Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Side 2
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 JJ V 16 kvikmyndir Ráðabruggið í Stjörnubíói: Þríðja myndin fra Farrelly-bræðrum Þeir bræður Peter og Bobby FarreUy, sem eiga að baki Dumb and Dumber og King Pin, eru nú komnir af stað með sína þriðju kvikmynd, Something about Mary sem að sjálísögu er gamanmynd eins og íyrri myndir þeirra þótt aðalpersónumar séu geðs- legri. Something about Mary er rómantísk gamanmynd um ungan mann sem getur ekki gleymt æskuunnustu sinni og ræður einkalöggu til að hafa uppi á henni. Það fer ekki bet- ur en svo að einkalöggan verð- ur einnig ástfanginn af stúlk- unni. Með aðaMutverkin fara Cameron Diaz og Ben Stiller. Enn ein endurgerðin Hinn vinsæli leikritahöf- undur Neil Simon skrifaði snemma á sínum ferli leikritið The out of Towners, sem árið 1970 var kvikmyndað með Jack Lemmon og Sandy Denn- is í aöalhlutverkum. Nú er leikstjórinn Peter Segal að undirbúa endurgerð þessarar myndar og mun hún heita Towners. í aðalhlutverkum eru Steve Martin og Goldie Hawn sem léku saman fyrir fáum árum í House-sitter. Kínveijar samir við sig Það eru ekki bara Islending- ar sem lenda í vondum málum þegar ekki er gert eins og ris- anum í austri líkar. Kvik- myndahátíðin í Tokyo fékk að kenna á því þegar beiðni Kín- veija um að Seven Years in Tibet yrði tekin burt af hátíð- inni. Japanir neituðu og Kín- veijar svöruðu með því að draga tvær kvikmyndir, sem þeir hötðu sent á hátíðina, til baka. Það sem arniars vakti mesta athygli á hátíðinni í Tokyo var fyrsta sýning á hinni umtöluðu kvikmynd James Cameron, Titanic. Skyggði sýningin og umtalið í kjölfarið á alla aðra atburði. Þess má geta að japanskir gagnrýnendur urðu hrifhir. ' Bruce Wiilis hefúr í meira en ár staðfastlega neitað því að leika í nýrri Lethal Weapon mynd og sagt að hvaða upphæð sem í boði væri myndi ekki freista sín. Kappinn verður nú að éta ofan í sig öll stóru orðin þvi nú er það komið á hreint að tökur byija í janúar á Leathal Weapon 4 og sem fyrr er leik- stjóri Richard Donner en þeir gerðu nýlega saman Conspiracy Theory og það sem meira er; þeir félagar tryggðu sér hand- ritshöfund Conspiracy Theory Brian Helgaland til að skrifa handritið. Þess má geta að Helgeland skrifaði einnig hand- ritið að L.A. Confidental ásamt Curtis Hanson. Baryshnikov sem Nijinsky Með fram því að vera vera frægasti ballettdansari í heimi þá hefúr Mikhail Baryshnikov leikið í nokkrum kvikmynd- um, síðast í The Cabinet of Dr. Ramirez, fyrir sex árum. Hann fær nú tækifæri lífs síns í Touching the Sun þar sem hann leikur hinn fræga ballett- dansara, Vassiliev Nijinski sem var mesta ballettstjama veraldar í byijun aldarinnar. Mótleikarar hans verða Isa- bella Rossellini og Júrgen Prochnov. Myndin, sem er samstarfsverkefiii Frakka, Bandaríkjamanna og Austurríkismanna, er leik- stýrð af Pólveijanum Krzysztof Zanussi. Ovæntur fengur í skottinu Stjömubíó hefur hafiö sýningar á Ráðabrugginu (Excess Baggage) með einni vinsælustu ungu leikkonu samtímans, Alicia Silver- stone, í aðalhlutverki. Og það er ekki nóg með að þessi unga stjama, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Clueless, leiki aðalhlutverkið held- ur framleiöir hún einnig myndina og það er sjálfsagt einsdæmi að stúlka undir tvítugt skuli framleiða Hollywood-kvikmynd af millistærð. Excess Baggage fjallar á gaman- saman hátt um erfitt samband föður og dóttur sem tekur á sig nýja mynd þegar dóttirinn ákveður að gera fóð- ur sínum grikk. Meðleikarar Sil- verstone eru Benico Del Tore, Christopher Walken, Jack Thomp- son og söngvarinn og leikarinn Harry Connick jr. Rænir sjálfri sér Alicia Silverstone leikur ung- lingsstúlkuna Emily Hope, sem þrá- ir að fá meiri athygli frá vinnusjúk- um föður sinum, Alexander (Jack Thompson). Til að vekja athygli hjá fóður sínum grípur hún til ýmissa bragða. Það virðist samt fátt bíta á foð- urinn svo Emily sér ekki annað ráð en að gera eitthvað róttækt og ákveður að ræna sjálfri sér og biðja fóður sinn um lausnarfé. Með raddbreyti að vopni breytir hún rödd sinni og hringir í fóður sinn, sem fær þau skilaboð handan símalin- unnar að reiða af hendi ákveðna upphæð. Hann fær líka að vita aö dótt- urina er að finna í skottinu á BMW-bifreið. Allt virðist ætla að ganga upp hjá Emily þar til bílaþjófi einum, Vincent Roche, líst svo vel á BMW-bílinn að hann ákveður aö stela honum. Ráðagerð Em- ily fer því út um þúfur og henni hefur nú ver- ið rænt í alvöru án þess þó að það sé ætl- un bílaþjófsins. Loks hefúr Emily sem sagt tekist aö vekja áhuga fóður síns og til að hafa upp á dóttur sinni fær hann til liðs við sig frændann Ray Perkins, sem er fyrrrum CLA-maður og hið mesta hörkutól. Alicia Silverstone Alicia Silverstone var aðeins venjulegur fimmtán ára gagnfræða- skóíaunglingur með áhuga á leiklist þeg- ar hún Alicia Silverstone leikur Emily Hope, unga stúlku sem vill fá meiri athygli frá fööur sínum. að leika í The Crush, lék hún nú- tíma „Lolitu“ sem átti létt með að veiða karlmennina í gildru sína. Myndin þótti léleg, en Silverstone vakti athyli fyrir kynþokkafullan leik og meðal þeirra sem tóku eftir henni var Steven Tyler, forsprakki hljómsveitarinnar Aerosmith, sem fékk hana til að leika í þremur myndböndum með hljómsveitinni. Þar vakti Alicia Silverstone enn meiri athygli og fékk viðurnefn- | ið „megababe". Það var siðan Clueless sem setti punktinn yfir i-ið fyrir | hana. Excess Baggage er sjö- unda kvikmyndin sem hún leikur í, auk The Crush og Clueless eru það The Babysitter, True Crime, Hidaway, Cool and the Crazy og Batman & Robin. Leikstjóri Excess Baggage er Marco Brambilla, sem er þrau- treyndur úr auglýsinga- bransanum, hefur leikstýrt mörg- um verð- launa- auglýsingum. Eina myndin auk Excess Baggage sem hann hefur leikstýrt er framtíðartryllirinn Demolition Man með Sylvester Stallone, Wesley Snipes og Söndru Bullock í aðalhlut- verkum. -HK Benico Del Tore leikur bílaþjófinn Vincent Roche sem er hér viö iöju sína án þess aö vita aö í skottinu er óvænt- ur fengur. Bíóhöllin - Pabbadagur: Týndi sonurinn I Father’s Day kemur gömul kærasta (Nastassja Kinski) að máli við lögfræðinginn Jack Lawrence (Billy Crystal) og seg- ir honum að sextán ára sonur hans (Charlie Hofheimer) sé horfinn. Þetta er Jack töluvert áfall, sérstaklega þar sem hann hefur hvorki séð neitt né heyrt af drengnum áður. Næsta dag endurtekur hún leikinn og segir rithöfúndinum/listamanninum Dale Putley (Robin Williams) sömu fréttir. Feðurnir halda í leit aö týnda syninum og ekki líður á löngu þar til leiðir þeirra liggja saman og þeir komast að því að báðir leita að sama stráknum. Crystal og Williams má finna í annarri mynd sem sýnd er í bíóhúsum borgarinnar þessa dagana. I Hamlet leikur Crystal grafara og Williams er í hlut- verk hirðfifls. Og kannski má segja að þær rullur sem þeir takast á við í Father’s Day séu ekki svo ólíkar því feðumir tveir eru algjörar andstæður. Lögfræðingurinn er kaldlynt hörkutól sem skallar hvern þann sem á vegi hans verður en listamaðurinn er tilfmningaríkt flón sem grætur sig út úr ógöng- um. Hvor um sig hafa þeir Crys- tal og Williams leikið í fjölmörg- um afbragðsmyndum og Ivan Reitman er einn virtasti gaman- myndaleikstjóri Hollywood. I Father’s Day er útkoman þó ekki upp á marga fiska því handritið er stefnulaus flatneskja þar sem klisja rekur klisju. Father’s Day fékk hörmulegar viðtökur í Banda- ríkjunum en hún komst ekki upp fyrir 30 milljón dollara markið. Ágætir sprettir hjá Crystal og Williams hífa hana ekki upp úr meðalmennskunni og því líklegt að flestir aöstand- endur hennar muni vilja gleyma henni sem fyrst. Aö lok- um má geta þess að Father’s Day er endurgerð frönsku gam- anmyndarinnar Les Compres (1983) þar sem Pierre Richard og Gérard Depardieu léku aðal- hlutverkin. Hugmyndin höfðar greinilega til kvikmyndagerðar- manna af ólíkum þjóðernum því árið 1991 var gerð önnur út- gáfa af þessari sögu í Hong Kong. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal- hlutverk: Robin Williams, Billy Crystal, Nastassja Kinski, Jul- ia Louis-Dreyfus, Charlie Hof- heimer og Bruce Greenwood. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.