Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 13
MIÐVTKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 13 Að reisa sér minnisvarða Einstaklingurinn og hagsmunir hans í öndvegi. - Þannig berum viö gæfu til aö reisa okkar minnisvaröa, segir m.a. í greininni. Vinur minn, sem ný- lega féll frá á sjötugs- aldri, bar gæfu til þess að reisa sér mesta minnisvarða sem nokkur maður getur gert sér vonir um. Hann var verkfræðing- ur að mennt og lagði alla tið stund á fræðin og skilaði þar góðu starfi. En minnisvarði hans er ekki brýr eða öflug raforkuver, minnisvarðinn er ann- ar og merkilegri. Þessi aldni vinur minn hlúði alla ævi af mikilli alúð að fjöl- skyldu sinni, ræktaði vináttubönd við gamla æsku- og bekkjarfé- laga. Minnisvarði hans er það gildismat sem hann kenndi vinum og fjölskyldu. Mælikvaröi á gildismat Eitt meginhlutverk þeirra sem veljast til forystu fyrir almenning, hvort heldur er á Alþingi eða í sveitarstjómum, er að skapa það umhverfi sem gerir einstakling- um og fjölskyldum þeirra kleift að reisa minnisvarða af þessu tagi. Þar skiptir miklu hvemig farið er með sameiginlega fjármuni. Því miður hefur fjármálastjórn Reykjavíkurborgar undanfarin ár ekki verið með þeim hætti að til eftirbreytni sé. Þrátt fyrir auknar tekjur, bæði vegna uppsveiflu í efnahagsmálum og aukinna álaga á fyrirtæki og einstaklinga, hefur skuldastaða Reykjavíkur síversn- að. Verkefni okkar sjálfstæðis- manna á komandi kjörtímabili verður að leggja nýjan og styrkari gmnn að sameiginlegum fjár- málum okkar. Til þess að það takist verður þróttmikið atvinnulif og skyn- samleg fjármála- stjóm að haldast í hendur. Þannig og aðeins þannig tekst okkur að bæta hag sjúkra og aldraðra og sinna mikilvæg- um verkefhum í dagvistunar- og skólamálum í þágu bama okkar. Hvemig okkur tekst til við það verkefni er mæli- kvarði á gildismat þess samfélags sem við viljum skapa. Með þróttmiklu atvinnulifl get- um við sigrast á atvinnuleysi sem þrátt fyrir fogur orð R-listans i upphafi kjörtímabils liggur eins og mara á mörgum heimilum borgarinnar og eykur ungu fólki bölsýni. Og án þess að undirstöðurn- ar séu styrkar getum við aldrei búið til þann ramma sem við vilj- um utan um lista- og menningarlíf borgarinnar - krydd lífsins. Gott veganesti Senn göngum við sjálfstæðis- menn tU prófkjörs sem er fyrsta skrefið í harðri baráttu í borgar- stjórnarkosningum á komandi vori, kosningum sem eru þær mikUvægustu frá 1982 þegar það tókst að leysa Reykjavík úr fjötr- um fjögurra ára óráðsíu vinstri flokkanna. Fyrir okkur sjálfstæð- ismenn skiptir miklu að frambjóð- endur flokksins séu í stakk búnir tU að kljást við þau flóknu úr- lausnarefni sem biða þegar meiri- hlutinn verður endurheimtur. Bakgrunnur minn í listum og viðskiptalífinu, sem stjómar- manns í einum gmnnskóla borg- arinnar og þó ekki síst sem fjöl- skyldumanns með böm á skóla- aldri ætti að vera gott veganesti. Það er harðsótt fyrir nýja fram- bjóðendur að ná árangri í próf- kjöri, ekki síst fyrir þann sem hef- ur valið sér annan starfsvettvang en stjómmál. Ég geng ekki fram fyrir skjöldu og lofa sjálfstæðis- mönnum og borgarbúum gulli og grænum skógum heldur segi ein- faldlega: Ég skal standa vörð um hagsmuni ykkar. En umfram allt skal ég stuðla að því að skapa andrúm þar sem traust og trúnaður ríkir milli borgarbúa og borgarstjómar - þar sem einstaklingurinn og hags- munir hans sitja í öndvegi. Þannig getum við öll borið gæfu til þess að reisa okkar minnis- varða. Með þetta að leiðarljósi leita ég eftir stuöningi sjálfstæðismanna í 4. sæti framboðslista flokksins í komandi borgarstjórnarkosning- um. Júlíus Víflll Ingvarsson Kjallarinn Júlíus Vífill Ingvarsson frambjóöandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík „Þrátt fyrír auknar tekjur, bæði vegna uppsveiflu í efnahagsmál- um og aukinna álaga á fyrírtæki og einstaklinga, hefur skulda- staða Reykjavíkur síversnað.“ Vitnað í vitlausan draug Nútima hagfræðingar gefa lítið frir boðorð sem höfð eru eftir há- göfugum draugum en reyna frem- ur að útskýra af hverju skynsamt fólk kemur sér saman um eignar- rétt. Glúmur Jón Björnsson efna- fræðingur skrifar kjallara á fóstu- daginn um mið og miðilsfundi og virðist við fyrstu sýn hneykslaður á tveimur prófessorum og einum hagfræðingi úr Seðlabankanum sem hafa að sögn dregið fram drauga til að vitna um eignarhald á veiðirétti. Boðoröið aö handan Rétt er aö annar prófessorinn, andlegur lærimeistari Glúms, hef- ur staðið fyrir einhverjum særing- um en hinn prófessorinn og ég - án atbeina eða ábyrgðar Seðla- bankans - höfúm einungis and- mælt rökunum sem meistarinn hafði að handan. Það kemur reyndar í ljós að Glúmur er jafn- vígur á andleg efni og veraldleg og er alls ekki að amast við anda- fundum. Honum sýnist einungis vitnað í vitlausan draug og að hans maður hefði fremur átt að vekja upp John Locke en Adam Smith. Þættist sjálfsagt margur miðill- inn fullsæmdur af hvorum sem væri. Boðorð það að handan sem Glúmur hefur eftir Locke er hvað skýrast í eftirfarandi klausu: „Hvað- eina sem hann (þ.e. maðurinn) hefur fært úr skauti náttúr- unnar hefur hann blandað með vinnu sinni og bætt við það nokkru sem hann á með réttu og þar með gert að eign sinni. Með því að hafa fært eitthvað úr þvi ástandi sem nátt- úran skildi við það í hefur hann með vinnu sinni bætt við það nokkru sem afnemur sameign annarra á því.“ Út af þessu leggur Glúmur og heimfærir upp á LÍÚ: „Þeir sem lögðu af vinnu sinni, hættu fé sínu og fyrirhöfn í útgerð áður en takmarka varð sóknina, helguðu sér rétt til nýtingar á fiskimiðunum. Við hin eigum auðvitað ekkert tilkall til veiði- réttarins". Nýrri hagspeki Ég held ég sé ekki að ljúga stórt upp á nútímahagfræðinga að þeir gefi lítið fyrir þess konar boðorð um rétta hegðun sem höfð eru eftir hágöfugum draugum en reyni frernur að útskýra af hveiju skynsamt fólk kemur sér saman um eignarrétt. Til þess þarf enga mystík: Eignarréttur stuðlar að því að fólk njóti verka sinna og án þess er hætt við að mannkynið legðist í leti og eymd. En sú þjóð- nýting á fiskistofnum sem tilskilin er í fyrstu grein kvótalaganna kássast ekki upp á þennan tilgang. Það er ljóst að ef þjóðin byði út veiðiréttinn þá myndu snjöllustu útgerðarmennirnir njóta dugnað- ar síns og græða, rétt eins og fyrir kvóta. Afruglaöur draugagangur En það er í hæsta máta vafa- samt að Glúmur ieggi skynsamlega út af Locke. Menn verða að átta sig á hvað um er deilt. Eins og fyrr greinir er það ekki umbunin fyrir vinnu manna heldur mun- urinn á afkomu í frjálsum fiskveiðum og afrakstri skipu- legra veiða. Sú kenn- ing að þjóðargjöf upp á 200 milljarða sé hæfileg vegna áhættu fyrri alda er della. Með kvótauppboði myndu útgerðar- menn halda öllum þeim tækifærum sem þeir hættu fé og fyr- irhöfn til að elta. Það voru kvóta- lögin ein sem gerðu aö verkum að nú er hægt að nýta fiskistofna mun ódýrar en áður með óbreyttri tækni, þekkingu og atorku. LÍÚ vann það eitt til að þvælast ekki fyrir. Hafi einhver tekið til hendi að koma veiðunum úr náttúrulegu skipulagsleysi í arðbært horf er það almannavaldið og þeir sem gengust undir að gera ekki út á hin nýju gróðafæri. Það eru ís- lenska þjóðin og umboðsmenn hennar. Markús Möller „Nútíma hagfræðingar gefa lítið fyrir boðorð sem höfð eru eftir há- göfugum draugum en reyna frem- ur að útskýra af hverju skynsamt fólk kemur sér saman um eignar- rétt.“ Kjallarinn Markús Möller hagfræöingur Meö og á móti Var rétt aö taka niöur ákveðnar myndir á frétta- Ijósmyndasýningunni World Press Photo í Kringlunni? Ellý Alda Þorsteins- dóttlr, fram- kvæmdastjóri Barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur. Foreldrar eiga að hafa val í samræmi viö lög um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992 tel ég eðlilegt að umrædd sýn- ing sé skoðuð sérstaklega með tilliti til hvort þar sé að finna myndir sem ætla má að séu á ein- hvern hátt til þess fallnar að vekja óhug og hræðslu með börnum, eða séu á annan hátt skaðlegar börnum. Það er mín skoðun að foreldr- ar eigi að hafa val um hvort börnin þeirra sjái umrædda sýningu eða ekki. Um er að ræða fréttaljós- myndasýningu sem fundinn var staður á göngum fjölsóttrar verslunar- og þjónustumið- stöðvar. Ekki er um að ræða sérstakan sýningarsal. Foreldr- ar og aðrir sem þarna eiga leið um eru gjama í öðrum erinda- gjörðum og reikna með því að börnin þeirra séu óhult fyrir of- beldismyndum en á umræddri sýningu var aö finna myndir sem sýndu grimmilegt ofbeldi. Sýningin missir marks Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði af þess- ari uppákomu vegna þess að ég hafði ekki ímyndað mér að fólk væri jafnviðkvæmt gagnvart veruleikan- um, hvort sem okkur líkar hann eða ekki, og raun bar vitni. Ég get heldur ekki ímyndað mér að margt af því efni sem ber fyrir augu í sjónvarpi og kvikmyndahúsum sýni fegurri veruleika en þann sem blasti við í Kringlunni. Hitt er svo öllu alvarlegra mál ef foreldrar eru ekki lengur hæfir til að ræða mál á borð við þau sem koma fyrir á þessari sýningu við börn sín. Við hljót- um að geta upplýst börn okkar um veruleikann í heiminum á viðeigandi hátt. Fréttaljósmyndasýningin missir algjörlega marks ef menn ætla að taka sér það vald að tína út þær myndir sem þeim ekki líka. Mér finnst því full ástæða til að endurskoða staðsetningu sýningarinnar því hún stendur aldrei undir nafni ef hún er sett fram með þessum hætti. -aþ/HI Lúövík Geirsson, formaöur Blaöa- mannafólags ís- lands. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.