Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 7 DV Sandkorn Góðir sundmenn íslenskir sjómenn eru upp til hópa miklir atgervismenn og sund- menn góöir. Ekki er þó víst aö margir standi skipveriunum á Stíg- anda ÓF 25 á sporði í þessum efn- um, ef marka má frásögn í nýju tölublaði Sjómanna- blaösins Vík- ings. í mynda- texta með grein um upp- haf tilkynn- ingaskyldu er sagt frá þvi á eftirfarandi hátt hvernig áhöfnin á Stíganda bjargaðist úr sjávarháska: „Stígandi OF 25 (áður Skagfirðingur) sökk 28. ágúst 1967. 12 manna áhöfn bjargaðist um borð í gúmmíbjörgunarbát eftir fimm sól- arhringa." Rússneskir rifflar Þegar Rússar gerðu innrás- ina í Tékkósló- vakiu árið 1968 var Ólafur nokkur, sem margir þekkja undir nafninu Óli kommi, auglýsinga- stjóri á Þjóð- víljanum sál- uga. Þegar fréttaflutningur flölmiðla stóð sem hæst af innrásinni hringdi Óli kommi i Eirík Ketilsson stórkaup- mann og bauð honum heilsíðuaug- lýsingu í blaðinu sem hann var bú- inn að hanna. Auglýsingin var þannig að undir mynd af rússnesk- um hermönnum, gráum fyrir jám- um á götu í höfuðborginni Prag, stóð: „Rússneskir rifflar bregðast ekki þegar á reynir'-. Eiríkur, sem á þessum tíma var umboðsmaður fyr- ir rússneskar byssur, vildi óður og uppvægur kaupa auglýsinguna. Hún birtist hins vegar aldrei þar sem ritstjórum blaðsins þótti ekki gæfulegt að hafa mikið alvörumál í flimtingum. Kolkrabbans illi ísfirskúr sjó- maður, sem er litt hrifinn af vestfirskum útgerðarmönn- um og finnst þeir tala tung- um tveim um hagræðingu og eflingu vest- firskrar byggðar, hefur meitlað hugsanir sínar í bundið mál fyrir Sandkom með eftirfarandi hætti: „Þeir boðuðu breytta tima og blómlega betri byggð. Fljótlega féll sú gríma með þvílíkri viðurstyggð. Þeir bera sig vel í blöðum og hafa á öllu lag en eru á bak við tjöldin að efla sinn eigin hag. Hér forstjómm hefur fækkað og fylgir þeim hluthafakóð. Þeir vom manna mestir, meðan á rekstrarleik stóð. Illan þeir hafa þankann, engva þeir hafa tryggð. Víst er þeim alveg sama þótt sofni nú heimabyggð. Kolkrabbans illi angi, öflugt reynist hans sog. Heyrst hefur talað um Harlem, Kringlu og Kópavog. Nú er það búið Bjami Jónas- son, sem lengi rak Eyjaflug, segist í viðtali við Fréttir i Vestmannaeyj- um aldrei hafa lagt það í vana sinn að hræða farþega sína vísvitandi. Hann hafi þó óviljandi verið nærri því að skelfa liftómna úr fólki þeg- ar hann reyndi að hughreysta það. Það hafi gerst þannig að eftir að hafa verið búinn að fljúga í gegnum hið ókyrra loft í kringum Eyjar, með tilheyrandi veltingi og dýfum, hafi hann oft sagt við farþegana: „Nú er það búið.“ Bjami segist aldrei hafa sagt þessi orð eftir að hafa áttað sig á því að farþegamir túlkuðu þau þannig að nú væm sið- ustu augnablikin mnnin upp. Stefán Ásgrimsson Préttir Sameiginlegt framboð á Akureyri: Næst samkomulag um röðun í efstu sætin? - Sigríöur Stefánsdóttir hættir í bæjarstjórn DV, Akureyri: Talið er líklegt að það skýrist nú í vikunni hvort flokkarnir sem hafa átt í viðræðum um sameiginlegt framhoð fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Akureyri, nái samkomu- lagi um röðun í efstu sæti lista slíks framboðs. Sú tillaga sem helst er rædd í því sambandi er að Alþýðu- bandalagið sem hefur tvo fulltrúa í bæjarstjóm i dag fái 1. og 3. sæti listans, Alþýðuflokkur sem hefúr einn bæjarfulltrúa fái 2. sætið en 4. sætið fari til Kvennalista eða Grósku. „Þetta er tilhögun sem við Al- þýðubandalagsfólk getum fallist á. Aðalatriðið í þessu máli er hins veg- ar að þannig raðist á listann að hann verði traustvekjandi og þar komi inn samhent fólk,“ segir Sig- ríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Alþýðubandalagsins á Akur- eyri. Sjálf hyggst Sigriður draga sig í hlé frá bæjarmálapólitíkinni. „Ég hef tilkynnt mínum félögum i Alþýðubandalaginu að ég verði ekki í framboði við kosningamar á næsta ári,“ segir Sigríður. Hún kom inn í bæjarstjórn á miðju kjörtíma- bili árið 1984 og hefur því setið í bæjarstjórn í 14 ár samfleytt þegar kjörtímabilinu lýkur næsta vor. Á aðalfundi Alþýðubandalagsins var samþykktur stuðningur við áframhald þeirra viðræðna sem fram hafa farið að undanfömu mibi fubtrúa Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokks og Kvennalista um sam- eiginlegt framboð fyrir kosningam- ar á næsta ári. „Ég er bjartsýn á að það geti orðið af þessu, en vinnan er þó ekki búin,“ segir Sigríður Stef- ánsdóttir. Alþýðubandalagið er í minni- hluta í bæjarstjóm á Akureyri, en Alþýðuflokkurinn í meirihlutasam- starfl með Framsóknarflokknum. „Sú staða er ekkert erfið fyrir okk- ur. Vissulega væri auðveldara að fást við þetta ef flokkarnir væra báðir sömu megin við borðið en það má líka segja að ákvörðun um sam- Kristinn Kristjánsson verksmiðjustjóri er hér við færibandið í vinnslusal rækjuverksmiðjunnar í Súðavík. DV-mynd ÞÖK Rækjuverksmiöjan í Súðavík: Góð veiði og vinnsla á fullu eiginlegt framboð verður djarfari, verði hún tekin,“ segir Sigríður. Kratar tilbúnir „Alþýðuflokksfélögin hér í bæn- um hafa lýst yfir áhuga á að það verði látið á það reyna hvort sam- komulag næst mibi flokkanna um sameiginlegt framboð en viðræð- umar era ekki langt komnar," segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins. Hann segir of snemmt að segja til um með hvaða hætti efstu sæti slíks framboð yrðu ákveðin. „Mér finnst eins og það gæti orðið með öðrum hætti en rætt hefur verið um og það myndi geðjast mér betur án þess að ég vilji fara nánar út í það mál,“ segir Gísli Bragi. Um það hvort hann gefi kost á sér í framboð segir hann. „Þá yfirlýsingu gef ég ekki fyrst i fjölmiðlum. Ég tek ákvörðun um það í samráði við mína stuðn- ingsmenn þegar þar að kemur.“ -gk Nú bjóöum við vetrardekk á felgum tilbúin undir bílinn á einstöku verði. 175/70R13 (VW).verð pr. 4 stk. kr. 38.000.- 175/70R13 (MMC frá '93)..verð pr. 4 stk. kr. 38.000.- 145-13 (VW POLO).verð pr. 4.stk. kr. 32.000.- H HEKLA varahlutaverslun - segir verksmiðjustjóri DV, Súðavik: „Það hefur verið góð rækju- veiði og vinnsla er á fullu hér í verksmiðjunni. Við erum ágæt- lega vel vélbúnir og höfum sam- þykki inn á alla helstu kaupend- ur í Bretlandi sem gera hvað mestar kröfur,“ segir Kristinn Kristjánsson, verksmiðjustjóri í rækjuverksmiðjunni í Súðavík. Um 30 manns starfa í þessu stærsta fyrirtæki í Súðavík. Húsnæðinu var breytt fyrir nokkrum árum. Þá var allri fisk- vinnslu hætt og rækjuverk- smiðja sett á stofn í staðihn. „Það eru tvö skip sem landa hér reglulega. Bessi er annað þeirra og hann er nýkominn úr Flæmska hattinum þar sem veiði gekk nokkuð vel. Það er full keyrsla með rækjuna og unnið aílt árið,“ segir Kristinn. -RR PSfttlf I § m Sigfús Halldórsson, minningartónlcikar. Stórtónlei íHáskólabíói sunnudaginn 19.okt. kl.16:00 Miðasala er hafin í Háskólabíói. Númeruð sæti. Öll tónlistin verður eftir Sigfús Halldórsson, m.a. þrjú óbirt lög og nýr texti eftir Ómar Ragnarsson, sem er kynnir tónleikanna. Dagskrá: Einsöngvarar verða: Jóhanna Linnet, Signý Sæmundsdóttir, Egill Ólafsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson. Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þorhallsdóttur syngja. Píanóleik annast Jónas Ingimundarson, Sigurður Marteinsson og Aðalheiður Þorsteinsdottir. Strengjakvintet leikur ásamt flautu, óbói, klarinettu og horni. Tónleikarnir eru haldnir aö frumkvæði Lionsklúbbsins Ægis, en Sigfús var Lionsfélagi í áratugi. Ágóði rennur til Iíknarmála m.a. til verkefna að Sólheimum í Grímsnesi o. fl. Styrktaraðilar tónleikanna: SJOVA' LMENNAR C3 PiOMEEJ? _ B R Æ O U R N I R mcmMssm lógmúIo 8 • Slmi 533 2800 Landsbanki ísiands Bankl allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.