Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 - kolbrjálaðir en góðir frá Seattle Erfítt er að skilgreina þá blöndu tónlistar sem heyrist þegar diskur með Seattlesveitinni Screaming Trees er settur undir geislann. Helst dettur manni í hug þær melódíur sem heyrðust á sjöunda áratugnum í framsæknu rokki og psychedelic- tónlist þeirra tíma, í bland við frum- legt grungerokk og jafnvel áhrifum frá Led Zeppelin! Screaming Trees hafa starfað i 12 ár eða allt frá 1985 og gefið út fjölmargar plötur. Brjálaðir! Sveitin vakti tljótt athygli fyrir ófyrirsjáanlega sviðsframkomu, drykkjuskap, slagsmál og sífelldar tilkynningar til fjölmiðla um að nú væru þeir að hætta! Ekki minni at- hygli vakti útlit hljómsveitarmeð- lima, sérstaklega bræðranna og lagasmiðanna Lee bassaleikara og Van Conner gítarleikara en hvor um sig vegur um 150 kíló. Lee hefur verið nefndur sem einn brjálaðasti gítarleikari á sviði síðan Jimi Hendrix féll frá og verður það að teljast afrek fyrir jafn þungan mann! Erfið fæðing í fjölda ára gaf sveitin út plötur sem fengu þokkalega dóma en litla sölu. Eftir að hafa gert samning við Epic-útgáfuna 1990 gáfu Screaming Trees út plötuna Uncle Anesthesia í samvinnu við Chris Comell, söngv- ara Soundgarden. Hún þótti af- burðaléleg og meðlimir sveitarinnar hugðust enda ferilinn með einni plötu til viðbótar. 1992 kom fyrir- hugaður svanasöngur sveitarinnar út, platan Sweet Oblivion. Screaming Trees hefur loksins slegið í gegn með plötunni Dust og trónir nú við hlið Seattlesveita á borð við Pearl Jam og Soundgarden. Frægð og frami Timamót urðu í sögu sveitarinn- ar þvi Pearl Jam og Nirvana vora skyndilega orðnar heimsfrægar og markaður hafði opnast fyrir tónlist Screaming Trees. Þremur vikum eftir útgáfu plötunnar var lagið All I Know tíunda mest spilaða lag á rokkútvarpsstöðum í heiminum. Sweet Oblivion var talin meistara- verk af fjölmörgum gagnrýnendum og einhvern veginn blandaðist frægð Screaming Trees við Grunge- æðið sem þá stóð í blóma, ekki síst vegna þess að sveitin er frá Seattle, háborg Grungestefnunnar. Scream- ing Trees léku á sömu stöðum í Seattle og félagar þeirra í Nirvana, Pearl Jam, Álice in Chains og Soundgarden. Lanegan og Cobain Lanegan, söngvari Screaming Trees, og Kurt heitinn Cobain, söngvari Nirvana, voru reyndar góðir vinir. Cobain skildi eftir skila- boð á símsvara Lanegans daginn áður en hann framdi sjálfsmorð og vildi að þeir hittust til að spila sam- an. Cobain söng bakraddir i einu lagi á sólóplötu Lanegans, The Winding Street, sem kom út 1990. Það má hafa uppi getgátur um áhrif dauða Cobains á Lanegan því nýjasta plata Screaming Trees, Dust, er í heildina séð þrungin söknuði og angurværð, ólíkt fyrri verkum sveitarinnar. Dust Með Dust sem kom út í fyrra tókst Screaming Trees sannarlega að halda í við Sweet Oblivion. Plöt- unni hefur verið líkt við tímalaust rokk, platan sem Soundgarden hefði langað að gera, Alice in Chains mun aldrei gera og Pearl Jam of nið- urgrafnir til að geta gert. Screaming Trees voru reyndar með aðra plötu í burðarliðnum áður en Dust leit dagsins ljós. Henni var hins vegar hent til hliðar, einfaldlega vegna þess að þeim þótti hún ekki nógu góð. Þeir vildu semja eitthvað sem þeir sjálfir gætu hlustað á eftir tíu ár og þótt gott. Eftir sex mánaða lagasmiðar hélt sveitin í hljóðver með 300 lög í vasanum. Útkoman'"' varð Dust. -ps Margt verður á döflnni um helgina og svo virðist sem hljómsveitir landsins hafi vaknað á ný eftir heldur ró- lega síðustu helgi. Skítamórall Loksins heldur hljómsveitin Skita- mórall ekta sveita- ball á tjalddansleik á Gaddstaðaflötum við Hellu. Á ballinu spila einnig hljóm- sveitimar Land & synir og 4 play. Diskótekarinn knái dj. Marin verður á svæðinu og mun hann stýra fyrstu íslandsmeistarakeppninni í Breakdansi síðan á því mikla breakári 1987. Brenna og flugeldasýning verður við tjaldið. Ballið er liður i hátíðinni Töðugjöldum sem verður haldin við Hellu um helgina. Greifarnir Greifamir tóku sér frí um síðustu helgi enda veitti þeim ekki af eftir fjörið um verslunarmannahelgina. í kvöld halda þeir þó áfram af fullum krafti og leika i Mið- garði í Skagafirði. Annað kvöld spila þeir í Stapa i Njarðvík og búast við góðri aðsókn á báða tónleikana. Greifúnum hefur gengið vel í sumar og að sögn Viðar Krist- jánssonar er þetta besta sumar sveitarinnar til þessa. Sálin hans Jóns míns Sálin leikur um helgina á tvennum miðnæturtónleikum. í kvöld verða þeir í Sjallanum á Akureyri þar sem sjónhverf- ingasveitin Stripshow hitar upp fyrir mannskapinn. Annað kvöld er stefnan sett á Egilsstaði þar sem sveitin heldur tónleika á Hótel Valaskjálf. Þetta eru einu tónleikar Sálarinnar á Austurlandi í sumar. Reggae on lce Strákamir í Reggae on Ice ætla í kvöld að taka sér langþráð frí. Þeir verða þeim mun hressari annað kvöld þegar þeir halda uppi stuðinu í Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Vestfirðingar, varið ykk- ur! Djass og blús á Selfossi I kvöld og annað kvöld verður haldin djass- og blúshátíð sem hluti af 50 ára afmæli Selfossbæjar. í kvöld leika JJ Soulband, KK & Bubbi Morthens og Vinir Dóra. Annað kvöld er svo röðin komin að Tríói Kristjáns Guðmundssonar, Kvartetti Kristjönu Stefánsdóttur og Kvar- tetti Sigurðar Flosasonar. Kántríbær á Skagaströnd Annað kvöld spilar hljómsveitin Últra í Kántríbæ á Skaga- strönd. Nýr gítarleikari, Sigurjón Alexandersson, hefur geng- ið til liðs við hljómsveitina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.