Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 7 I>V Fréttir ^ Prófessor í Skotlandi: Afallahjálp getur reynst skaðleg Áfallahjálp sérfræðinga er tíma- eyðsla og er veitt meira á forsend- um þeirra sem hjálpa heldur en fómarlambanna. Áfallahjálpin get- ur reynst skaðleg. Þetta er mat Yvonne McEwan, prófessors við Fife-háskólann í Skotlandi. „Ráðgjafinn er ef til vill stundum að gera þetta svolítið mikið á sínum eigin forsendum. Það verða stund- um átök á milli þeirra sem vilja veita áfallahjálp. Hjá Almannavöm- um segja menn nóg af sjálfboðalið- um. Eitt aðalatriðið sé að kunna að velja úr,“ segir séra Kristján Bjöms- son á Hvammstanga sem tekið hef- ur þátt í að veita áfallahjálp. „Ef ráðgjafi gerir þetta á sínum eigin forsendum en ekki þeirra sem þurfa á aðstoð að halda get ég vel trúað því að um tímaeyðslu sé að ræða,“ bætir Kristján við. Að því er breska blaðið Daily Te- legraph greinir frá sagði McEwan Áfaliahjálp hófst ekki að ráði hér á landi fyrr en eftir snjóflóðið f Súðavík. Á myndinni má sjá björgunarmenn á leið á slysstað. DV-mynd BG nýlega á ráðstefnu í London að ráð- gjafar notfærðu sér þá sem hefðu orðið fyrir áfalli til að auka eigin starfsframa. Áfallahjálp væri ofnot- uð og misnotuð. Fómarlömbin fengju á sig stimpil og það leiddi til dæmis til erfiðleika hjá þeim við að koma sér áfram í starfi og fá lán. Prófessorinn, sem starfað hefur með fómarlömbum hryðjuverka á Norður-írlandi og veitti bandarísk- um yfirvöldum ráðgjöf eftir sprengjutilræðið í Oklahomaborg, réðst einnig á eftirlitsleysi með því hverjir veittu áfallahjálp. Hún benti einnig á að áfallahjálp væri orðin stór iðnaður. í Dunblane í Skotlandi, þar sem fjöldi skólabama var myrtur, hefðu til dæmis ráðgjaf- amir verið miklu fleiri en fórnar- lömbin. „Ég hef heyrt það frá Danmörku að þar séu ráðgjafar komnir út og famir að bjóða sig fram um leið og eitthvað gerist þó að það sé ekki annað en að jámbrautarlest hlekk- ist eitthvað aðeins á. Þó að enginn slasist alvarlega er allur hópurinn tekinn I gegnum þetta ferli,“ greinir Kristján frá. Hann kannast ekki við að svona vandamál hafi komið upp hér heima. „Þar sem ég þekki til hefur þetta verið þannig að þeir sem lent hafa í áfalli hafa í öllum eða lang- flestum tilvikum þurft að kalla eftir áfallahjálpinni. Það er vakin athygli á að hjálp geti verið i hoði. Síðan er fólk látið um það. Ef við höldum þeirri stefnu áfram lendum við ekki í þessari krísu," tekur Kristján fram. Sjálfur hefur hann tekið þátt í að veita hópum áfallahjálp ásamt öðr- um. „Það hefur ævinlega verið sam- kvæmt beiðni. Fólk hefur verið mjög þakklátt. Þeir sem hafa ekki áhuga taka ekki þátt.“ -IBS Einstæð norsk rannsókn á fylgni sjúkdóma manna og dýra: Hundar fá sömu krabba- mein og eigendurnir Hundar og menn fá sömu krabbameinin ef marka má víötæka könnun sem fram fer í Noregi. DV, Ósló:______________________ Rannsókn um það hvort hundar og fólk fái sömu sjúkdóma fer fram í þremur fylkjum í Noregi. Um er að ræða fylkin Troms og Finnmörku, Ósló og Akershus. Þegar eru vís- bendingar um að fylgni sé meðal eintakra krabbameinstegunda hjá fólki og hundum. Rannsóknin, sem er einstæð I heiminum, er sam- starfsverkefni lækna og dýralækna sem safha saman upplýsingum hvorir á sínum vettvangi. Anna Vigdis Eggertsdóttir er lektor við Dýralæknaháskólann í Ósló. Upplýsingar í áratug „Það er verið að rannsaka út- breiðslu á krabbameini í hundum. Þetta er algengasta dauðategundin hjá sumum hundategundum. Dýra- læknar í þessum fylkjum senda okk- ur upplýsingar um þá krabbameins- sjúkdóma sem hundar á þeirra svæðum fá. Þessar upplýsingar senda þeir okkur hingað í Dýra- læknaháskólann og við höldum þeim saman og skrásetjum. í öllum þeim tilvikmn sem þeir geta tekið sýni og greint sjúkdóminn er það gert,“ segir hún. Upplýsingaöflun hefur nú staðið í 10 ár. Anna segir að á sama hátt og dýralæknar skrái skipulega sjúk- dóma haldi læknar saman upplýs- ingum um sjúkdóma í fólki. Þegar upplýsingaöflun verði lokið muni skrár um hunda og fólk verða sam- keyrðar. „Með þessu sést munur á milli hundategunda en sumar tegundir fá frekar krahbamein en aðrar. Það er ljóst að hundar fá ekki alltaf sama krabbamein og fólk. Það er t.d. mjög sjaldgæft að hundar fái lungnakrabbamein. Eins er krabbamýin í blöðruháls- kirtli sjaldgæft. Afhir á móti er brjóstakrabbamein og júg- urkrabbamein algengast bæði hjá hundum og mönn- um,“ segir Anna. Hún segir margt athyglis- vert hafa þegar komið í ljós í rannsókninni varðandi krabhameinssjúkdóma. Augljós ávinningur „Við getum vonandi við lok rannsóknarinnar séð hvaða krabbamein geta verið arf- geng vegna þess að sumar krabbameinstegundir virðast frekar leggjast á einstakar hundategundir. Að auki er hugsanlega hægt að nota hunda sem mælikvarða á áhættusjúkdóma hjá fólki á sömu svæðum. Vegna styttri ævi hunda gerist allt hraðar en hjá fólki og þannig má á sjö árum sjá þróun krabba- meina. Ef slík rannsókn fer fram á fólki tekur 30 ár að sjá sömu mynd þannig að ávinn- ingurinn er augljós. Þannig gæti rannsóknin á hundun- um endurspeglað þau um- hverfisáhrif sem geta leitt til krabba- meinsáhættu," segir Anna Vigdís. Hún segir að sem dæmi um um- hverfisáhrif megi nefna að konur í Japan fái afar sjaldan brjóstakrabbamein en slíkt sé al- gengt meðal vestrænna kvenna. Rannsóknir hafi sýnt að ef japansk- ar konur flytjist til Vesturlanda glími þær við sömu sjúkdóma og vestrænar kynsystur þeirra. Rann- sóknin muni því varpa ljósi á áhrif umhverfis á sjúkdóma. „í einfóldu máli má segja að þama fáum við mælikvarða á umhverfis- áhrif á fólk. Það er svo margt líkt með hundum og mönnum á sama svæði. Hundurinn er inni í stofu meðan við reykjum og hann fær mat- arafgangana okkar. Hann labbar út í sama mengaða loftið og er því í sama umhverfi og við,“ segir hún. Hún segir að það sem plagi þá sem standa að rannsókninni helst sé glíman við fjárveitingarvaldið. „Aðalvandi okkar er að fá pen- inga til að halda verkefninu áfram. Það er auðvitað merkileg staðreynd í hinum ríka Noregi," segir Anna Vigdís. -rt 'Síðasti bekkurinn byrjar^ á morgun ... Annað kvöld kl. 19.30 byrjar síðasti bekkur ársins í skemmtilegasta skólanum í bœnum, Sálarrann- sóknarskólanum. Langi þig aö lyfta þér upp eitt kvöld í viku eöa eitt laugar- dagssíðdegi í viku þá er hér örugglega ein af betri og ódýrari og skemmtlegri leiðum til þess. Og ef þig langar aö vita flestallt sem vitað er um líf eftir dauöann, hvernig miölar starfa, um haettur í andlegum málum og hvar og hvernig þessir væntanlegu handanheimar okkar líkleg- ustu eru í þægilegum fyrirlestraskóla fyrir hófleg skóla- gjöld, þá áttu mjög líklega samleiö meö okkur. Hringdu og fáöu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólann í bænum sem í boöi er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14.00 til 19.00. Sálarrannsóknarskólinn „skólinn fyrir fordómalaust og leitandi fólk“ Vegmúla 2, s. 561 9015 & 5886050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.