Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 3
I>V FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
Bíóhöllin, Háskólabíó, Laugarásbíó, Regnboginn:
Stórmyndin Speed 2 - Cruise
Control verður tekin til sýninga í
fjórum kvikmyndasölum í Reykja-
vík í dag; Bíóhöllinni, Háskólabiói,
Laugarásbíói og Regnboganum. Spe-
ed 2 er sjálfstætt framhald myndar-
innar Speed sem naut mikilla vin-
sælda á árinu 1994. Sú mynd var
með Söndru Bullock og Keanu
Reeves í aðalhlutverkum og sló eft-
irminnilega í gegn. Hún gerði Bull-
ock að sannkallaðri stórstjörnu,
enda hefur hún leikið aðalhlutverk-
ið í fjölmörgum stórmyndum síðan.
Keanu Reeves er ekki síður þekktur
leikari en hann leikur ekki í nýju
myndinni.
Bullock og Reeves var báðum
boðið að leika í ffamhaldsmynd-
inni. Bullock þekktist boðið en
Reeves hafnaði þvi og vildi frekar
beina kröftum sínum að tónlistar-
flutningi með rokkhljómsveit sinni.
Keanu Reeves hefur látið hafa eftir
sér að hann sjái eftir þeirri ákvörð-
un enda hefur Speed 2 - Cruise
Control fengið góða dóma gagn-
rýnenda.
í hans stað í aðalhlutverkinu á
móti Bullock er Jason Patric sem er
upprennandi stjama í Hollywood.
Hann er einna þekktastm- fyrir hlut-
verk sín í Sleepers og Geronimo:
The American Legend, þar sem
hann fór á kostum. Hlutverk
skúrksins í myndinni er í höndum
stórleikarans Willems Dafoe. Hann
er einstaklega fjölhæfur leikari og
virðist geta brugðið sér átakalaust í
hvaða hlutverk sem er. Hann nýtur
mikillar virðingar sem leikari og
hefur starfað með mörgum þekkt-
ustú leikstjórum heims, meðal ann-
Sandra Bullock er i einu aðalhlutverkanna og hefur fengið nýjan mótleikara, Jason Patric, í stað Keanu Reeves.
ars Martin Scorsese í Last Tempta-
tion of Christ, Alan Parker í Miss-
issippi Buming, Oliver Stone í Bom
on the Fourth of July, David Lynch
í Wild at Heart, svo að eitthvað sé
nefnt.
Leikstjóri myndarinnar, hinn
hollenski Jan De Bont, þykir einn af
þeim fæmstu í leikstjóm spennu- og
hasarmynda. Hann sló í gegn í fyrri
myndinni, Speed, en leikstýrði með-
al annars stórslysamyndinni Twist-
er. Hann hóf feril sinn sem kvik-
myndatökumaður og var meðal
annars við stýrið í myndum eins og
Die Hard og Leathal Weapon 3.
Eins og í fyrri myndinni byggir
Speed 2 fyrst og fremst á hraða. í
fyrri myndinni var það strætisvagn
sem aka þurfti á miklum hraða en í
Speed 2 er það glæsisnekkja í
Karíbahafí. Jason Patric leikur
Alex, kærasta Söndru Bullock
(Annie), og þau ákveða að bregða
sér í „afslöppun" í lystisnekkju. Svo
óheppilega vill til að tölvusnilling-
urinn Geiger (Dafoe) áformar rán á
snekkjunni og að sjálfsögðu lenda
Annie og Alex í atburðarásinni
miðri. -ÍS
Laugarásbíó hefur tekið til sýn-
ingar myndina Trufluð veröld í
leikstjórn hins kunna leikstjóra
Davids Lynch. Lynch hefur ekki
sent frá sér nýja mynd um árabil
og aðdáendur þessa sérstæða leik-
stjóra hljóta því að fagna þessari
sendingu hans. Kvikmyndin
Trufluð veröld (Lost Highway)
fetar ótroðnar slóðir að hætti
Lynch og það kemur ekki á óvart
að hún skuli lýsa skuggahliðum
mannlífsins. Flestar þekktustu
mynda Lynch, eins og Twin
Peaks, Blue Velvet og Wild at He-
art, eru því marki brenndar.
Lynch er handritshöfundur
myndarinnar ásamt Barry Gif-
ford.
í myndinni gefur Lynch hug-
myndaflugi sínu lausari taum en
nokkum tíma áður og lætur
áhorfendum eftir að ráða í þráð
hennar - ef hann er þá í rauninni
til! Saga myndarinnar er byggð
eins og um draum sé að ræða.
Áhorfendur fá að kynnast venju-
legu fólki í venjulegri borg gera
einkennilega hluti við mjög
óvenjulegar aðstæður. Fyrst eru
kynnt til sögunnar hjónin Fred og
Renee Madison. Til heimilis
þeirra fara að berast einkennileg
myndbönd sem sýna þau sofandi í
rúmum sínum - eins og einhver
hafi laumast inn í hús þeirra og
myndað þau.
Skömmu síðar rekst Fred á
kvikmyndiru
Con Air irkirk
Con Air er ein af þessum pottþéttu hasar-
myndum, þéttpökkud hamagangi og
testosteroni frá upphafi til enda. Formúlan
er á sínum staS og ekkert kemur á óvart og
að hætti Arnies og Die Hard-myndanna er
þetta formúla með húmor þar sem ýkjurnar
eru yfirgengilegar. Hraðar klippingar og hrátt
yfirbragð gerir það að verkum að Con Air virk-
ar þæöi alvarieg og hákðmlsk í senn og fer
yfir um á hvorugu.
-úd
Scream irkhrk
Ein alflottasta og skemmtilegasta hryllings-
mynd sem komiö hefur fram lengi og sýnir
vel þá möguleika sem búa I hrollvekjunni.
Craven sýnir fullkomna þekkingu og næmi á
hrollvekjunni og tekst aö skapa úr þessum
kunnuglegu formúlum hressandi og hrellandi
hryllingsmynd.
-úd
Fimmta frumefnið ★★★
Ómissandi og án hiks ein alfallegasta og
smartasta framtíðarmynd sem rataö hefur á
sýningartjald. Samspil hljóös og myndar er
með eindæmum elegant og til að njöta
þessa alls sem best er vænlegast að búta
heilann upp og stýra allri orku á augu og
eyru.
-úd
Elskunnar logandi bál
★★★
Ástarsamband nemanda og kennara er við-
fangsefni Bo Widerbergs. Myndin er vel
heppnuð útfærsla á erfiðum tilfinningaflækj-
um, dramatísk en þó oft með kómísku yfir-
bragði. Sonur leikstjórans Johans Wider-
bergs sýnir afburöaleik i erfiðu hlutverki
-HK
Grosse Pointe Blank:
i t ,
★★★
Styrkur .Leigumorðingjans" felst i óvenju
myrkum húmor, afbrags samtölum oggóðum
leik Cusacks. Aukahlutverkin eru einnig mjög
vel mönnuð.
-GE
Horfinn heimur:
Jurassic Park: ★★★
Eftir frekar hæga byrjun þar sem mikill tími
fer í útskýringar tekur Horfinn heimur vel viö
sér þegar komiö er í návígi viö grameðlur,
snareðlur og aörar fornar eðlur. Sagan er
greinileg framhaldssaga, þar sem lítið er um
nýjar hugmyndir, en af sinni alkunnu snilld og
fagmennsku tekst Steven Spíelberg aö
skapa mikla og ógnvekjandi skemmtun sem
fær stundum hárin til að risa.
-HK
Men in Black ★ kk
í MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimynda-
sögu í kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og
kemur þetta sérstaklega niður á plottinu.
Áherslan er slik á húmor og stil aö sjálfur
hasarinn veröur út undan og í raun virkar
MiB meira sem grinmynd en hasar. En þrátt
fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyrir
alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óvið-
komandi.
-úd
mann sem virðist vita eitthvað
um hans mál og stuttu síðar er
Fred handtekinn fyrir að myrða
Renee. Fred veit hins vegar ekk-
ert hvaðan á sig stendur veðrið og
kannast alls ekki við að hafa myrt
eiginkonuna. Sönnunargögnin
virðast hins vegar borðleggjandi
og ekkert mark er tekið á mótbár-
um hans og hann er lokaður bak
við lás og slá. Þegar fangaverðir
ætla að taka Fred til yfirheyrslu
er allt annar maður í klefanum
sem hefur enga hugmynd um
hvers vegna hann er þar niður-
kominn. Þar með er hin draum-
kennda atburðarás komin á full-
an skrið og sleppir ekki áhorfend-
um fyrr en í mögnuðu lokaatriði
sem skýrir allt - eða ekki neitt!
Aðalleikararnir i myndinni eru
ekki af verri endanum: Bill
Pullman, Patricia Arquette, Balt-
hasar Getty, Robert Blake, Gary
Busey, Richard Pryor og Robert
Loggia.
-ÍS
Patricia Arquette, sem hér skartar
svartri hárkollu, er í einu aðalhlutverk-
anna í myndinni.