Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Page 28
M v-W £_ XOk , mmm s œf m T.K 'fcíojml "' *'.. if ■ ífötó K S Hsll' jmm FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. w ‘ 1 * II - I .sy-mjík íb idíij 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1997 Miklar framkvæmdir standa yfir í Eyrarfjalli fyrir ofan Flateyri. Par er unnið við umdeiidar snjóflóðavarnir. Mörg tonn af jarðvegi eru flutt tii og mynda varnargarðinn. DV-mynd ÞÖK Hveragerði: Flutningabíll valt Vöruflutningabíll valt á hring- torginu í Hveragerði um fimmleytið i gær. Engin slys urðu á mönnum. Bíllinn var með fullfermi af timbri þegar slysið varð. Að sögn lögreglu er talið að bíllinn hafi farið á of mikl- um hraða inn á hringtorgið og öku- maður misst stjómina. -RR Komst út úr brennandi bíl Ökumaður komst naumlega út úr brennandi bíl sínum á Eyrarbakka- vegi í gærkvöld. Eldur blossaði skyndilega upp í bílnum sem er kominn nokkuð til ára sinna. Ökumaðurinn fékk ekki við neitt ráðið. Slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar og slökkti eldinn en bíllinn er ónýtur. Öku- manninn sakaði ekki. -RR HafnarQörður: Eldri maður fyrir bíl Maður um sjötugt varð fyrir bíl á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallahrauns í Hafnarfirði í gærdag. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Hann hlaut talsverða höfuðáverka en mun ekki vera í lífshættu. -RR Tveir „stútar" teknir DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri hafði hend- ur í hári tveggja ökumanna í nótt sem grunaðir eru um ölvunarakstur. Annar þeirra tók bíl kunningja síns ófrjálsri hendi og var gómaður skömmu síðar. Hinn ók niður um- ferðarmerki í bænum og náðist í framhaldi af því. -gk ATTI DENNI EKKI HEIMANGENGT? íslenskir bankamenn á tölvusýningu yfir hálfan hnöttinn: Milljónaferð til Astralíu „Þetta eru tiltölulega ódýrar ferðir. Þessar lengri ferðir eru ekki hlutfallslega dýrari en t.d. ferðir til nokkurra borga í Evr- ópu. Þetta kostar náttúrlega meira en ferð til Kaupmanna- hafnar en þama var, að því ég best veit, einhver pakki í boði,“ segir Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbank ans, um vikuferð bankamanna til Ástralíu á ráðstefnu og tölvu- sýningu sem haldin var á veg- um SWIFT-peningaflutningafyr- irtækisins. Þeir sem fóru til Ástr- alíu voru Marínó Sveinsson frá Landsbankanum, Helgi Stein- grímsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu bankanna, Sveinn , Jónsson, aðstoðar- >3 bankastjóri Búnað- ;f;: arbankans, og Hall- dór S. Magnússon, yfirmaður greiöslu- miðlunarsviðs ís- " * “ landsbanka. Arlegur viðburður Brynjólfur segir ráðstefnu sem slíka vera árlegan viðburð, þótt undantekning sé að svo langt sé farið sem nú var. Brynjólfur sem á einnig sæti í stjórn Reiknistofu bankanna segist ekki vita hver kostnaður var við ferðir, uppihald og dagpeninga. Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV aflaði sér kostar um 235 þúsund krónur að fljúga frá íslandi til Sidney í Ástralíu, fram og til baka ef tekið er almennt fargjald. Hægt er gera samning um verð og þá verður kostn- aðurinn helmingi lægri eða 135 þúsund krónur. Dagpeningar á dag nema um 15 þúsundum króna. Ætla má að heildarkostn- aður bankakerfisins vegna fararinnar nemi á þriðju milljón króna. „Það fór frá okkur starfsmaður á alþjóðasviðinu en hann er jafh- framt formaður SWIFT-nefndar- innar. Um þetta fyrirtæki fara all- ar peningagreiðslur til og frá landinu og það er full ástæða fyrir okkur til að senda mann. Þama er sýndur allur nýjasti tæknibúnaður á þessu sviði. Þetta er auðvitað langt að fara en við teljum nauðsynlegt að okkar sér- fræðingEu- fylgist með því sem er að gerast,“ segir Brynjólfur. Aðspurður hvort bankinn hefði borgað undir maka bankamann- anna sagði Brynjólfúr það vera af og frá, aðeins hefði verið greitt fyrir viðkomandi starfsmenn. Sveinn Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans og einn Ástralíufaranna, tók í sama streng. Hann sagði í samtali við DV að um hefði veriö að ræða mjög ódýra ferð og gagnlega. „Fargjaldið nam á bilinu 9 til 10 þúsund danskra króna. Mönnum finnst þetta kannski langt að fara en þetta er mun ódýrara en ferð- ast til Evrópu. Þar munar mestu að hótelkostnaður er mun lægri,“ segir Sveinn. Hann segir það einkamál sitt hvort maki hans hafi verið með í fór enda kæmi aldrei til greina að láta bankann greiða fyrir slíkt. Sveinn segir ferðina hafa verið mjög gagnlega en þama hafi yfir 100 aðilar sýnt nýjungar á sviði tölvu- tækni. „Ég fer með , tölvu- mál fyrir hönd bankastjórnarinnar og þetta var mjög gagnlegt. Ástæðan fyrir för minni er sú að þetta er ein stærsta tækjasýning í heiminum," segir Sveinn. Haukur Oddsson, forstöðumað- ur tölvudeildar íslandsbanka hf., sagði að bankinn hefði sent einn mann enda væri um merkan við- burð í bankaheiminum að ræða. -rt Veðrið á morgun: Hlýjast sunnanlands Áttin verður norðlæg, víðast gola eða kaldi. Víðast hvar birt- ir upp en þó má gera ráð fyrir éljum á Norðausturlandi framan af deginum. Þar var hitstigið um frostmark, en annars hiti á bil- inu 2 til 8 stig, hlýjast sunnan- lands. Veðrið í dag er á bls. 45. Steytti á skeri Nýja kúfiskskipið Skel ÍS steytti á skeri við Sauðanes, milli Önundar- fjarðar og Súgandafjarðar, í fyrrinótt. Lítið gat kom á skipið að framan- verðu en engin slys urðu á mönn- um. Skipið lagði af stað til Akraness í slipp í gær. Að sögn útgerðar- manna skipsins er vonast til að það komist aftur af stað um eða rétt eft- ir næstu helgi. -RR Grunnskólakennarar: Allt fast í deilunni „Ef þessi stifni varðandi vinnu- tíma kennara fer úr mönnum tekur ekki langan tíma að ganga frá kjara- samningi. En ef menn vilja halda vinnutímaumræðunni til streitu, eins og hún hefur verið, þá hafa þeir engan áhuga á að leysa deil- una, en keyra allt í verkfall.“ Þetta sagði Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands íslands, um árangurslausan sáttafund samn- inganefndar grunnskólakennara með launanefnd sveitarfélaganna í gær. Samningsaðilar áttu ekki sam- eiginlegan fund, en ríkissáttasemjari reyndi að finna leiðir til að viðræð- ur þeirra gætu hafist á nýjan leik. Næsti sáttafundur var boðaður kl. 12 í dag. Grunnskólakennarar hafa boð- að verkfall 27. október nk. -JSS Slasaðist í bílveltu Ökumaður slasaðist í bílveltu á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærkvöld. Maðurinn kastaðist út úr jeppa- bifreið sinni við veltuna. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki lá ljóst fyr- ir í morgun hve alvarlega áverka maðurinn hlaut. Jeppabifreiðin ske- mmdist talsvert. -RR MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2qq_ íslenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veisluskipið Árnes Þegar veislu skal halda SIMI 5811010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.