Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 2
i6 kvikmyndir FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 M~9~\T Nl Háskólabíó - Einræðisherra í upplyftingu: Brambolt í Fran Drescher er gamanleikkona sem skotist hefur upp á stjömuhim- ininn vegna frammistöðu sinnar í sjón- varpsþáttaröðinni Bamfóstrunni (The Nanny) sem meðal annars hef- ur verið sýnd á Stöð 2. Óhætt er að segja að Drescher hafi sér- stakan leikmáta sem byggist á miklum ofleik, bæði í tali og líkamstjáningu. Þetta gerir það að verkum að annaðhvort líkar manni við hana sem leikkonu eða fær grænar bólur við það eitt að sjá hana. Best er að taka það fram strax að leikur Drescher i Einræðisherra í upplyftingu (Beautican and the Beast) er nánast eins og í sjónvarpsþáttunum svo að aðdá- endur hennar verða ömgglega ekki fyrir vonbrigðum. Og með því að láta hana leika kennara og hamfóstru þá er ekkert verið að fela það að róið er á sömu mið. Myndin hefst í New York þar sem Drescher er snyrtisérfræðingur- inn Joy Miller sem einn daginn verður alþýðuhetja. Útsendari ein- ræðisherrans í Slóvesíu er að leita að einkakennara fyrir böm eins- ræðisherrans og vegna misskilnings heldur hann að Joy Miller sé hinn fullkomni kennari og fær hana með gylliboði til að taka að sér kennslu fjögurra bama. Eftir þetta tekur myndin á sig nokkurs kon- ar öskubuskuævintýri þar sem Miller gerist bjargvættur alþýðunn- ar í Slóvesíu, sem er fyrrum kommúnistaríki, og nær einnig að hreyfa við löngu kulnuðum tilfinningum einræðisherrans. Einræðisherra í upplyftingu er dæmigerð gamanmynd þar sem húmorinn liggur í einstökum og oftar en ekki ólíkum atriðum. Þess á milli koðnar myndin niður og verður þreytandi. Fran Dreschér og Timothy Dalton em mjög ólíkir leikarar. Dalton með sína klassísku þjáfun hrýnir raust sína í tíma og ótíma eins og hann sé staddur í miðri Shakespearesýningu á meðan Fran Drescher notar alla sína takta sem hafa gert hana vinsæla í Bandaríkjunum og vlsar stund- um í bröndurum sínum til amerískra staðhátta sem aðeins innfædd- ir þekkja. Útkoman er því nokkuð ruglingsleg og langdregin gaman- mynd sem nær sér stundum á strik en hefur þegar á heildina er lit- ið aðeins ósköp einhæfan fimmaurabrandarahúmor til að státa af. Leikstjóri: Ken Kwapis. Handrit: Todd Graff. Kvikmyndataka: Peter Lyons Collister. Tónlist: Cliff Eidelman. Aðalleikarar: Fran Drescher, Timothy Dalton, Lisa Jakub, ian McNeice og Patrick Malahide. Hilmar Karlsson Regnboginn - Sonte Mother's Son: í nafni móðurinnar ***< Þaö fer lítið fýrir írsku myndinni Tog- streitu (Some Mother’s Son) sem ótextuð læðir sér inn í íslenskt kvikmynda- hús í sömu viku og bandaríska stórmynd- in Men in Black er frumsýnd eftir margra vikna fjöl- miðlafár. Leikstjór- inn, Terry George, hafði áður skrifað handritið að In the Name of the Father en hún, líkt og Togstreita, fjallar inn átök írskra fanga við breskt réttarkerfi. í nafni fóðurins var dæmigerð óskars- framleiðsla og langt í frá gallalaus mynd. Some Mother’s Son er mun vandaðra verk og ætti enginn sem ann vönduðum kvikmyndum að láta hana fram hjá sér fara. Leikstjóm- in er afbragðsgóð, tónlistin áhrifamikil, kvikmyndatakan lævíslega látlaus í áhrifamætti sínum og handritið yfirvegaðra en ég hefði bú- ist við í mynd sem i raun er pólitísk málsvöm IRA. I Togstreitu leikur Hellen Mirren móður eins af IRA-fongunum sem 1981 fóm í hungurverkfall en 10 þeirra létust áður en komið var til móts við kröfur þeirra. Máliö vakti gríðarlega athygli og leiðtogi þeirra, Bobby Sands, var kjörinn á þing áður en hann lést eftir um 60 daga svelti. Mæður fanganna höfðu vald til þess að neyöa ofan í þá næringu en með þeirri ákvörðun hefðu þær svipt þá réttinum til þess að deyja fyrir pólitíska sannfæringu sína. Það er ekki oft að raunverulegar persónur standa frammi fyrir vali sem ætti helst heima í klassískum harmleik og það er í raun ótrú- legt hversu vel leikstjóra myndarinnar tekst að forða myndinni frá þeirri uppblásnu dramatík sem flestir hefðu fallið fýrir. Leikurinn er að sama skapi agaður. Mirren sýnir stórleik en það sama mætti segja um alla aðalleikara myndarinnar. Pólitískur boðskapur myndarinnar er augljós. IRA-skæruliðamir dóu hetjur og fómardauði þeirra má aldrei gleymast. Myndatakan áréttar þessa skoðun með því að lýsa lífí þeirra í fangelsinu með trúarmyndmáli sem vísar í síðustu kvöldmáltíðina, dauða Krists, o.s.frv. Sumir gætu séð þetta sem galla á annars yfirveguðu lista- verki, en þetta er svo vel gert að fyrir mörgum áhorfanda verða þetta eftirminnilegustu senur myndarinnar. Myndin dregur ekki upp hlutlausa mynd af baráttu kaþólikka fyrir sjálfstæði. Ég sé þó ekki hvað það kemur listrænu vægi myndarinnar við eins og haldið hefur verið fram. Síðan hvenær varð hlutleysi helsta einkenni góðr- ar listar? Leikstjóri: Terry George. Aðalhlutverk: Hellen Mirren, Fionnula Fla- nagan, Aidan Gillen og John Lynch. Guðni Elisson Slóvesíu Wesley Snipes, aðalleikari Murder at 1600: t kvennagulli hasarhetiu „Hafðu þig hægan gourinn! Wesley Snipes tekur óþokkunum eins og honum einum er lagið. lurginn á gegn Sylvester Stallone 1 hlutverki sínu sem glæpamaðurinn óði, Simon Phoenix, jÆ/t i Demolis- ^jjÍ hion Man. sogu fremur en barsmiðum og látum. „Þama er maður sem er löngu hættur að upplifa eitthvað nýtt í sínu starfi sem flækist í morðmál innan Hvíta hússins og skyndilega er líf hans sett HL á hvolf. Hann gæti þess Rð vegna verið í öðru m landi en ekki sinni HTheimaborg. Mér finnst f það spennandi og mér H fmnst það skila sér í myndinni," segir jáSk Wesley Snipes A/.-éjA um hlutverk ■' sitt. -vix Gafuleg hasar- hetia Diane Lane er nú enn þá svolítið sæt þó það séu komin mörg ár síöan hún var dúllan ■ ..Outsiders' Smpes var fengmn til að leika í Murder at 1600 því að framleið- l endumir vildu fá leikara g \ sem ír gæti I Wesley Snipes sýnir klærnar og vangasvipinn. Fyrsta kvikmyndin sem Wesley Snipes lék i heitir WOdcats og er um fátt eftirminnileg. Hann vakti þó at- hygli Martin Scorsese sem fékk hann í hlutverk í myndbandinu við lagið Bad með Michael Jackson. Þar lék hann krimma sem er að abbast upp á herra plastfés sem svarar með því að syngja I Am Bad. Honum áskotnaðist síðan hlutverk hins sprettharða kjaftasks, Willie Mays Hays, í Major League og var þá skyndilega orðinn frægur. Hann lék í tveimur myndum í röð fýr- ir Spike Lee. Fyrst kvensama saxófón- leikarann í Mo’ Better Blues og svo sem kvensama dópistabróðurinn í Jungle Feaver. Barry Michael Cooper skrifaði þá handrit sérstaklega fýrir Snipes með illskulega glæpamanns- hlið hans í huga. Afraksturinn varð hin geysilega vinsæla New Jack City. Heimsfræg stjama Eftir New Jack City var Wesley orð- inn heimsfrægur og hann farinn að bera uppi myndir á nafninu einu. Myndir eins og White Men Can’t Jump, Rising Sun, Passenger 57, Drop Zone og To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar ýttu enn undir frægð hans. Það sem sýnir kannski best hversu stórt nafh hann er var þeg- ar honum var stillt upp sem jafh- ingja leikið hasarhetju en samt virkað sannfærandi þegar hann er að gera eitthvað örhtið gáfulegra en lumbra á óþokkunum. Sjálfur segir hann að honum hafl fundist hlutverkið spennandi því að spennan sé rek- in áfram af öfl- ugri og snjallri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.