Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Spurningin Hvaö finnst þér best aö boröa? Heimir Gylfason nemi: Piparsteik. Hafþór Eiríksson nemi: Kcilkún. Silja Glömme nemi: Það eru tacoskeljar. Tinna Guðmundsdóttir nemi: Djúpsteiktar rækjur og pasta með piparosti. Hreinn Sigurðsson: Saltkjöt og baunir. ída Kristjánsdóttir nemi: Lasagna. Lesendur Sameign - þjóðnýting Sigurgeir Jónsson skrifar: Á því sumri sem nú er á enda hafa kaupendur Morgunblaðsins mátt sjá hver skrifin eftir önnur um kröfu til þjóðnýtingar fiskimiðanna. Hafa þar margir komið við sögu en eitt eiga þeir flestir sameiginlegt; að vera starfsmenn ríkisins eða nýkomnir á eftirlaun hjá ríkinu. Eftirlaun sem eru í engu samræmi við það sem hinn almenni vinnandi maður á kost á þegar starfsdegi lýkur. Nú er það svo að þjóðnýtingar- stefnan er ekki nýtt fyrirbrigði, hvorki hér á landi né annars staðar. Hún kom fyrst fram að einhverju marki eftir miðja síðustu öld og náði hámarki hundrað árum síðar, um 1960. Hér á landi var þessi stefna einna sterkust um 1944-48. Kom það meðal annars fram í kröfu um að fiskveiðigróðinn yröi þjóð- nýttur. Var það orðalag sem notað var þá nánast það sama sem þeir sem mest tala um þjóðnýtingu nú nota. ítrekuö var líka krafan um réttlæti. Nú er það svo að flest fólskuverk sem hafa verið framin af þjóðarleið- togum hafa verið framin í nafni réttlætis. Ekki vantaði hagfræðinga til að styðja þjóðnýtingarstefnuna, enda var höfundur hennar hagffæð- ingur. Þeir voru til hér á landi, og eru enn, sem berjast fyrir þjóðnýt- ingu, kjósa þó að fela sig bak við grímu frjálshyggju, enda er þeim vel kunnm- fortíðarvandi þjóðnýt- ingar fiskveiða og flskstofna. En hver var reynsla þjóða af þjóð- nýtingu fiskveiða? Þar sem gengið Ekki má gleyma stórum þætti í fiskveiðistefnu þjóönýtingarríkjanna sem var rányrkja fiskimiðanna. var lengst í þjóðnýtingarstefnunni, þ.e. ríkið átti bæði skip og leyfi til veiða, hrundi efnahagur ríkjanna og sjómenn og annað starfsfólk út- gerðanna mátti lifa á hungurmörk- um meðan forkólfar þjóðnýtingar- stefnunnar lifðu í vellystingum. Ekki má heldur gleyma stórum þætti í fiskveiðistefnu þjóðnýtingar- ríkjanna sem var rányrkja fiskimið- anna. Þar sem fæða átti fólk og fjár- magna ríkissjóði þessara rikja m.a. með fiskveiðigróðanum, var stöðugt haldið lengra í rányrkjunni. Jafnt út um höf sem á heimamiðum. Eftir hrun efnahags þjóðnýtingar- ríkjanna var þjóðnýtingarstefnunni hafnað í fiskveiðum sem ööru. Var og er staðan þá þannig i fiskveiðum ríkjanna aö fiskveiðifloti þeirra er að hnrni kominn, svo þau geta varla veitt þann afla sem veiða má, án þess að ofgera fiskstofnum á heima- miðum. Sama staða er í fiskvinnslu þessara ríkja, svo ekki sé minnst á lífskjör fólks í þessum löndum. Vaxandi óþol vegna spillingar Guðm. Einarsson skrifar: Hinn þögli meirihluti þjóðarinnar, sem oft er nefndur svo, sá hluti hennar sem borgar skatta sína og skyldur möglunarlaust af hinum fostu mánaðarlaunum, er haldinn verulegu óþoli gagnvart þeim fjölda spillingarmála sem upp kemur hér á landi. Ekki síst í stjórnsýslunni þar sem kurfar í opinherum stöðum njóta for- réttinda vegna kunningsskapar við ráðamann eða stjórnskipaðan emb- ættismann sem svo aftur reynist ekkert annað skúrkur sem skarar eld að eigin köku. Dæmin úr réttarkerfinu sem tengjast svo lögreglunni beint eða óbeint, dæmin um ólöglega veðflutn- inga með samþykki Húsnæðisstofn- unar, prívat mannaráðningar ráð- herra vítt og breitt um landið, yfir- hylmingar yfir óbótamönnum mán- uðum saman og vægir dómar yfir þeim. Allt er þetta í raun svívirðileg að- fór að þeim borgm-um sem vilja búa við sæmilega reisn í einkalífi og standa skil á sköttum og skyldum til samfélagsins. Óöldinni í þjóðfélaginu verður að linna. Undir hana flokkast og mis- ferli af ofangeindu tagi, misgengi á aðstöðu fólks til að svindla á kerfmu. Þetta er ekki öfund af minni hálfu vegna þess að ég er ekki í þessari að- stöðu. - Hér er um þjóðfélagslegt krabbamein að ræða. Sýnilegt öllum en ekki skurðtækt. Því er aðeins ein lækning á þessu; Að víkja öllum brotlegum úr starfi, jafnt opinberum sem í einkageiranum. Löreglustöðin í efra Breiðholti Hafliði Helgason skrifar: Snemma á þessu ári var opnuð glæsileg lögreglustöð við Völvufell í efra Breiðholti. Þar stóðu æðstu menn lögreglunnar fyrir framan stöðina tilbúnir til þjónustu. í fréttatilkynningu var sagt að stöðin yrði opin allan sólarhringinn. Þama væri um að ræða 23 manna lið og þjónustusvæðið væri: Breið- holtshverfin og allt upp á Kjalarnes. Sunnudaginn 21. september sl þurfti ég að hringja út á lögreglu- stöð til að tilkynna tjón er orðið hafði nóttina áður. Svarað var í símsvara, að leita skyldi upplýsinga þjónusta allan í síma 5000 lli kl. 14 og 16 Viö opnun nýrrar lögreglustöövar í Breiöholti. - Bréfritari segir minni lög- gæslu í efra Breiöolti en til stóö. í upplýsingasíma aðalstöðvar. Hvar var nú 23 manna liðið í hádegi sunnudagsins? Ég fór fram á skýringar, og var mér sagt að þetta hefði breyst í júlí- mánuði síðastliðnum. Einhver maðkur er í mysunni og enn veit ég ekki nákvæmlega hvað gerðist. Eng- in fréttatilkynning eða annað. Manni verður einnig oft hugsað til þess hvort búið sé að leggja nið- ur umferðareftirlit lögreglunnar. Það fer alla vega mjög lítið fyrir henni, því miður. Þeirri spurningu er einnig ósvarað. Að sjálfsögðu þarf að auka stórlega umferðarlög- gæslu. Sagt er að um 600 ökumenn séu réttindalausir. Og ekki fækkar bílunum í umferðinni. Um það em áreiðanlega flestir sammála að gera þurfi stórátak í þessum málum og það hið allra fyrsta. Drengurinn í Texas Hjálmar skrifar: Mér finnst íslenskir fjölmiðlar vera afar ónákvæmir í frétta- flutningi af máli unga íslenska drengsins í Texas sem komst undir mannahendur og er nú í meðferð þar vestra. í fréttum er sífellt staglast á því að drengur- inn hafi verið dæmdur i 10 ára fangelsi. Þetta er fjarri lagi. Hann var dæmdur í 3 ára fang- elsi og 10 ára bryti hann af sér meðan á meðferð stæði á við- komandi stofnun. Drengurinn er nú blessunarlega í góðum hönd- um hjá sérhæfðu fólki sem ekki er völ á hér á landi. Þingmenn okk- ar í New York Helga Kristjánsd. skrifar: Enn eina ferðina hefur ís- lenskum þingmönnum verið út- hlutað þeirri „salíbunu" að fara til New York til að sitja þing Sameinuðu þjóöanna eins og það heitir í fréttatilkynningu. Við eigum því þingmenn á tveimur þingum í senn, hér og í New York. Er ekki nóg að fastafull- trúi okkar hjá SÞ sé á staðnum? Ég trúi því ekki að þingmenn úr breska þinginu, franska eða ann- arra þjóða sendi sína þingmenn til vetursetu í New York. Eru þetta ekki bara aukasporslur upp á farseðilinn, dagpeningana og grínið? Óeirðirnar í miðbænum Halldór skrifar: Ég er þess fullviss að hvergi í erlendum borgum í nágranna- löndum okkar eru jafh mikil skrílslæti og ódæði framin og hér i Reykjavík. Ég hef a.m.k. ekki heyrt um að hættulegt sé að ganga um miðborg Kaupmanna- hafnar, Lundúna, Parísar eða New York að kvöld- eða nætur- lagi. - í skuggáhverfum já, en ekki í miðborginni sjálfri. Sjónvarpsdag- skrárnar Guðrún Jacobsen skrifar: Nú er fátt um fina drætti hjá Ríkisútvarpi og Sjónvarpi ásamt Stöð 2. Gísli Halldórsson hefur lokið sinum ódauðlega lestri á Góða dátanum í meistaralegri þýðingu Karls ísfelds. Hvað rík- issjónvarpið snertir var skemmtilegasta persóna Dags- ljóss, leiklistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson, látinn taka hatt sinn og staf fyrir að segja sína skoðun. Nú bindur maður vonir við Stöðina hina einu og sönnu sem hefur brátt göngu sína í Sjónvarpinu. Vonandi tekst henni meö sinum eigin hætti að rasla út í eitt skipti fyr- ir öll þessu endalausa rennsli á forheimskandi amerískum sápu- óperum og kvikmyndum tveggja sjónvarpsstöðva áður en síðasti vitibomi þolandinn gengur af göflunum! Svartholið B. Valdimarsson skrifar: Seint ætlar ísland að koma út úr galdrafári miöalda inn í nú- tímann. íslandsdeild Amnesty International er sjálfshól um eig- ið ágæti Norðurlanda, einkum Finnlands og íslands. Vöntun í áróðursbæklingi um Evrópu er frásögn út af fyrir sig! Fáir taka eftir nýjasta réttarhneykslinu. Lögmaður og útlendur umbjóð- andi koma sér saman um að slíta samstarfi og sá einmana útlend- ingur ætlar að flytja mál sitt sjálfur, samkvæmt réttarreglum siðlegra ríkja. Hæstiréttur skikkar lögmanninn til aö vinna i málinu áfram. Síðast er ég vissi fór nauðungarvinna íslendinga fram á Brimarhólmi Köbenhavn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.