Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 Spurningin Hvaö finnst þér skemmti- legast aö gera á jólunum? Alexandra Grétarsdóttir, 7 ára: Opna jólagjafírnar, hvað annað? Regína Sigurðardóttir, 13 ára: Mér finnst allt skemmtilegt á jólunum. Jónína Helga Sigurðardóttir, 10 ára: Ég veit það ekki. Gjaflmar eru auðvitað ágætar. Selma Hrönn Jónasdóttir, 4 ára: Að dansa í kringum jólatréð. Birkir Halldórsson, 12 ára: Opna pakkana og svo að skjóta upp flug- eldum á gamlárskvöld. Aron Leví Stefánsson, 8 ára: Að- fangadagskvöld er skemmtilegast þvi þá fær maður svo mikið af gjöf- um. Lesendur Mál Louise Woodvard Louise Woodward frjáls á ný. Konráð Friðfinnsson skrifar: Bresk stúlka, 19 ára, Louise Woodward, ákvað að víkka ögn sjóndeildarhringinn og gerast „au pair“ i íjarlægu landi. Hún leitar þvi til viðurkenndrar skrifstofu er sér um svona mál fyrir ungt fólk. Bandaríkin verða fyrir valinu. Ung- um hjónum í Boston leist vel á þá bresku. í samvinnu við umboðs- skrifstofuna er tekið á móti henni inni á heimili í þessari milljóna- borg. - Starf Louise er að vera bam- fóstra og gæta kornabarns hjón- anna, Matthews Eappens. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Allt í einu er breska stúlkan orðin miðdepill í umræðu víða um lönd, komin í kastljós flölmiðlanna. Louise er nefnilega sökuð um að vera völd að dauða Matthews litla. En talið er að drengurinn hafi látist af höfuðmeislum er hann hlaut. Hófust þá tímar yfirheyrslna, réttar- halda og angistar. Og áhugi heims- pressunnar fer einnig vaxandi. Stúlkan neitar öllum sakargift- um. Eftir 279 daga í réttarsal er komið að þætti kviðdóms og spenn- ingurinn eykst. Úrskurður hans er að stúlkan sé sek um morð að yfir- lögðu ráði og skuli sæta lífstíðar- fangelsi. Dómarinn í málinu er ekki sáttur við niðurstöðu kviðdóms og kveður upp nýjan dóm fáeinum dög- um síðar. Manndráp af gáleysi og hæfilega refsingu 9 mánuði sem Louise hafði þegar afplánað. Hún gat því gengið úr réttarsal frjáls manneskja. Ekki er annað að sjá en mál bresku stúlkunnar sé klúður. Einnig hljóta menn að velta fyrir sér hvort kviðdómskerfið sé ekki gengið sér til húðar. Það kom sem sé fram hjá einum kviðdómenda síð- ar að flestir þeirra hafi verið á þeirri skoðun, að „morð að yfir- lögðu ráði“ væri of þung refsing, miðað við hinar vafasömu sannanir sem fyrir lágu. - Maður spyr því hvort almenningsálitið hafi ráðið úrslitum í endanlegum úrskurði kviðdómsins. Svona dómsuppkvaðning er því með öllu óásættanleg og óskiljanleg. Þetta viðurkennir líka í raun dóm- arinn er hann breytti dómnum. Að sýkna þessa konu var hendi næst hjá dómaranum að mínu mati. Og hitt, að vera með slík mál inni á gafli hjá fólki, í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva, er mannréttinda- brot og ekkert annað. Misbrestur í merk- ingum neysluvara Halldór Sigurðsson skrifar: Það hefur borið æ meira á því undanfarið að á boðstólum hér séu vörur (eingöngu innlend fram- leiðsla) sem eru ýmist vanmerktar eða alls ekki merktar að neinu leyti utan heiti vörutegundarinn- ar. Ég hef líka tekið eftir því að fólk er mun varkárara er það gerir innkaup sín í verslunum en áður og skoðar vandlega hvort merking- ar og innihaldslýsingar séu til staðar. Auðvitað er það hið eina rétta. Framleiðendur eiga ekki að komast upp með að svindla á neytendum með óvandaðri framleiðslu. Því oft- ast fer það saman að illa merktar vörur eru líka óvandaðar. Ég hef lesið í tvígang í DV um misbrest á vörumerkingum. Ann- ars vegar var um að ræða græn- meti frá Ágæti sem vantaði á fram- leiðslu- eða neysludagsmerkinu. Hins vegar sælgæti; Lindubuff. Það sem mér fannst líka furðu- legt er að hvorugur framleiðandinn skuli hafa hraðar hendur og biðjast afsökunar á þessum vinnubrögð- um. Ég hef a.m.k. ekki séð slíkt í DV ennþá. Þeir hefðu þó áreiðanlega tekið við sér væri um rangar ásak- anir að ræða. - En svona er það hér. Sé kvartað yfir augljósum og sannanlegum misbresti, jafnvel misferli, þegja menn þunnu hljóði. En rífa hár sitt telji þeir á þá hall- að - um millimetra. Svikið loforð - alvarleg breyting Framkvæmdir við Fossvogsskóla. Þeim lýkur um aldamótin. E.K.S. skrifar: Það er leitt að verða vitni að þeim breytingum sem orðið hafa á núver- andi borgarstjóra á aðeins tæpum 4 árum. Eða var þá röng sú mynd sem hún gaf af sér? Hún gaf til kynna að hún væri öðruvísi stjómmálamaður og boðaði breytingar. Hún væri ein- staklingur sem stæði við orð sín. - Meirihluti borgarbúa keypti þetta í síðustu kosningum. Sjálfstæðismenn hafa síðan ítrek- að bent á að nú sitji eftir flöldi svik- inna loforða. Ég viðurkenni að á það leit ég sem hefðbundin mótmæli og sannast sagna hafði ég ekki kynnt mér þann málflutning sér- staklega. En þegar ég, sem foreldri í Fossvogsskóla, upplifði loforð henn- ar og svik gagnvart mínum börnum þá hugleiði ég hvort gagnrýnin um önnur svikin loforð eigi við rök að styðjast. Á hverfisfundi, sem ég sat með núverandi borgarstjóra í Réttaholts- skólanum í mars sl., lýsti hún yfir að lokið skyldi við að byggja við Fossvogsskóla á árinu 1998. Þeir sem þekkja til aðstöðu í Fossvogs- skóla vita að þar er kennt í glugga- lausum rýmum, kjöllurum og bráðabirgðaskúnun. Heilbrigðiseft- irlitið og Vinnueftirlitið hafa krafist þess að úr þessu verði bætt. - Ég var því fegin að heyra loforð borgar- stjóra, að Ijúka ætti byggingunni fyrir næsta haust. Ég hef áður verið á hverfisfund- um með borgarstjórum, m.a. Davíð, og þá lögðu menn áherslu á að standa við orð sín. - Nú reynist ekk- ert að marka loforð þessa borgar- stjóra. Það er alvarleg breyting. Til að bæta gráu ofan á svart gefur hún okkur foreldrum til kynna að hún hafi aldrei meint það þannig að ljúka ætti byggingunni á næsta ári. Annað heyrðum við öll. Nú stendur til hjá R-listanum að ljúka viðbygg- ingimni um aldamót - í besta falli 1999. Þetta kalla ég svikin loforð, ekkert annað. Aukin löggæsla umfram allt Kristinn Sigurðsson skrifar: Verslunin og ýmsir aðilar voru með námskeið fyrir fólk í sölu- tumum og afgreiðslustöðum vegna viðbragða gegn árásar- mönnum. Það er að sjálfsögðu af því góða. En eitt gleymist, sem svo oft er ástæðan fyrir því að glæpalýður kemur meir og meir fram á öllum tímum sólarhrings- ins, alls óhræddur við lögregl- una. Það er fáliðun lögreglu. Hún getur lítið verið á ferðinni. Dóms- málaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík ættu að sameinast um aö styrkja lögregluna með flölgun á mannskap þannig að hún geti verið sýnileg sem víðast. Kennarar sprungu á limminu Dísa hringdi: Samkvæmt fréttum upplýsist nú að þorri þeirra kennara sem sögðu upp störfum I mesta hama- ganginum í yfirstandandi kjara- samningum hefur ekki enn dreg- ið uppsagnir sínar til baka. Þeir sprungu hins vegar á limminu með því að framlengja samninga sína. Mín spá er sú að aðeins fáir kennarar, ef nokkur, muni láta af því verða að segja upp störfum. Kennarastarfið er nú einu sinni nokkuð tryggt starf með ágætum vinnutíma og góðu sumarleyfi, hvernig sem á allt er litið. Kenn- arar erlendis hafa miklu meiri vinnuskyldu en hér á landi. Reiö út í reðurgjafa Guðbjörg Guðjónsd. hringdi: Er þetta ekki dæmalaus heimska og ófyrirleitni af þess- um manni sem nefndur er „reð- urgjafi" að flagga með þetta tól sitt til að komast í fiölmiðla? Og þessi Reðurstofa íslands - og „reöurstofustjóri“! Hvaða helvítis rugl er þetta? Að annars ágætt dagblað eins og DV skuli leggja sig niður við að birta um þetta ffétt, og þaö á forsíðu! Gat ekki þetta fyrirbæri, „reðurgjafinn“, bara ánafnað skrokkinn á sér til frjálsrar meðferðar og krufning- ar eins og margir gera? Hver hef- ur komið þessu inn hjá karlgarminum að hann hafi sér- stakan lim sem þurfi að sýna um allan heim? Er þetta ekki bara 82 ára gamall útnotaður limur? Hvað er svona merkilegt við hann? Kvennalistinn á 3 þingmenn Kristján skrifar: Ég get ekki betur séö en Kvennalistinn sé skyldugur til að hafa sína 3 þingmenn á Alþingi eins og niðurstaða þingkosning- anna leiddi til. Kvennalistinn verður því að kalla til varaþing- mann án tafar eftir að Kristín Ástgeirsdóttir hefur gengið úr samtökunum. Annars eru kosn- ingalög kolvitlaus hér, úr því svona gerist skipti eftir skipti. Að hafa landið eitt kjördæmi er sanngjamt og réttlátt. Þessi hringavitleysa er óþolandi. Hvar er Dægur- landið? Olga og Kristrún skrifa: Besti þáttur útvarpsstöðvanna að margra mati er „Dægurland- ið“. Þátturinn var á Sigilt FM 94.3 á laugardögum frá kl. 13-16. Hann hefúr bjargað laugardegin- um fyrir okkur sem erum á besta aldri (40 ára og upp úr). Þama spilar rokkarinn Garðar Guð- mundsson íslenskar perlur sem ekki heyrast á hinum stöðvun- um. Einnig gamla rokkið. Við viljum fá Garðar aftur með Dæg- urlandið sem fyrst, þótt Sigilt FM hafi verið selt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.