Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 12
» myndbönd
MYNDBAMDA
eiiej'jiiYíjj
Píanósnillingur ★★★★
Myndin er byggð á ævi ástralska píanóleikarans
Davids Helfgotts sem var undrabam á tónlistarsviðinu
en fékk taugaáfall á unga aldri og þurfti að hætta tón-
iistariðkun í rúman áratug. Eftir að hafa dvalist á hin-
um og þessum vitlausraspítölum tók hann til við tón-
leikahaid aftur og er nú orðinn allfrægur á ný, ekki síst
vegna þessarar myndar. í myndinni er einkum lögð
áhersla á samskipti Helfgotts og tveggja áhrifavalda í lífi hans, fyrst fóður
hans og síðar konu hans. Faðir hans rak hann áfram með harðri hendi og
átti stóran þátt í að móta tónlistarhæfileika hans en harka hans átti sinn
þátt í að gera hann að taugasjúklingi. Gillian, kona hans, var hins vegar
kjölfestan sem gerði honum kleift að hefja tónleikahald á ný. Þannig er
a.m.k. sú mynd sem Shine gefur af málunum og er sjálfsagt ekkert vitlaus-
ari en hver önnur. Hér er um nokkuð öflugt drama að ræða sem sækir fyrst
og fremst styrk í feikigóða frammistöðu aðalleikaranna, sérstaklega Geof-
freys Rush og Noah Taylors í hlutverki Helfgotts og Armins Mueller-Stahl í
hlutverki fóðurins. Þá er myndataka og tónlist notuð á afar fagmannlegan
hátt og úr verður mynd sem er kannski ekki alveg eins rosalega merkileg
og sumir vilja vera láta en engu að síður með því betra sem á myndbanda-
markaðinn rekur þetta árið.
Shine. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Scott Hicks. Aöalhlutverk: Arm-
in Mueller-Stahl, Noah Taylor, Geoffrey Rush, Lynn Redgrave og John
Gielgud. Áströlsk, 1996. Lengd: 105 mín. Öllum leyfð. PJ
lilfinningaflækjur ★*★
Hér segir frá tveimur bræðrum og ástarflækjum
þeirra. Sá yngri nýtur velgengni sem verðbréfasali.
Hann er giftur en sefur ekki hjá konunni sinni því
hann vill ekki halda fram hjá viðhaldinu sínu sem
reyndar er fyrrverandi kærasta eldri bróður hans.
Sá keyrir leigubil og tekur dag einn upp í gamlan
skólafélaga og giftist henni eftir sólarhrings kynni.
Þegar upp kemst um samband verðbréfasalans við
bróður síns fyrrverandi myndast mikil spenna, ekki
aðeins milli þeirra tveggja heldur einnig milli bræðr-
anna og eiginkvenna þeirra. Edward Burns leikstýr-
ir hér annarri mynd sinni og leikur aðalhlatverkið eins og í hinni fyrri.
Báðar myndirnar eru keimlíkar og þeir sem höfðu gaman af Brothers
McMullen ættu því einnig að hafa gaman af þessari. Leikaraliðið er gott
og bestur er Mike McGlone í hlutverki litla bróður. Edward Bums er
ekkert að gera sig breiðan og reyna að koma einhverjum stórasannleika
á framfæri. Hann skapar lítið og þægilegt, vitrænt og vel áhorfanlegt
gamandrama sem þó skilur ekki mikið eftir sig.
She's the One. Útgefandi: Skífan. Leikstóri: Edward Burns. Aðalhlutverk:
Edward Burns, Mike McGlone, Jennifer Aniston, Maxine Bahns, Cameron
Diaz og John Mahoney. Bandarísk, 1996. Lengd: 97 mín. Öllum leyfð. PJ
*** Tugthúslimur kemur heim
Joey Larabito bankar upp á hjá Tommy bróður
sínum og konu hans Lorraine eftir 6 ára fangelsis-
vist fýrir morð. Lorraine er í fyrstu ekkert alltof
hrifin af því að fá þennan gest inn á heimilið en
mýkist fljótlega í afstöðu sinni þegar í ljós kemm- að
Joey er hinn mesti ljúflingur og hreinasti engill í
samanburði við Tommy sem er skithæll og eitur-
lyfjasali. Joey er staðráðinn í því að feta beinu
brautina en Tommy, sem er kominn í vandræði í
ólöglegum viðskiptum sínum, sér til þess að gera
hlutina erfiðari fyrir hann. Hér er um fremur myrkt
drama að ræða. Myndin er hrá og trúverðug og leik-
ararnir sýna agaðan leik, án allra stjörnustæla og bægslagangs. Tim
Roth er afar góður leikari en er hér í tiltölulega auðveldu hlutverki.
Meira fútt er í hinum aðalpersónunum sem Deborah Kara Unger og Ja-
mes Russo leika af stakri prýði. Myndin gerist afar blóðug í uppgjörinu
í lokin en glatar þó aldrei raunsæisyfirbragðinu. Sumir gætu verið við-
kvæmir fyrir ofbeldinu en fyrir þá sem þola slíkt er No Way Home
sterkt drama.
No Way Home. Útgefandi: Stjörnubió. Leikstjóri: Buddy Giovinazzo. Að-
alhlutverk: Tlm Roth, Deborah Kara Unger og James Russo. Bandarísk,
1996. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ
Ribbaldar í sveitinni ***
Lögreglumaðurinn Erik snýr aftin* heim á æsku-
slóðir sínar i Norður-Svíþjóð og fær starf við lög-
regluembættið þar. Bróðir hans og gömlu félagamir
fagna honum en fljótlega lendir hann upp á kant við
þá þegar hann hefst handa við löggæslustörf. Æsku-
félagar hans hafa stundað umfangsmikinn veiði-
þjófhað og lögreglan á staðnum hefur lokað augun-
um fyrir því en Erik gerir breytingu þar á. Þar með
er hann orðinn óvinurinn og deilan stigmagnast.
Áður en yfir lýkur hafa verið framin morð og bæjar-
félagið er í sárum. Þessi sænska spennumynd er
ágætur valkostur sem tilbreyting frá Hollywood-myndunum. Það er
nokkuð hressandi að sjá aðalsöguhetju sem er feitlaginn, miðaldra
skarfur og þrjótamir í myndinni (sveitalubbar með veiðiriffla) standa
okkur íslendingum nær en ræsisrottumar í amerísku myndunum.
Dramatíkin er þó stundum nokkuð yfirkeyrð og myndin er ekki laus við
Svíaklisjur, svo sem durgslega sveitalubbana, vangefna manninn og
nauðgunaratriðið. Alla vega er myndin ekkert óskaplega merkileg.
Jágarna. Útgefandi: Skífan. leikstjóri: Kjell Sundvall. Aðalhlutverk: Rolf
Lassgárd, Lennart Johkel og Helena Bergström. Sænsk, 1996. Lengd: 113
mín. Bönnuð innan 16 ára.
PJ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 2 Ransom Sanwnyndbönd Spenna
2 3 2 Fled Warner myndir Spenna
3 2 2 Daylight ClC-myndbönd Spenna
4 4 3 Setitoff Myndform Spenna
5 5 5 Turbulence Sam-myndbönd Spenna
6 13 2 She's the One r Skrfan Gaman
7 Ný 1 High School High Skrfan Gaman
8 i 7 4 Bound Sam-myndbönd Spenna
9 6 7 Sleepers Háskólabíó Spenna
10 f 9 3 That Thing You Do! i Skífan Gaman
11 ; 8 4 Frighteners ClC-myndbönd 1 Spenna
12 11 4 i Mirror Has Two Faces r Skífan Gaman
n : Ný ; i : Two Days in the Valley Sam-myndbönd J Spenna
14 10 r 7 Glimmer Man 1 Warner myndir Spenna
15 ; 12 : 6 : Maximum Risk Skífan Spenna
- ,;,j 16 14 9 : . First Wives Club . ■ . , ClC-myndbönd Gaman
17 > 15 8 r Secrets and Lies Háskólabíó . Drama
i8 : i 17 : 8 ; ■V-. xrÁ | Djöflaeyjan Skífan Gaman
19 i 16 ! 12 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna
20 18 7 Matilda . i Skífan Gaman
Spennumyndin Ransom trónir enn á toppi mynd-
bandalistans, aðra vikuna í röð. Nánast engar breyt-
ingar hafa orðið á myndbandalistanum síðan í síð-
ustu viku. Engin ný mynd er meðal þeirra fimm vin-
sælustu. Eina breytingin frá því í síðustu viku er sú
að spennumyndirnar Fled og Daylight hafa haft
sætaskipti. Nú situr Fled í öðru sæti en Daylight í
því þriðja. Á myndinni sjáum við vöðvabúntið Sly
Stallone í hlutverki sínu í myndinni Daylight.
Ransom
Mel Gibson og
Rene Russo.
Auðkýfingurinn
Tom Mullen (Mel
Gibson) og eiginkona
hans lenda í verstu
martröð allra for-
eldra þegar ungum
syni þeirra er rænt.
Mullen fær senda
mynd í pósti af syn-
inum, bundnum og
kefluðum, ásamt
kröfum um svimandi
hátt lausnargjald.
Mullen er nauð-
beygður til að verða
við kröfum ræningj-
anna. En þegar af-
hending lausnar-
gjaldsins fer út um
þúfur og skotbardagi
brýst út ákveður
Mullen að taka mest-
ur áhættu lífs síns.
Fled
Laurence Fish-
burne og Stephen
Baldwin.
Gamansama
spennumyndin Fled
hefst á því að til
handalögmála kemur
milli þeirra Pipers
og Dodge sem eru
fangar i vegavinnu-
flokki. Þeim tekst að
flýja og lögreglan set-
ur allt í gang til að
ná þeim. Þar að auki
eru þeir með leigu-
morðingja mafíunn-
ar á hælunum.
Ástæðan fyrir áhuga
mafiunnar á þeim er
sá að Dodge býr yfir
vitneskjum um disk-
ling sem hefur að
geyma ólögleg leynd-
armál mafiunnar.
Daylight
Sylvester Stallone,
Amy Brenneman og
Viggo Mortensen.
Glæfraakstur bí-
ræfinna bankaræn-
ingja berst inn í göng
undir Hudson-á og
endar með árekstri
við tankbíl fullan af
eldfimum efnum.
Gríðarleg sprenging
verður í göngunum
sem veldur hruni
þeirra. Farþegar í
göngunum lokast
inni og brátt byrja
þau að fyllast af
vatni og eiturgufum.
Það er því ljóst að
farþeganna bíður
ekkert nema dauð-
inn nema útgöngu-
leið finnist innan
nokkurra stunda.
Set it off
Jade Pinkett,
Queen Latifah,
Vivca A. Fox og
Kimberly Elise.
Þær Stony, Cleo,
Tisean og Frankie
hafa alist upp í einu
úthverfi Los Angel-
es-borgar. Þær hafa
þurft að þola margt
misjafnt. Þær hafa
allar verið sviknar af
karlmönnum. Þær
hafa hins vegar alltaf
staðið saman þegar
einhver þeirra hefúr
átt í vandræðum.
Röð atvika hefur
leitt til þess að ein
þeirra á á hættu að
missa bam sitt. Vin-
konurnar fjórar
ákveða þvi að freista
gæfunnar og leggja
út á hættulega braut.
Turbulence
Ray Liotta og
Lauren Holly.
Flugþjónninn Teri
Halloran, sem leik-
inn er af Lauren
Holly, bjóst við ein-
fóldu flugi. Einungis
nokkrir jólaferða-
langar voru 1 747-
vélinni. En allt í
einu fyllist loftið af
óþægilegum kulda
þegar fjórir lögreglu-
þjónar koma um
borð með tvo dæmda
glæpamenn. Þegar
vélin er komin á loft
er áhöfnin vöruð við
miklu óveðri sem sé
fram undan. En inni
í vélinni brýst út
annars konar óveður
sem hefur ófyrirséð-
ar afleiðingar.