Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
25^
i>v Fréttir
Nýjar reglur frá LIN um klásusnema:
Fá aðeins eitt
tækifæri á lánum
Fjármála-
stjóri beitir
blekkingum
Stjórn Kælismiðjunnar Frosts
hf. hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem hún segir að
endurskoðendur félagsins hafi
upplýst að fyrrverandi fjármála-
stjóri þess hafi beitt rangí'ærslum
og vísvitandi blekkingum viö
færslu bókhalds við gerð árs-
reiknings 1996. Þetta hafi haft
þær afleiðingar i för með sér að
bæði stjórn og framkvæmda-
stjórn félagsins hafi fengið rang-
ar upplýsingar um rekstur þess. I
skýrslunni komi fram að fyrrver-
andi fjármálastjóri hafi gert
rangfærslur á birgðum og verk-
um í vinnslu sem nemur 21,1
miOjón króna. Hagnaður ársins
1996 var því 3,3 milljónir en ekki
17,5 milljónir að teknu tilliti til
lækkunar á skattskuldbindingu
félagsins að fjárhæð 6,9 milljónir.
Stjómin segir í tilkynningunni
að ekki verði komist hjá opin-
berri rannsókn í ljósi þess hve al-
varlegt málið er. Hún mun grípa
til róttækra aðgerða til að bæta
rekstrarafkomu félagsins, m.a.
með því að lækka fastan kostnað
og nýta betur framleiðsluna. -HI
Lánasjóður íslenskra náms-
manna hefur ákveðið að nemendur
í svokölluðum klásusgreinum, þ.e.
greinum þar sem fjöldatakmarkanir
gilda, fái aðeins eitt tækifæri til að
komast í gegnum fjöldatakmarkan-
irnar. Samkvæmt fyrri reglum fékk
neminn annað tækifæri ef hann
stóðst þær kröfur sem viðkomandi
deild setti en náði ekki að vera nógu
ofarlega til að komast í gegnum
fjöldatakmarkanimar.
Haraldur Guðni Eiðsson, formað-
ur Stúdentaráðs, segir að með þess-
ari breytingu sé verið að takmarka
aðgang að klásusgreinunum á for-
sendum efnahags en ekki getu.
„Þeir sem komast ekki í gegn í
fyrstu tilraun verða þá að snúa sér
að öðru námi ef þeir hafa ekki efni
á að gera aðra tilraun," segir Har-
aldur. Hann segir að nokkuð stór
hluti nemenda þurfi tvær tilraunir
til að komast í gegn svo þetta hafi
mikil áhrif og auki jafnframt álagið
á þessa nemendur sem sé þegar orð-
ið mikið.
Það sem Haraldur Guðni gerir
einnig athugasemdir við er að þessi
breyting gildir frá núgildandi náms-
ári og er því afturvirk. „Þeir sem
búnir era að skrá sig i þessi fög fá
að frétta þetta fyrst núna, eftir að
þeir hafa skráð sig. Þeir höfðu alltaf
taliö að þeir fengju tvö tækifæri,"
segir Haraldur Guðni.
Fyrir nokkru sendi umboðsmað-
ur Alþingis frá sér álit þess efnis að
fyrst Lánasjóðurinn lánaði
klásusnemum sem hafa náð 100%
árangri ætti hann einnig að lána
þeim nemendum sem ná 75% ár-
angri. Annað væri mismunun. Har-
aldur Guðni segir að Lánasjóðurinn
hafi túlkað þetta álit þannig að ekki
megi taka tillit til sérstöðu
klásusnema almennt. Stúdentaráð
telur hins vegar að þetta álit taki
ekki á því hvort eðlilegt sé að taka
tillit til klásusnema eða ekki. Ef
eitthvað væri þá ýtti það undir sér-
stöðu klásusnema.
Hann segir að Stúdentaráð hafi
mótmælt þessu harðlega þegar því
var breytt. Ráðið hefur óskað eftir
fundi með menntamálaráðherra
sem fyrst og Haraldur Guðni vonar
að hann sjái þeirra hlið málsins og
liðsinni þeim. -HI
Lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur:
Verulegir
erfiðleikar
- ef ungir læknar skæru niöur yfirvinnu sína
Forráðamenn Sjúkrahúss Reykja-
vikur hafa hafið undirbúning ef til
þess skyldi koma að ungir læknar
færu að vinna samkvæmt EES-
vinnutilskipun 1. desember nk. Til-
kynningu þess efnis hafa rúmlega
hundrað læknar í Félagi ungra
lækna skilað inn til lækningafor-
stjóra Landspítala, Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri og
Sjúkrahúss Reykjavikur. Lækninga-
forstjóri síðastnefnda sjúkrahússins
hefur beðið einstaka yfirlækna um
að gera áætlun fyrir sína deild er
varðar áhrif sem þetta myndi hafa
og hvemig væri hægt að leysa þann
vanda sem upp kæmi.
„Þetta kæmi til með að valda
verulegum erfiðleikum," sagði
Magni Jónsson, lækningaforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavikur, við DV.
„Það er þó mjög mismunandi eftir
deildum og fer eftir hlutfalli aðstoð-
arlækna og sérfræðinga á hverri
deild fyrir sig. Þetta myndi þýða að
sérfræðingar yrðu að vinna vinnu
aðstoðarlækna. Það er hægt að
skylda þá til þess. Það myndi þýða
mjög mikið álag á sérfræðingana.
Slíkt fyrirkomulag gengi í stuttan
tíma en aldrei til lengdar. Á sumum
deildum gæti hreinlega komið til
lokunar. Á öðrum deildum er um
hreina bráðastarfsemi að ræða og
það er ekki hægt að draga úr henni.
Ég hef ekki tæmandi upplýsingar
um hvaða deildir yrðu verst úti,“
sagði Magni. Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson, lækningaforstjóri á
Landspítalanum, sagði erfitt að
segja til um hvað þetta þýddi fyrir
starfsemi hans.
„Aðstoðarlæknar vinna mjög
mikilsverða vinnu hér á sjúkrahús-
inu og ef þeir draga úr henni yrði
einhvem veginn að bregðast við
því. Við erum ekkert farnir að ræða
um á hvem hátt það yrði gert.
Tiltæk úrræði em þau að sér-
fræðingar vinni eitthvað af þessari
vinnu og að leita eftir fleira fólki.
En við snúum okkur að þessu eft-
ir einhvern tíma ef við höldum að
þetta komi til framkvæmda." -JSS
Þórhallur Ágústsson, deildarlæknir á skurödeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, í
hvíldaraöstööu þeirri sem boðiö er upp á á spítalanum. DV-mynd E.ÓI.
*
Félagarnir og sessunautarnir Guöni Ágústsson og Össur Skarphéðinsson skemmta sér í vinnunni. Báöir eru þeir
orösins menn en nú er þaö framsóknarmaöurinn sem skemmtir kratanum. DV-mynd Hilmar Þór
Kópavogur:
Fundu spraut-
ur og nál
Tveir ellefu ára krakkar,
strákur og stelpa, fundu í gær
þrjár sprautur viö verslun í
vesturbæ Kópavogs. Nál var 1
einni sprautunni, blóðug og
greinilega notuð. Krakkarnir
létu foreldra sína vita og þeir
höföu samband við lögregluna.
Að sögn lögreglu er ástæða til aö
vara börn við því að snerta tól af
þessu tagi. Þau geti boriö smit
og því sé skynsamlegt að láta
lögreglu vita ef svona nokkuð
finnst. -sv
Blokk við Kleppsveg:
Brennuvargur
ófundinn
Lögreglan hefur ekki haft
hendur í hári þess sem kveikti í
rauðsprittbrúsa í fjölbýlishúsi við
Kleppsveg aðfaranótt sunnudags.
íbúi í húsinu hafði slökkt eldinn
með duftslökkvitæki þegar
slökkviliðiö kom á vettvang en
svo mikill var reykurinn í stiga-
húsinu að senda þurfti reykkafara
inn á undan. í ljós kom að eldur
hafði verið kveiktur á milli fjórðu
og fimmtu hæðar og hafði gólf-
teppi eitthvað brunniö. Engum
varð meint af og að sögn slökkvi-
liðs varð ekki tjón á íbúöum
vegna reyksins. -sv
Vélstjórar - vélamenn!
Einstakt tækifæri
Sýningarbíll í tvær vikurá íslandi
A JAMES WALKER
M.
GROUP OF COMPANIES
Dagana 30. september til 13. október veröur sýningarbíll frá James Walker
verksmiðjunum í Bretlandi á íslandi. James Walker er einhver stærsti fram-
leiöandi pakkningaefna og pakkninga í heiminum og G.J. Fossberg véla-
verslun er búin að bjóða þessar vörur
— beint frá framleiðanda í 60 ár!
Feroaaætlun:
Mánud. 6. okt.
Þriðjud. 7. okt.
Höfn á Hornafirði
Fáskrúðsfjörður
/Eskifjörður
Miðvikud. 8. okt. Neskaupstaður
Fimmtud. 9. okt. Húsavík/Akureyri
Föstud. 10. okt. Sauðárkrókur
Mánud. 13. okt. Reykjavík
Þeir sem koma í sýningarbílinn og panta JW-vörur fá 20% afslátt!
F0SSBERG
Skúlagötu 63 - sími 561 8560
og 561 3027, grænt númer 800 6560