Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Qupperneq 5
I i~\7~ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 19 infiti helgina *★ * Pétur Gautur í Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur opnar á morgun sýn- ingu á verkum sínum í Gall- erí Borg, Siöumúla 34. Pétur er fæddur í Reykja- vík árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1986-1987 og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1987-1991. Pétur hefur undan- farin ár verið búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann nam m.a. leikmynda- hönnun við Ríkislistaskól- ann. Hann er nú íluttur aftur til íslands. Pétur Gautur hefúr haldið nokkrar einkasýningar, t.d. í Portinu í Hafnarfirði árið 1993, í Gallerí Borg árið 1994 og i Gerðasafni 1995. Auk þess hefur hann sýnt á ýmsum stöðum í Danmörku. Að þessu sinni sýnir Pétur um 25 verk sem unnin er með olíulitum á síðustu misserum. Við opnunina á morgun munu Tómas R. Einarsson og Ómar Einarsson flytja ljúfa tónlist. Sýningin verður opin virka daga milli kl. 10 og 18, laugar- daga milli kl. 12 og 18 og sunnudaga milli kl. 14 og 18. Henni lýkur sunnudaginn 30. nóvember. -glm Uppstilling eftir Pétur Gaut. Aðstandendur Leikbrúðulands. Tónleikar í Kristskirkju Hjálpar- og líknarstofnunin Cari- tas á íslandi, sem starfar innan kaþ- ólsku kirkjunnar, efnir til tónleika til styrktar bágstöddum fyrir jólin í Kristskirkju, Landakoti, á sunnu- daginn kl. 17. Flytjendur á tónleikunum eru Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari Gunnar Kvaran sellóleikari, Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttin-, Nora Kom- blueh sellóleikari, Ragnhildur Pét- ursdóttir fiðluleikari, Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona, Stein- grimur Þórhallson orgelleikari og Zbigniew Dubik fiðluleikari. Á efnisskránni em verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Charles Gounod, Johan Halvorsen, G.F. Handel, Allan Hovhaness, Tartini Frans Schubert og Þorkel Sigur- bjömsson. Caritas á íslandi hefúr undanfar- in ár staðið fýrir átaksverkefnum vegna þeirra sem minna mega sín. Félagið hefur staðið fyrir fjársöfn- unum á aðventunni, m.a. fyrir ungl- ingaheimilið Tinda, meðferðarheim- ilið að Torfastöðum, krabbameins- sjúk böm og ofvirk og misþroska böm. Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur. Caritas á íslandi: Pað verður margt góðra listamanna á tónleikum Caritas. Islendingar listelskari en Danir Þema sýningarinnar er uppstillingar. Ég var mest í af- straktmyndum en mér óafvitandi breyttust þær í upp- stillingar þannig að mér finnst ég í raun ekki hafa breytt algjörlega mn stfl. Ég gerði mikið af kúlulaga og hringlaga formum áður og því þurfti lítið til að breyta þeim yfir í ávexti á dúk eða borði. Það má því segja að sýningin nú sé beint framhald af sýningu minni í Gerðarsafhi árið 1995,“ segir myndlistarmaðurinn Pétur Gautur. Verkin á sýn- ingunni nú em flestöll ný og hafa ekki komið áður fyrir sjónir ís- lensks al- mennings. „Mestallt eru þetta ný verk en einhver þeirra hafa verið sýnd i Danmörku. Sum verkin, sem ég málaði sér- staklega fyrir Gallerí Borg, var ég hins vegar svo ánægður með að ég tímdi ekki að sýna þau í Danmörku af því að ég var svo hræddur rnn að þau myndu seljast þar.“ Aðspurður um muninn á aðstæðum islenskra og danskra listamanna segir Pétur Gautur: „Það er tals- verður mimur. Ég var í kommúnu þar sem milli fimm- tíu og sextíu listamenn unnu saman í verksmiðju þar sem vinnuaðstaðan var mjög góð. Þar var ákveðinn andi sem hélt okkur saman og ég sakna þessa anda mjög mikið. Hér heima er andinn ekki jafn góður og fólk er mikið að rakka hvað annað niður og öfundast út í hvað annað. Þetta fann ég ekki í Dan- mörku þótt trúlega sé þetta til þar líka.“ ________________ Pétur segir að samkeppnin hér- lendis sé mjög mikil og hafi aukist síðustu ár. „Hér er mikil samkeppni, sérstaklega eftir lægð málverksins síðust ár. Það fyrsta sem fólk sleppti að kaupa í kreppunni undanfarin ár var listaverkið. Það er allt að lifiia við núna i myndlistinni. Ég finn það vel sjálfúr eftir að hafa verið í Dan- mörku síðastliðin fimm ár hvað kaupmáttur fólks hér hefur aukist mikið. Nú hefur það því meiri tæk- ifæri til að gera eitthvað fyrir sjálft sig en áður. Að lokum var Pétur spurður hvort mikill munur væri á áhuga Dana og íslendinga á listiun: „Hér er miklu meiri almenmm áhugi á myndlist en í Danmörku. Hér kaup- ir fólk sér sjálft málverk heim til sín ólíkt því sem þekkist í Dan- mörku. Þar eru það aðallega fyrir- tæki sem kaupa myndlist." -glm Jóla- sveinar einn og átta Nú á sunnudaginn sýnir Leik- brúðuland brúðuleikritið Jólasvein- ar einn og átta eftir Jón Hjartarson. Leikbrúðuland hefur sýnt verkið fyrir hver jól síðastliðin 22 ár. Fyrir þessi jól verða alls fjórar sýningar. Auk sýningarinnar á sunnudaginn verður sýnt sunnu- dagana 23. og 30. nóvember og 7. desember. í leikritinu koma fram margar þekktar þjóðsagnapersónur eins og jólasveinamir, skrautklæddir álfar, jólakötturinn, Grýla gamla og Leppalúði. Leikstjóri er Jón Hjartarson og höfundur tónlistar er Magnús Kjart- ansson. Allar sýningamar hefjast kl. 15 og sýnt verður að Fríkirkjuvegi 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.