Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Blaðsíða 12
26 íyndbönd MYNDBAM Enn ein frá Almodovar ★★ Hér segir frá rithöfundinum Lea, sem er afar ein- mana og óhamingjusöm, þar sem eiginmaður henn- ar er aldrei heima. Hún skrifar rómantískar ástar- sögur undir dulnefni en upp á síðkastið hefur þung- lyndi hennar og áfengisneysla gert henni erfitt um vik og sögur hennar verða myrkari. Hún fer að skrifa bókmenntagagnrýni fyrir dagblaðið E1 Pais og vekur hrifningu ritstjórans. Við sögu koma taugatrekktar móðir og systir hennar, heimilishjálp- in hennar og útgefandi hennar, sem bæði eiga vand- ræðaunglinga fyrir syni. Almodovar hefur gert ansi margar myndir, sem oftast eru gamansamar myndir með all-villtum söguþráðum og einkennilegmn persónum. í síðustu mynd sinni fór hann yfir strikið og úr varð hálfgert bull, en hér söðlar hann algjörlega um. Persónurnar eru tiltölulega eðlilegar og lítil gaman- semi í handritinu. Þar með er myndin ekkert sérstaklega áhugaverð og vantar þann sjarma sem Almodovar hefur yfirleitt léð myndum sínum, en á hinn bóginn plumar Huldublómið sig sæmilega sem fremur róleg lífsreynslusaga konu, sem reynir að gæða líf sitt meiningu. Flor De Mi Secreto (Huldublómið). Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Pedro Almodovar. Aðalhlutverk: Marisa Paredes og Imanol Arias. Spænsk, 1995. Lengd: 105 mín. Öllum leyfð. -PJ BufRð lemur rússnesku mafíuna ★* Jean Claude Van Damme er mjög af- kastamikill og leikur í a.m.k. tveimur slagsmálamyndum á ári. Hér leikur hann franskan rannsóknarlögreglumann sem dag einn horfir upp á fórnarlamb morðs, se nákvæmlega eins og hann. í ijós kemur að um er að ræða tvíburabróður sem hann vissi ekkert af, og sem flæktur var í rússnesku mafíuna í Little Odessa í New York. Hann fer því vestur um haf til að leita uppruna síns og er auðvitað fljótlega hundeltur af bæði rússnesku mafíunni og alríkislögreglunni. Myndin er heimsk, illa leikin og óspennandi eins og við er að búast. Bæði Van Damme og Natasha Henstridge sýna litla leikhæfileika en því flottari líkama. Sorglegt er að sjá Jean-Hugues Anglade, þann ágæta leik- ara, í lúðalegu aukahlutverki. Á móti göllunum koma margar flottar bar- dagasenur og eltingaleikir, þar sem kvikmyndavélin er notuð vel og má sennilega þakka það leikstjóranum Ringo Lam. Sérstaklega er atriðið í sánunni ómissandi fyrir þá sem hafa gaman af að horfa á sveitta og stælta karlmannslíkama hnoðast hálfnaktir á hver öðrum. Maximum Risk. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ringo Lam. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme og Natasha Henstridge. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Greddugrín * ® Rushon og Nikki eru búin að vera saman í sjö vik- ur, en hafa ekki enn gert það. Þegar þau fara út eitt kvöldið vill Nikki taka vinkonu sina Lysterine með og Rushon fær því vin sinn með sem herra fyrir hana. Sá heillar Lysterine upp úr skónum og þau skilja Rushon og Nikki ein eftir í ibúðinni hennar. Hjá háðum pörunum stefnir í ástríðufulla ástarleiki en ýmislegt verður þó til að tefja, þar á meðal smokkavandræði. Booty Call er afar lítið fyndin og þaðan af síður kynæsandi. Fyndnin virðist helst eiga að ganga út á fíflalæti og ofleik en í höndum hrikalega lélegra leikara verður þetta bara neyðarlegt. Kynlífsatriðin eru alltof hvítþveg- in til að vera á nokkurn hátt áhugaverð og þá er lítið eftir til að gleðj- ast yflr. Indversku búðarlokurnar redda myndinni hálfri stjömu. Booty Call. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jeff Pollack. Aðalhlutverk: Jamie Foxx, Tommy Davidson, Vivica A. Fox og Tamala Jones. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Háloftahasar ★★ Teri Halloran er flugfreyja í Boeing júmbó-þotu. Aðeins fáeinir jólaferðalangar em í vélinni, en þar á meðal era fjórir lögreglumenn með tvo fanga á leið til Los Angeles. Þegar annar þeirra reynir að yfir- buga lögreglumennina brýst út bardagi sem endar með þvi að hann og allir lögreglumennimir liggja í valnum ásamt báðum flugmönnunum. Hinn fanginn, flöldamorðinginn Ryan Weaver, læsir restina af áhöfninni og farþegana inni í áhafnarklefanum meðan flugfreyjan sest í flugstjórasætið. Flugvélin stefnir beint inn í mikinn storm og Hafloran þarf að komast klakklaust i gegnum hann, forðast að verða drepin af geðsjúkum flöldamorðingja og lenda vélinni. Þrátt fyrir aðstæður sem ættu að geta skapað góða spennu er myndin lítið eftirminnileg og at- burðarásin öll fremur fyrirsjáanleg og óáhugaverð. Sæmilegir leikarar gera myndina að þolanlegri afþreyingu. Lauren Holly er ágæt sem svita- storkin og skrámuð ofurhetja á hlýralausum bol og Ray Liotta er hæfi- lega geðbilað illmenni. Turbulence. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Robert Butler. Aðalhlutverk: Ray Liotta og Lauren Holly. Bandarísk, 1997. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 T^’IT SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 2 Sleepers Háskólabíó Spenna 2 6 2 Glimmer Man Warner myndir Spenna 3 2 4 First Wives Club ClC-myndbönd Skífan Gaman 4 3 3 Djöflaeyjan Gaman 5 4 4 Craft Skffan Spenna 6 mmmmt 7 7 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna 7 5 3 Secrets and Lies Háskólabíó Drama 8 Ný 1 1 1 Maximum Risk ‘ Skífan Spenna 9 8 5 Rich Man's Wife Sam-myndbönd Spenna 10 13 'j 2 J Matilda ffl - J Skrfan Gaman 11 10 3 Unforgettable Sam myndbönd Spenna ;V' 12 11 3 First Kid Sam-myndbönd Gaman 13 9 3 Michael Collins Warner myndiir Drama VA 14 B 6 í Fear f ClC-myndbönd ' Spenna 15 14 7 Jack Sam-myndbönd Gaman 16 . ; 6 Jingle All the Way Skrfan ; mmm Gaman 17 9 Associate Háskólabíó Gaman 18 Ný i : { Crucible Skífan 1 Drama 19 Ný i ; Casualties Myndform Spenna 20 18 5 Pest Skffan Gaman Spennumyndin The Sleepers situr sem fastast í topp- sæti myndbandalistans aöra vikuna í röð. Litlar breyt- ingar hafa orðiö á myndbandalistanum frá því í síðustu viku. íslenska myndin Djöflaeyjan skaust þá upp í þriðja sæti listans en situr nú í því fjórða. Spennumyndin The Glimmer Man með hasarmyndaleikaranum Steven Seagal ( aðalhlutverki er eina nýja myndin á listanum. Sú mynd er í ööru sæti. Á listanum er nokkuð jöfn skipt- ing milli gaman- og spennumynda en þar eru tvær gam- anmyndir og þrjár spennumyndir. Á myndinni hér til hliðar sjást þeir Steven Seagal og Keenan Ivory Wayans í hlutverkum sinum i The Glimmer Man. Sleepers Kevin Bacon, Robert De Niro, Dustin Hoffman og Brad Pitt. Sleepers er saga flög- urra manna sem ólust saman upp í hverfi í New York sem nefnt var Vítiseldhúsið vegna þess hversu illræmt það var fyrir glæpi. Drengimir flórir bindast sterkum vináttuböndum og bralla ýmislegt saman. Einn daginn fer eitt prakkarastrik þeirra úr böndunum og drengim- ir em handteknir fyrir vikið. Þeir em síðan sendir á heimili fyrir af- brotaunglinga. Sú dvöl á eftir að reynast þeim dýrkeypt því yfirfanga- vörðurinn er ofbeldis- fullur og vægðarlaus hrotti sem misnotar drengina. Mörgum árrnn síðar ákveða drengimir að leita hefnda. The Glimmer Man Steven Seagal og Keenan Ivory Wayans. Steven Seagal leikur fyrrverandi leyniþjón- ustumanninn Jack Cole. Hann reynir nú að upp- lýsa dularfuU og sérstak- lega hrottaleg morð í Los Angeles. Honum reynist erfitt að hafa hendur í hári morðingjans og neyðist til að hefla sam- starf við lögreglumann- inn Jim Campell. Þeir Cole og Campell komast að því að málið er flókn- ara en þá gat órað fyrir. Svo virðist sem moröing- inn tengist einhveijum valdamiklum aðilum sem vifla ekki að málið upplýsist. Ekki liður á löngu þar til Cole áttar sig á því að málið virðist einnig teygja anga sína inn í fortíð hans. FirstWives Club Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton. Þær Elisa, Annie og Brenda hafa verið vin- konur lengi. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar fómað eigin frama í þágu eigin- manna sinna og svo einnig það að eigin- mennimir hafa fómað þeim fyrir yngri konur. I fyrstu brotna þær saman undan þessu reiðarslagi en smám saman fer reiðin og í kjölfarið segir hefnigimin til sín. Eft- ir að hafa ráðið ráðum sínum setja þær i gang eitursnjalla og alveg sprenghlægilega áætl- un ... Djöflaeyjan Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson og Sigurveig Jóns- dóttir. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, er byggð á samnefndri skáldsögu Einars Kárasonar. Þetta er grátbrosleg ör- lagasaga flölskyldunn- ar í Thule- kampnum og annarra flölskyldna sem bjuggu í bragga- hverfmu í Reykjavík eftir að herinn yfirgaf þá. Við fáum að kynn- ast töffaranum Badda, spákonunni Karólínu, Tomma gamla, og mörgum öðrum hvunn- dagsheflum sem settu svip sinn á kostulegt mannlífið í bragga- hverfinu og eiga sér margar hverjar fyrir- myndir í raunvem- leika sjötta áratugar- ins. The Craft Fairuza Balk og Neve Campbell. Þegar Sara flyst tii Los Angeles hefiir hún nám við skóla þar sem hún kemst fljótlega í kynni við þrjár undar- legar vinkonur. Þær hafa allar verið að fikta við galdra án þess að ná þeim árangri sem þær vonuðust eft- ir. En í Söm finna þær þann aukakraft sem þarf til að láta galdr- ana virka. Skyndilega öðlast vbikonurnar kraft til að láta allar sínar heitustu óskir rætast. En það sem upphaflega átti að vera til gamans snýst brátt í andhverfu sína þegar þær fara að misnota kraftinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.