Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 27 . Fréttir Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar: Nokkrir gefa ekki kost á sér áfram DV, Suðurnesjum: Talsverðar mannabreytingar verða í næstu bæjarstjóm Reykja- nesbæjar eftir næstu sveitarstjóm- arkosningar. Þrír af fimm bæjarfull- trúum minnihlutans, Ragnar Hall- dórsson, Alþýðuflokki, Sólveig Þórð- ardóttir, Alþýðubandalagi og Anna Margrét Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, munu ekki gefa kost á sér Heimildarmaður DV sagði að Anna Margrét, sem var oddviti síns flokks í síðustu kosningum, mundi tilkynna ákvörðun sína formlega á fundi félagsins sem verður á næstu dögum. Jóhann Geirdal, sem var oddviti Alþýðubandalagsins í síð- ustu kosningum, mun gefa kost á sér áfram eins og Kristján Gunnars- son, Alþýðuflokki. Nær ömggt er talið að flokkamir muni fara í eina sæng fyrir næstu kosningar. Aðeins eigi eftir að tilkynna Ragnar Halldórsson Alþýðuflokki hættir. ákvörðunina, sem þegar hefur verið tekin, á aðalfundi félaganna sem haldnir verða um miðjan október. Þá verður tekin ákvörðun um hvernig verður staðið að uppröðun listans. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort væntanlegt bæj- arstjóraefni A- flokkanna verði til- kynnt bæjarbúum fyrir kosningar. Sjálfstæðismenn tefla fram Ellert Eiríkssyni, núverandi bæjarstjóra, í fyrsta sætið og verður hann áfram bæjarstjóraefni flokksins. Ef sú ákvörðun gengur upp verður það væntanlega síðasta kjörtimabil hans i bæjarstjórn - hættir eftir það vegna aldurs. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins munu halda áfram, Jónína Sanders og Þorsteinn Erlingsson. Björk Guðjónsdóttir er talin eina spurningarmerkið og jafnvel talið að hún muni draga sig í hlé. Talið er að opið prófkjör verði ofan á í uppröðun listans. Hjá Framsóknarflokki, sem er í meirihluta með Sjálfstæðisflokki, er stórt spurningarmerki um hver skipi efsta sæti listans og hvernig staðið verði að uppröðun hans. Drífa Sigfúsdóttir, oddviti flokksins í síðustu kosningum, vill efsta sætið áfram. Steindór Sigurðsson er ekki ákveðinn hvort hann gefur kost á sér áfram. Það komi í ljós þegar efsta sætiö verði ákveðið. Heimild- armaður DV sagði að ef Drífa Sig- fúsdóttir verði í efsta sæti muni hann ekki gefa kost á sér. Stirt hef- ur verið á milli þeirra að undan- fórnu. Þau hafa jafnvel ekki talast* við. Hins vegar segja sömu heimild- ir að ef Frammsóknarflokkurinn ætli sér stóra hluti komist menn ekki hjá því að skipa Drífu í efsta sæti. Hún eigi mörg örugg atkvæði í bæjarfélaginu og þau geti vegið þungt þegar upp sé staðið. -ÆMK Dalasýsla: Kirkjugaröur frá 15. öld fundinn - kom í ljós þegar íbúðarhús var rifið DV, Búðardal: Gamalt íbúðarhús á Svarfhóli í Laxárdal í Dalasýslu var nýlega rif- ið. Þar ætla þau Monica Bacmann og Harald Ó. Haraldsson að reisa nýtt hús á svo til sama stað og það gamla var. Þegar svo farið var að taka Borgarnes: Skagamenn í slátri DV, Vesturlandi: Nú stendur sláturtíð sem hæst og mikið er að gera hjá Afurða- sölunni Borgamesi við slátur- gerð. Slátrið er enn vinsælt og seljast vörur frá afurðasölunni vel þessa dagana. Afurðasölunni hefur gengið illa að fá starfsfólk og hefur leit- að til Akraness eftir vinnuafli. Nú vinna fimmtán Skagamenn viö slátrun í afurðasölunni. Þeim er ekið til vinnu frá Akra- nesi og svo til baka að kvöldi eft- ir vinnu. Sterklega hefur komið til greina að flytja inn fólk frá Pól- landi ef ekki rætist úr þeirri manneklu sem menn eiga við að stríöa núna í Borgarnesi. Þar vantar fólk í ýmsar greinar auk vinnunnar í afurðasöl- unni. -DVÓ grunninn fyrir nýja húsinu var komið niður á mannabein og gaml- ar grafir. Jafnvel er talið að þama sé líka að finna gmnn kirkjunnar sem var á Svarfhóli á þessum tíma á öldum áður. Fomleifafræðingar eru að skoða staðinn - þó þeir hafi orðið frá að hverfa tíma vegna hávaðaroks í DV, Sauðárkróki: Virkjun Jökulsár í Skagafirði við Villinganes var viðfangsefni fundar á Sauðárkróki 2. október þar sem saman voru komnir full- trúar Rafmagnsveitna ríkisins, Akrahrepps og Lýtingsstaðahrepps sem land eiga að fyrirhuguðum virkjunarstað, héraðsnefndar Skagafiarðar, bæjarstjómar Sauð- árkróks og Kaupfélags Skagfirð- inga. Niðurstaða fundarins var að aðilar voru einhuga um að vinna áfram í sameiningu að framgangi málsins. Hilmir Jóhannesson, bæjarfull- trúi á Sauðárkróki, sagði að fund- urinn hefði verið gagnlegur en Laxárdalnum og rigningar - en þeir munu á næstu vikum geta sagt um hvort kirkjugrunnurinn er fundinn. Enginn vafi er á að þama er fund- inn gamall kirkjugarður sem getið er um í heimildum. í gömlum máldaga segir að kirkja hafi verið á Svarfhóli en veriö lögð niður um 1570. -MB menn gerðu sér grein fyrir því að þrátt fyrir einbeittan vilja allra að- ila væri málið flókið og ýmislegt þyrfti að gerast áður en menn gætu farið að virkja. Það hefði t.d. greinilega komið fram I þeim út- skýringum sem lögfræðingur Raf- magnsveitna ríkisins gerði á fund- inum. Áætlun um virkjun við Villinga- nes gerir ráð fyrir 32 MW virkjun. Samkvæmt lögum á Landsvirkjun virkjunarréttinn, en Rafmagnsveit- ur ríkisins hafa sýnt virkjuninni áhuga, eins og reyndar fleiri virkj- unarkostum sem menn þar hafa til skoðunar. -ÞÁ Skagaíjörður: Einhugur um virkjun Jökulsár - framkvæmdin flókin Vöruflutningar ( Sauðárkrókur - Skagafjörður ) Vörumóttaka hjá HSH í tollvörugeymslunni Héðinsgötu 1-3 - Sími 581 3030 Bjarní Haraldsson JEPPADEKK Amerísk gæöaframleiösla Courser Radial Courser OTD Courser Steel AWT Radial LT Radial Mastercraft Staögr.verð frá kr. 205/75R 15 8.560 215/75R 15 9.210 225/75R 15 9.880 235/75R 15 10.015 30x9,50R 15 10.775 31x10,50R 15 11.995 32x11,50R 15 14.395 33x12,50R 15 14.850 245/75R 16 13.120 265/75 R 16 13.500 33x12,50R 16,5 15.380 éRfWÆ Smiöjuvegi 32-34 Hjólbaröar, nýir og sólaöir, send- SnnLlMftMtk Sími 544 5000 um gegn glrókröfu um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.