Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 17 Innan borgar- markanna er að finna eitt hundahót- el. Það er staðsett að Leirum á Kjalarnesi. Eigendur þess eru Hreiðar Karlsson hundaræktarmaður og fjölskylda hans en þau hafa rekið það í þrjú ár. Tilveran brá sér út á Kjalames og heilsaði upp á hótel- gesti, sem dvöldu þar í góðu yfirlæti. Eg er búinn aö eiga hunda í fimmtán ár og hef ræktað þá í ein átta ár. Þetta byrjaði allt ineð þvi að ég fékk mér einn setter- hund. Það var bara eins og að taka enn eitt bamið inn á heimilið. Síðan hefur þetta undið upp á sig og áhug- inn vaxið stöðugt með ári hverju," segir Hreiðar Karlsson, hundaræktar- maður og eigandi hundahótels að Leirum á Kjalamesi. Hreiðar hefur stundað gæsaveiðar í aldarfjórðung. Veiðamar vom helsta kveikja þess að hann fékk sér sinn fyrsta hund. „Það er mjög þægilegt að hafa hundinn með sér á veiðar. Hann tekur stand á fuglinum og sækir hann þegar búið er að hæfa hann. Hundur- inn getur sparað manni óheyrilega vinnu við veiðamar. Hann hleypur upp og niður djúp gil og hlíðar i leit að fugli.“ Fimm stjörnu hótel Hreiðar hefur ásamt eiginkonu sinni rekið hundahótel á Kjalamesi i þrjú ár. „Þetta hefur verið áhugamál hjá okkur hjónum og reyndar allri fjölskyldunni í mörg ár og svo létum við loks verða af því. Þessi staðsetning hentaði í alla staði vel. Við erum öll mikið dýrafólk og eigum auk hund- anna hesta.“ Hreiðar segir þau bjóða upp á funm stjömu hótel. Hundamir hafa allir sérherbergi og útihús. Einnig eiga þeir kost á að leika sér með öðrum hundum í leiktækjum á stóru úti- svæði. Hundarnir hafa mikla ánægju af hóteldvölinni og þar fer í alla staði vel um þá. Komast í sund „Stöðugt færist í vöxt að fólk láti vista hunda sína hjá okkur. Hundarn- ir dvelja hér allt frá einum degi upp í marga mánuði. Lengst hef ég haft hund í sjö mánuði. Algengast er þó að þeir séu hér í um það bil þrjár vikur meðan fólk fer í þessar hefðbundnu sumarferðir. Ýmsar ástæður geta þó legið að baki þess að fólk lætur vista Irski írski rauði setterinn er sennilega best þekktur og vinsælastur allra írskra hundategunda. Hann er jafn- útbreiddur í Bretlandi og Bandaríkj- unum og á írlandi. Þó er uppruni hans, eins og hann lítur út nú, ekki gamall þó ætla megi að hann sé síð- an snemma á átjándu öld. Sennilegt er talið að setterar séu komnir af landspanielum sem notaðir voru við að reka bráð í net. Setteramir urðu fyrst vinsælir á írlandi á átjándu öld þegar þeir voru þjálfaðir tU þess að fínna veiðibráð fyrir skotveiði- menn. Hundabein sem fundist hafa við fornleifauppgröft og eru frá fyrstu árum tímatals okkar eru sömu stærðar og bein irsks nútima- setters. hunda sína hjá okkur. Stundum eru heimilisaðstæður ástæðan eða deilur um hundahald i fjölbýlishúsum, svo eitthvað sé nefnt." Sólarhringsvistun fyrir einn hund á hótelinu kostar 750 krónur. Innifalið í þvi verði er fæði og allt tilheyrandi. Eins og á öllum fimm stjömu hótelum eiga hótelgestir auðvitað kost á að bregða sér í sund. Þá er gengið með þá að á í nágrenni hótelsins, sem þeir geta svamlað í að vild. Einn fremsti ræktandi setters Hundaræktin hefur gengið von- um framar hjá Hreiðari. Hann hefur sex sinnum fengið heiðursverðlaun fyrir ræktunarhópa sem hann hefur sýnt og alltaf unnið þegar hann hef- ur tekið þátt. „Ég mundi segja að ég væri með fremstu ræktendum irsks setters á íslandi i dag. Undanfarin ár hafa mínir hundar eða hundar frá mér verið í öllum toppsætum á hundasýningum. Darri, 16 ára hund- ur sem ég hef ræktað, er ósigrandi írskur setter. Hann hefur unnið þess að áður en langt um líður fjölgi í hópnum. Framtíð írsks setters á ís- landi virðist því björt. -VÁ h u n d a nota þau til undan- eldis og hvf von til þrjár stórar hundasýningar og í flestum tilfellum unnið i flokki sett- era. Bræður hans og hálfbróðir fylgja honum fast á eftir.“ í dag eiga Hreiðar og fjölskylda fjóra hunda á aldrinum 2 til 11 ára, þijá írska og einn enskan setter. Þ e s s a £ * :éÉ setterinn Lýsing á írskum setter írski rauði setterinn er fyrst og fremst léttbyggður en sterklegur hundur og háfættari en hin enska hliðstæða hans. Útlit hans leiðir hugann fremur að stáli og hval- skíðum en krafti og vöðvum. Feldurinn er síður, liðast hvorki né hrekkur. Hann er ekki einlitur dökkrauður heldur miklu fremur blanda rauðra lita, frá djúpma- hónírauðum til kastaníurauðs. Litnum hefur verið líkt við lit ný- brotinnar hrossakastaníu. Sú sam- líking er reyndar ekki svo fjarri lagi því hvít slikja í hnetunni minnir á hvítu hárin á bringu, höku, tám og stundum blesu á miðju höfði fram á trýni sumra settera. Reyndar er irski rauði setterinn nú oftast án nokkurra hvítra hára. Höfuðið er langt og grannt og ferkantað að ofan. Kjálkamir eiga að vera jafnlangir, hvorki yfir- né undirbit. Feldurinn aftan á fót- leggjum og á rófu er síðari en ann- ars staðar á hundinum og kallast fanir. Rófan á ekki að ná lengra niður en að hækli. Hún er sterkleg við rótina en mjókkar í mjóan brodd aftast. Hundurinn á ekki að bera rófu- na yfir hrygglínu. Þó er leyfilegt að hann beri hana svolítið hærra þegar hann stendur á bráð. Rifbein eiga að vera vel hvelfd, án þess þó að vera tunnulaga. Yfir- lína (bak) hundsins á að slúta i jafnri lfnu frá herðakambi að rófu. Kviðlína á að vera hallandi en þó bein. -VÁ Bæn hundsins Ég lifi varla lengur en 15 ár. Mér líður illa án þín. Hugleiddu það, áður en þú tekur mig að þér. Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér. Hrós þitt og umbun er sem sólar- geisli, refsing sem þungur dómur. Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. Þú hefur þina atvinnu, átt þina vini og ánægjustundir. Ég á aðeins þig- Talaðu við mig. Enda þótt ég skilji ekki mál þitt, þá skil ég tón raddar þinnar. Augu min og látbragð eru mín orö. Áður en þú slærð mig, bið ég þig að muna, að með beittum tönnum get ég kramið hönd þína, en ég mun aldrei beita þig ofbeldi. Ef þér finnst ég leiðinlegur vegna annríkis þíns, mundu þá að stund- um líður mér illa og verð pirraöur, til dæmis í sólarhita. Annastu mig þegar ég verð gamalL Án þín er ég hjálparvana. Deildu með mér gleði þinni og sorgum. Veittu mér hlutdeild í lifi þinu, því ég elska þig. -VÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.