Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Qupperneq 6
6
MIÐYIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
Fréttir
DV
Bæjaryfirvöld í Kópavogi:
Leggja okkur í einelti
segja hjón á áttræðisaldri
Bæjaryfírvöld í Kópavogi hafa nú
í annað sinn á sex árum gert Gúst-
afi Finnbogasyni, sem heldur kind-
ur í frístundum, að færa fjárkofa
sinn í burtu. Nýtt hverfí er að rísa í
Fifuhvammslandi - á því svæði sem
honum og öðrum frístundabændum
var úthlutað 1991.
Bæjaryflrvöld hafa reynst ófús til
að semja við Gústaf og var sam-
þykkt að taka hús hans eignamámi.
Bærinn hefur nú kært hann fyrir
Héraðsdómi Reykjaness. Matsmenn
frá héraðsdóminum tóku húsin út í
síðustu viku og nú er þess beðið að
málið fari fyrir dómstóla.
Fyrir ári var eigendum fjárkof-
anna gert að færa hús sín vegna
byggingarframkvæmda. Bærinn
greiddi félögum Gústafs 900 þúsund
krónur fyrir kofana í bætur. Gústaf
sætti sig ekki við þá upphæð á þeim
forsendum að hann hefði lagt meira
í sinn kofa en hinir og að þar væri
bæði lítil kafflstofa og vatnssalerni.
Hins vegar skyldi hann lúta mati
hlutlauss aðila, hver svo sem niður-
staðan yrði.
Þar með voru mál Gústafs komin
í hnút því bæjaryfirvöld neituðu að
semja um hærri upphæð en hinir
höfðu gengið að. Þórður Þórðarson,
bæjarlögmaður -Kópavogs, segir
bæjaryfirvöld ekki hafa getað mis-
munað mönnum með þessum hætti
og vísar þar í jafnræðisreglu stjórn-
sýslulaganna. Þá segir Þórður að
fjárkofi Gústafs hafi verið heldur
minni en hinna og því ekki stætt að
bjóða honum hærra verð.
Gústaf vildi ekki una þessu. Hlut-
laus aðili mat eignina í fyrra upp á
1,7 milljónir króna en Kópavogsbær
hafnaði því mati. Fyrir þeirra til-
stilli var rikismatsnefnd fengin til
að endurmeta húsin. Niðurstaða
hennar, þar sem eignin var metin á
1.350 þúsund krónur, og að bærinn
skyldi að auki greiða annan kostnað
sem svaraði um 400 þúsund krón-
um, var hins vegar kærð til Héraðs-
dóms Reykjaness.
Matsmenn frá héraðsdómnum
tóku svo kindakofann út í síðustu
viku og nú er beðið eftir því að mál-
ið fari fyrir dómstóla. Kópavogsbær
greiðir lögfræðikostnað fyrir Gústaf
svo að hann geti varið sín sjónar-
mið fyrir rétti.
Þórður bæjarlögmaður vísar því
frá að hægt hefði verið að komast
hjá þessum málarekstri með því að
ganga að upphaflegri kröfu Gústafs,
sem hljóðaði upp á 1,2 miiljónir.
Slíkt hefði haft fordæmisgildi sem
ekki dugi þegar menn helgi sér land
án þess að greiða fyrir það og krefj-
ist svo bóta. Greitt hafi verið of mik-
ið fyrir hina kofana og því hefði
bærinn alls ekki getað greitt Gústafi
meira. En Gústaf og kona hans upp-
lifa þennan málarekstur sem einelti
bæjaryfirvalda gegn þeim. Þetta sé í
þriðja skipti sem bærinn vegi ómak-
lega að þeim. Þegar þau fluttu fyrst
frá Vestmannaeyjum til Kópavogs
árið 1972 þurftu þau að standa í
málaferlum vegna byggingar húss
síns þar sem verkfræðingar bæjar-
ins höfðu tekið vitlausan hæðar-
punkt og þeim gert að byggja miklu
stærra hús en upphaflega stóð til.
Gústaf Finnbogason, fjárbóndi í Kópavogi, viö fjárhús sitt í Fífuhvammslandi.
DV-mynd Hilmar Þór
Gústaf og Ragnar Aöalsteinsson, lögfræðingur hans, aöstoöa matsmenn frá Héraðsdómi Reykjaness viö úttekt á
fjárhúsinu. DV-mynd Hilmar Þór
Gústaf bættist svo í hóp annarra
frístundabænda og byggði sér fjár-
kofa við Kópavogslæk. Hann hafði
aðeins verið þar nokkur ár þegar
þeim var öllum gert að færa kofana
í Fífuhvammsland. Þetta var árið
1990-1991.
Þar segir Gústaf bæinn aftur hafa
svikið loforð sín því þeim hefði ver-
ið heitið því að þar gætu þeir verið
með kindur til ársins 2006, eða í
fimmtán ár. Hins vegar hefðu að-
eins liðið fimm ár þar til Fífú-
hvammslandið byggðist og þeim
sagt að færa sig að Vatnsendahæð.
Hann treysti sér hins vegar ekki til
þess að byggja fjárhús í þriðja sinn
á nokkrum árum.
„Okkur finnst þetta hastarleg
framkoma við okkur,“ segir Helga
Júlíusdóttir, eiginkona Gústafs.
„Við höfum aldrei sótt neitt til bæj-
arins og aldrei verið upp á hann
komin, hvorki með eitt eða neitt. Og
ég vona að ég eigi aldrei eftir að
þurfa þess. Mér finnst þetta ömur-
leg framkoma við fólk sem er skil-
víst og stendur við sitt.“ s.ól
Verö hjá efnalaugum:
9% meðal-
hækkun frá
því í sept/95
Samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar hjá tæplega 30 eöialaug-
um hefur meðalverð á gjaldskrám þeirra hækkað um 9% ffá því í septem-
ber 1995. Mest hefur hækkunin orðið á peysum, eða 13%, og 11% hækkun
á kápum og gluggatjöldum.
Ódýrasta samanlagða verðið á níu
ólikum flíkum er í Snögg sf. í Stiga-
hlíð 45-47 en í hærri kantinum voru
efnalaugamar Fönn og Katla.
Eingöngu var borið saman verð í
könnuninni og ekkert tillit var tekið
til þjónustu né gæða. DV valdi úr
lista Samkeppnisstofnimar verð
nokkurra fyrirtækja sem voru með
hæsta, lægsta og miðlungsverð í
Hreinsun
• níu ólíkar flíkur -
Hreinsun á jakka og kápu
1.200
1.000
CD Jakki
E3I Kápa
Feðgarnir
sem létust
Feðgamir sem létust í hinu
hörmulega bilslysi á Vesturlands-
vegi á fóstudagskvöld hétu Bjöm
Valberg Jónsson, 38 ára og Marinó
Kristinn V. Bjömsson, 2 ára. Bjöm
Valberg lætur eftir sig son og dóttur
úr fyrri sambúð.
Feðgamir vora til heimilis að
Hraunbæ 96 í Reykjavík.
Þing. hlutabréfa
Eimskip
stig j