Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 4
» um helgina FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 I iV Stórtónleikar í Borgarleikhúsinu: - í flutningi yngri kynslóðarinnar Margir af fremstu söngvurum landsins kveðja sér hljóðs í Borg- arleikhúsinu um helgina þegar haldnir verða stórtónleikar undir yfirskriftinni „íslenska sönglag- ið“. Tónleikarnir, sem eru liður i ljóðatónleikaröð Gerðubergs, eru að þessu sinni helgaðir íslenskri tónlist, nánar tiltekið íslenskum sönglögum. Sönglögin eru líklega eitt helsta einkenni íslenskrar tónlistarhefð- ar og hérlend tónskáld voru í ár- anna rás dugleg við að semja fyr- ir mannsröddina. Það er kannski ekki að undra þar sem önnur hljóðfæri voru lengst af sjaldgæf í landinu. Melódísk angurværð „Ætli að þau séu ekki fyrst og fremst melódísk og angurvær,“ sagði Jónas Ingimundarson pí- anóleikari þegar hann var spurð- ur um helstu einkenni íslenska sönglagsins. Jónas hefur starfað með söngvurum um árabil og fáir - ef nokkrir - þekkja betur til hins íslenska ljóðmælasjóðs í tón- list en hann. Jónas hefur sett saman efnisskrá tónleikanna og haft þar úr 3000 sönglögum að velja. Mörg laganna sem flutt verða á tónleikunum eru vel þekkt, eins og Gígjan, Maístjarn- an og Hvert örstutt spor en einnig eru minna þekkt lög inni á milli. Austan um hyldýpis haf Það verða fulltrúar yngri kyn- slóðarinnar sem bera munu merki íslenska sönglagsins í Borgarleikhúsinu. Má þar nefna þau Gunnar Guðbjörnsson, Ing- veldi Ýr Jónsdóttur og Þóru Ein- arsdóttur ásamt fleirum. Flest eru þau komin langt að til þess að syngja á tónleikunum og þess verður eflaust langt að bíða að aft- ur geflst tækifæri til að heyra þau syngja saman á tónleikum. Tónleikarnir í Borgarleikhús- inu á laugardaginn hefjast klukk- an 14.30 -kbb Menningarnóttin í Árbæjarsafninu: Jónas Ingimundarson píanóleikari ásamt fríðum flokki söngvara sem syngja munu á tónleikum í Borgarleikhúsinu á laugardag. Skólor og nomskeið Miðvikudaginn 27. ágúst mun aukablaá um skóla og námskeió fylgja DV. Kynntir verða þeir möguleikar sem í boöi eru varðandi alls kyns námskeið, skóla og endurmenntun. ViStöl verða við fólk sem er aö vinna að áhugaveröum málum og sagt frá félagsskap þessu tengdu. Umsjón efnis hefur ísak Ö. Sigurósson, í síma 588 7649. Þeim auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði er bent á að hafa samband vi& Selmu Rut, auglýsingad. DV, í síma 550 5720, hi& fyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 21. ágúst. Rómantísk kvöldstund Mikið verður um að vera á Árbæj- arsafni þessa helgina. Á laugardag verður hefðbundin dagskrá frá klukk- an 10 til 17 en auk þess gefst fólki kostur á að njóta rómantískrar kvöld- stundar í safninu í tilefni af menning- arnótt í Reykjavík. Á sunnudag verður haldin hand- verkshátíð í safninu þar sem gestir safnsins fá tækifæri til að sjá margs konar handverk. Smíðaðar verða skeifur í gömlu smiðjunni og á bað- stofuloftinu verður tóvinna og spjald- vefnaður, svo eitthvað sé nefiit. Leikir íTunglinu Áhugamenn um tölvuleiki og ann- ars konar leiki ættu að fá eitthvað fyr- ir sinn snúð um helgina en þá verður haldið stórleikjamót á skemmtistaðn- um Tunglinu og Xneti við Nóatún. i þrjá daga gefst reyndum og óreyndum spOurum kostur á að hitta aðra spil- ara, spila uppáhaldsleikina sína og reyna með sér í hæfni við aðra spil- ara. í Tunglinu verður lögð áhersla á spunaspil (roleplay) og stokkaspO en hjá Xneti verða tölvuleikir í fyrir- rúmi. Mótið stendur yfir alla helgina, frá fóstudegi tO sunnudags. í kvöld verður spOað frá klukkan 18 tO 3 en á laugardag og sunnudag verður spOað frá 11 tO 3 um nóttina. Ekkert aldustakmark er inn á leikjamótið og seldar verða veitingar og óáfengir drykkir í Tunglinu. Aðgangseyrir er 500 krónur á dag en 1000 krónur ef keyptur er miði fyrir aOa dagana. Frí- ar ferðir verða á miHi Xnets og Tunglsins aOa dagana. Þeir Jón Gunnar Gylfason og Móði Thorsson hafa veg og vanda af skipu- lagninu leikjamótsins í Tunglinu um helgina. Heimsókn í sveitina Á sunnudaginn kemur bjóða bændur á þrjátíu og sjö bæjum víðs vegar um landið öUum sem koma vUja í heimsókn. TUgangur heim- boðsins er að gefa fólki tækifæri tO þess að fá innsýn í lífíð í sveitinni og búreksturinn. Mismunandi er hvaö stendur tO á hverjum bæ en víðast er hægt að hitta dýr, njóta töðuOms og sveitalofts og annars sem sveitin hefur upp á að bjóða. Sums staðar gefst fólki kostur að fara á hestbak. Bæirnir verða auð- kenndir með fánum með merki landbúnaðarins. Að þessu sinni eru flestir bæj- anna í grennd við höfuðborgina. Ell- efu hæir eru á Suðurlandi og sjö í Kjalamesþingi. Nánari upplýsingar fást hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.