Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1997, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 T>V i8 um helgina nýkomin frá Munchen þar sem hún hefur unnið að undirbúningi fyrir tónleikana ásamt söngkennara sín- um, Dafne Evangelistos. En hvers vegna gera tónlistar- menn sér ferð alla leið í Skálholt tO að halda tónleika? „Skálholt er nátt- úrlega einstakur staður, aðstaðan er góð og hijómburður þar frábær. Marta G. Halldórsdóttir syngur á tónleikum í Skálholti um helgina. En það sem mestu máli skiptir er þö líklega það að sumartónleikam- ir hafa gengið vel og ávallt hefur verið vel að þeim staðið, m.a. hefur aðsókn alltaf verið mjög góð og þar sem áheyrendumir em þar er skemmtilegast að vera. Helga Ing- ólfsdóttir og aðrir brautryðjendur þessarar hátíðar hafa unnið mjög gott uppbyggingarstarf á þessum stað, og það er ekki síst þess vegna sem eftirsóknarvert er að syngja í Skálholti," segir Marta. Tónleikar Mörtu og Hedwig hefj- ast klukkan 17 á morgun, laugar- dag, en fyrr um daginn klukkan 15 leikur Hedwig Bilgram á einleiks- tónleikum. Á sunnudaginn klukkan 15 veröur flutt úrval úr efhisskrám laugardagsins. Messa verður í Skál- holtskirkju klukkan 17 á sunnudag og í messunni verða fluttir þættir úr tónverkmn helgarinnar. Boðið er upp á bamagæslu í Skálholts- skóla og kafíiveitingar verða seldar í skólanum milli tónleika. Aögang- ur er að venju ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. kbb Sumartónleikar í Skálholti halda áfram göngu sinni. Um síðustu helgi vom fluttu Voces Thules og Rut Ingólfsdóttir íslenska sam- tímatónlist en um helgina verður horfið aftur í tímann, reyndar allt aftur til nokkurra helstu meistara barokktímabilsins, þeirra Bachs, Purcells og Telemanns. Að þessu sinni munu þær Marta G. Halldórs- dóttir og Hedwig Bilgram flytja verk eftir Bach, Purcell og Telem- ann. Marta Halldórsdóttir er hérlend- um tónlistaraðdáendum að góðu kunn. Eftir að hún lauk námi frá tónlistarháskólanum í Múnchen fyrir fjórum árum hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi lands- manna. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og kamm- ermúsikhópum, farið með hlutverk hjá íslensku óperunni og komið fram á tónlistarhátíðum. Með henni á tónleikunum leikur heimskunnur orgelleikari, Hedwig Bilgram. Marta og Hedwig kynntust fyrst fyrir 10 árum þegar Marta aðstoð- aði hana á tónleikum í Skálholti en þá var Marta ekki söngkona heldur unglingur í sumarvinnu. „Ég kynntist Hedwigu í Skálholti fyrir tíu árum. Ég var þá kirkjuvörður að sumarlagi i Skálholti og var fengin til þess að fletta nótum fyrir hana á sumartónleikum þar. Eftir það tókst með okkur góður vinskap- ur og þegar ég hóf nám við tónlist- arháskólann í Múnchen hafði ég samband við hana en hún hefur verið prófessor þar í fjöldamörg ár,“ segir Marta. Tónleikamir í Skálholti eru ekki þeir fyrstu þar sem þær Marta og Hedwig koma fram saman. „Þegar ég var úti við nám þá söng ég nokkrum sinnum með henni og nemendum hennar á nemendatónleikum og þá gjaman eitt verk sem við ætlum að flytja á tónleikunum, Schemellissöngbók- við þau. Þar á meðal er aría sem lögð er í munn Maríu meyjar sem ákallar son sinn eftir að hafa týnt honum. í aríunni kemur fram ákveðinn beygur og María er smám saman að átta sig á því að þetta barn hennar er einhver áður óþekkt stærð sem hún ræður kannski ekki alveg við.“ María er ina eftir Bach, en sú tónlist er i miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Um er að ræða bók sem Schemelli nokkur gaf út, og Bach samdi tón- list við.“ Marta og Hedwig hyggjast einnig spreyta sig á lögum sem þær hafa ekki Qutt áður. „Purcell hef ég ekki sungið áður en ég þekki lögin vel og hlakka mikið til að takast á Skemmtilegast að vera þar sem áheyrendurnir eru - segir Marta G. Halldórsdóttir söngkona Sumarkvöld við orgelið: Ovenjuleg orgeltónlist í Hallgrímskirkju Það er væntanlega ekki á hverj- um degi sem mexíkósk tónlist er flutt hér á landi. Á sunnudaginn kemur æfía þó hjónin Ofelia Gomez Castellanos og Gustavo Delgado Parra frá Mexíkó að flytja tónleika- gestum orgeltónlist úr heimalandi sínu. Verkin á efnisskránni eru flest frá barokktímanum en þau hjón hafa með starfi sínu undanfar- in ár lagt mikla rækt við að flytja mexíkóska tónlist auk þess sem þau hafa beitt sér fyrir varðveislu gam- alla orgela í Mexíkó. Tónleikamir í Hallgrímskirkju eru áfangi á tón- leikaferð þeirra um Evrópu og það er íslenskum tónlistarunnendum án efa mikill fengur að fá þau hingaö til lands. Stór hluti efnisskrárinnar er mexíkósk tónlist endurreisnar- og barokktímans en auk þess verður leikin evrópsk barokktónlist frá sama tíma. Af mexíkóskri tónlist má heyra nokkrar mismunandi út- færslur á „glosado" en það er ákveð- in tegund af mexíkóskum söngva- kvæðum. Flest verkanna voru í upphafi ýmist samin fyrir kirkjukór eða strengjahljóðfæri. Til samanburðar verður flutt tón- list eftir evrópsk tónskáld, þ. á m. J.S.Bach. í lok tónleikanna verða flutt tvö verk eftir Gustavo Delgado Parra en eins og fram hefur komið er hann annar flytjenda kvöldsins. Hjónin Castellanos og Parra stun- duðu bæði nám við tónlistarháskól- ann í Mexíkóborg og brautskráðust þaðan 1988. Þau hafa komið fram á fjölda tónleika, einkum í Mexíkó og Hollandi, og þá lagt sérstaka rækt við að kynna mexíkóska orgeltón- list. Leikur þeirra hefur verið hljóð- ritaður fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiskaútgáfu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 20.30. Tvennir tónleikar á Norðurlandi um helgina Á laugardag og sunnudag mun tónlistarhópurinn Quadro Corydon koma fram á tvennum tónleikum í Reykjahlíðarkirkju og Akureyrarkirkju. Verk frá barokktímanum verða í fyrir- rúmi á tónleikunum og flutt verða verk eftir Monteverdi og Vivaldi m.a. Quadro Corydon er skipaður fjórum konum. Þær stofnuöu Quadro Corydon árið 1994 og hafa haldið hópinn síð- an. Stefna þeirra er að leika 17. og 18. aldar tónlist á llflegan og litríkan hátt og kynna hana fyr- ir nútímamönnum. í fyrra unnu þær til verölauna í alþjóðlegri keppni barokkhljómsveita í Hollandi. Að tónleikunum lokn- um hér halda þær til Svíþjóðar í tónleikaferð þar sem tónleikum þeirra verður útvarpað og sjón- varpaö um land allt. Tónleikam- ir í Reykjahlíöarkirkju á Laugar- dag hefjast klukkan 21 en tón- leikamir í Akureyrarkirkju klukkan 17. Ævintýrið endurtekið í Nýlistasafninu Raddskúlp- túrinn Ævin- týri eftir Magnús Páls- son verður endurfluttur í Nýlistasafn- inu klukkan 20.30 á morg- un. Flytjend- iu- em þau Elfar Logi Hannesson, Eyvindur Er- lendsson, Lilja Þóris- dóttir og Marta Nor- dal. Aðrar sýn- ingar í safninu halda áfram. Þar má nefna sýninguna Yngstu kynslóðina sem Gallerí Gúlp og Undir pari standa fyrir og ljósmyndasýningu Áslaugar Thorlacius. Raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Páls- son verftur endurfluttur annaft kvöld klukkan 20.30 í Nýlistasafninu. í setu- stofu Ný- listasafnsins sýnir Jón Reykdal nokkur ný málverk en hann á að baki margar einkasýn- ingar og hef- ur tekið þátt í samsýn- ingum heima og er- lendis. Loks má nefna að á efstu hæð hússins í Súm-sal er haldið upp á 20 ára afmæli sýning- arhússins við Suðurgötu 7. Sýningarnar em opnar daglega nema á mánudögum frá kl. 14 til 18. Þeim lýkur 20. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.