Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Side 51
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997
íyndbönd
59
The English Patient
mm
Ralph Fiennes í hlut-
verki enska sjúk-
lingsins. Á innfelldu
myndinni er Kristin
Scott Thomas sem
leikur ástkonu hans.
Mar|fold
áskaisverð-
laumimynd
Undir lok seinni heimsstyrjaldar-
innar dveljast fjórar manneskjur í
yfirgefnu itölsku klaustri. Niður-
brotin hjúkrunarkona (Juliette Bin-
oche) beinir öllum sínum kröftum
að því að hjúkra sjúklingi sínum,
enskum flugmanni með alvarleg
brunasár. Þarna er einnig þjófur
(Willem Dafoe) sem hefur notað
hæfileika sína til að verða stríðs-
hetja og ungur, indverskur
sprengjusérfræðingur í breska
hernum (Naveen Andrews). Þau
segja hvert öðru sögur sínar þar
sem rauði þráðurinn er minningar
evrópsks aðalsmanns, Almasys
greifa (Ralph Fiennes), og leiðangur
hans í Sahara. Með í fór eru bresk-
ur yfirstéttarmaður (Colin Firth) og
kona hans (Kristin Scott Thomas).
Sagan rennur í gegnum tvær ástar-
sögim, frá sandauðnum Sahara til
fábrotinna herspítala á Italíu og inn
fyrir veggi klaustursins.
Stærsti sjálfstæði fram-
leiðandinn
Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu eftir Michael Ondaatje.
Anthony Minghella skrifaði hand-
ritið og leikstýrði en Saul Zaents
framleiddi. Saul Zaents er sá sjálf-
stæðra framleiðenda sem hvað
mestri velgengni á að fagna. Fyrsta
myndin sem hann framleiddi vann
til fimm óskarsverðlauna en það
var One Flew over the Cuckoo’s
Nest í leikstjórn Milos Formans.
Eftir Three Warriörs og The Lord of
the Rings hóf hann aftur samstarf
með Milos Forman og úr varð Ama-
deus sem vann til átta óskarsverð-
launa. Síðan þá hefur hann fram-
UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Björgvin G. Sigurðsson,
ritstjóri Stúdentablaðsins
o
Ég horfl talsvert á myndbönd en
ef ég á að nefna einhverja uppá-
haldsmynd þá kemur kvikmyndin
Smoke eftir kinversk-bandariska
leikstjórann Wayne Wang fyrst upp
i hugann. Ég held ég megi segja að
hún beri af öllum þeim kvikmynd-
um sem ég hef séð á lífsleið-
inni. Smoke er í alla staði
mögnuð kvikmynd þar sem
úrvalsleikararnir William
Hurt og Harvey Keitel
sýna glæstan leik.
Smoke er gullaldar-
kvikmynd sem hefur
allt sem þarf að prýða
góða kvikmynd. t henni
er sögð mögnuð en í
senn átakanleg og fyndin
saga úr mannlífinu.
Ég var heltekinn
þegar ég sá
þessa mynd í
fyrsta skipti
og ekki síður
hrifinn þegar
ég sá hana
aftur.
Af öðrum
góðum
myndbönd-
um langar
mig að nefna stórgóða franska
mynd, Allir heimsins morgnar, sem
ég sá um daginn. Þetta er stórbrot-
in kvikmynd og ég mæli eindregið
með henni.
Svo er ein kvik-
mynd sem ég
horfi alltaf
reglulega á,
svona einu
sinni til
tvisvar á
ári. Það er
myndin
Wild at He-
art eftir
meistara
David Lynch.
Nicholas Cage
og Laura Dem
sýna stórleik í
þessari mynd og út-
koman er í einu orði
sagt kynngimögnuð.
Það er búið að stæla
þessa mynd margoft
en enginn hefur
enn komist með
tærnar þar
sem David
Lynch hefur
hælana.
leitt myndirnar The Mosquito
Coast, The Unbearable Lightness of
Being, At Play in the Fields of the
Lord og nú The English Patient.
Rithöfundurinn og ljóðskáldið
Michael Ondaatje er kanadískur
ríkisborgari, fæddur í Sri Lanka og
gekk menntaveginn í Englandi og
Kanada. 1992 gaf hann út frægustu
skáldsögu sína, The English Patient,
sem hlaut mikið lof og vann m.a. til
ensku Booker-verðlaunanna og var
það í fyrsta skipti sem kanadískur
höfundur hefur unnið þessi virtustu
bókmenntaverðlaun Englands.
Fljótlega eftir útgáfu bókarinnar
komu Anthony Minghella og Saul
Zaents að máli við Ondaatje og
ákveðið var að ráðast í gerð mynd-
ar eftir bókinni. Skáldsaga Ondaatje
er mjög ljóðræn og hefur ekki skýrt
afmarkaðan söguþráð. Anthony
Minghella þurfti þvi að byggja form-
lega grind utan um þá þræði bókar-
innar sem mestu máli skiptu til að
skapa mynd með upphaf, miðju og
endi. Þess má geta aö Michael Onda-
atje var hæstánægður með útkom-
una þótt hún væri töluvert breytt
frá bókinni.
Gæðaleikarar
Ralph Fiennes hafði leikið í einni
kvikmynd þegar Steven Spielberg
fékk hann til að leika SS-foringjann
í Schindler’s List. Túlkun hans afl-
aði honum óskarsverðlaunatilnefn-
ingar og skaut honiun upp á
stjömuhimininn í Hollywood.
Næstu myndir hans vora Quiz
Show og Strange Days.
Juliette
Binoche
leikur
jafnt í
frön-
sku-
mælandi
og ensku-
mælandi mynd-
um. Hún hóf feril
sinn undir
Jean-Luc Godard í Je
Vous Salue Marie
en fyrsta ensku-
mælandi mynd
hennar var The
Unbearable
Lightness of
Being. Með-
al mynda
hennar
eru
Damage
og Blue;
ein
mynd-
anna í
lita-
seríu
Krysztofs Kieslowskis, en fyrir
frammistöðu sína í þeirri mynd
hlaut hún Cesar-verðlaunin.
Willem Dafoe hefur leikið í á
þriðja tug mynda síðan hann fékk
sitt fyrsta hlutverk, smáhlutverk í
Heaven’s Gate árið 1980. 1985 lék -r'
hann illmenni í To Live and Die
in L.A. og fékk síðan ósk-
arsverðlaunatilnefningu fyrir
túlkun sína á góðlegum her-
manni með samvisku í
Platoon. Meðal annarra
mynda hans má nefna
The Last Temptation
II of Christ, Mississippi
Jf Burning, Born on the
Fourth of July, Wild at
Heart, Clear and Pres-
ent Danger, Tom and
Viv og Speed 2: Cruise r"
Control.
Breska leikkonan
Kristin Scott Thomas
leikur eins og hinu
franska Juliette
Binoche bæði í
frönsku- og ensku-
mælandi mynd-
um en hefur hin
síðari ár einkum
leikið í ensku-
mælandi mynd-
um eftir að hún
sló í gegn 1994
með leik sínum
í Bitter Moon
og Four Wedd-
ings and a Fun-
eral. Hún er af- *
kastamikil en
meðal nokkurra
mynda sem hún
hefur leikið í
síðan eru Ric-
hard III og
Mission:
Impossible.
-PJ
Progain-159 er uppáhalds
próteíniö mitfc.
ÞaÖ hleypur ekkl í kekkl,
blandast auöveldlega viö
vatn eöa lóttmjólk meö
skeið og er hrikalega gott.
ÞaÖ er sórstaklega
árangursríkt þegar ég er
aö byggja upp vöövamassp
og styrk.
Magg1 ®ess
j
. ....
jlM ’Wa
Síenstp
Come in several great tastlng flavours.
Have a superlor biological value of 169bc.
Contaln all protein amlno-acids, 8 essential amino-aoids
and 3 BCAA amlno-aclds.
Contain a whopplng 49% BCAA content.
Supported by medlcal, olinlcal and trading standards.
Used by the leading Britlsh, Olympic and World athletes.
Egg, milk and lactose free, for no stomach upsets. f(ikfllOr/CUðll ítöölflá’l
Come wlth its own free shaker? (limited offer)
Sendum í póstkröfu um land allt
Maximuscle umboðsaðili:
Kynning - smökkun
008(30,
Sími: 899-0344
Símboði: 842-2644