Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
7
dv Fréttir
Yfirmaður strandgæslunnar í N-Noregi:
Alltaf smuga fyrir lögbrjóta
- engin pólitísk afskipti i Sigurðarmálinu
DV, Sortland:
„Það voru engin pólitísk afskipti
þegar Sigurður VE var færður til
hafnar. Ákvörðunin var algerlega
strandgæslunnar en brotið þótti svo
alvarlegt að ástæða væri til aðgerða,"
Hann segir öðru máli gegna hvað
varðar norska báta. Ekki sé ástæða
til að færa þá til hafnar þar sem
þeir komi til heimahafnar í Noregi
fyrr eða síðar þar sem hægt sé að
koma lögum yfir þá.
Hann segir samskipti við ís-
irlit geri gæslunni kleift að bregðast
strax við ef skipin fari inn i norska
lögsögu. Dæmi séu þó um að skip
hafi verið vöruð við og aldrei sé
hægt að fyrirbyggja algjörlega að
landhelgisbrot séu framin.
„Við höfum góða yfirsýn yfir
Smuguna og allt svæðið en það er
þó ekki 100 prósent. Það er og verð-
ur alltaf smuga fyir lögbrjóta," seg-
Már Jónsson - S. 898 6111 - Hs. 5551899
Geir A.M. Olsen bendir hér á kort Norsku strandgæslunnar sem sýnir stað-
setningu allra stærri fiskiskipa á eftirlitssvæði hennar. DV-mynd Reynir
segir Geir A.M. Olsen, yfirmaður
Norsku strandgæslunnar í Sortland í
Norður-Noregi i samtali við DV. 01-
sen, sem stjómar öllum aðgerðum
gæslunnar, tók ásamt skipherra
ákvörðun um það á sínum tíma að
færa nótaskipið Sigurð VE til hafnar
í Bodö. Hann segir það vera fásinnu
sem haldið hefur verið fram að norsk
stjómvöld væru með töku skipsins
að beita strandgæslunni fyrir sig í
pólitískum átökum þjóðanna tveggja
vegna fiskveiðimála.
„Ég get nefnt sem dæmi að i vik-
unni áður en Sigurður var tekinn
færðum við tvo breska landhelgis-
brjóta að landi fyrir sambærileg
brot,“ segir hann.
lensku Landhelgisgæsluna vera
með ágætum og hugmyndir séu
uppi um að taka upp samstarf á
ýmsum sviðum. Hafsteinn Haf-
steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, hafi meðal annars heimsótt
strandgæsluna þar sem þau mál
hafi borið á góma. Hann vildi þó
ekki tjá sig um það efnislega í
hverju hugsanlegt samstarf yrði.
„Samstarf þjóðanna á þessu sviði
er nauðsynlegt,“ segir hann.
Geir A.M. Olsen segir að sam-
skiptin við íslensku skipin í Smug-
unni og við Svalbarða hafi verið
ágæt og ekki hafi verið hægt að
merkja mikinn brotavilja hjá Is-
lendingunum. Öflugt gervitunglaeft-
Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn:
Framkvæmdastjór-
inn hætti skyndilega
- vann að stofnun
„Framkvæmdastjórinn hringdi á
fimmtudagskvöld og lét vita að
hann væri hættur störfum hjá Fisk-
markaðinum í Þorlákshöfn, og
myndi ekki mæta til starfa á föstu-
deginum. Hann kvaðst jafnframt
vera farinn að vinna að stofmm nýs
fiskmarkaðar," sagði Einar Sigurðs-
son, stjómarformaður Fiskmarkað-
arins í Þorlákshöfn, þegar DV ræddi
við hann í gær.
Einar sagði að þetta hefði komið
sér og öðrum forsvarsmönnum fisk-
markaðarins mjög á óvart. Þeir
hefðu ekki haft minnsta grun um að
framkvæmdastjórinn væri að stofna
nýjan fiskmarkað.
„Hann hefur tekið þátt í að byggja
Fiskmarkaðinn í Þorlákshöfn upp.
nýs fiskmarkaðar
Það er mjög leiðinlegt þegar svona
kemur upp á. Það er jafnframt mjög
óvenjulegt að framkvæmdastjórinn
hætti svona skyndilega til þess að
stofna fyrirtæki í samkeppni. Það
getur orðið verðstríð milli markaða,
en það þýðir ekkert að fjargviðrast
út í þetta heldur ráða annan mann
og halda áfram.“
Að sögn Einars mun hið nýja fyr-
irtæki heita Fiskmarkaður Suður-
lands. „Ég veit lítið annað um það
nema það veröur skammt frá Fisk-
markaðnum í Þorlákshöfn."
Ekki náðist í Bjama Áskelsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Fiskmarkaðarins í Þorlákshöfn, í
gær.
-JSS
Sameinast undir
merkjum Þorbjarnar hf.
Sameining Bakka hf. og Þorbjarn-
ar hf. var samþykkt einróma á hlut-
hafafundi í Bakka hf. á laugardag.
Framkvæmdastjórar hins nýja fyr-
irtækis verða Eiríkur Tómasson og
Gunnar Tómasson.
Nýtt skip hefur bæst við flota
hins sameinaða félags. Það er
rækjufrystiskipið Hrafnseyri ÍS-10,
sem kom inn til Bolungarvíkur á
laugardag. Skipið er 430 brúttórúm-
lestir að stærð og 48 metra langt,
smíðað árið 1981. Hrafnseyri verður
gerð út frá Bolungarvík og Hnífsdal.
Fyrir á félagið frystitogarana
Hrafn Sveinbjamarson GK-255 og
Gnúp GK-11 ásamt ísfisktogurunum
Dagrúnu ÍS-9 og Sturlu GK-12. Jafn-
framt rekur fyrirtækið fiskvinnslu-
stöðvar í Bolungarvik, Hnífsdal og
Grindavík.
Stefnt er að því að fyrirtækið Þor-
bjöm hf. verði skráð á Verðbréfa-
þingi íslands í haust. -VÁ
VAXTALAUST LAIM
Ðjóðum þessa bíla á vaxtalausum
lánum til 36 mánaða
MMC Colt árg. ‘87.
Þú greiðir
kr. 9.722 á mánuði.
MMC Pajero árg. ‘86.
Þú greiðir kr.
14.300 á mánuði.
Peugeot 205 GR árg. ‘87.
Þú greiðir
kr. 7.000 á mánuði.
Peugeot 205 jun. árg.
‘92. Þú greiðir
kr. 12.500 á mánuði.
Skoda Favorit árg. ‘90.
Þú greiðir
kr. 4.300 á mánuði.
Peugeot 309 árg. ‘92.
Þú greiðir
kr. 12.500 á mánuði.
Peugeot 309 GTi árg.
‘87. Þú greiðir
kr. 10.900 á mánuði.
Dodge Ariesstw. árg. ‘88.
Þú greiðir
kr. 9.900 á mánuði.
Mazda 323 sedan árg.
‘87. Þú greiðir
kr. 8.500 á mánuði.
Lada Samara árg. '91.
Þú greiðir
kr. 6.950 þús.
M. Benz 280 SE árg. ‘81.
Þú greiðir
kr. 18.500 á mánuði.
Peugeot 405 GR árg.
88. Þú greiðir
kr. 13.700 á mánuði.
Skoda Favorit árg. ‘92.
Þú greiðir
kr. 7.000 á mánuði.
VW Jetta árg. ‘84.
Þú greiðir
kr. 7.000 á mánuði.
M. Benz 300 TD.7 M. árg.
‘85. Þú greiðir
kr. 18.000 á mánuði.
Toyota Corolla árg. ‘86.
Þú greiðir
kr. 6.710 á mánuði.
Subaru E-12 wag. árg.
‘91. Þú greiðir
kr. 12.500 á mánuði.
Volvo 240 GLárg. ‘86.
Þú greiðir
kr. 12.000 á mánuði.
Mazda 626 GLX '87.
Þú greiðir
kr. 10.900 á mánuði.
LÍTTU Á GREIÐSLUKJÖRIN, HVERGI
BETRI LÁN TIL 36 MÁN. ENGIR VEXTIR.
ENGIN ÚTBORGUN
NYBYLAVEGUR 2
SÍMI 554 2600
Opiö virka daga 9-18 og laugardaga 12-16