Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Qupperneq 12
26
Wyndbönd
l
4
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
MYNDBAUDA
&
m&m
La Cárémonie:
Dularfullar konur ★**
Þessi mynd er byggð á skáldsögu Ruth Rendell, A
Judgement in Stone. Hún hefst á því að Sophie er
ráðin sem heimilishjálp á heimili auðugrar fjöl-
skyldu rétt utan við lítinn bæ. Hún leggur hart að
sér og heimilisfólkið er mjög ánægt með hana til að
byrja með. Hún kynnist Jeanne, sem vinnur á pósthúsinu, en húsbónd-
inn grunar Jeanne um að opna bréfin sín. í ljós kemur að þær eiga báð-
ar skuggalega fortíð og árekstrar við heimilisfólkið verða til þess að vin-
sældir Sophie minnka. Það er erfitt aö sjá einhvem boðskap eöa tilgang
í þessu verki. Myndin er hvorki spennandi né fyndin, en sagan er nokk-
uð áhugaverð, persónurnar heilsteyptar og leikarar standa sig mjög vel.
Isabelle Huppert og Sandrine Bonnaire eru báðar í hópi hæfustu
leikkvenna Frakklands og túlka vart sýnilega geðveilu kvennanna
tveggja af stökustu prýði. Myndin býður upp á athyglisverða sögu, en
gerir ekki mikið með hana. Hún heldur athygli áhorfandans út mynd-
ina en skilur lítið eftir sig.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Claude Chabrol. Aðalhlutverk: Isabelle
Huppert og Sandrine Bonnaire. Frönsk, 1995. Lengd: 101 mín. Bönnuð
innan 16 ára. -PJ
Citizen Ruth:
Bitbein hræsnara ***
CITIZEN \
RUTH ***
Ruth Stoops á heldur ömurlega tilvem. Hún er hand-
tekin enn einu sinni eftir að hafa sniffað yfir sig og við
læknisskoðun uppgötvast að hún er ófrísk að fimmta
bami sínu. Hin fjögur vora öll tekin af henni, enda er
hún algjörlega óhæf móðir. Dómarinn er orðinn lang-
þreyttur á henni og gefur í skyn að hún fái mildari dóm
ef hún láti eyða fóstrinu. í fangaklefanum kynnist hún
sannkristnum konum sem þar era fyrir mótmæli gegn
fóstureyðingum og þær ákveða að taka hana að sér.
—' Áður en hún veit af er hún orðin að bitbeini andstæðra
MMM hópa sem kljást hvor við annan um lögmæti fóstureyð-
inga og fær hún litlu ráðið. Hér er ekki tekin ákveðin afstaða með öðrum
hvoram hópnum, en andstæðingar fóstureyðinga fá þó stærri skerf af háð-
inu. Myndin gerir samt grín að hræsnurunum beggja vegna víglínunnar og
sjónarhorn einfeldningsins Ruth Stoops í miðjum fáránleikanum er
hressandi. Laura Dern er fuilkomin í sinu hlutverki og Kurtwood Smith er
stórskemmtilegur sem hinn skinheiiagi fjölskyldufaðir, en flestir leikaram-
ir standa sig mjög vel. Citizen Ruth er mjög fyndin og skemmtileg mynd, og
endirinn er alveg hreint dásamlegur.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Alexander Payne. Aðalhlutverk: Laura Dern.
Bandarísk, 1996. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Bulletproof:
Slettist upp á vinskapinn ★★
Smákrimmamir Archie Moses og Rock Keats era
perluvinir og elska hvor annan eins og bræður. Þegar
Archie kynnir Rock fýrir eiturlyfjabaróninum Frank
Colton slettist upp á vinskapinn, því Rock er lögga í
dulargervi (úps!). Eftir mikinn skotbardaga milli lög-
reglunnar og glæponanna kemst Archie undan. Báðir
telja hinn hafa gert sér ljótan grikk og era því ekki
sem allra vingjamlegastir þegar leiðir þeirra liggja
saman á ný, en þá neyðast þeir til að leggja saman á
flótta undan Frank Colton, sem hyggst koma í veg fyr-
ir að Archie beri vitni gegn honum. Þessi mynd hefur
margt með sér. Hugmyndin er ágæt, þótt hún sé ekkert sérstaklega fram-
leg, og býður upp á mikið glens. Þá ná Damon Wayans og Adam Sandler
finum samleik í hlutverkum félaganna tveggja. Hins vegar er James Caan
óvanalega litlaus skúrkur og lokauppgjörið verður því fremur máttlaust.
Þetta er ein af þessum næstum því „skemmtilegu" myndum og vantar
bara skemmtilegra handrit og skemmtilegri skúrk. Hún á þó sínar stund-
ir og er oft nokkuð hlægileg.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Ernest Dickerson. Aðalhlutverk:
Damon Wayans og Adam Sandler. Bandarísk, 1996. Lengd: 85 mín.
Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Anaconda:
Risaslöngur
Myndin segir frá viðureign myndatökuliðs við
risakyrkislöngur og manninn sem vill nota þau sem
agn til að veiða eina slíka lifandi. Hópurinn ætlar að
vinna heimildamynd um Shirishama-indiánana í
frumskógum Brasilíu, en hittir veiðimanninn Paul
Sarone á leiðinni. Hann leiðir þau í villu og fómar
þeim einu af öðra svo hann megi græða góðan pen-
ing á þvi að veiða slönguna sína. Eftir mikið hviss og hvimleið öskur í
ófreskjunni, nokkrar máltíðir, sviksemi, eldsprengingar og slagsmál,
halda eftirlifendur heim á leið. Þessar kyrkislöngur eru ansi ógnvekj-
andi fyrirbrigöi og tæknideildin býr til sæmilega sannfærandi ófreskj-
ur. Hins vegar er myndin klisjukennd leiðindi mestallan tímann, skást
þegar hún er hlægilega heimsk. Jon Voight nær að gæða vonda kallinn
nokkru lífi og skartar bara nokkuð flottum hreim. Aðrir leikarar era
hálfgerðar gufur. Myndin fær þó plús fyrir að skarta stórleikaranum
Danny Trejo í smáhlutverki. Myndin fer hvergi út fyrir hina hefð-
bundnu formúlu og er því fremur þreytandi fyrir þá sem hafa séð sinn
skerf af hryllingsmyndum.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Luis Llosa. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, lce
Cube, Jon Voight og Eric Stoltz. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð
innan 16 ára. -PJ
/
Myndbandalisti vikunnar
V- \r t
• / mL./»ii
aL*#*
21. til 27.október
- jtti j FYRRI ' VIKUR !
SÆT,Í VIKfl ífl LISTAj
TITILL
ÚTGEF. ' TEG.
I
1 i 2 i 2 Scream J 1 Skífan J j Spenna
2 1 lr> & ! 3 mMKm Saint, The j j . ClC-myndbönd J ) j Spenna j
3 ! Ný 1 flnaconda Skrfan j Spenna
4 3 i 3 i j Donnie Brasco j J Sam-myndbönd J j Spenna
5 i 4 ! 5 People VS. Larry Flynt 1 j Skrfan i Gaman
. 6 1 1 5 i mm 4 j Fools Rush In i Skífan J j Gaman
7 i * 6 6 Vegas Vacation Wamermyndir J Gaman
8 'r :j h * ■ j 7 WKSKBm ■ 4 ! Smillas Sense of Snow J Sam-myndbönd J Spenna 1
9 8 4 Relic Háskólabíó j Spenna
10 i 9 3 Pallbearer, The Skrfan r J j Gaman j '■
ii ; 12 4 Crash Myndform j Spenna
J 12 J 10 J 5 j -. J Beavis and Butt-Head Do America J 1 • ClC-myndbönd 1 Gaman J
13 11 ! 7 English Patient : Skrfan J j Drama
» 1 J / J Hollow Point 1 - . ••. . Myndform i Spenna
15 i 13 9 Metro Sam-myndbönd J Drama
1« i 1 n i ‘ j 6 ! CasperiA Spirited Beginning 1 Skrfan i Drama J
17 i 15 i 3 Frankie The Fly Skífan j Spenna
18 i j NÝ J 1 Inventing The flbbots j j Skrfan J j Gaman
i9 ; Ný ! 1 Carpool Warner-myndir ! Gaman
20 ; 1 14 j j 3 J lf These Walls Could Taik Háskólabíó J 1 Drama j
The Saint dvaldi ekki lengi í efsta sæti listans. Eins og viö mátti bú-
ast velti Scream henni af stalli og víst er að þessi vinsæli unglinga-
hryllingur á eftir að vera ofarlega á listanum í einhvern tíma. Eina
nýja myndin á meðal efstu mynda er Anaconda, gamaldags hroll-
vekja sem óvænt varð mjög vinsæl i Bandaríkjunum. Það þarf að
fara aftur í átjánda og nítjánda sætið til að finna aörar nýjar mynd-
ir, Inventing the Abbots og Carpool. Hvorug þessara mynda voru
sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. Inventing the Abbots er tán-
ingamynd um tvo bræður og þeirra viðskipti við þrjár systur sem
eru mun betur stæðar en þeir. Meðal leikara eru Liv Tyler, Jennifer
Connelly og Joaquin Phoenix. Óhætt er aö vekja athygli á Frankie
the Fly, það eru ekki síður þekktir leikarar í ágætri mynd sem fjall-
ar um seinheppinn smákrimma. Meðal leikara eru Dennis Hooper,
Kiefer Sutherland, Daryl Hannah og Michael Madsen.
BK ÍDU CAK'Í BBJAIhl
ilu bFm I uuíilHiR
Scream
The Saint Anaconda
Courtney Cox og
Neve Campell
Sidney á við fleiri
vandamál að glíma en
flestir aðrir táningar.
Móðir hennar var
myrt fyrir einu ári,
faðir hennar er í við-
skiptaferð og unnusti
hennar þrýstir á hana
að koma með sér í
rúmið í fyrsta sinn.
Þaö er ekki á bætandi
að morðingi tekur að
valda skelfmgu í bæn-
um. Notar hann senur
úr þekktum spennu-
myndum til að ginna
fómarlömb sín í
dauðagildra og á lög-
reglustjórinn á staðn-
um í hinum mestu
erfiðleikum með að fá
botn i tilgang morð-
ingjans.
Aðalhlutverk: Val
Kilmer og Elisa-
beth Shue.
I dag er Simon
Templar orðinn
meistaraþjófur, snill-
ingur í að dulbúa sig
og vinna öll þau
hættulegu verk sem
honum era falin.
Markmið hans er að
safna 50 milljónum
dollara inn á leyni-
reikning sinn. Um
leið og þeirri tölu er
náð sest hann í helg-
an stein. Og verkefn-
ið sem hann þarf að
leysa til að fylla
þessa tölu er að stela
vísindaformúlu sem
ung visindakona hef-
ur fundið upp og á
eftir að leiða af sér
byltingu í orkumál-
um heimsins.
Jon Voight,
Jennifer Lopez
og Erik Stoltz.
Djúpt inni í
Amazon-fhunskóg-
inum er að fmna
kyrkislöngu sem er
svo stór að hún getur
auðveldlega gleypt
menn. Hópur kvik-
myndatökufólks held-
ur upp Amazon í þeim
tilgangi að frnna fom-
an ættbálk indiána. Á
leiðinni rekst hópur-
inn á Paul Sarone sem
brotið hefúr bát sinn
og þarfnast aðstoðar.
Vegna óhappa þarf að
snúa við. Þegar Saro-
ne segist vita um
styttri leið ákveður
leiðangurinn að fara
að hans orðum þrátt
fyrir að þau hafi illan
bifur á honum.
Donnie
Brasco
Aðalhlutverk: Al
Pacino og
Johnny Depp.
People vs.
Larry Flynt
Woody Harrelson
og Courtney
Love
Myndin er byggð
á sannri sögu alrík-
islögreglumanns
sem komst inn fyrir
raðir æðstu manna í
mafíunni og villti á
sér heimildir um
þriggja ára skeið.
Eftir því sem tíminn
leið og hann kynnt-
ist hinum nýju
„starfsfélögum" sín-
um betur urðu skil-
in milli laga og
glæpa óljósari í aug-
um hans. Þetta hafði
veruleg áhrif á allt
hans líf, enda erfitt
að vera FBI-maður,
eiginmaður, faðir og
vinur mafiunnar.
Myndin fjallar um
Larry Flynt, hinn um-
deilda útgefanda
Hustlers. Þegar blaðiö
kom út í fyrsta skipti
upphófúst strax há-
værar raddir um að
slíkt blað ætti að
banna. Flynt neyddist
til að hefja baráttu
sina fyrir lffl blaðsins,
prentfrelsinu og tján-
ingarfrelsinu í hvaða
mynd sem var. Málið
fór alla leið fyrir
hæstarétt Bandaríkj-
anna og aðstæðumar
urðu til þess að Flynt
var skyndilega talinn
síðasti krossfari síns
tíma.
t