Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Qupperneq 9
DV FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 nlist HLJÓMPLÖTU Maus - Lof mér að falla afl þínu eyra: flfbragð ★★★★ Hljómsveitin Maus hefur gef- ið út eina af betri plötum ef ekki þá bestu í íslenskri rokktónlist á árinu. Sveitin fékk til liðs við sig breska hljómborðsleikarann Roger O’Donnell úr hljómsveitinni Cure og sér hann um allan hljómborðsleik á plötvmni. Það má reyndar greina tengsl milli Maus og Cure þegar hlustað er á söng Birgis Arn- ar Steinarssonar, söngvara og gítarleikara sveitarinnar, og greinilegt að hann er mikill Cure-aðdáandi. Þaö sem slær mann við hlustun plötunnar er einfaldlega hvað Maus er orðin góð og nær fram ferskara andrúmslofti en maður hefur heyrt í íslenskri rokktónlist um langan tíma. Fyrsta lag plötunnar, Síðasta ástin fyrir pólskiptin, er tvímæla- laust besta lag hennar en á eftir fylgja lög eins og Poppaldin, Égí- meilaðig, Ungfrú orðadrepir, Kristalnótt og Tvíhöfða erindreki sem öll eru frábær, hvert á sinn hátt. Ef einhverja vankanta er að finna á plötunni er þaö helst að söngur Birgis getur verið einlitur á köflum en það má einnig líta á það sem eitt af sérkennum sveit- arinnar. Páll Svansson Jonathan Fire Eater - Wolfsongs for Lambs: Gott rokk sem gengur upp ★★★ Bandaríska rokksveitin Jonathan Fire Eater verður að teljast til svokallaðra Lo-Fi rokkbanda. Á breiðskífunni Wolf Songs for Lambs fetar hún ósköp þægilega slóö. Þetta er plata sem maður setur á fóninn til að heyra nýbylgju- rokk og klikkar ekki. Jonath- an Fire Eater er afar vel- spilandi hljómsveit og tekst vel að útfæra það sem hún vill gera. Eins er hún ekki síðri á tónleikum og hefur vakið mikla athygli fyrir góða tónleika í Bretlandi upp á síðkastið. Wolf- songs er ekki of tilraunakennd. Þar tekst vel að sameina tilrauna- gleöina og heilsteyptar lagasmíðar og góða spilamennsku. Eins er Stewart Lupton, forsprakki sveitarinnar, afar góður söngvari og það hefur mikið að segja. Jón Atli Jónasson Yo La Tengo -1 Can Hear the Heart... Afbestugerð ★★★★ Bandaríska nýbylgjusveit- in Yo La Tengo hefur starfað allt frá 1984 og gefið út fjöl- margar piötur i gegnum tíð- ina en einhvern veginn farið framhjá fólki á kostnað fræg- ari sveita. Hér er þó um stór- góða tónlistarmenn að ræða og lagasmíðar oft á tíðum í ætt við Velvet Underground. Þó er aðalsmerki sveitarinn- ar hvað hún hefur mörg and- lit í lagasmíðum. Nýjasta afurð sveitarinnar I can Hear the Heart Beating as One skildi mig eftir bergnuminn við fyrstu hlustun en hér er að finna í bland angurværar melódi- ur og keyrslurokk í bjöguðu gítarsándi. Platan byrjar með rólegu instrumental lagi, Return To Hot Chicken, og einfold melódía með sýrukenndum gítarhljómi í bakgrunni skapar alveg frábær áhrif. Lög númer tvö og fjögur, Moby Octopad og Sugarcube, eru ekki síðri. Lag númer sex, Shadows, gæti verið komið beint úr smiðju Velvet Underground og næsta lag, Stockholm Syndrome, er hreint öldungis frábært. Lag númer tíu, Green Arrow, er að mínu mati besta lag plötunnar. Hér nær Yo La Tengo allra best sínum sér- staka hljómi og ekki skemmir að heyra engisprettutíst í bakgrunni sem ljær laginu sérstakt yfirbragð. Lag númer þrettán, Center Of Gravity, kemur manni skemmtilega á óvart í rúmbutakti. Síðasta lag plötunnar, My Little Corner of the World, getur virst í eyrum sumra hallærislegt en Yo La Tengo nær að gera einfaldar og naiví- skar melódíur „kúl“ og tekst það ágætlega hér. Páll Svansson I CAN HEAH THE MEART BEATINC AS ONE YO LA TENGO i;anssenan á Islandi - í átta ár Á mánudaginn kemur út fjórði Partý Zone-disk- urinn. Það eru þeir Helgi Már Bjarna- son og Kristján Helgi Stefánsson, sem eru forsprakkar og umsjónar- menn útvarpsþáttarins Partý Zone, sem standa að útgáfunni, eins og fyrri daginn. Útvarpsþátturinn Partý Zone er löngu orðinn klass- ískur í íslensku útvarpi og hefur hann nú hljómaö þar um átta ár skeið. Partý Zone-diskamir eru nokkurs konar safndiskar sem mixaðir eru saman á vinylplötum af plötusnúðum. Síðasti diskur var teknódiskur en sá nýi er mun meira lifandi að því leyti til að þar fer saman house, salsa, funk, djass og fusion. Plötusnúðamir Margeir og Andrés setja gripinn saman og em þeir báðir vel þekktir úr Partý Zone og klúbbum bæjarins. Með útkomu fyrsta Partý Zone-disksins gafst al- menningi færi á að eignast á einum geisladiski þá tónlist sem endur- speglaði danssenuna á þeim tíma. Þetta var einn af fyrstu mixdiskum sem komu út í veröldinni og markaði sannarlega tímamót hér á landi. Á nýja Partý Zone-diskinum er að finna lög sem voru hvað „heitust" í sum- ar. Einnig er þar að finna tvö glæný lög og hið gamla og næstum ófáanlega lag Everybody Loves the Sunshine, með Roy Ayers, frá árinu 1977. „Partý Zone-diskarnir hafa allir verið frekar á house-nót- unum ef frá er talinn sá þriðji og nú förum við eiginlega yfir í þennan lifandi fíling sem einkennir hou- setónlistina í dag. Þetta er mjög í ætt við diskótónlist," segir Helgi Már. „Áður fyrr vom diskamir sett- ir saman í hljóðveri og allar skipt- ingar margæfðar og gerðar á tvo plötuspilara. En á nýja diskinum er fjórdekkað og allt látið flakka í einni upptöku þannig að maður hef- ur á tilfinningunni að maður sé staddur á ein- hverjum klúbbi." Það er mikil partí- stemning á nýja diskinum og má segja að hann sé á gráu svæði milli neðanjaröar og vinsælda- danstón- listar. ....... _ , Um f/ helgina verður haldin útgáfuhátíð Partý Zone sem í gegnum tíðina hefur slegiö aðsóknarmet að skemmtistöðum. I fyrra var haldið ólölegt fcb partí eftir að / skemmtistöðum wMI var lokað í þeim / tilgangi að fagna W útgáfuPZ og varallt f tiltækt lögreglulið ' kallað út til að stöðva fjörið. í ár er það Skuggabarinn sem verð- ur fyrir barðinu á skemmtanaþyrstum PZ- aðdáendum. Útgáfuhátíðin hefst á miðnætti á föstudagskvöld- ið og verður hún send beint út á Effemm 957. En að sjálfsögðu verð- ur Partý Zone i beinni á X-inu 977 eins og hann hefur verið frá árinu 1993. Plötusnúðurinn DJ Rampage og blendlar nýja PZ-disksins verða að þeyta skífur á útgáfuhátiðinni ásamt ásláttarleikurum. -JAJ Súrefni - kemur út í dag í dag kemur út önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Súrefnis. Hún markar að vissu leyti tímamót þar sem þetta er ein af fáum alíslensk- um danstónlistarplötum sem út koma fyrir jólin. Þeir Þröstur og Palli, sem mynda Súrefni, hafa verið iðnir við það upp á síðkastið að koma fram á tón- leikum og nú um síð- ustu helgi voru þeir að spila í Sjallanum á Ak- ureyri ásamt hljómsveitinni Qu- arashi. Súrefni hefur átt talsverð- um vinsældum að fagna aö undan- fömu og var lag þeirra félaga, Disco, vinsælt á útvarpsstöðvun- um í sumar. -JAJ Tónlistin iír myndinni Sh o o tingli i s h í dag verður frumsýnd breska myndin Shooting Fish en lögin úr myndinni hafa verið gefin út á geisladiski. Diskurinn inniheldur ýmislegt góðgæti Brit-poppsins en auk breskra sveita er þama að finna sænsku hljómsveitina Wanna- dies með lagið Friends af plötunni Bagsy Me sem kom út fyrr á þessu ári. Hljómsveitin Space á tvö lög á plötunni sem komu út i fyrra og lag- ið Body Medusa með Superreal er hér í Leftfield-mixi. Aðrar sveitir, sem eiga lög á plötunni, em Strang- elove, The Supernaturals, Silver Gun, Symposium, Jackie De Shann- on, David McAlmont, The Blueto- nes, Dubstar, Passion Star, The Divine Comedy og Stanislas Syrewicz sem flytur titillag plötunn- sir. Ekki má heldur gleyma gamla góða laginu Do You Know the Way to San Jose í flutningi Dionne Warwick. -ps 1. Divarce Garcons 2. 3. 4. 5. 6. 7. Jazz Carnival Azimuth Let Me Luv You Jii Hoo Somewhere Vision Black Gold of the Sun Nu Yorican Soul Contact Pizzicato five Two Wrongs Makln it Kevin Yost k € : Rlght 8. Sacre Francais Dimitri From Paris 9. Through the Mlxer Joey Beltram í 10. Spellbound Deep Ink

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.