Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Page 2
íð kvikmyndir
f blíðu og stn'ðu ***
Þessi mynd virkaði dálítið á mig eins og nútímatilhlaup að Jane Aust-
en, þar sem konur, vinkonur, eiginmannaveiðar og endalausar umræð-
ur um sama er uppistaðan. Og það er vissulega virðingarvert að gera
heila bíómynd sem fjallar bara um málefni af þessum toga, sem oft eru
ekki talin þess virði að halda uppi 90 mínútna skemmtun. En því mið-
ur inniheldur handrit Nicole Holofcener ekki sömu þungavigtargæði og
texti Austen, þó það sé vissulega vel skrifað og skemmtilegt, og því fer
að halla undan fæti í seinni hlutanum, þegar sagan verður of fyrirsjáan-
leg. Sagan segir frá vinkonunum Ameliu (Catherine Keener) og Lauru
(Anne Heche) og bamingi þeirra meö karlmenn og hvor aðra. Laura er
trúlofuð Frank (Todd Field) og Amelia er bæði öfundsjúk og miður sín,
og finnur að vináttan er að breytast. Sjálf á hún í mesta basli með að
koma sér upp kærasta og er - að bandarískum sið - ákaflega komplex-
eruð yfir þessum skorti sínum. Hún huggar sig við vináttuna með fyrr-
verandi elskhuga, Andrew (Liev Schreiber), og flekar að auki afgreiðslu-
mann í vídeóleigu. Þrátt fyrir að hér sé mikið gert til þess að stilla
Walking and Talking upp gegn hefðbundnu Hollywood-fóðri, þá er
myndin of merkt amerískum hugsunarhætti til að ná að verða að þeirri
sígildu vináttu- og ástarstúdíu sem henni er greinilega ætlað. Móðursýk-
in út af fæðingarblettinum og kettinum, sálfræðingaflækjurnar og for-
dómamir út í furðufuglana, allt era þetta þreytuleg þemu úr unglinga-
myndum, sem ná alls ekki að fylla út í söguna og gera hana meira lif-
andi. Það sem helst stendur upp úr er góð persónusköpun og leikur
kvennanna tveggja, en báðar ná að draga fram það besta sem þessi mynd
hefur upp á að bjóða, skemmtilega kaldhæðni og afslappaða hlýju.
Leikstjórn og handrit: Nicole Holofcener. Aðalhlutverk: Catherine Keener,
Anne Heche, Liev Schreiber, Todd Field, Kevin Corrigan.
Úlfhildur Dagsdóttir
Bíóborgin - Á fölskum forsendum:
Falsaður Rembrandt ★
John Badham (Blue Thunder, Stakeout) má mun sinn fifil fegri. Það
er orðið langt síðan hann gerði kvikmynd sem eitthvert púður var í. Það
heföi þó mátt ætlast til af honum að hann færi langt á reynslunni en svo
virðist ekki vera þegar Á fölskum forsendum (Incognito) er skoðuð. Hún
virkar meira sem byrjendaverk frá meðaljóni heldur en verk leikstjóra
sem í tuttugu ár hefur verið að leikstýra spennumyndum. Nú er ekki því
að neita að sagan sem sögð er í Incognito er nokkuð áhugaverð. Slyng-
ur listaverkafalsari reynir sig við Rembrandt og tekst svo vel upp aö
honum tekst ekki þegar lífið liggur viö að sanna að um fólsun sé að
ræða. í miilitíðinni er hann grunaður um morð og er á flótta ásamt fal-
legum prófessor í listum.
Strax er ljóst að með því að sýna í byrjun atriði úr miðri mynd er ekki
farið eftir bókinni og hefur maður á tilfinningunni að verið sé að bjarga
einhverju klúðri fyrir hom. Ekki bætir úr ískaldur samleikur hins
bandaríska Jasond Patricks og hinnar frönsku Iréne Jacob. Þau eiga í
hinum mestu erfiðleikum með að vera sannfærandi í aðalhlutverkunum
og sjáifsagt er best fyrir Jacob að halda sig við franskar kvikmyndir þar
sem hún hefur getið sér gott orð, meðal annars í kvikmyndum Krzyzt-
ofs Kieslowskis, Tvöföldu lif Veroniku og Hvítum. Túlkun Jason Patric
á listaverkafalsaranum byggist á þvi að láta hann alltaf vera í fúlu skapi
og satt best að segja á Patrick einstaklega auðvelt meö að láta allar þær
persónur sem hann leikur vera í fúlu skapi.
Incognito er dæmi um kvikmynd þar sem mjög illa er farið með ágætt
hráefni svo úr verður ótrúverðug endaleysa.
Leikstjóri: John Badham. Handrit: Jordan Katz. Kvikmyndataka: Dennis
Crossan. Tónlist: John Ottman.
Leikarar: Jason Patrick, Iréne Jacob, Rod Steuger, lan Richardson og lan
Holm. Hilmar Karlsson
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 UV
Herkúles ásamt sínum besta vini, Pegasusi.
HERKÚLES
- með íslensku og ensku tali
Sam-bíóin frumsýna í dag nýjustu
teiknimyndina frá Walt Disney,
Herkúles. Eins og í Hringjaranum
frá Nortre Dame og Pocahontas þá
era þeir hjá Disney á söguslóðum
þó ekki sé ætlast til að söguskýring-
arnar séu teknar alvarlega, enda á
Herkúles, sem upprunninn er úr
grísku goðsögnunum meira
skylt við ævintýrapersónu
heldur en sögupersónu, það
sama má segja um allar per-
sónumar, þetta era ævintýra-
persónur eins og þær gerast
bestar í teiknimyndum Dis-
neys.
Tvær útgáfur af Herkúles
verða sýndar, önnur er með
íslensku tali og hin með ensku
tali og hefúr ekkert verið
sparað til að gera íslensku tal-
setninguna sem best úr garði.
Sem fyrr era það persónurnar
sem skapa hin miklu gæði
sem teiknimyndir frá Disney
era gæddar. Hér á eftir eru
nokkrar helstu persónur
myndarinnar kynntar.
Herkúles
Meira en maður, minna en
guð. Allt sem þú hefur heyrt
um þennan magnaðasta guð
allra tíma er ekkert annað en
goðsögn. Herkúles var rændur
guðdómi sínum í æsku og
fluttur úr himnaríki til jarðar. Ein-
faldm- og saklaus tekst Herkúles á
við það erfiða verkefni að gerast
hetja svo hann geti komist í guða
tölu á ný. Á leið sinni berst
Herkúles við skrímsli og verður ást-
fanginn af Meggu hinni fögra, konu
sem Herkúles er reiðubúinn að
fóma öllu fyrir - þar á meðal lífinu.
íslenskt tal: Valur Freyr Ein-
arsson.
Enskt tal: Tate Donovan.
Herkúles (ungur)
íslenskt tal: Ólafur Egilsson.
Enskt tal: Joshua Keatin.
Seifur
Konungur guðanna í himnaríki
og faðir Herkúlesar. Þrátt fyrir að
guðum sé ýmislegt til lista lagt get-
ur hann ekki gert son sinn að guði
eftir að Herkúles er rænt úr vöggu
sinni. Hann birtist honum hins veg-
ar í styttuformi á jörðu niðri og
bendir honum á einkaþjálfara sem
getur gert hann að hetju - og þar af
leiðandi að guði.
íslenskt tal: Pétur Einarsson.
Enskt tal: Rip Tom.
Megga
Stórglæsileg, en jafnvel enn
stærri í skapinu. Hún hefur upplif-
að ýmislegt í ástarmálum sínum og
er hreint ekki í leit að rómantík. En
þegar hún fer að falla fyrir Herkúles
taka málin að flækjast vegna þess
aö hún er í raun leynivopn Hades í
tilraun hans til að tortíma hetjunni
okkar, Herkúles.
íslenskt tal: Selma Björnsdótt-
ir.
Enskt tal: Susan Egan.
Fíló
Hann er aðeins skuggi þess
manns sem hann var, ef mann
skyldi kalla. Hann er nefnilega bara
geit og þolir ekki þegar hann er
minntur á hvaða tegundar hann er.
Hann hefur þjálfað marga guði í
gegnum tiðina en er búinn aö leggja
skóna á hiiluna. Herkúles tekst hins
vegar að sannfæra Fíló um að þjálfa
einu sinni enn og lofar í staðinn
toppárangri.
íslenskt tal: Guðmiuidur Ólafs-
son.
Enskt tal: Danny DeVito.
Pegasus
Hestur er hestur ... nema hann
hafi vængi, að sjáifsögðu! Hálfúr
hestur, hálfur fugl lætur Pegasus
engan eða ekkert komast upp á
milli sín og Herkúlesar. Stundumm
breytist þó trúnaöurinn í afbrýði-
semi ... sérstaklega þegar Herkúles
verður ástfanginn af Meggu. Þrátt
fyrir að vera með vit á við fugl er
hann ekki einungis besti vinur
Herkúlesar, heldur hefur hann
einnig farið í hans heim.
Hades
Hann ræður yfir þeim fram-
liðnu, pirrar þá sem á lífi eru.
í dag er hann konungur und-
irheimanna og var ætlað að
taka yfir alheiminn, en eitt
vandamál er i vegi hans. Þökk
sé hinum hjálparlausu aðstoð-
armönnum hans, Pata og Píni,
er Herkúles enn á lífi og við
hestaheilsu. Hades gerir sér
ljóst að eini veikleiki
Herkúlesar er Megga og notar
hann hana sem beitu til að
reyna að koma Herkúles á
kné.
íslenskt tal: Egill Ólafsson.
Enskt tal: James Woods.
Pínir
Ef þú heldur að þú eigir við
vanda að stríða, líttu þá á
þennan. Pínir er helsti aðstoð-
armaður Hades og er svo
kvikindislegur að það er sárt.
Hann gerir allt sem yfirmaður
hans biður hann um nema
hvað honum mistekst alltaf
allt sem hann tekur sér fyrir
hendur.
íslenskt tal: Þórhallur Sigurðs-
son (Laddi).
Enskt tal: Bobcat Goldwait.
Pati
Hann er gangandi taugaáfall og
hin hjálparhella Hades. Þegar hon-
um mistekst að framkvæma sín ill-
kvittnu áform er það aðeins vegna
þess að taugamar bregðast. Hverju
hefúr hann áhyggjur af? ÖLLU.
íslenskt tal: Bjarni Haukur
Þórsson.
Enskt tal: Matt Frewer.
Margir fleiri þekktir leikarar og
söngvarar ljá rödd í íslensku tal-
setninguna, má nefiia söngkonum-
ar Berglindi Björk Jónasdóttur, Sig-
ríði Guðnadóttur, Rut Reginalds,
Guðrúnu Gunnarsdóttur og Sigríði
Beinteinsdóttur og leikarana Stein
Ármann Magnússon, Rúrik Har-
aldsson, Eddu Heiðrúnu Backman,
Eggert Þorleifsson og Þórdísi Arn-
ljótsdóttur. Sögurmaður er Ragnar
Bjamason. Sögumaður í ensku útg-
áfunni er stórleikarinn Charlton
Heston.