Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
Fréttir
Ný skoðanakönnun DV á fylgi borgarstjórnarflokkanna:
Stefnir í
hörkubaráttu
- D-listinn næði naumum meirihluta með 50,9 prósenta fylgi og átta menn kjörna
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja-
vík, D-listi, næði borginni á ný af
Reykjavíkurlistanum ef gengið yrði
til kosninga nú. En með minnsta
mögulega mun, fengi átta menn
kjörna á móti sjö frá R-lista. Þetta
eru helstu niðurstöður nýrrar skoð-
anakönnunar sem DV framkvæmdi
um helgina á fylgi borgarstjórnar-
flokkanna.
Niðurstöður könnunarinnar
urðu á þann veg að 44,6 prósent
sögðust styðja D-lista Sjálfstæðis-
flokksins og 43,1 prósent R-listann.
Alls 11,2 prósent aðspurðra voru
óákveðin í afstöðu sinni og aðeins
1,1 prósent neituðu að svara spum-
ingunni. Það er mun ákveðnari
svörun en í síðustu könnim í mars
sl. þegar 19,5 prósent aðspurðra
voru óákveðin eða neituðu að gefa
upp afstöðu sína.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
466 kjósendur í Reykjavík, þar af
221 karl og 245 konur. Spurt var:
„Hvaða lista mundir þú kjósa ef
borgarstjómarkosningar fæm fram
núna?“
Munurinn innan
skekkjumarka
Sé einungis tekið mið af þeim sem
tóku afstöðu í könnuninni sögðust
50,9 prósent ætla að kjósa D-listann
og 49,1 prósent R-listann. Munurinn
á fylgi listanna reyndist því aðeins
1,8 prósentustig og innan skekkju-
marka. Miðað við síðustu könnun
DV í mars sl. hefur bilið milli list-
anna minnkað lítillega en þá náði D-
listi 51,1 prósents meirihluta.
Ef miðað er við úrslit kosning-
anna í maí 1994 hefur fylgi D-listans
aukist um 3,9 prósentustig og fylgi
R-lista minnkað af sama skapi. Þá
fékk R- listinn 53 prósent atkvæða
og D-listinn 47 prósent.
Sé borgarfúlltrúum skipt á milli
flokkanna í samræmi við niðurstöð-
ur könnunarinnar myndi D-listi
bæta við sig manni frá síðustu kosn-
ingum og fá 8 menn kjöma en R-list-
inn missa mann og fá 7 menn í borg-
arstjóm. Þar með næði Ingibjörg
Sólrún ekki kjöri ef svo fer að hún
taki 8. sætið á listanum eins og í síð-
ustu kosningum.
Nokkuð áberandi er í niðurstöð-
unum hvað konur eru mun fleiri en
karlar í stuðningsliði R-listans og
karlar að svipuðu leyti fleiri i röð-
um sjálfstæðismanna. Þetta er
meira afgerandi en i fyrri könnun-
um DV á fylgi borgarstjómarflokk-
Skipting
borgarfulltrúa
Eftir kosningar 28. maí '94
Samkvæmt skoöana-
könnun DV 5. október '97
anna. Forystumenn listanna virðast
því höfða ágætlega til kynsystkina
sinna. -bjb
« Svör allra í könnun DV
Fylgi borgarstjórnarflokkanna
s
Skoðanakönnun
DV
kosninga 28. maí '94
skoðanakönnunar DV
- þeir sem afstöðu tóku 5. okt. '97 -
Dagfari
Jafnvægi til ársins 2019
Hveitibrauðsdagar núverandi
ríkisstjómar Daviðs Oddssonar og
þjóðarinnar em löngu liðnir. Þótt
kjörtímabilið sé hálfnað er ástin
enn þokkalega heit eins og fram
kom í skoðanakönnun DV í gær.
Góður meirihluti landsmanna er
sáttur við Davíð og telur hann góð-
an landsfóður. Sex af hverjum tíu
styöja ríkisstjórnina. í stómm
dráttum hefúr það verið svo á kjör-
tímabilinu ef frá er talin fýrsta
könnun blaðsins eftir að ríkis-
stjórnin tók við. Þá var ástarbrím-
inn í algleymingi og átta af hverj-
um tíu elskuðu Davíð og hina ráð-
herrana.
Davíð Oddsson stýrir nú annarri
ríkisstjórn sinni í röð. Hann hóf
leikinn á frægum ástardúett í Við-
ey með Jóni Baldvin Hannibals-
syni. Það hjónband var ástríkt til
að byrja með en kólnaði þegar á
leið. Þegar úrslit kosninga lágu fyr-
ir þótti rétt að sambúðinni lyki
með skilnaði þótt fræðilega hefði
verið hægt að lappa upp á hjóna-
bandið.
Framsóknarmaddaman var til-
búin og það vissi Davíð. Hún kom
líka meö miklu meiri heimanmund
en Jón Baldvin gat boðið upp á.
Sambúð Davíðs og
Halldórs hefur því
staðið á þriðja ár og er
farsæl ef marka má
skoðanakönnun blaðs-
ins. Allar kannanir
kjörtímabilsins hafa
greint þennan ástar-
hita og ekkert lát virö-
ist á.
Komi ekkert sér-
stakt upp á á stjórnar-
heimilinu stefnir því i
langa sambúð. Stjóm-
arandstaða hefur verið
lin, það viðurkenna
stjórnarsinnar jafnt
sem stjórnarandstæð-
ingar. Stjórnmálafræð-
ingar benda á að
stjómin sé ekki í nein-
um óveðrum og ekkert
sem ógnar henni. Þá er
árferði til lands og
sjávar með besta móti.
Sælan er því mikil.
Þegar Davíð flutti
stefnuræðu sína í fyrri
viku boðaði stjómar-
andstaðan aukna
hörku í vetur. Það
væri óskandi að það
gengi eftir. Ef ekki
verður öll þingum-
ræða hrútleiðinleg.
Raunar er ekki fyrir-
séð að verulega gefi á
bát Daviðs. Það er
frekar að menn grípi
til léttra æfinga þegar
sveitarstj ómarkosn-
ingamar nálgast í vor.
Einkum munu menn
takast á vegna að-
stæðna I höfuðborg-
inni. Allt bendir til
þess að þar verði vet-
urinn með fjörugra
móti enda fylgi R og D-
lista hnífjafnt.
Staða Davíðs er
sem sagt með ólíkind-
um góð. Hann ræður
því sem hann vill og
situr svo lengi sem
hann nennir. Forsæt-
isráðherrann er enn á
besta aldri, ekki orð-
inn fimmtugur. Hann
getur því haldið starfi
sínu næstu tuttugu
árin eða svo. Hann er
vel á veg kominn með
annað kjörtímabilið
og gæti tekið eins og fimm tímabil
í viðbót. Eins og staðan er nú má
því gera ráð fyrir að næstu for-
sætisráðherraskipti verði árið
2019.
Andstæðingar jafnt sem sam-
herjar Davíðs hafa áttað sig á
þessu. Þess vegna er þessi logn-
molla í stjórnmálunum. Ólafm
Ragnar tók kúrsinn á Bessastaði og
Jón Baldvin til Washington. Hvaða
stjórnarandstæðingar eiga þá að
lemja á Davíð? Það tekur því vart
að fara yfír þann lista. Ástandið er
svipað innan Sjálfstæðisflokksins.
Þar er ekki krónprinsum eða krón-
prinsessum fyrir að fara.
Davíð mun því eldast virðulega í
embættinu, frægt hárið grána og
hann mildast með árunum enda
andstaðan lítil sem engin. Þeir sem
kusu i fyrsta sinn í síðustu kosn-
ingum, 18 ára gamlir, verða líklega
komnir á fimmtugsaldur þegar
Bubbi kóngur stígur af stalli.
Það er því ekki að ástæðulausu
sem forsætisráðherrann lét hafa
eftir sér í DV að ákveðið jafnvægi
væri í stjómmálunum.
Dagfari