Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
Nýja hvít-
flibbastéttin
„Miklir menn eru í þessari nýju
stétt „hvítflibba", sem vila ekki fyr-
ir sér að þrefalda verðmæti lítillar
nótastöðvar á nokkrum dögum
með reiknivélina eina að vopni.“
Sverrir Leósson útgerðarmaður, í
Degi.
Gráðugt forstjóraveldi
„Langreyndir starfsmenn pósts-
og símaþjónustunnar hverfa smám
saman af vettvangi, en við tekur
reynslulítið og gráðugt forstjóra-
veldi sem lætur eigin laun og önn-
ur hlunnindi sitja í fyrirrúmi fyrir
þörfum neytenda."
Sigurður A. Magnússon rithöfund-
ur, í DV.
Ummæli
Hagsmunabandalagið
Sjálfstæðisílokkurinn
„Sjálfstæðisftokkurinn, þetta
laustengda hagsmunabandalag, er í
reynd einungis að gæta hagsmuna
hinna fáu. það eru forstjórar stór-
fyrirtækjanna og hagsmunasam-
taka sem ráða nú orðið öllu í Sjálf-
stæðisflokknum. Þangað sækir
Davíð Oddsson vald sitt.“
Agúst Einarsson alþingismaður, í
Degi.
Kássast upp á konu ...
„Ég vil sjá formleg slit áður en
farið verður að ræða nýtt samstarf.
Annað væri eins og að kássast upp
á konu í hjónabandi."
Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi á
ísafirði, í DV.
Tvo flotgalla á ári
„Ég veit ekki hvort ætlast er til
að hvert bam í skólanum fái tvo
flotgalla á ári til að þau geti leikið
sér án þess að vera í lífsháska."
Sigurður Ólafsson, bæjarfulltrúi á
Isafirði, um hugmyndir um að
kaupa Norðurtanga, í DV.
Kringlan er stærsta verslunarmiö-
stööin á fslandi enn sem komið er,
hún er aðeins smásmíöi miöaö
viö þær stærstu í heiminum.
Verslunar-
miðstöðvar
Verslunarmiðstöövar hafa ver-
ið í umræðunni hér á landi að
undanfömu enda verið að byggja
eina slíka í Kópavoginum og önn-
ur risastór á teikniborðinu.
Fyrsta verslunarmiðstöð í heimin-
um var Roland Park Shopping
Center í Baltimore í Bandaríkjun-
um. Var hún stofnuð 1896. Stærsta
verslunarmiðstöðin er West Ed-
monton Mall í Alberta í Kanada.
Þessi verslunarmiðstöð var fyrst
opnuð 1981, en var ekki fúllgerð
fyrr en fjórum árum síðar. Versl-
unarmiðstöðin er 483.000 m2 að
flatarmáli, stendur á 44,5 hektara
lóð og kostnaður við hyggingu
hennar var 1,1 milljarður dollara.
í henni eru 828 verslanir og þjón-
ustufyrirtæki auk 11 stórverslana.
Bílastæðir er fyrir 20000 bíla.
Blessuð veröldin
Stærstu stórmarkaðimir
Heimsins stærstu stórmarkaðir
(sjálfsafgreiðsla með kassaröðum)
eru markaðir í Piggly Wiggly-
verslunarkeðjunni sem Clarence
Saunders stofnaði í Memphis i
Tennessee á fyrri helming aldar-
innar.
Bergur Pálsson, formaður Félags hrossabænda:
Allur minn tími fer í bú-
skapinn og félagsmálin
„Þetta eru að vísu ný samtök, en
gömul um leið, því það er verið að
sameina tvö félög, Félag hrossa-
bænda og Hrossaræktarsamband
íslands," segir Bergur Pálsson,
bóndi í Hólmahjáleigu í Austur-
Landeyjum, sem kosinn var for-
maður hinna nýju samtaka, sem
eru undir nafni Félags hrossa-
bænda. Samtökin taka yfir starf
tveggja samtaka og munu hafa
skrifstofuaðstöðu í Bændahöllinni í
Reykjavík, enda er félagið aðili að
Bændasamtökum íslands. Samein-
ingin átti sér stað á aðalfundi Fé-
lags hrossabænda og var um tvö
nöfn að velja fyrir hið nýja sam-
band, Félag hrossaræktenda eða
Félag hrossabænda, og varð niður-
staðan að samtökin yrðu undir
naöii Félags hrossabænda.
Bergur segir að það hafi verið í
rnnræðunni í tvö ár að sameina fé-
lögin: „í grófum dráttum þá voru
bæði samböndin að starfa að sömu
málum þó ekki með sömu áherslum.
Félag hrossabænda sá um markaðs-
málin og Hrossarækarsamband Is-
lands sá um ræktunarmálin, það
þótti því orðið
hentugt að hafa
þetta undir ein-
um hatti. Ég kem
úr Félagi hrossa-
bænda, var þar
formaður, en er
auk þess formað-
ur Búnaðarsam-
bands Suður-
lands.“
Bergur segir
aðspurður að
hann hafi stund-
að hrossarækt í
ein tuttugu ár:
„Það er þó ekki
aðalbúgrein mín
hér í Hólmahjá-
leigu. Ég er kúa-
bóndi og hef
hrossin með í bú-
skapnum. Ég er
með ein sjötíu
hross og hef stað-
ið í ræktun öll
þau tuttugu ár sem ég hef búið hér.
Ræktunin er tímafrek, það þarf
alltaf að vera að velta fyrir sér
hvernig maður
viU standa að
ræktuninni og
svo framkvæma
það sem maður
hugsar."
Bergur segist
hafa lítinn tíma
fyrir önnur
áhugamál: „Það
fer ailur tími í
búskapinn og fé-
lagsmálin og
dagrn- er að
kveldi kominn
þegar ég er hú-
inn að sinna
mínum verkum,
þar að auki þarf
ég að fara til
Reykjavíkur
einu sinni til
tvisvar i viku og
það tekur sinn
tíma frá bú-
skapnum."
Eiginkona Bergs er Agnes Ant-
onsdóttir og eiga þau þrjú höm.
-HK
Bergur Pálsson.
Maður dagsins
Myndgátan
Greiðir yfir fimm hundruð krónur fyrir brjóstsykur.
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði.
Steinunn Sigurðardóttir les úr bók
sinni Hanami.
Rithöfundar fara
með ástarorð
Upplestrarkvöld verður á Sólon
íslandus í kvöld. Munu fimm rit-
höfundar lesa úr nýútkomnum
skáldverkum sem fjalla um ást-
ina. Þeir sem lesa eru Didda, sem
les úr Ertu, Jón Karl Helgason les
úr þýðingu sinni á Sálin vaknar
eftir Kate Chopin, Rúnar Helgi
Vignisson les úr Ástfóstri, Stein-
imn Sigurðardóttir les úr Hanami,
sögunni af Hálfdani Fergussyni og
Þórunn Valdimarsdóttir les úr Al-
veg nóg.
Upplestur
í hléinu verður klassísk tónlist,
Rúnar Þórisson leikur á klassísk-
an gítar. Kynnir kvöldsins er Við-
ar Hreinsson, bókmenntafræðing-
ur. Upplesturinn hefst kl. 20.30 og
era allir velkomnir, aðgangur er
ókeypis.
Bridge
Breska bókaútgáfufyrirtækið
Batsford hefur undanfama mánuði
gefið út fjölda bridgebóka, bæði nýj-
ar og endurútgáfur á klassískum
verkum sem hafa verið ófáanleg um
nokkurt skeið. í þessum mánuði var
endurútgefin bók Victors Mollo,
„Masters & Monsters - The Human
Side of Bridge", sem fyrst kom út
árið 1979. Þar era margar skemmti-
legar frásagnir af „Geltinum
grimma" og félögum hans við spila-
borðið. Bók þessi er verulega eigu-
legur gripur en fyrst og fremst
skemmtilesning en ekki kennslurit.
Einnig kom út í mánuðinum ný bók
„Secrets Of Expert Card Play“. Höf-
undar hennar era Bretamir David
Bird og Tony Forrester. Hún hefur
að geyma margar skemmtilegar frá-
sagnir og kennsludæmi um snjalla
spilamennsku afburðaspilara. Sjá-
um hér eitt dæmi með annan höf-
unda hókarinnar í sagnhafasætinu.
Sagnir gengu þannig, austur gjafari
og AV á hættu:
* ÁDG107
* K8765
4 ÁG4
4 -
4 62
4» Á
♦ K982
4 ÁK10872
4 K84
* G10943
4 D765
4 G
Austur Suður Vestur Norður
Forrest. - Robson
14 lw 34 6ww
p/h
Innákoma Tony Forresters á einu
hjarta er í léttari kantinum og stökk
Robsons í 6 hjörtu virðist gerræðis-
legt, því bæði gætu 7 staðið og
einnig 6 farið niður. Tígulútspil
hefði hnekkt samningnum sam-
stundis, en Forrester var heppinn
þegar vestur spilaði spaðaþrist í
upphafi. Þar sem nokkuð ljóst var
að tígulkóngur var hjá opnaranum í
austur varð að reyna að ná fram
endaspilun. Forrester átti fyrsta
slaginn á spaðasjöuna og næsta slag
fékk hann á spaðakóng. Laufgosinn
var nú trompaður í blindum og lágu
trompi síðan spilað. Aumingja aust-
ur fékk slaginn á trompásinn, en
var kyrfilega endaspilaður því hann
átti ekkert eftir nema spil í láglitun-
um. ísak Öm Sigurðsson
4 953
« D2
4 103
4 D96543