Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Blaðsíða 4
18 * #,, helgina FÖSTUDAGUR 11. JULI1997 Skemmtilegast að vera þar sem áheyrendurnir eru - segir Marta G. Halldórsdóttir söngkona Sumartónleikar í Skálholti halda áfram göngu sinni. Um síðustu helgi voru fluttu Voces Thules og Rut Ingólfsdóttir íslenska sam- tímatónlist en um helgina verður horfið aftur í tímann, reyndar allt aftur til nokkurra helstu meistara barokktímabilsins, þeirra Bachs, Purcells og Telemanns. Að þessu sinni munu þær Marta G. Halldórs- dóttir og Hedwig Bilgram flytja verk eftir Bach, Purcell og Telem- ann. Marta Halldórsdóttir er hérlend- um tónlistaraðdáendum að góðu kunn. Eftir að hún lauk námi frá tónlistarháskólanum í Munchen fyrir fjórum árum hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi lands- manna. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og kamm- ermúsikhópum, farið með hlutverk hjá íslensku óperunni og komið fram á tónlistarhátíðum. Með henni á tónleikunum leikur heimskunnur orgelleikari, Hedwig Bilgram. Marta og Hedwig kynntust fyrst fyrir 10 árum þegar Marta aðstoð- aði hana á tónleikum í Skálholti en þá var Marta ekki söngkona heldur unglingur í sumarvinnu. „Ég kynntist Hedwigu í Skálholti fyrir tíu árum. Ég var þá kirkjuvörður að sumarlagi í Skálholti og var fengin til þess að fletta nótum fyrir hana á sumartónleikum þar. Eftir það tókst með okkur góður vinskap- ur og þegar ég hóf nám við tónlist- arháskólann í Múnchen hafði ég samband við hana en hún hefur verið prófessor þar í fjöldamörg ár," segir Marta. Tónleikarnir í Skálholti eru ekki þeir fyrstu þar sem þær Marta og Hedwig koma fram saman. „Þegar ég var úti við nám þá söng ég nokkrum sinnum með henni og nemendum hennar á nemendatónleikum og þá gjaman eitt verk sem við ætlum að flytja á tónleikunum, Schemellissóngbók- ina eftir Bach, en sú tónlist er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Um er að ræða bók sem Schemelli nokkur gaf út, og Bach samdi tón- list við." Marta og Hedwig hyggjast einnig spreyta sig á lögum sem þær hafa ekki flutt áður. „Purcell hef ég ekki sungið áður en ég þekki lögin vel og hlakka mikið til að takast á við þau. Þar á meðal er aría sem lögð er í munn Maríu meyjar sem ákallar son sinn eftir að hafa týnt honum. í aríunni kemur fram ákveðinn beygur og María er smám saman að átta sig á því að þetta barn hennar er einhver áður óþekkt stærð sem hún ræður kannski ekki alveg við." María er nýkomin frá Míinchen þar sem hún hefur unnið að undirbúningi fyrir tónleikana ásamt söngkennara sín- um, Dafne Evangelistos. En hvers vegna gera tónlistar- menn sér ferð alla leið í Skálholt til að halda tónleika? „Skálholt er nátt- úrlega einstakur staður, aðstaðan er góð og hljómburður þar frábær. Marta G. Halldórsdóttir syngur á tónleikum í Skálholti um helgina. En það sem mestu máli skiptir er þö líklega það að sumartónleikarn- ir hafa gengið vel og ávallt hefur verið vel að þeim staðið, m.a. hefur aðsókn alltaf verið mjög góð og þar sem áheyrendurnir eru þar er skemmtilegast að vera. Helga Ing- ólfsdóttir og aðrir brautryðjendur þessarar hátíðar hafa unnið mjög gott uppbyggingarstarf á þessum stað, og það er ekki síst þess vegna sem eftirsóknarvert er að syngja í Skálholti," segir Marta. Tónleikar Mörtu og Hedwig hefj- ast klukkan 17 á morgun, laugar- dag, en fyrr um daginn klukkan 15 leikur Hedwig Bilgram á einleiks- tónleikum. Á sunnudaginn klukkan 15 verður flutt úrval úr efnisskrám laugardagsins. Messa verður í Skál- holtskirkju klukkan 17 á sunnudag og í messunni verða fiuttir þættir úr tónverkum helgarinnar. Boðið er upp á barnagæslu í Skálholts- skóla og kaffiveitingar verða seldar í skólanum milli tónleika. Aðgang- ur er að venju ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. kbb < < < < < < Sumarkvöld við orgelið: Ovenjuleg orgeltónlist í Hallgrímskirkju Það er væntanlega ekki á hverj- um degi sem mexíkósk tónlist er fiutt hér á landi. Á sunnudaginn kemur ætla þó hjónin Ofelia Gomez Castellanos og Gustavo Delgado Parra frá Mexíkó að flytja tónleika- gestum orgeltónlist úr heimalandi sínu. Verkin á efnisskránni eru fiest frá barokktímanum en þau hjón hafa með starfi sínu undanfar- in ár lagt mikla rækt við að flytja mexíkóska tónlist auk þess sem þau hafa beitt sér fyrir varðveislu gam- alla orgela í Mexíkó. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju eru áfangi á tón- leikaferð þeirra um Evrópu og það er íslenskum tónlistarunnendum án efa mikill fengur að fá þau hingað til lands. Stór hluti efnisskrárinnar er mexíkósk tónlist endurreisnar- og barokktímans en auk þess verður leikin evrópsk barokktónlist frá sama tíma. Af mexíkóskri tónlist má heyra nokkrar mismunandi út- færslur á „glosado" en það er ákveð- in tegund af mexíkóskum söngva- kvæðum. Flest verkanna voru í upphafí ýmist samin fyrir kirkjukór eða strengjahljóðfæri. Til samanburðar verður flutt tón- list eftir evrópsk tónskáld, þ. á m. J.S.Bach. í lok tónleikanna verða flutt tvö verk eftir Gustavo Delgado Parra en eins og fram hefur komið er hann annar flytjenda kvöldsins. Hjónin Castellanos og Parra stun- duðu bæði nám við tónlistarháskól- ann í Mexíkóborg og brautskráðust þaðan 1988. Þau hafa komið fram á fjölda tónleika, einkum í Mexíkó og Hollandi, og þá lagt sérstaka rækt við að kynna mexíkóska orgeltón- list. Leikur þeirra hefur verið hljóð- ritaður fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiskaútgáfu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 20.30. Tvennir tónleikar á Norðurlandi um helgina Á laugardag og sunnudag mun tónlistarhópurinn Quadro Corydon koma fram á tvennum tðnleikum í Reykjahlíðarkirkju og Akurevrarkirkju. Verk frá barokktímanum verða í fyrir- rúmi á tónleikunum og flutt verða verk eftir Monteverdi og Vivaldi m.a. Quadro Corydon er skipaður fjórum konum. Þær stofnuðu Quadro Corydon árið 1994 og hafa haldið hópinn síð- an. Stefna þeirra er að leika 17. og 18. aldar tónlist á líflegan og litríkan hátt og kynna hana fyr- ir nútímamönnum. í fyrra unnu þær til verölauna í alþjóðlegri keppni barokkhljómsveita í Hollandi. Að tónleikunum lokn- um hér halda þær til Svíþjóðar í tónleikaferð þar sem tónleikum þeirra verður útvarpaö og sjón- varpaö um land allt. Tónleikarn- ir í Reykjahlíðarkirkju á Laugar- dag hefjast klukkan 21 en tón- leikarnir í Akureyrarkirkju klukkan 17. Ævintýrið endurtekið í Nýlistasafninu Raddskúlp- túrinn Ævin- týri eftir Magnús Páls- son verður endurfluttur í Nýlistasafn- inu klukkan 20.30 á morg- un. Flyrjend- ur eru þau Elfar Logi Hannesson, Eyvindur Er- lendsson, Lilja Þóris- dóttir og Marta Nor- dal. Aðrar sýn- ingar í safninu halda áfram. Þar má nefna sýninguna Yngstu kynslóðina sem Gallerí Gúlp og Undir pari standa fyrir og ljósmyndasýningu Áslaugar Thorlacius. Raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Páls- son verbur enduiHuttur annaö kvöld klukkan 20.30 i Nýlistasafninu. í setu- stofu Ný- listasafnsins sýnir Jón Reykdal nokkur ný málverk en hann á að baki margar einkasýn- ingar og hef- ur tekið þátt í samsýn- ingum heima og er- lendis. Loks má nefna að á efstu hæð hússins í Súm-sal er haldið upp á 20 ára afmæli sýning- arhússins við Suðurgötu 7. Sýningarnar eru opnar daglega nema á mánudögum frá kl. 14 til 18. Þeim lýkur 20. júlí. < ¦ < < < <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.