Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Side 2
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 DV 20 &vikmyndir Laugarásbíó - Head above Water: Að halda sérá floti ★★i Það getur verið dálít- ið varhugavert að velja titil af þessu tagi því það er svo auðvelt að snúa svona orðatiltækj- um upp á verkið sjálft. í þessu tilviki passar tit- illinn einum of vel því að Höfuð upp úr vatni er ansi mikið sannnefni á þessa mynd sem einmitt rétt heldur sér á floti. Cameron Diaz leikur Nathalie, tauga- veiklaðan eiturlyfja- neytanda sem hefur gifst traustvekjandi eldri dómara, George (Harvey Keitel). Hjóna- komin taka sér sumarfrí í húsi fjölskyldu hennar á annars óbyggðri smáeyju, en þar býr einnig bemskuvinur Nathalie, Lance (Craig Sheffer), sem er listamaður og umsjónarmaður eyjarinnar. Þegar strák- amir era úti að veiða og „bonda“ dúkkcir óvænt upp gamall kærasti Nathalie, Kent (Billy Zane), og er svo ókurteis að deyja. Og síðan upp- hefjast flækjur sem „involvera" lík Kents, vangaveltur um morð og rétt- læti, og óvæntar hliðar á fólki. Hvorki Diaz né Keitel fóra vel af stað en náðu sér á strik þegar á leið og áttu bæði góðan sprett undir lokin, þegar farsinn loksins brunaði af stað. Sheffer var fremur litlaus og náði varla að verða fugl eða fiskur, en Billy Zane var þarna í rosastuði í kunnuglegri rullu sem ruglaður og siðblindur vonbiðill sem efast aldrei andartak um eigin sjarma (enda ekkert að efa). Zane er leikari sem tekur sig aldrei of alvarlega og bar með sér þarna akkúrat það andrúmsloft sem myndin þurfti í byrjun, og hélt áfram að gefa plottinu lit sem tilhugsunin um vandræðalegt (og illa meðfarið) lík. Höfuð upp úr vatni kemur kannski sjaldan á óvart, en á góða spretti og er bara ansi skondin á stundum. Sérstaklega má skemmta sér yfir hinum sjálfstæðu og uppátækjasömu tækjum sem leika tvö aukahlut- verk (utanborðsmótor og vélsög) og standa sig með mikilli prýði. Og tón- listin var góð. Leikstjóri: Jim Wilson. Handrit: Theresa Marie. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Cameron Diaz, Craig Sheffer, Billy Zane. Úlfhildur Dagsdóttir ■*% \ Háskólabíó - Brassed off: Blásið í lúðra ** Brassed off tekur á sama vandamáli og lá á bak við The Full Mounty, sem er sívaxandi atvinnuleysi í Bretlandi, sérstaklega meðal verka- manna. Yfir námabæ einum vofir allsherjaratvinnuleysi þar sem til stendur að loka námunni sem er lífæð bæjarins. Þrátt fyrir baráttuvilja er verkafólkið magnlaust gagnvart yfirstjómirmi sem hefur fyrir löngu afskrifað kolanámur sem arðbæran iðnað. En fyrir fyrrverandi náma- verkamanninum Danny (Pete Postlethwaite), er þaö tónlistin sem skipt- ir máli og hann helgar líf sitt því að halda lúðrasveit bæjarfélagsins gangandi gegnum þykkt og þunnt. Þó sjálfir lúðrablásaramir séu tregir til vegna yfirvofandi atvinnuleysis þá tekst Danny ætlunarverk sitt og hljómsveitin endar uppi á sviði í Albert HaO í London. Brassed off fór vel af stað og fyrri hlutinn er bráðskemmtOeg og konst- ug bæjarlífslýsing. Lúðrasveitin lifnar öll við þegar Gloria (Tara Fitzger- ald), ættuð úr bænum, bætist í hópinn og fangar hjarta Andy (Ewan McGregor) og Pete Postlethwaite er bráðfyndinn sem hinn uppljómaði hugsjónamaður sem sést ekki fyrir þegar tónlistin og lúðramir eru ann- ars vegar. En þegar kemur að alvöra málsins dettur dampurinn niður, og það er eins og aðstandendur viti ekki alveg hvemig skuli leiða mál- ið tO lykta. Gloria reynist vera á vegum yfirstjórnar námunnar og vinn- ur sér óvUd lúðrablásaranna, þvert ofan í fyrri vinsældir og fuOyrðing- ar um að hennar hlutverk sé að reyna að halda námunni opinni. Samt er námunni lokað og aOt siglir hraðbyri niður á viö, með tilheyrandi drama, sem einhvern veginn nær aldrei að skapa nægOega samúð. Er þar ekki síst um að kenna ófrumlegri úrvinnslu á efninu, þar sem hlut- verkaskiptingin er hefðbundin og fátt kemur á óvart. Það sem bjargar er góður leikur, sérstaklega hjá Postlethwaite, og á köflum skemmtOeg persónusköpun, auk þess sem sjálfir lúðrarnir áttu góða spretti. Leikstjóri og handritshöfundur: Mark Herman. Tónlist: Trevor Jones. Lúðrasveitin: The Grimethorpe Colliery Band. Aðalhlutverk: Pete Postlet- hwaite, Ewan McGregor, Tara Fitzgerald, Stephen Tompkinson, Jim Cart- er, Melanie Hill. Úlfhildur Dagsdóttir Á jólunum verður frumsýnd átj- ánda James Bond-myndin og í ann- að sinn er það Pierce Brosnan sem leikur hinn lífseiga njósnara 007. Myndin heitir Tomorrow never Dies og í henni á Bond í höggi við stórhættulegan fjölmiðlamflljóna- mæring sem getur leyft sé að kaupa öO þau vopn sem hann telur sig þurfa. Tomorrow never Dies byrjar á því að James Bond er í frekar lit- lausri vinnu í Khyber Pass, sem eitt sinn var sagt um að væra endamörk heimsins. Ósköp venjuleg rútínu- vinna tekur fljótt á sig kunnunglega umgjörð og brátt þarf Bond á allri sinni sniOd að halda tO að halda lífi um leið og hann einu sinni enn bjargar mannkyninu. Áður fyrr var kalda stríðið víg- vöOur James Bonds, nú er það liðin tið. í GoldenEye átti hann í höggi við leifarnar af Sovétveldinu og í Tomorrow never Dies er aðalóvin- urinn EOiot Carver, sem telur að hann getir selt meira af blaði sínu, Tomorrow, og fengið fleiri áhorf- endur að sjónvarpsstöðvum sínum ef hann geti komið af stað styrjöld miOi Englands og Kína. Með hlutverk Carvers fer hinn ágæti leikari Jonathan Pryce. Eigin- konu hans Paris leikur Teri Hatcher, sem við þekkjum sem Lois Lane í sjónvarpsþáttaröðinni um Superman. Paris hafði einu sinni átt í ástarsambandi við James Bond og reynir nú án árangurs að kveikja í glóðinni aftur, að sjálfsögðu með eigin hagsmuni í huga. Fjórða aðal- persónan er kínverski njósnarinn Wai Lin, sem leikin er af einni skærastu stjörnu Hong Kong kvik- myndanna, MicheOe Yeoh, og hana munar ekki um aö ganga frá fimm harðjöxlum á einu bretti. Það er MGM sem sér um dreifing- una í Bandaríkjunum og er það eina stóra myndin frá MGM fyrir þessi jól. Að öOum líkindum lendir hún í kapphlaupi um áhorfendur við Titanic, stórmynd James Camerons, og það getur reynst Bond erfitt. Einn af aðstandendum Tomorrow never Dies lét hafa eftir sér að að- sóknin yrði miðuð við hinar miklu vinsældir GoldenEye. Ef hún yrði ekki í einhverri likingu við þá að- sókn yrði sagt um Tomorrow never Dies að hún væri misheppnuð og vafi væri hvort önnur James Bond- mynd yrði gerð. Leikstjóri Tomorrow never Dies er Roger Spottiswoode, breskur leik- stjóri sem býr í Los Angeles, þar sem hann leikstýrði meðal annars Air America og Tumer and Hootch. Spottiswoode segir að það sé alltaf búist við meiri hasar, hraðskreiðari bílum og fleiri fallegum stúlkum þegar ný James Bond-mynd eigi i hlut: „Það verður allt að takast, svo maður verðir ekki leikstjór- inn sem stjómaði síðustu James Bond-myndinni.“ Eftir vinsældir Gold- enEye þmfti að þrefalda laun Pierce Brosnans og var það ekkert vandamál þar sem hann þáði frekar lítil laun á Hollywood-skala fyrir GoldenEye. Sjálfúr segist hann mim afslapp- aðri nú en áður. „Það eina sem gildir þegar maður er að leika Bond er að vera nógu svalur." -HK Nóg er af fallegu kvenfólki í Tomorrow never Dies, eins og í öllum James Bond- myndunum. Hér er Bond (Pierce Brosnan) ásamt gamalli kærustu, Paris (Teri Hatcher). Michelle Yeoh, sem er mik- ill snillingur í sjálfsvarnar- íþróttum, ieikur njósnara sem kemur Bond til hjálpar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.