tókst. Við höfum aldrei áður fengið eins frábært veður alla fjóra móts- dagana, sól og blíðu, og það lá við að maður fengi sólsting á tímabili. Mér finnst allir hafa verið svo jákvæðir og framkoma stúlknanna til mikillar fyrirmyndar. Kvennaknattspyman er á uppleið og auðvitað er gaman hve Eyjaliðunum gekk vel,“ sagði Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Pepsí- nefndar. ÍBV og Breiðablik léku til úrslita í fjórum Qokkum en bæði félög voru í úrslitum í fimm fiokkum. Úrslitaleikirnir Breiðablik hafði yfirburði í 6. Qokki og vann ÍBV í úrslitaleik, 4-1. íris Róbertsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir skoruðu mörk Blikanna og 1 var sjálfsmark. Tanja Björk Sigurjónsdóttir gerði mark ÍBV. ÍBV vann tvöfaldan sigur á Breiða- bliki í 5. fiokki. í A-liðum vann ÍBV, 1-0, Gerði Berglind Jóhannsdóttir markið í hörkuleik. Berglind stóð svo milli stanganna í 4. flokki (B) í úrslita- leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, vann þama sinn 5. Pepsísigur i röð og Karítas Þórarinsdóttir sinn fjórða. Titlana hafa þær unnið í 5. flokki. í 5. flokki (B) vann ÍBV öruggan sigur á Breiðabliki, 6-0. Helena Magn- úsdóttir skoraði þrennu og þær Signý Sigurðardóttir, Svala Jónsdóttir og Anna Stefánsdóttir sitt markið hver. 1 4. flokki (B) léku ÍBV og Breiða- blik til úrslita og eftir venjulegan leik- tima var jafnt, 1-1. Hildur Einars- dóttir skoraði fyrir Breiðablik og Margrét Lára Viðarsdóttir (úr 5. fl.) skoraði fyrir ÍBV. Því varð að grípa til framlengingar og það var Guðríður Hannesdóttir, sem skoraði sigurmark Breiðabliks, beint úr aukaspymu á glæsilegan hátt. „Ég ætlaði að reyna að skora og er þetta ótrúlegt að það skyldi takast því það voru bara fimm sekúndur eftir af leiknum. Þetta er flottasta mark sem ég hef gert,“ sagði Guðríður. í 4. flokki (A) vann ÍBV Stjörnuna I úrslitaleik, 1-0. Erna Dögg Sigur- jónsdóttir skoraði sigurmarkið glæsi- lega, beint úr aukaspyrnu langt utan af kanti. „Þetta átti ekki að vera fyrirgjöf því ég ætlaði mér að gera mark,“ sagði Erna Dögg. í 3. flokki (B) vann Fjölnir öruggan sigur á Breiðabliki, 5-0. Mörk Fjölnis gerðu Erla Þórhallsdóttir 1, Margrét T. Jónsdóttir 2, Ragnheiður Hallsdótt- ir 1 og Eva Rós Gunnarsdóttir 1 mark. I 3. flokki sigraði Grindavík Val. Eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu var markalaust. Þurfti þvi vítaspyrnukeppni og sigraði Grinda- vík, 2-1. -ÞoGu Úrslit leikja 3. flokkur- A-liö: 1.-2. Valur-Grindavík..........1-2 3.-4. Fjölnir-KR...............1-0 5.-6. Breiðablik-ÍBV...........5-0 7.-8. Afturelding-Þróttur......1-1 Besti leikmaðurinn: Hildur Guðjóns- dóttir, Val. Markahæsti leikmaðurinn: Margrét K. Pétursdóttir, Grindavik, 12 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Ama Har- aldsdóttir, Þrótti. Prúðasta íiðið: Grindavík. 3. flokkur - B-liö: 1.-2. Fjölnir-Breiðablik...'.. . 5-0 3.-4. Grindavik-fBV............5-6 Besti leikmaöurinn: Margrét T. Jónsdóttir, Fjölni. Markahæsti leikmaðurinn: Guðlaug B. Eiriksdóttir, Breiðabliki, 11 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Hrafnhildur Amórsdóttir, Val. Prúðasta liðið: Ejölnir. 4. flokkur - A-lið: I. -2. Stjarnan-ÍBV............0-1 3.-4. KR-Valur.................3-4 5.-6. Breiðablik-FH............1-3 7.-8. Haukar-Þróttur...........1-0 9.-10. KS-ÍA.................. 2-1 II. -12. Fjölnir-Leiknir.......3-0 13.-14. Vikingur-Afturelding. ... 0-3 15-16. HK-Selfoss..............0-1 Besti leikmaöurinn: Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjömunni. Markahæsti leikmaðurinn: Anna Jónsdóttir, KR, 14 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: María Boga- dóttir, Leikni. - Prúðasta liðið: HK. 4. flokkur - B-liö: I. -2. Breiðablik-ÍBV...........2-1 3.-4. KR-FH.....................1-2 5.-6. Fjölnir-Valur.............2-2 7.-8. Haukar-Afturelding........2-0 9.-10. Stjaman-Þróttur..........0-1 II. -12. KS-Breiðablik..........1-1 13.-14. Valur (1)-Breiðablik (2) . . 3-4 15.-16. FH (U-fA................3-1 Besti leikmaðurinn: Tinna Helga- dóttir, KR. Markahæsti leikmaðurinn: Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki, 13 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Linda Inga- dóttir, KS. - Prúðasta liðið: Þróttur. 5. flokkur - A-liö: I. -2. ÍBV-Breiðablik.........1-0 3.-4. KR-Haukar...............2-1 5.-6. KR-Haukar...............2-1 7.-8. Afturelding-Bjölnir.....0-0 9.-10. HK-Valur...............1-0 II. -12. Selfoss-ÍA...........0-2 13.-14. Víkingur-Þróttur......3-0 Besti leikmaöurinn: Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV. Markahæsti leikmaöurinn: Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV. Prúðasti leikmaðurinn: Þórhildur Þorgilsdóttir, Víkingi. - Prúðasta liðið: Selfoss. 5. flokkur - B-lið: I. -2. ÍBV-Breiöablik..........6-0 3.-4. Fjölnir-FH...............0-4 5.-6. Haukar-Afturelding......0-4 7.-8. Stjaman-íjölnir (2)......0-0 9.-10. KR-Valur...............1-1 II. -12. ÍBV (2)-ÍA...........0-0 Bestileikmaðurinn: Elisa Hildur Þórðardóttir, FH. Markahæst: Anna Stefánsdóttir, ÍBV og Þóra Sif Friðriksdóttir, Breiða- bliki, 12 mörk hvor. Prúðasti leikmaðurinn: Hildur Ein- arsdóttir, LA. - Prúðasta liðið: KR. 6. flokkur: 1.-2. Breiðablik-ÍBV...........4-1 3.-4. Valur-Haukar.............3-0 5.-6. Haukar (l)-ÍBV(l)........1-1 Besti leikmaðurinn: Brynja Magnús- dóttir, Breiðabliki. Markahæst: Ester Óskarsdóttir, ÍBV, 21 mark. Prúðust: Aníta Sigurðardóttir, Hauk- um. - Prúðasta liðið: Valur. 5. flokkur ÍBV, A-liö, sigraöi á Pepsímótinu í Vestmannaeyjum. Þær léku til úrslita gegn Breiöabliki og sigruöu, 1-0, eftir mjög spennandi og skemmtilegan leik. Þær hafaunniö mótið undanfarin 5 skipti. t Breiöablik sigraði í 6. flokki á Pepsímótinu í Vestmannaeyjum. Stelpurnar sýndu góða takta og voru vel að sigrinum komnar. Stelpurnar sigruðu ÍBV, 4-1, í úrslitaleik. r Iþróttir unglinga HMur Guðjónsdóttír, Vál, leikmaður mótsins: Bjóst ekki við að verða valin Hildur Guðjónsdóttir, Val, var valin efnilegasti knattspyrnumaður Pepsímótsins. Hún er leikmaður með 3. flokki Vals og fór á kostum á mótinu. Hildur sagði að valið hefði komið sér mjög á óvart og það væri mikill heiður fyrir sig. Ekki vildi hún hafa mörg orð um valið. Hún var greini- lega mjög hrærð en ánægð: „Pepsímótið hefur verið alveg frábært og ekki hefur veðrið spillt. Ég hef skemmt mér konunglega i Vestmannaeyjum. Annars var það grátlegt að tapa úrslitaleiknum gegn Grindavík í víta- spyrnukeppni," sagði Hildur. Úrskurður nefndar var þannig: Það er samdóma álit okkar að Hild- ur væri besti leikmaður pæjumóts- ins 1997. Yfirferð hennar og leik- skilningur er framúrskarandi og sendingar góðar. Hún var til eftir- breytni á leikvelli. -ÞoGu Hildur Guöjónsdóttir, 3. flokki Vals, var valin efnilegasti leikmaöur Pepsímótsins 1997. 3. flokkur Grindavíkur varð pæjumeistari 1997. Stelpurnar sigruðu Val í úrslitaleik, 2-1, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. KS-stelpurnar frá Siglufiröi eru lengst aö komnar allra á Pepsímóti Þórara í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir það hefur þeim gengiö nokkuð vel. Hér láta þær fara vel um sig í stund milli stríöa. KS-stelpurnar lengst að komnar Knattspyrnufélag Siglufjaröar (KS) er það lið sem er lengst að komið á þessu Pepsí-móti. Þetta er í annað skipti sem KS sendir lið til Eyja og að þessu sinni er það 4. flokkur, A- og B-lið. Stelpurnar lögðu á sig 12 tíma ferðalag til að komast til Eyja, fyrst með rútu og svo með Herjólfi. Sama ferðalag bíður þeirra heim. „Það var ákveðið snemma í vetur að við færum á Pepsímótið og í allan vetur borgaði hver einasta stelpa sem mætti á æfingar 50 krónur í sjóð. Þetta var gert tvisvar sinnum í viku,“ sögðu stelpurnar. Þær stóðu einnig fyrir flösku- söfnun auk þess sem fyrirtæki reyndust þeim vel. Alls komu 18 stelpur til Eyja og hefur KS gengið vonum framar í mótinu. Fyrirliði 4. flokks (A) KS er Hrabbý Fowler eins og hinar stelpurnar kölluðu hana. Hið rétta mafn er Hrafnhildur Guðnadóttir. Ein stelpan í hópnum, Jóhanna Unnur Haraldsdóttir, var skrautlega máluð í framan með K og S á sitt hvorri kinn. Stúlkunum finnst Vestmannaeyj- , ar vera frábær staður og halda báðar með Liverpool og Robbie Fowler. 4. flokkur KS hefur þá sérkennilegu hjátrú að stelpumar fara í hring fyrir leiki og hræki á jörðina inni í hringnum. Jóhanna segir að þær máli sig alltaf í framan fyrir leikina og er hún yfirmaður málningardeildar KS. -ÞoGu ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.