Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Side 6
útlönd
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997
stuttar fréttir
Dópiö útbreitt
Nærri fjórðungur Breta á
í aldrinum 16 til 29 ára viður-
I kennir að hafa neytt ólöglegra
| fíkniefna á síðastliðnu ári og
| sjöundi hver á síðastliðnum
mánuði. Þetta kemur fram í
nýrri könnun.
Tuddar teknir í bakaríið
Mary Robinson, fyrrum for-
seti irlands, er óðum að koma
sér fyrir í
nýju starfi
mannrétt-
indastjóra SÞ.
Hún segist
ekki munu
hika við að
segja þeim
ríkjum til
syndanna sem gera sig sek um
alvarleg brot og koma fautalega
fram.
Reykingar drepa
Þegar áriö 2000 rennur upp
munu tóbaksreykingar hafa orð-
ið tuttugu milljónum Evrópu-
búa að aldurtila frá árinu 1950,
segir lungnasérfræðingur.
Töivur tímaþjófar
Alls kyns tæknivandamál
stela sem svarar þremur vinnu-
vikum á ári af hverjum einasta
manni sem notar tölvu í vinn-
unni, segir í breskri könnun.
Kaffið í hættu
E1 Nino-hafstraumurinn i
Kyrrahafi er byrjaður að skaða
kafFiuppskeru víða um heim.
Blóðið drýpur
Duftkennt efni sero Napolíbú-
ar telja vera storkiö blóð vernd-
ardýrlings síns fór að drjúpa
samkvæmt áætlun í gær, eins
og það gerir tvisvar á ári.
Bretar ekki með
Robin Cook,
herra Bretlands,
utanríkisráð-
sagði í gær að
Bretar yrðu
ekki með þeg-
ar sameigin-
leg mynt Evr-
ópusambands-
ríkjanna verð-
ur innleidd
1999. Hann
sagði þó að
erfltt yrði að halda sig frá henni
ef vel gengi.
Arafat kvartar
Yasser Arafat, forseti Palest-
ínumanna, sagðist í gær ætla að
kvarta yflr því á fundi með ut-
anríkisráðherrum arabaríkja að
ísraelskum námsmönnum
skyldi leyft að dvelja á heimil-
um Palestínumanna í Jerúsal-
em í stað landnemanna sem
lögðu þau undir sig.
Uppálapp í Weimar
Kohl Þýskalandskanslari og
Chirac Frakklandsforseti komu
samskiptum ríkjanna aftur í
eðlilegt horf á fundi í Weimar.
Reuter
Farþegar lýsa aðstæöum í lestarslysi þar sem sex fórust:
Biðu í 10 mínútur í
svörtu reykjarkófi
Sex manns týndu lífi og allt að 170
slösuðust þegar troðfull farþegalest
ók á tóma vöruflutningalest í South-
all í vesturhluta Lundúna skömmu
eftir hádegi í gær.
Það tók slökkviliðsmenn tvær og
hálfa klukkustund að losa sextán
farþega úr undnu braki lestarvagn-
anna sem þeýttust þvers og kruss
yfir teinana við áreksturinn, eins og
þeir væru leikfóng.
Þyrlur voru notaðar til að flytja
þá mest slösuðu á sjúkrahús.
Hraðlestin var á leið frá suður-
hluta Wales til Paddingtonstöðvar í
Lundúnum.
„Aðeins nokkrum sekúndum eftir
að lestin fór út af sporinu flugu gler-
brot um allt. Vagninn sem ég var í
fór út af og eldur kom upp í hon-
um,“ sagði Mark Cole, fréttamaður
BBC, sem var um borð í lestinni.
„Það var reykur um allt.“
Stjórnandi vörulestarinnar slapp
óskaddaður frá árekstrinum.
Farþegar sögðu að mikill ótti
hefði gripið um sig og að algjör
ringulreið hefði ríkt á slysstað. Þeir
þurftu að bíða i allt að tíu mínútur
í vögnunum fullum af svörtum,
svíðandi reyk áður en hægt var að
opna dyr lestarinnar.
íbúi í nágrenninu sem hraðaði
sér á slysstað sagðist hafa séð jap-
anska ferðamenn ráfa með fram
brautarteinunum'i losti.
Annar sjónarvottm- sagði að höf-
uð eins farþeganna hefði sneiðst af
við slysið.
„Fremsti vagninn lagðist á hlið-
ina. Vagnar númer tvö og þrjú
eyðilögðust algjörlega,“ sagði sjón-
arvotturinn Tony Mair sem aðstoð-
aði við að bjarga fimmtán farþegum
úr flakinu. „Það var hræðilegt að
horfa upp á þetta."
Rannsókn var þegar hafin á or-
sökum slyssins. Þetta er versta járn-
brautarslys í Bretlandi frá því í des-
ember 1988. Þá fórust 35 manns þeg-
ar þrjár lestir lentu saman skammt
utan við Clapham Junction lestar-
stöðina í suðurhluta Lundúna.
Reuter
Það var ófögur sjón sem blasti viö björgunarmönnum í vesturhluta Lundúna í gær þar sem farþegahraðlest ók á
vöruflutningalest. Sex farþegar fórust og vel á annað hundrað slösuðust, margir hverjir alvarlega. Það tók björgun-
armenn margar klukkustundir að ná hluta farþeganna út úr braki lestarinnar. Símamynd Reuter
Rannsóknin á dauða Díönu prinsessu:
Lífvörðurinn man ekkert
Lífvörðurinn Trevor Rees-Jones,
eini maðurinn sem komst lífs af úr
bílslysinu þar sem Díana prinsessa
og unnusti hennar létust, sagði
frönskum rannsóknardómara í gær
að hann myndi ekkert eftir slysinu.
Að sögn heimildarmanns sem
þekkir vel til rannsóknar málsins,
sagði lífvörðurinn að hann myndi
ekkert frá því hann steig upp í
Mercedes-bifreiðina kvöldið örlaga-
ríka i París. Þar með má segja að
vonir Hervés Stephans rannsóknar-
dómara um að komast til botns í
slysinu hafi að engu orðið. Ekki hef-
ur verið hægt að yfirheyra Rees-Jo-
nes fyrr.
Heimildarmaöurinn sagði að
Rees-Jones hefði geta svarað ein-
hverjum spurningum, hann myndi
þó til dæmis ekki eftir því hvort
annar bíll hefði átt þátt í slysinu,
eins og sumir sjónarvottar hafa
haldið fram.
Lifvörðurinn, sem slasaðist mjög
illa þegar bíll pririsessunnar lenti á
steinstólpa í undirgöngum i París á
flótta undan ljósmyndurum, mundi
aftur á móti að hann hefði ekki tek-
ið eftir neinu óvenjulegu í fari bíl-
stjórans, Henris Paul. Hann lét lífið
í slysinu.
Rannsókn leiddi í ljós að Paul var
með þrisvar sinnum meira áfengis-
magn í blóðinu en leyfilegt er, auk
þess sem leifar af þunglyndislyfjum
fundust einnig í blóði hans.
Franska lögreglan sagði í gær að
ljósmynd, sem birtist á Internetinu
á fimmtudag og átti að sýna Díönu
prinsessu skömmu eftir slysið, væri
fölsuð. Reuter
Nýr ofurörgjörvi
Intel, sem framleiðir örgjörva, eða
sjálft hjartað í flestum einkatölvum
af öðrum gerðum en Macintosh, set-
ur innan tíðar á markað nýja gerð af
örgjörva sem er miklu hraðvirkari
en þeir örgjörvar sem nú þekkjast,
auk þess að vera miklu smærri.
Talið er að örgjörvinn muni valda
byltingu í framleiðslu á gagnvirkum
sjónvarpstækjum sem hægt er að
tengja við Internetið, farsíma, staf-
ræn mynd- og hljóðupptökutæki,
auk tölva.
Nýi örgjörvinn verður 1 næstu
kynslóð farsíma frá Ericsson og
Nokia og í fartölvum frá sömu fyrir-
tækjum. Hann mun gera notendum
mögulegt að tengjast Internetinu
þvar sem þeir kunna að vera staddir
og mun að sögn auka mjög afkasta-
getu þessa búnaðar og gæöi í hvers
konar gagnaflutningum um Intemet-
ið, svo sem eins og við sendingu og
móttöku myndefnis. -Reuter
New York
og vöruverð erlendis
London
5000 '3W
4800 4fWt
4400 4200
J J Á S
Frankfurt
4500 :
4000 fej
3500 SS^SSS
3000 4001,85
Hong Kong
17930,09
J J Á ' S
1562,5
Á S
| Bensín95okt. [
230 mmsmm
JUK/M Irft
220 ■MH
210 Wwm I V/
200'
\J 1
190
218,5
$/t r j Á S
Hráolía
'■ WBBB8EBMI ■
oc umtmmggiSsmsfflá
20 «
I
15 "
V .
tunnaj J Á S
Motzfeldt fær
grænt Ijós í
stjórninni
Grænlenska heimastjómin
samþykkti formlega í gær ,að •
Jonathan Motzfeldt tæki við i
stjómarfor-
ystunni af
Lars-Emil Jo-
hansen sem
nú hverfur til
annarra
starfa.
Þá hefur sú
breyting’
einnig verið
gerð á stjóminni að Benedikte
Thorsteinsson lætur af embætti
atvinnu- og félagsmálaráðherra.
Við starfi hennar tekur Mikael
Petersen.
Jonathan Motzfeldt, sem er 58
ára gamall, varð fyrsti formaður
grænlensku heimastjórnarinnar
árið 1979. Hann þurfti að hætta
vegna fjármálahneykslis árið
1991.
Rokke kaupir
Rússafisk í
risatogara
DV, Ósló:
Norski sægreifinn Kjell Inge
Rokke hefúr ákveðið að leggja
risatogaránum American Mon-
arch í rússneskri landhelgi og
kaupa þar fisk til vinnslu um
borð. Togaranum, sem er einn
hinn stærsti í heimi, verður því
ekki beitt við veiðar heldur
bara vinnslu.
Rekke hefur'Stt í miklu basli
með að finna verkefni fýrir
togarann. Lengi stóðu vonir til
að kvóti fengist viö Chile en sú
von brást og er skipið nú á leið-
inni til Noregs eftir meira en
árs legu í aðgerðaleysi l .banda-
rískri höfn.
Gríðarlegt tap er ormð á út-
gerðinni enda hefur aldrei kom-
ið fiskur um borö í skipið. Tog-
arinn kostaði Rokke um fjóra
milljarða íslenskra króna. Áætl-
að er að vinna 250 tonn af þorski
um borð á sólarhring. Reiknað
er með að verð á Russaþorski
muni hækka fyrir vikið. : -GK
Þýskir hvetja
til rannsóknar
á tilræði f Kaíró
Þýsk stjómvöld hvöttu þau
egypsku i gær til að rannsaka
að fullu tilræðið í miðborg
Kaíró á fimmtudag þar sem tíu
manns létust, þar á meðal níu
þýskir ferðamenn.
Þýska utanríkisráðuneytiö
varaði jafnframt Þjóöverja við
að ferðast til hættulegra svæða í
Egyptalandi.
Geðtruflaður maður og bróðir
hans vörpuðu bensínsprengjum
og skutu á 33 þýska ferðamenn
sem voru í langferðabil.
Aðspuröur um hvort þýsk
stjómvöld væm ánægð með
rannsókn Egypta á árásinni,
sagði talsmaður utanríkisráðu-
neytisins í Bonn: „Nei, svo
sannarlega ekki.“
Karl Bretaprins
þakkar fyrir sig
Karl Bretaprins þakkaði í
gær bresku þjóðinni, svo og
heimsbyggðinni allri, fyrir þá
hluttekningu «3
sem hún
sýndi við frá-
fall Díönu
prinsessu.
Prinsinn
lofaði einnig
hugrekki
tveggja sona
þeirra Díönu,
Vilhjálms og Harrýs. Karl var i
Manchester í gær þar sem hon-
um var vel tekið. Hann hefur
ekki áður komið fram opinber-
lega frá því Díana var jöröuð.
Reuter