Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Sviðsljós
Dylan og fjöl-
skylda í formi
Gamli þjóðlagaraularinn Bob
Dylan hefur margar ástæður til
að kætast þessa dagana.
í fyrsta lagi fékk hann að
blanda geði við hans heilagleika,
sjálfan páfann, á unglingahátíð í
Bologna á Italíu um helgina. Þó
ekki fyrr en hann hafði sungið
lög á borð við Bankað á dyr
himnaríkis.
í öðru lagi gengur syni hans,
Jakobi, allt í haginn í músík-
bransanum. Jakob fer fyrir
hljómsveitinni Wallflowers sem
hefur selt nýjustu hljómplötu
sína í milljónum eintaka.
Ekki er þó laust við að Bob
gamli sé dálítið kvíðinn í bland.
í viðtali viö virt amerískt dag-
blað sagðist hann ekki vilja
horfa upp á að drengurinn yrði
fyrir miklum vonbrigðum, sem
alltaf er jú hætta á í bransanum.
Krvddpiurnar
faomar í
Kryddpíurnar hafa fetað í fótspor
margra annarra poppara breskra.
Þær eru flúnar undan skattmann og
famar í útlegð til Suður-Frakk-
lands.
Fregnir herma að stúlkurnar hafi
keypt sér kastala rétt hjá Miðjarðar-
hafsborginni Nice. Næstu nágrann-
ar þeirra eru ekki ómerkari menn
og konur en Elton John, Tina Tum-
er, Bill Wyman og Michael Douglas.
Kryddpíumar hafa notið gífur-
legra vinsælda frá því þær skutust
útlegð
upp á stjömuhimininn, enda hress-
ar og skemmtilegar stelpur. Þær
hafa líka þénað dável frá því fyrsta
plata þeirra fór inn á vinsældalista
um heim allan. Stúlkumar hafa hal-
að inn um sex milljarða króna og
þar af vill skattmann fá tæpa fjóra.
Sérfræðingar herma að stúlkurn-
ar fimm muni tvöfalda laun sín á
næsta ári. Sömu menn segja að þær
komi til með að þéna tæpa tvo millj-
arða íslenskra króna hver um sig.
Ekki amalegt það.
Endurskoðuð ævisaga Díönu prinsessu að koma út:
Aukablað
Miðvikudaginn 8. október mun aukablað um
vörubíla og vinnuvélar fylgja DV.
Mikið var um dýröir á tískuvikunni í London um helgina. Þar mátti meðal
annars sjá þennan fallega siffonkjól eftir tískuhönnuðinn Betty Jackson. Um
fimmtíu hönnuðir sýndu framleiðslu sína á tískuvikunni.
Díana prinsessa var sjálf aðal-
heimildarmaðurinn að bókinni sem
gekk af goðsögninni um ævintýra-
hjónaband hennar og Karls Breta-
prins dauðri. Svo segir maðurinn
sem skrifaði ævisöguna „Díana,
sönn saga hennar", Andrew
Morton.
„Sagan sem bókin hefur að geyma
kom frá vörum hennar," segir
Morton i viðtali við breska blaðið
Times.
„Þetta er svo að segja sjálfsævi-
saga hennar, persónulegur vitnis-
burður konu sem leit svo á sér væri
bannað að tjá sig.“
Díana, sem fórst í hörmulegu
bilslysi í París í ágústlok, hafði
alltaf þrætt fyrir að hafa unnið með
Morton að gerð bókarinnar. Ævi-
sagan olli miklu ijaðrafoki þegar
Díana prinsessa sagöi sjálf frá óhamingjusömu hjónabandi sínu og Karls.
hún kom út á sínum tíma, meðal
annars vegna frásagna af sjálfs-
vígstilraunum prinsessunnar, bar-
áttu hennar við lotugræðgi og
örvilnan yfir framhjáhaldi eigin-
mannsins.
Morton hefur nú endurskoðað
bókina og kemur hún út um þessar
mundir. Ekki hittust þau þó beint,
Morton og Díana, heldur voru við-
tölin tekin með aðstoð milligöngu-
manns. Hann kallaði hana „Deep
Throat", i höfuðið á helsta heimild-
armanni þeirra Woodwards og
Bemsteins sem flettu ofan af Wa-
tergate. Að sögn Mortons óttaðist
Diana mjög að drottning og fjöl-
skylda hennar kæmust að hinu
sanna í málinu.
Díana fór svo yfir handrit bókar-
innar og gerði ýmsar lagfæringar.
Jeff talar með
fullan munninn
Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa
samband við Þórhall Jósefsson í sima 899 0006 og 553 8321
Þeir sem vilja auglýsa í blaðinu hafi samband við
Gústaf Kristinsson í síma 550 5731 og 550 5000.
Síðasti skiladagur auglýsinga í aukablaðið er
fimmtudagurinn 2. október.
Bandaríski leikar-
inn Jeff Goldblum hef-
ur tamið sér ljótan
ávana.
„Versti ósiður minn
er að tala með munn-
inn fullan af mat,“
sagði hann í Kaup-
mannahöfh á dögun-
um, um leið og hann
smjattaði á ljúffengum
döðlum á glæsihóteli í
miðborginni.
Jeff var í höfuðborg
Danaveldis til að
kynna nýjustu kvik-
myndina sem hann
leikur í, Týndan heim Steven Spiel-
bergs. Og eins og vænta mátti, barst
talið að ýmsu öðru.
„Ég vildi gjarnan eiga börn. Mér
þykir mjög vænt um
böm. Mér finnst
gaman að stússast í
kringum þau og
passa,“ sagði leikar-
inn sem sjálfur á eng-
in. Hann hefur verið
kvæntur tvisvar
sinnum, síðast hinni
leggjalöngu Geenu
Davis sem hann
missti í faðm finnsks
leikstjóra, Rennys
Harlins.
Geena er hins veg-
ar farin frá Finnan-
um og fregnir herma
að glæðurnar í ástareldi þeirra Jeffs
hafi aldrei kulnað almennilega.
Hver veit nema þau rotti sig saman
á ný, mikið væri það sætt.
Meðal annars verða kynntar ýmsar nýjungar á vörubíla- og
vinnuvélamarkaðinum, viðtöl verða við ýmsa aðila í greininni
o.m.fl.
Díana var sjálf helsti
heimildarmaðurinn