Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997
39
Reynisvatn:
Paradís útivistar-
mannsins
- og feitir fiskar í vatninu
í jaðri höfuðborgarinnar er paradís
útivistarmannsins, Reynisvatn og ná-
grenni. Þrátt fyrir að aðeins sé um
funm mínútna akstur þangað úr mið-
borginni er staðurinn gjörsamlega
laus við skarkala borgarinnar. Nátt-
úran blasir þar við í sínum fegursta
búningi og ungir jafnt sem aldnir
sækja þangað í tómstundum sínum.
Við vatnið hefur verið komið upp
glæsilegri aðstöðu fyrir útivistarfólk
og veiðimennskan dafnar þar allt
árið um kring enda er ávallt nóg af
fiski í vatninu. Til þess sér Ólafur
Skúlason og menn hans. „í ár höfum
við sleppt 20 þúsund fiskum í vatn-
ið, silungum og löxum, og nú hafa
tæpir 14 þúsund verið veiddir. Að
meðaltali veiðast hér tæplega eitt
þúsund fiskar á viku, flestir á bilinu
eitt til tuttugu pund,“ segir Ólafur.
Komið hefur verið upp kvótakerfi
á veiðileyfum við vatnið. Þá kaupa
menn sér kvóta upp á fimm fiska og
ráða hvenær þeir veiða þá. Ef illa
gengur einn daginn þá er bara að
koma aftur seinna og reyna að klára
að veiða upp í kvótann. Gildir þá
einu hvaða árstíð er því á vetuma
er stunduð þar dorgveiði sem nýtur
mikilla vinsælda. Ejölskyldur eru
tíðir gestir við Reynisvatn og hjálp-
ast þá gjaman aOir við að veiða upp
í kvótann. Eins er veiðimennskan
mikið ævintýri fyrir ferðamenn sem
Veiði ánægjunnar vegna
segir Guömundur Orri McKinstry veiðimaður
„Síðasta vetur kom ég hingað um
hverja helgi og oft á virkum dögmn
líka,“ segir Guðmundur Orri McK-
instry, en hann er sannarlega fasta-
gestur við Reynisvatn. Guðmundur
Orri er fimmtán ára gamall og býr í
Grafarvogi og heimilið hans er
aðeins steinsnar frá vatninu.
„Það er svo stutt að fara
þannig að ég geng oftast
eða hjóla. Stundum tek ég
bræður mína með og afi er
líka duglegur að koma með
mér,“ segir Guðmundur
Orri. „Það er alveg sama
hvernig viðrar, ég fer samt
ef ég á lausan tíma. Auðvitað
er frábært að vera þama í
góðu veðri en það er heldur
ekkert mál að klæða sig vel ef
kalt er í veðri.
Ég hef verið þama meira
og minna í tvö ár og hef veitt sam-
tals um hundrað fiska. Á sumrin
veiði ég helst á flugu og það hefur
gefist mjög vel. Á vetuma hins veg-
ar virka hrognin betur og gervibeit-
an en það er svona stappa af líf-
fæmm úr fisk-
um. Það er
gott að nota
það í dorg-
veiðinni en
finnst
rosalega
gaman að
dorga í
egn-
J,, um is.
” g
mer
vatni, bæði í Þingvallavatni og Sel-
vallavatni á Snæfellsnesi," segir
Guðmundur Orri.
Aðspuröur hvernig þessi mikli
veiðiáhugi kviknaði sagði Guð-
mundur Orri það hafa gerst í gegn-
um föður hans. „Pabbi er með veiði-
dellu og ég var auövitað oft með
honum aö veiða þegar ég var lítill.
Svo þegar ég fékk fyrstu veiðistöng-
ina mína, tíu ára gamall, þá byrjaði
þetta fyrir alvöru. Síðan þá hef ég
verið á kafi í þessu.
Ég veiddi i Veiðivötnum í sumar
fimm punda fisk en hann er sá
stærsti sem ég hef fengið hingað til.
í Reynisvatni er mikill flskur og
mér finnst oft leiðinlegt að þurfa að
hætta. Til dæmis var ég þar í dag og
hefði ég verið lengur en ég var er ég
viss um að ég hefði dregið á land
svona tuttugu til þrjátíu fiska. En
kvótinn var því miður búinn,“ segir
Guðmundur Orri.
Veiðimanni þessum þykir fiskur-
inn hins vegar ekki spennandi fæða.
Hann gefur aflann venjulega eða set-
ur hann í reyk. „Ég er eingöngu að
þessu ánægjunnar vegna,“ segir
hann. -ilk
koma jafhvel allslausir að vatninu1"
en fá þar það sem þeir þurfa til
veiðiskaparins.
„Hugmyndina að þessu kerfi sem
við höfum hérna fékk ég í Banda-
ríkjunum. Reyndar eru svona kvóta-
kerfl við vötn viða í heiminum og
njóta alls staðar mikilla vinsælda.
Auk fjölskyldufólksins og ferða-
mannanna, flykkjast einnig vanir
veiðmenn hingað enda er staðurinn
himnaríki flugustangveiðimanns-
ins,“ segir Ólafur.
Við vatnið er góð grillaðstaða og
ósjaldan er aflinn matreiddur og et-
inn á staðnum. Ef veiðin gengur
treglega og menn orðnir svangir er
hægt að kaupa heitan og kaldan mat
í skálanum og borða hann í notaleg--
um matsal.
Hann þurfti þó ekki að óttast
hungurdauða, maðurinn sem blaða-
maöur DV rakst á við vatnið. Hann
var með tíu væna regnbogasilunga í
farteskinu og hvíslaði því að blaða-
manni, búralegur á svip, að hann
hefði komist í feitan pytt þama hin-
um megin við steininn. Hann varð
að láta sig hafa það að borga fyrir
umframveiðina því hann hafði að-
eins kvóta upp á fimm fiska. „Ég
bara gat ekki hætt, þetta var svo
gaman," sagði hann. -ilk
reyndar
gert það
víðar en
Reynis
: S*
Guðmund-
ur Orri
McKinstry.
Þórsmörk
H á 1 e n d -
istunga úr mó-
bergi vestur
frá Mýr-
d a 1 s j ö k 1 i
(Merkurjökli),
sundurskorin
af smádölum,
giljum og
hvömmum.
Krossá markar Þórsmörk bás að sunn-
an en Þröngá og Markarfljót að norð-
an. Birkiskógur er mikill í dölum og á
hæðum og breiðist ört út. Uppblástur
hefur verið allmikill, einkum að vest-
anverðu (á Merkurrana).
Ásbjöm Reyrketilsson nam land á
Þórsmörk og helgaði landið Þór að
sögn Landnámabókar. Þrjú bæjarstæði
eru nú þekkt þar. „Á miðbænum“
bjuggu Bjöm inn hviti og Valgerður
Þorbrandsdóttir að sögn Njáls sögu. í
Húsadal var síðast búið á árunum
1802-1803.
Afhent Skógræktinni
Afréttur á Þórsmörk var frá miðöld-
um að hálfu eign Oddakirkju og að
hálfu bændaeign í Fljótshlíð. Margar
kirkjur áttu þar skógarítök. Árið 1919
rituðu 40 bændur í Fljótshlíð skóg-
ræktarstjóra bréf þar sem farið var
fram á að Skógrækt ríkisins tæki að
sér vörslu Þórsmerkur og girti landið
af því að það væri í stórhættu vegna
uppblásturs. Var landið afhent Skóg-
ræktinni og Mörkin ásamt nálægum
afréttum sunnan Krossár girt árið
1924. Við friðun hefúr landið tekið
miklum stakkaskiptum til bóta, upp-
blástur hefur
verið haminn
að mestu og
gróðri hefur
fleygt fram. Á
Þórsmerkur-
svæðinu hafa
fundist um
170 tegundir
háplantna auk
íjölmargra tegunda af mosum, fléttum
og skófum.
Vinsæll helgardvalarstaöur
Fjallasýn af Þórsmörk er mikil og
fógur til Mýrdalsjökuls, Eyjaijallajök-
uls og Fljótshlíðar. Vandfúndin er öllu
fjölbreytilegri fegurð á Islandi og
minnir í ýmsu á Alpadali.
Þórsmörk er í röð vinsælustu helg-
ardvalarstaða landsins. Þangað eru nú
reghibundnar áætlunarferðir á sumr-
um á vegum Ferðafélags íslands, Úti-
vistar og Austurleiðar á Hvolsvelli.
Ferðafélagið á sæluhús í Langadal,
Skagfjörðsskála, Austurleið annað
vestan við Húsadal og Útivist hið
þriðja í Básum á Goðalandi. Farfuglar
hafa helgað sér Slyppugil innan við
Langadal og gróðursett þar allmikið af
trjáplöntum.
Leið inn í Þórsmörk er aðeins fær
stórum, traustum og aflmiklum bílum
og einatt varasöm. Flugvöxtur í ám og
sandbleytur hafa oft valdið ferðamönn-
um erfiðleikum og enda slys orðið i
ferðum. Er því ávállt varúðar þörf. Nú
er komin göngubrú yfir Krossá, byggð
1986.
-VÁ/íslandshandbókin
FERÐIR
Þú færð allar vinsælu
borgarferðinar
hjá okkur___________*
f . „ M«sterda«"' stoo,
* Fjöldi hótela í öllum verðflokkum
* Sérstök verðtllboð fyrir hópa
* Komdu til okkar og sjáðu hvað við
getum gert fyrir þig.
V
FerðaskriFstoFa
stúdenta
561 5656
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut
sími: 561 5656, fax 551 9113
e mail: studtravel@centrum.is