Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Skuldunautar sendiherrans
Þekktur íslendingur, sem ferðaðist til Kína án þess að
þurfa sjálf að borga fyrir það, sagði fyrir helgina í blaða-
grein, að hundruð, ef ekki þúsundir íslendinga hefðu
heimsótt Kína fyrir milligöngu kínverska sendiherrans.
Lægri talan er sennilegri, en óhugnanlega há samt.
Greinarhöfundur vakti sérstaka athygli á, að mikið af
þessu fólki væri úr röðum yfirstéttarinnar, þar á meðal
æðstu stjómmála- og embættismenn ríkisins. Hvatti hún
þetta fólk til að taka saman höndum til varnar sendi-
herranum, núna þegar að honum er sótt.
Vitað er um einn ferðalanganna, að hann telur sig
ekki eiga pólitíska skuld að gjalda sendiherranum eða
ríkisstjóminni að baki honum. Það er Davíð Oddsson
forsætisráðherra, sem tók eðlilega á málunum, þegar
varaforseti Taívans vildi koma hingað til lands.
Við vitum ekki um hina, en vonandi em fáir sama
sinnis og greinarhöfundur að telja sig þurfa að endur-
gjalda kínverska sendiherranum greiða með því að
styðja ömurlegan málstað hans og ríkisstjómarinnar að
baki honum. Slíkt héti ekkert annað en spilling.
Ein af aðferðum ríkisstjórnar Kína til að koma óvið-
urkvæmilegum áhugamálum sínum á framfæri í öðrum
löndum er að hlaða gestrisni á fólk, sem það telur vera í
lykilstöðum í þjóðfélaginu. Þetta er gömul mútuaðferð,
sem kínversk stjómvöld telja vera í fullu gildi.
Önnur aðferð, sem ríkisstjóm Kína beitir til að efla
málstaðinn, er að taka í gislingu fé og fyrirhöfn þeirra
manna, sem ginntir hafa verið til að líta á Kína sem
taumlausa markaðsmöguleika. Þetta minnir á, þegar
lénsherrar tóku syni lénsmanna í fóstur á miðöldum.
í Kína ríkja ekki fastar leikreglur um stöðu fjár og fyr-
irhafnar eins og við þekkjum á Vesturlöndum. Yfirvöld
ríkisins og einstakra héraða fara með slíkt að geðþótta
og nota gerræðisvaldið óspart til að þvinga útlenda
gróðahyggjumenn til að þjónusta hagsmuni sína.
Mörg vestræn stórfyrirtæki hafa sökkt miklum flár-
munum í þessa botnlausu mýri. Forstjórar þeirra eru
eins og útspýtt hundsskinn við að sannfæra ráðamenn
vestrænna þjóða um að þeir eigi að vera góðir við Kína-
stjóm og leyfa frekju hennar að ná fram að ganga.
íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessu. Tilraun
var gerð til að setja á fót íslenzka lakkrísverksmiðju í
Kína. Þegar allt var komið í gang, skiptu stjórnvöld á
staðnum um tromplit í miðju spili og bjuggu til sjón-
hverfingar, sem gerðu verksmiðjuna gjaldþrota.
Menn eiga erfitt með að læra af mistökum annarra.
Þess vegna em sumir íslendingar í biðröð hjá kínverska
sendiherranum til að fá tækifæri til að festa fé og fyrir-
höfn í Kína eða viðskiptum við Kína. Sumir þeirra
munu vafalaust styðja pólitísk markmið Kínastjórnar.
Jarðarkringlan er stór. Hún er þúsund sinnum stærri
en hugsanlegt áhrifasvið samanlagðra íslenzkra athafna-
manna. Til em ótal ríki milljónaþjóða, þar sem fé og fyr-
irhöfn útlendinga njóta vemdar laga og réttar án þess að
vera stjórnað að geðþótta stjórnvalda.
Þess vegna er bezt, að kínverski sendiherrann og rík-
isstjómin að baki honum framkvæmi ógeðfelldar hótan-
ir um að tefja fyrir viðskiptum Kínverja og íslendinga.
Það verður til þess eins að draga úr líkum á, að íslend-
ingar verði fyrir tjóni af slíkum viðskiptum.
í umræðunni um þessi mál em marklaus innlegg
þeirra, sem telja sig þurfa skuld að gjalda fyrir að hafa
ferðazt til Kína án þess að borga sjálfir fyrir það.
Jónas Kristjánsson
Fyrir einum 12 árum bauðst mér
óvænt hnattreisa sem hefur rifjast
upp fyrir mér á undanfómum dög-
um.
í þessu ferðalagi heimsótti ég
land, sem mjög er í fréttum þessa
daga, en það heitir Taívan. Ferðina
fór ég með Cargolux austur til Asíu
með viðkomu í AbuDhabi við
Persaflóa, Bangkok, Singapore,
Hong Kong með lokaviðkomu í
borginni Taipei á eyjunni Taívan.
Lengi aö finna Taívan
Ég minnist þess að þegar ég skoð-
aði landakort var ég lengi að finna
Taívan, enda hét það Formósa á
þessu gamla korti. Ég haföi aldrei
Heiöursvöröur í höfuborginni Taipei viö styttu af Chiang Kai-shek.
Minningabrot úr
Kínahafi
kost að fljúga með Car-
golux sem farþegar
urðu eftir á meira
spennandi stöðum eins
og Bangkok eða Hong
Kong.
Fálát fyrirlitning
Ég vissi auðvitað jafn
lítið um þetta land og
Taívanbúamir um mitt
enda Islendingar ekki
búnir að uppgötva mik-
ilvægi Asíumarkaðar-
ins á þessum áram og
sem sagt sjaldséðir
gestir. Almennt gilti fá-
lát fyrirlitning hér
heima á þessum lönd-
um í Asíu, sem voru að
rífa upp hagkerfi sín
„Almennt gilti fálát fyrirlitning
hér heima á þessum löndum í
Asíu sem voru að rífa upp hag-
kerfí sín með fjöldaframleiðslu
sem byggðist á ödýru vinnuafíi.u
Kjallarinn
Þórunn
Siguröardóttir
leikstjori
hitt nokkurn mann
sem hafði komið til
Taívans, ef frá var
skilið starfsfólk
Carcolux, en félagið
flaug þangað af og til.
Á þessum tíma
hélt herinn um
stjórnartaumana á
Taívan og það var
mjög strangt eftirlit
með gestum inn i
landið. Vegabréfið
mitt fékk líka að fara
í heilmikið ferðalag
áður en vegabréfsá-
ritunin var klár og
ég sé nú í vegabréf-
inuaðég heflofað að
vera komin út úr
landinu innan
þriggja vikna.
Ferðin til Taivans
var ævintýraleg og
dvölin þar lengri en
til stóð því aldrei var
hægt að lenda í Hong
Kong vegna þoku.
Því var flogið beint
yfir Suður-Kínahafið
til Taipei og þar
bættust nokkrir óvæntir dagar við
endastöðina.
Erindiö dregiö í efa
Þegar til Taipei kom var ég búin
að fljúga með stuttum millilend-
ingum í rúman sólarhring og kom-
in með flugvillu, eins og jetlag heit-
ir á íslensku máli. Ég beið því
spennt eftir að komast inn á hótel.
En þá loksins byrjaði ballið. Mikill
fjöldi hermanna var á flugvellin-
um og heill hópur tók að sér að
skoða vegabréfið mitt.
ísland könnuðust þeir ekki við
og ekki bætti úr skák að í vega-
bréfinu mínu stóð að ég væri
blaðamaður. Yfirheyrslan varð
bæði löng og ítárleg og ég allt of
syfjuð til að taka hana alvarlega
sem flýtti ekki fyrir málinu.
Erindi mitt til landsins var mjög
dregið í efa, enda var ég eini far-
þeginn sem flaug síðasta legginn
með vélinni og áhöfnin fór ekki í
gegnum venjulega vegabréfsskoð-
un eins og ég. Það var sjaldgæft að
íslendingar kæmu með alla leið til
Taívans, því flestir sem áttu þess
með fjöldaframleiöslu sem byggö-
ist á ódýru vinnuafli. Þannig jókst
þjóðarframleiðsla þeirra með mikl-
um hraða og Vesturlönd tóku feg-
ins hendi þessum ódýra varningi
sem láglaunafólk í Asíu hafði búið
til handa þeim.
Ég dvaldi á aðra viku í Taipei og
hafði lítið við að vera annað en að
skoða þennan framandlega heim.
Og þar lærði ég að meta ekta kín-
verska ópera og ekta mongólskt
barbeque og bý að því síðan.
Það fór ekki á milli mála að
þarna réð herinn lögum og lofum.
Leiðsögumaður i ferð sem ég fór
um borgina skýrði stoltur frá því
að nú styttist i það að Kínverjar,
sem hann talaði um sem nokkrar
þúsundir manna, myndu sjá að sér
og sameinast Taívan. Þetta væri
ástæðulaus þrjóska í mönnunum
því á Taívan væri allt miklu betra
en á meginlandinu.
Það var margt fallegt að sjá í
Taipei annað en kínversku óper-
una og ég skoðaði líka Þjóðminja-
safnið, sem geymdi gífurleg verð-
mæti frá meginlandi Kína, höggin
inn í fjall sem var víggirt mörgum
röðum af hermönnum.
í safninu var þessa daga sýning á
fomum filabeinskoddum, þ.e.
beinsívalningum, sem fylltir vora
ísvatni og keisaramir í Kína höfðu
haft undir hálsinum til að hvíla á
þungt höfuðið, því ekki mátti hár-
greiðslan haggast. Einkennisklædd-
ur vörður skýrði frá því að þessir
filabeinskoddar, sem fylltu fiórar
hæðir á safninu og vora útskomir
að utan og jafnvel innan, væra að-
eins örlítið brot af öllum þeim
menningarverðmætum, sem bjarg-
að hefði verið frá Kína fyrir tilstilli
Chiang Kai-shek á sínum tíma. Af-
gangurinn væri geymdur inni í
fiallinu mikla og yrði þar uns meg-
inland Kína hefði verið sameinað
Taívan, sem yrði alveg á næstimni.
Næsta dag var gríðarleg hersýn-
ing í miðbænum þar sem herinn
sýndi tól sín og tæki. Hótelið, sem
var það glæsilegasta sem ég hef
búið á, með 15 mismunandi kín-
verskum eldhúsum, stóð við hlið
risastórra öskuhauga sem alltaf
voru fullir af gramsandi fátækling-
um sem jafhvel bjuggu þar. Þaðan
horfði ég á hersýninguna og kona í
anddyrinu sagði mér að nú væri
herinn bráðum búinn að æfa sig al-
veg nóg til að geta tekið Kína.
Þetta hefúr sem sagt allt rifiast
upp þessa daga þegar samskipti
þessara þriggja þjóða, Islands, Kína
og Taívans eru í nokkru uppnámi.
Vonandi verða þessi minningabrot
ekki til að styggja neinn því víst er
mér hlýtt til fólksins á þessari
fallegu og fiarlægu eyju þótt margt
hafi ég átt erfitt með að skilja um
samskipti Kína og Taívans. Ekki
síður hef ég átt afargóð samskipti
við kínverska sendiráðið hér í borg
sem á nú í vök að verjast og á það
áreiðanlega ekki skilið.
En sem betur fer æfði herinn á
Taívan sig aldrei alveg nóg og nú
hefur hann ekki lengur öll tögl og
hagldir þar í landi og menn geta
einbeitt sér að markaðsöflun í
Atlantshafinu. Vonandi tekur líka
styttri tima fyrir íslendinga að
komast í gegnum vegabréfsskoðun-
ina á Taipei í dag en fyrir 12 árum,
enda erum við víst afar mikilvæg
orðin austur þar.
Þórunn Sigurðardóttir
Skoðanir annarra
Samkeppni um kennara
„Ef hvert sveitarfélag semdi við sína kennara
myndi skapast samkeppni þeirra í milli um beztu
kennarana. Sú samkeppni myndi leiða til betri kjara
fyrir þá kennara en jafnframt myndi hún verða mjög
hvetjandi fyrir aðra kennara um að auka menntun
sína og starfhæfni á margan veg. Samkeppni á milli
sveitarfélaga myndi áreiðanlega á nokkram árum
leiða til þess, að skólamir almennt hefðu á að skipa
betri og hæfari kennurum."
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 12. okt.
Lækkun áfengiskaupaaldurs
„Nei, ég er ósammála þvi. Unglingar, yngri en 18
ára, hafa viðkvæmara heila- og taugakerfi en full-
orðnir og þróa auðveldar með sér fikn og áfengis-
vanda og geta orðið áfengissjúklingar á skemmri
tíma en hálfu ári. Fullorðna á þrítugsaldri tekur 15
til 20 ár að þróa með sér áfengissýki. Og því meiri
hætta er unglingum búin eftir því sem aðgengið að
áfengi er auðveldara."
Helga Hannesdóttir 1 Degi 14. okt.
Kvennalistinn og samflotið
„Kvennnalistinn er eina stjórnmálaaflið með fast-
mótaðar hugmyndir um hvernig megi færa kven-
frelsissjónarmiðin í framkvæmd og eina stjómmála-
aflið meö einlægan vilja til þess. Að mínu mati væri
það meiriháttar slys fýrir íslenskar konur ef stjóm-
arandstöðuflokkamir færa í samflot án þátttöku
kvennalistakvenna. Með þátttöku kvennalista-
kvenna tryggjum við áherslu á kvenfrelsissjónar-
miöin. Því lít ég á samvinnu kvennalistakvenna sem
kærkomið tækifæri til framdráttar kvenfrelsi á ís-
landi.“
Sjöfn Kristjánsdóttir í Mbl. 14. okt.