Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 Neytendur Verðsamanburður milli fimm landa: Gríðarlegur munur á einstaka vörum Samanburöur á verði innkaupakarfa með 14 vörutegundum í fimm löndum sýnir gífurlegan verðmun milli íslands, Danmerkur, Noregs, Þýskalands og Dallas, Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum. Verðið var kannað í verslunum sem eru í svipuðum gæðaflokki og verslanir Hagkaups en íslenska verðið er einmitt úr Hagkaupi í Kjörgarði. í Danmörku var verðið kannað í einni af verslunum Lovbjerg-Food Mart í Árósum. Norska könn- unin var gerð í einni af verslunum Jens Even- sen í Ósló. í Þýskalandi var verðið kannað í versluninni Real í Wies- baden og í Bandaríkjun- um var farið í verslun- ina Mr. Z í Dallas, Penn- sylvaníu. Meðalverð á inn- kaupakörfunum fimm er 4.896 kr. sem er mjög nærri verðinu á dönsku innkaupakörfunni. ís- lenska og norska inn- kaupakarfan eru á svip- uðu verði, eða í kringum 6.800 kr., en þýska og ameríska karfan kosta næstum það sama, eða rétt um 3.000 kr. Munur- inn er í kringum 130%. Sömu vörur en ekki sama merki Vörumar sem bornar voru saman voru ekki 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 Innkaupakarfa í 5 löndum kr. 6.760 6.867 2.972 3.001 Þýskaland Bandaríkin Danmörk Noregur ísland Verð á sömu innkaupakörfunni í fimm löndum sýnir gífurlegan verömun á neysluvörum almennt. Dýrasta karfan fékkst á íslandi á 6.867 kr. en sú ódýrasta í Þýskalandi á 2.972 kr. endilega af sama vörumerki enda yfirleitt um innlenda framleiðendur að ræða. Vörutegundirnar í verð- könnuninni voru 1 kg gulrætur, 1 kg rauð paprika, 1 kg kartöflur, 1 kg beikon í sneiðum, 1 kg nautahakk, 10 egg í bakka, 1 1 nýmjólk, 1 kg brauðostur, 1 kg smjör, 1 1 sýröur rjómi, 1 1 appelsínusafi, 1250 ml Ajax skúringalögur, 1 Coca Cola í plasti og 1 kg kaffi. Ekki var endilega tekin ódýrasta varan af hverri gerð, frekar var tek- in miðlungsvara í verði og góðar vörur, t.d. í vali á grænmeti og DV-mynd E.ÓI. kjöti. Langmesti verðmunurinn á einni vörutegund var á gulrótum. I Hagkaupi kostaöi kg 549 kr. en í Noregi 50 kr. Þá var og sláandi verð- ið á sýrðum rjóma á íslandi, 670 kr. fyrir einn lítra, en sama magn kost- aöi 232 kr. í Danmörku og 150 kr. í Bandaríkjunum. Þar virðist hins vegar venjuleg nýmjólk vera veru- lega dýr, eða 170 kr. lítrinn á móti 70 kr. hér á landi og 56 kr. í Þýska- landi. Vöruverðið var miðað við al- mennt gengi Landsbanka íslands kl. 9.15, 2. okt. 1997. -ST 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 kr. ð> Q> s 1 i2 « w X & a. 1 □ a 0) Verðmunur á einstökum vörutegundum I I Lægsta verö □ Hæsta verð 3 Sf ’S s "5 SE c I I s <0 c ■X & ÍCk s Gulrætur 1 kg 998% Beikon 1 kg 604% Nautahakk 1 kg 609% 10 egg i bakka 275% Nýmjólk 1 lítri 203% Sýröur rjómi 1 lítri Smjör 1 kg Kaffi 1 kg 346% 22% 123% r>v Ostalyst 3 komin út Ný matreiðslubók, Ostalyst 3, er komin út hjá Osta- og smjör- sölunni. Dómhildur A. Sigfús- dóttir, hússtjómarkennari og for- stöðumaður vöruþróunar og kynningar- deildar Osta- og smjörsölunnar sf., er höfundur bókarinnar. Bókin er rúm- lega 300 síður, prýdd mörgum stórum, falleg- um myndum. Á meðal upp- skrifta í bókinni er marinering á fetaosti með tómötum. 200 g fetaostur í teningum 100 g ólífur 75 g sólþurrkaðir tómatar í strimlum 2 lárviðarlauf 1 tsk. basil 1 msk. blönduð piparkorn (rauð, svört og græn) 4-5 dl olía, t.d. ólífuolia eða vínþrúguolía hvítlauksrif eftir smekk Hvítlaukur: 50 g hvítlauksrif 3 dl vatn Leggið allt, sem í salatið á að fara, lagskipt í krukku eða skál. Hellið oliunni yfir. Látið standa í kæli eða á köldum staö í eina viku. Geymist vel í 3-4 vikur í kæli. Ath. nokkrar tegundir af olíu þykkna i kæli en jafna sig þegar þær hafa staðið við stofuhita í smátíma. Hvítlaukur: Hreinsið rifin. Hitið vatnið að suðu. Látið hvítlaukinn sjóða í 30 sek. Hellið vatninu af og látið hvítlaukinn sjóða í nýju vatni í 30 sek. Látið leka vel af lauknum á sigti. Látið renna kalt vatn yfir. Berið hvítlauk og marineraðan fetaost fram sem forrétt, snakk eða með salati. (Úr Ostalyst 3) Neytendavernd: Hilluverð annað á kassa Það virðist stöðugt vera að endurtaka sig að verslanir merkja eitt verð á vöru á hillum verslananna en innheimta síðan annað verð á kassa. Þannig hafa fyrirtæki talsverðar ijárhæðir af neytendum því oft getur verið um þó nokkum mun að ræða, einkum þegar tilboðsverð eiga í hlut. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samstarfsverkefni ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna um verðlagsaðhald og verðkannanir, hafa margar ábendingar og kvartanir borist vegna þessa og virðist sem nokkur fyrirtæki skeri sig úr. Samstarfsverkefnið íhugar nú aðgerðir gagnvart þeim fyrir- tækjum sem verða uppvís að vill- andi verðmerkingum og eru neytendur hvattir til að tilkynna slíkar villandi verðmerkingar í síma Neytendasamtakanna, 562 5000, eða i grænt númer samtak- anna, 800 6250.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.