Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 enmngi Janni, eða hvað? „Ofætunni fínnst sérhver máltíð vera sín hinsta.u Esra Jassblönduð sálumessa SYNDARA eftir Ingólf Margeirsson AMMASSALIK Kór Langholtskirkju söng af öryggi og innlifun. Síðustu helgi voru haldnir tón- leikar í Langholts- kirkju og komu þar margir við sögu; flytjendur voru lið- lega hundrað tals- ins. Langholts- kirkjukórinn söng ásamt einsöngv- urum undir stjóm Jóns Stefánssonar og Stórsveit Reykjavíkur lék með liðsauka undir stjórn Sæhjörns Jónssonar. Verkin sem vora flutt voru öll eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg sem sjálfur lék með á píanó þegar við átti. Tónleikarnir hófust á þremur verkum sem Stórsveitin lék, en þau voru Torn Eriks song, Rolf Billberg im memoriam og Gam- all brúðkaupssálmur frá Áhl. Öll hljómuðu verk- in innan nokkuð hefðbundins jassramma, mjúk og áheyrileg. í því fyrsta, sem ættaö var laglínu- lega séð beint úr Dölunum, mátti greina skemmtilega tilflnningu fyrir annars vegar þétt- leika hljómanna og hins vegar fegurð einsemdar. Innkoma saxófóna í upphafi vakti sérstaka hrifn- ingu, slík var mýktin. Formið var skýrt i næsta verki, flutningurinn í upphafi ekki alveg jafn öruggur en styrktist. Trommusettsleikur hljómaði þarna of sterkur og raunar var það svo alla tónleikana. Það er oft erfitt að hljóðblanda vel í lifandi húsum eins og Langholtskirkju og er þá átt við hljóðblöndun stjómendanna, en það er þeirra að meta hæfileg- an styrk hvers og eins. Þriðja verkið var svolítið groddaleg útsetning á annars ágætum efnivið sem byggður var á brúð- kaupssálminum fyrmefnda. Óhreinir tónar í pí- anói spilltu flutningi nokkuð á þessum tónleik- um, galli sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Langholtskirkjukórinn söng nú fjögur styttri verk eftir tónskáldið, ágætlega valin sýnishom af skrifum hans fyrir raddir og sýndu að sungið efni virðist draga fram það besta í tónmáli tónskálds- ins. Líklegt er að Counsel til Girls hafi verið skrifað með ögn færri flytjendur í huga, en sams konar léttleiki hljómaði sannfærandi í Encoura- gement to a Lover. Carpe Diem geymdi aftur þétta hljóma sem sungust vel og The Passionate Tónlist Sjgfríður Bjömsdótdr Shepherd to his love óx frá klisjum yfir í það að vera hreinlega fallegt. Sálumessur hafa verið samdar árhundruðum saman við hinn viðtekna latneska texta, en í myndarlegri efnisskránni fylgdi snilldarþýðing Matthíasar Jochumssonar. Tónsetning textans þjónaði lengi sem hluti kirkjulegrar þjónustu en síðan hafa orðið til mörg verk byggð á textanum sem hugsuð eru til tónleikaflutnings. Hvort þessi færsla út fyrir kirkjuna hefur áhrif á hina trúar- legu dýpt sem verkin geyma skal ekki alhæft um og ekki víst að öllum finnist það skipta mestu máli. í sálumessu Nils Lindberg var ekki alveg ljóst hvort jassbland- aði dala- og gregorssöngurinn var verkfæri til að koma merk- ingu textans á framfæri á nýjan hátt eða hvort textinn var að- eins notaður sem farartæki þessar- ar blönduðu stíl- tegundar. Tján- ingin var í öllu falli grunn. Sanctuskaflinn geymdi fiör en ekki fögnuð og mjög vel útfærðar hljóðfæra- spunastemningar höfðu yfir sér þennan blæ einstaklingstjáningar sem aldrei getur orðið samnefhari fyrir manninn. Einsöngvaramir þrír, þau Bergþór Pálsson, Andrea Gylfadóttir og Harpa Haröardóttir, voru skemmti- lega ólík hvert öðru. Reynsla þeirra allra af flutningi ýmissa tegunda tón- listar kom sér greinilega vel og gerði flutning þeirra enn áhugaverðari. Harpa Harðardóttir komst í túlkun sinni á Judex ergo cum sedebit næst hinni trúarlegu einlægni sem maður væntir og hrífur mann með. Kórinn söng af öryggi og inn- lifun og ekki annað að sjá en að hinni ágætu stór- sveit gengi vel að leika undir kraftmikilli stjóm Jóns Stefánssonar. Nils Lindberg er ekki sá fyrsti sem vekur spumingar um trúarkraft í sálumessu. Verdi þótti leikhúslegur í sinni og ekki minni menn en Schnittke hafa reynt að höfða til stærri hóps með notkun popphljóðfæra í sálumessu. Tíminn verð- ur að skera úr um hvort verkið lifir. Ammassalik Ljósmyndabókin Ammas- salik - A Jewel in the Arctic Crown er komin út á Islandi. í henni eru 160 ljósmyndir Krist- jáns Friðrikssonar frá Ammassalik-svæðinu á austur- strönd Grænlands og inngang- ur á ensku rnn svæðið, samfé- lag þess og sögu, eftir Vilborgu Einarsdóttur. Aðfararorö eru eftir Anders Andreassen, þing- mann svæðisins og forseta grænlenska landsþingsins. Ammassalik er það samfélag manna sem síðast var uppgötv- að í heiminum. Það fannst árið 1884 þegar Danir sendu leiðang- ur til austurstrandarinnar til að leita fomra víkingabyggða. * Ammassalimmiut-fólkið hafði þá búið í einangrun svo öldum | skipti. Það talar austur-græn- lensku sem er svo ólík vestur- Igrænlensku að hægt er að tala um annað tungumál, og auk þess er mikill munur á siðum og trúarvenjum milli lands- hluta. íbúar svæðisins em nú um 3000 og í útliti em þeir tals- vert ólíkir öðrum Grænlending- ' um. Kristján Friðriksson Ijósmyndari hefur á und- anfornum tveimur árum dvalið langtímum saman í Ammassalik og myndað mannlíf og náttúm á öllum tímum ársins. Myndir hans sýna stórbrotið landsvæði og óvenjulegt fólk, og eru sumar alveg óviðjafnan- legar. Bókin kom út í Græn- landi í september og hefur hlot- ið geysilega góðar viðtökur þar. segja söguna, bæði í nútíð og fortíð, er vandlega hugsað og til þess gert að byggja upp þá spennu og eftir- væntingu sem knýr lesandann áfram í leit að sarmleikanum um Janna. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Eini gsilli bókarinnar er að mínu mati sá hve lífsmynstur söguhetj- unnar er flókið. Krflli þarf að skipta sér milli „gömlu félaganna, skólans og Janna“, eins og segir á bók- arkápu, en höfundur virðist ekki al- veg ráða við umfangið þannig að myndin verður svolítiö óskýr. Persónusköpun sögunnar er að flestu leyti góð, sérstaklega aðalper- sónanna. Janni og Krilli spretta ljóslifandi fram og náin tengsl þeirra og vinátta verða nánast áþreifanleg. Lýsingamar á söknuði Krilla þegar Janni hverfur eru áhrifaríkar og togstreitan á milli þeirra átakanleg því hún orsakast af tregðu Janna til að sýna Krilla fullan trúnað. Þýðing Sigrúnar Ragnarsdóttur er þokkaleg en gæti stundum verið liðugri. Janni vinur minn er bæði spennandi og athyglisverö bók og fufl ástæða til að mæla með henni fyrir fullorðna ekki síður en yngra fólk. Peter Pohl: Janni vinur minn Mál og menning 1997 Kraftmeiri, nu með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábaeri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Peter Pohl vann til margvíslegra verðlauna fyrir bókina Ég sakna þín sem kom út hér í fyma í þýð- ingu Sigrúnar Ámadóttur. Sú saga byggir á raunverulegum atburðum og sagan af Janna virðist gera það að ein- hverju leyti líka. í það minnsta fer höfundur aft- ur til eigin æskuára og notar greinilega efnivið sem er honum nærtæk- ur. í upphafi sögu erum við stödd úti á götu og lögregluþjónn er að spyrja hóp af strák- um hvort þeir kann- ist við hjól og aðrar eigur Jarrna sem hann dregur fram. Sögumað- urinn, Krilli, kannast að sjálf- sögðu við þetta allt saman því Janni er besti vinur hans. Þar sem við stöndum þarna á götunni rifiar svo Krflli upp fyrir okk- ur kynni sín af Janna allt frá fýrstu stimdu, 31/8 ’54 kl. 18.32. í fyrstu hélt hann að Janni væri stelpa en fékk það ekki tfl að ríma við leikni hennar á hjólinu. „Tflvilj- un ein hlaut að hafa stýrt hjóli hennar svona fuflkomlega". En sva kemur skýringin, þessi rauðhærða og freknótta stelpa heitir Janni og Krflli ákveður að viðra ekki þá hug- dettu sína að hann væri Lina Langsokkur. Jannii og Krilli verða mestu mát- ar og bralla ýmislegt saman en það er margt undarlegt við hann Janna. Hann virðist ekki vera í skóla og smám saman komumst við að því á ekki foreldra á lífi. Hann er alls óhræddur líf sitt og teflir oft á tvær hætt- ur. Hann á það til að hverfa svo mán- uðum skiptir en lesandi fær engan botn i alla leyndar- dómana fyrr en í lokin, en þá er það of seint. Sagan af ' Janna er athygl- isverð fyrir margra hluta sakir og að ýmsu leyti frábrugðin hefð- bundnu raunsæissögunum sem hafa verið algengastar á unglingabóka- markaðinum undanfarin ár. Upp- bygging sögunnar er flókin og gerir kröfur tfl lesanda. Góö frásagnar- tækni er sterkasta hlið höfundar og hann fer á kostum þegar dramað er i hámarki. Það hvemig hann kýs að Komdu og skoðaöu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar >FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.