Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
Útlönd
Yassin, stofnandi Hamas, vígreifur heima í Gaza:
Hörð skilyrðl fyrir
vopnahléi við ísrael
Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-
samtakanna, sem Israelsmenn
slepptu úr fangelsi í síðustu viku,
sagði í morgun að hann mundi gera
vopnahlé við Ísraelsríki ef það kall-
aði heim alla hermenn sína frá
Vesturbakkanum og Gaza og fjar-
lægði allar landnemabyggðir gyð-
inga.
Yassin, sem er 61 árs, flaug heim
til Gaza frá Jórdaníu í gær og var
honum ákaflega fagnað af stuðn-
ingsmönnum sinum. Heimferð
Yassins er hluti samnings sem ísra-
elsmenn voru neyddir til að gera
vegna misheppnaðrar tilraunar
ísraelskra leyniþjónustumanna til
að myrða einn leiðtoga Hamas i
Jórdaníu með eitri. Tilræðismen-
irnir tveir voru einnig leystir úr
haldi og fengu að fara aftur heim til
ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, sætir harðri gagn-
rýni fyrir að hafa fyrirskipað út-
sendurum leyniþjónustunnar
Mossad að ráða Khaled Meshal af
dögiun i síðasta mánuði.
Forsætisráðherrann tók á sig alla
ábyrgð á morðtilrauninni, sagði
hana hafa verið réttlætanlega en
neitaði að ræða málið frekar. Þá
skipaði hann sérstaka nefnd sem á
að rannsaka árásina.
Hann bað Jórdani ekki afsökunar
á framferði útsendaranna og hét því
ekki aö tilræði af þessu tagi mundi
ekki endurtaka sig.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
vildi ekkert tjá sig um tilræðið en
benti jafnframt á að það væri ekki
stefna Bandaríkjanna að stunda
launmorð.
Meshal, sem var bjargað með
móteitri frá ísrael sem var sent til
Jórdaníu, sagði í gær að með því að
sleppa leyniþjónustumönnunum
tveimur væri verið að hvetja ísraela
til að láta aftur til skarar skríða.
ísraelsmenn létu lausa tuttugu
Palestínumenn og Jórdani til við-
bótar og fimmtíu verða látnir lausir
á næstu tveimur vikum. ísraelar
sögðu að mennirnir hefðu ekki
gerst sekir um ofbeldisglæpi. ísra-
elska rikissjónvarpið sagði hins
vegar að sex þeirra hefðu verið að
afplána langa fangelsisdóma fyrir
skæruliðaárásir.
Á meðan þessu fór fram hófust
friðarviðræður Palestínumanna og
ísraela aftur eftir sjö mánaða hlé
fyrir tilstilli Dennis Ross, sendi-
manns Bandaríkjastjómar. Þeir
David Levy, utanríkisráðherra Isra-
els, og Mahmoud Abbas, einn for-
ingja PLO, ræddu saman í tvær
klukkustundir. Reuter
Þaö var létt yfir þeim Halimu Yassin, eiginkonu Ahmeds Yassins, stofnanda Hamas-samtakanna, og Suhu Arafat, eig-
inkonu Yassers Arafat, þegar þær biöu eftir aö þyrla meö Yassin um borö kæmi til Gaza frá Jórdaníu. ísraelsmenn
slepptu Yassin í síöustu viku og fluttu til Jórdaniu en hann fékk aö fara heim í gær. Símamynd Reuter
Breski forsætisráöherrann gerir þaö gott í Moskvu:
Blair í bjarnarhrammi og
rússneskri sápuóperu
Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, lék sjálfan sig í sápuóperu í rúss-
neska útvarpinu í heimsókn sinni til Moskvu í gær. Hér má sjá tæknimann
útvarpsins benda Blair á hvenær hann eigi aö tala. Sfmamynd Reuter
Bandaríkja-
menn kalla
Vojislav Seselj
fasista
Fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Júgóslavíu, Ro-
bert Gelbard, kallaði í gær Voj-
islav Seselj, forsetaframbjóðanda
í Serbíu, fasista sem ekki væri
hægt að starfa með. Seselj og
Zoran Lilic, sem báðir voru í
framboði í forsetakosningunum í
Serbíu á sunnudaginn, fullyrtu
báðir að þeir hefðu fengið meiri-
hluta. Kosningaúrslitin verða
hins vegar líklega ógilt þar sem
kosningaþátttakan var undir 50
prósentum.
Heim eftir
langdvöl í M«r
Bandaríski geimfarinn, Mich-
ael Foale, er nú kominn heim
eftir fjögurra og hálfs mánaðar
dvöl í rúss-
nesku geim-
stöðinni Mír.
Foale kom
meö banda-
risku geimferj-
unni Atlantis
sem lenti við
Kennedy geimvísindastöðina í
Flórída í gærkvöld. Annar
Bandarikjamaður, David Wolf,
tók við af Foale í Mír.
Miklir fagnaðarfundir urðu
með Foale er hann hitti böm sín
og eiginkonu að lokinni læknis-
skoðun. Foale langaði mikið til
að gæða sér á lasagna og pítsu.
Hann gat einnig hugsaö sér hell-
ing af súkkulaði og bjór.
Geimferjan Atlantis var sex
daga við Mir á meðan verið var
að skipta um geimfara og af-
henda búnað.
Kúariða vegna
breyttra
aðferða
Nóbelsverðlaunahafinn í
læknisfræði, Stanley B.
Prusiner, segir að breskir fæðu-
framleiðendur kunni að hafa
skapað kúariðu með því að
breyta aðferðum sínum við
framleiðslu á kjöti með miklu
prótíni. Stanley hlaut verðlaunin
fyrir uppgötvun sína á príóni er
hann segir valda sjúkdómnum.
Hann kveðst hafa hugmyndir
um lyf gegn þessum heilahrörn-
unarsjúkdómi.
Prusiner sagði augljóst að
kúariða væri smitandi. Hann gat
þess að yfir 90 manns hefðu feng-
ið Creutzfeldt-Jakob veikina eft-
ir aö hafa fengið vaxtarhormón
úr hræjum. Núna væru gervi-
hormón notuð. Reuter
Borís Jeltsín Rússlandsforseti lék
á als oddi þegar hann fékk Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
stutta heimsókn til sín í Moskvu i
gær og tók hann í bjarnarhramm
sinn, eins og Rússa er siður.
„Ég er mjög hrifmn af ungu at-
orkusömu fólki og Tony Blair er
yngsti breski forsætisráðherrann í
mörg herrans ár,“ sagði Jeltsín eftir
viðræður þeirra sem stóðu lengur
en áformað var. „Hann er afskap-
lega atorkusamur stjórnmálamað-
ur.“
Leiðtogarnir tveir ræddu stækk-
un NATO, stefnu bresku stjómar-
innar gagnvart ESB og Tsjetseníu.
Þá undirrituðu þeir samning um
samvinnu í baráttunni gegn glæp-
um.
Haustrigningar í Moskvu komu í
veg fyrir að Blair gæti farið í fyrir-
hugaða gönguferð um Rauða torgið.
Þess í stað heimsótti hann verslana-
miðstöð og rússneskum öryggis-
vörðum til mikillar armæðu heils-
aði hann upp á almenning í þéttset-
inni jarðlest.
Síðast en ekki síst var Blair feng-
inn til að koma fram i sápuóperu í
rússneska útvarpinu. Söguþráður-
inn gengur út á það að Blair lætur
stöðva bílalest sína svo hann geti
komið til hjálpar saumakonu einni
sem missti ávextina sína í götuna.
Hann notar tækifærið til að brýna
fyrir henni mikilvægi menntunar.
Reuter
Stuttar fréttir i>v
Kínverjar vara við
Kínversk yfirvöld vöruðu í
morgun Evrópuþjóðir við alvar-
legum afleiöingum taki þær á
móti varaforseta Taívans í
heimsókn.
Jarðskjálfti á Ítalíu
Kirkja heilags Frans í Asissi
skemmdist í nýjum jarðskjálfta
sem reið yfir miðhluta Umbríu.
Elísabet til Pakistans
Elísabet Englandsdrottning
kom til Pakistans í opinbera
heimsókn. Er
það fyrsta for
hennar til út-
landa eftir
fráfall Díönu
prinsessu.
Tilefni heim-
sóknarinnar
eru hátíðar-
höld vegna 50 ára sjálfstæðis
Indlands og Pakistans.
Sekt fyrir biómastuld
Tvær táningsstúlkur, sem
stálu blómum fyrir utan ráðhús-
ið í Chester er lögð höfðu verið
þar í minningu Díönu, voru
dæmdar í rúmlega 10 þúsund
króna sekt hvor.
Kaffihúsi lokað
Borgaryfirvöld í Vitrolle, þar
sem Þjóðfylkjng Le Pens fer með
völdin, lokuðu í gær kaffihúsi
sem var miðstöð gagnrýnenda
yfirvalda.
Kennurum skipað fyrir
Stjórnvöld í Kenýu skipuðu
kennurum, sem verið hafa í
verkfalli, að snúa aftur tU
starfa. Þeim sem ekki hlýða er
hótað refsingu.
Gegn haröari lögum
Blaðaútgefandinn Rupert
Murdoch hvetur alla fjölmiðla
tU að standast
þrýsting um
harðari lög tU
að vernda
einkalíf
manna í kjöl-
far andláts
Díönu
prinsessu.
Murdoch seg-
ist ekki iðrast
þess að hafa notfært sér þjón-
ustu paparassa. Það eina sem
hann iðriðist sé að hafa greitt
þeim of mikið.
400 falla í bardögum
Yfir 400 hafa faUið undan-
farna tvo daga á Sri Lanka í bar-
dögum milli hermanna og Ta-
mUa.
Deyja úr hungri
Að minnsta kosti 413 hafa lát-
ið lífið í Irian-héraði í Indónesíu
úr hungri og sjúkdómum vegna
þurrka.
Sendiherra hættir
Sendiherra Kanada í Mexíkó
hefur sagt af sér eftir að hafa
gagnrýnt opinberlega yfirvöld í
Mexíkó fyrir spUlingu.
Kaffiboð Clintons
Hvíta húsið tilkynnti í gær að
fundist hefðu fleiri myndbands-
upptökur af
kaffiboðum
Clintons for-
seta fyrir þá
sem lögðu
fram fé i kosn-
ingasjóði.
Tilkynnt
var að mynd-
böndin yrðu
afhent þingnefnd tU rann-
sóknar. Ekki er útilokað að
fleiri myndbönd eigi eftir að
koma í leitirnar.
íran gagnrýnir Talebana
Yfirvöld í íran hafa gagnrýnt
hennenn Talabana í Afganistan
fyrir að hafa handtekið íranska
verkamenn á sjúkrahúsi nálægt
borginni Mazar-i Sharif.
Reuter