Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 -^Gii 33Ej jj Hártíska vetrarins hefur í för með sér nokkrar spennandi nýjungar. Tilveran heimsótti tvo hárgreiðslumeistara sem segja frá því nýjasta sem er að gerast í heimi hártískunnar. tísku Fínar samkvæmisgreiðslur tóku ákveðinn kipp í fyrra og mér sýnist að þetta ætli að halda sér í vetur,“ segir hár- greiðslumeistarinn Jón Stefnir um strauma og stefnur hártískunnar i vetur. „Mér flnnst þróunin hafa verið ánægjuleg undanfarin ár en það virðist sem konur geri meira að því að láta greiða sér þegar þær fara út. Fyrir áratug var það alls ekki við- tekin venja að ungar konur létu greiða sér á tyllidögum. Nú er það bara orðið býsna algengt. Nú þykir það að fara á hárgreiðslustofu vera nauðsynlegur hluti þess að klæða sig upp. Það er trúlegt að tískan al- mennt eigi sinn þátt í þessu en nú er algeng sjón að sjá konur í síðum kjólum og slíkur klæðnaður kallar auðvitað á hárgreiðslu i samræmi. Það hefur orðið hálfgerð bylting í |g# f“\ Ujf jÆ/jsp áhrifavald- HL ^ JtmBst ' J i ur eins og Wm s®st á hár- Jón Stefnir meö dóttur sína, Jóhönnu Ellu, í stólnum. Nú eru Hárgreiösla sem þessi er afar vinsæl um þessar mund- b r ú n i r DV-myndir Hilmar Þór litir í t í s k u sem er nokkuð í takt við það sem gerist í fatnaðinum. Ég gæti trúað að rauð- ir litir og koparlitir yrðu sterkir í vetur. Það má segja um samkvæmis- greiðslurnar að þar kemur margt til greina. Klassískar galagreiðslur ganga náttúrlega alltaf fyrir eldri dömur. Hjá yngri konum er uppsett hár þar sem bundnir eru hnútar í hárið og vöfflujámið notað hér og þar óskaplega vinsælt," segir Jón Stefnir um leið og hann leggur síð- ustu hönd á glæsilega hárgreiðslu. klæðaburði og nú geta ungar konur eignast spari- kjóla fyrir lítinn pening." Jón Stefnir segir hár- tískuna undanfarin ár hafa verið mjög víðtæka. „Það er mjög margt í gangi en við sækjum helst áhrif til Evrópu þótt einnig beri stundum á straumum frá Bandaríkjunum. Fatatískan er líka Rauðar strípur og permanent - segir Guðrún Sverrisdóttir um hártísku vetrarins eegar blaða- maður DV hitti Guðrúnu Sverrisdóttur hár- greiðslumeistara á dögunum var hún nýkomin frá London. „Það er æðimargt spenn- andi að gerast í London um þess- ar mundir. Tísk- an í London er afar frábrugðin því sem til dæmis er að gerast í Par- ís. í London er alltaf meira áber- andi grófur stíll og líklega ekki eins kvenlegur og við eigum að venj- ast frá París. Ég vetur. held að straumar frá bæði London og París höfði til okk- ar íslendinga. Maður reynir auðvitað að móta eigin stíl þótt hann sé oftar en ekki undir áhrifum frá þessum borg- um. @.mfyr:Jarðlitir allsráðandi Rauðar strípur í dökku hári voru mjög áberandi í London. Þetta er flott útfærsla á strípum og minnir kannski svolítið á pönkið. Þetta er samt kvenlegt og fal- legt,“ segir Guð- rún. Hártískan fylgir fatatískunni eins og oft áður. í fatnaði vetrarins eru jarðlitir, brúnir og kop- arlitir allsráðandi og svo virðist einnig vera í hár- litunum. „Fatat- íska og hártíska haldast æði oft í hendur. Ljóst hár er auðvitað sígilt en nú er gjaman settur öskutónn í það. Hvað stríp- urnar varðar þá virðist það smám saman vera að detta upp fyrir að setja nokkra liti eins og hefur verið al- gengt síðustu misseri. Það er meira um að settur sé einn sterkur litur í hárið." Alltítísku Annað sem ber nýrra við er permanentið sem enn á ný dúkkar Mjúkar og kveniegar línur eru það sem Intercoiffure-samtökin boöa í litla lægð undanfarið. Samkvæmisgreiðsl- uráuppleið Guörun meistari. Sverrisdóttir DV-mynd I u p p . „Permanent hefur náttúr- lega aldrei horfið alveg af sjónarsviðinu. Það eru bæði konur og karl- ar sem nota það mikið. Það sem gerist nú er að permanentið er orðið sýni- legra en áður. Lambakrullur ísítthárogsvo r ó t a r - permanent i styttra hár verður æ vin- sælla. Guðrún segir að viðkvæðið sé að allt sé í tisku og það sé í hendi hár- greiðslumeistarans að fmna út hvað hentar hverjum og einum best. Rauöar stripur t dökku hári. Guörún spáir þvf aö þetta veröi vinsælt I vetur. „Það er eitt af því si þetta starf svo skemmt: er sífelld þróun og þó hlutir komi upp aftur þá er alltaf einhver breyting. Til dæmis er permanentið tals- vert frábrugðið því sem var þegar það var upp á sitt besta fyrir tíu árum.“ En það eru fleiri breytingar í deigl- unni. „Tjásuklipping hefur sætt ótrúlegum vinsældum undanfarin misseri en mér sýnist hún vera á undanhaldi. Þverlína í hári er það sem koma skal og eins virðast þvertoppar vera að koma aftur eftir dá- Vöfflur eru talsvert áberandi I samkvæmis- greiöslum vetrarins. Guðrún segir að þótt samkvæmisgreiðslur hafi alltaf verið algengar þá megi greina ákveðna aukningu i þeim geira nú. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir hár- greiðslumeistarann? „Já, vissulega því það er með því skemmtilegasta sem maður gerir að setja upp fína samkvæmisgreiðslu. Þá reynir á hugmynda- flugið og eins og tískan er nú þá er flest leyfi- legt í þess- um efnum. Það er líka misskiln- ingur að konur þurfi að hafa sítt hár fyrir slíkar hár- greiðslur. Það má gera heilmargt við stutt hár. Ég held að það sé að v e r ð a á k v e ð i n hugarfars- breyting og konur eru famar að hta á það sem hluta þess að gera sér glaðan dag að fara í hárgreiðslu og láta nostra við sig,“ segir Guðrún Sverrisdóttir að lokum. -aþ Einföld en falleg greiösla. Hvíta háriö er viöbótar- hár sem ætlaö er gefa hár- greiöslunni nýstárlegan blæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.