Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 4
18 helgina FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Kjánaskapurinn í fyrirrúmi „Neistinn að þessari sýningu var annars vegar Tarotspil sem heitir The Nameless one og sýn- ingin dregur nafn sitt af og hins vegar mynd af atómi. Tarotspilin eru mjög einföld og yfirgripsmikil því þau fjalla um mjög stór hugtök eins og manns- andann. Þótt ég sé engin sérstök áhugamanneskja um Tarotspil þá fannst mér mörg tákn Tarotspil- anna mjög skemmtileg og því notaði ég þau í verkum mínum og færði þau yfir í þrívið form. Ég nota líka útskýringarmynd af atómi þar sem við höfum kjarna og spaurbaugi kringum hann. Ég túlka þessar mynd- ir ;^i§p hins .*■ I vegar frekar sem útskýringar á mannsandanum," segir mynd- listarkonan Gabríela um sýningu sína í Galleríi 20m2. En hver eru aðalvið- fangsefni Gabríelu? „Ég er hrifin af öllu sem er mjög stórt og yfir- gripsmikið. Á sýn- ingunni nú er mannsandinn aðal- við- fangs- efnið. Það er mjög erfitt að ijalla um manns- andann án þess að vera með ein- hverjar langar útskýringar en ég tek mér það bessaleyfi að setja hann upp í ákveðið kerfi til að útskýra hann.“ Aðspurð sinn persónu- lega stíl segir Gabríela: „Teiknimynda- stíllinn er mjög einkennandi í mínum skúlpt- úrum. Það er kannski vegna þess að ég kýs að hafa léttleika og húmor í mínum verkum. Oft eiga gestir að taka verkin mín upp og gera eitthvað með þeim. Þess vegna mega verkin ekki vera of alvarleg og akademísk. Það má jafnvel segja að hjá mér sé kjánaskapurinn í fyrirrúmi. Ég er mjög hrifin af öllum kjánaskap og flflalátum. Ég vil helst vera galgopi sem æðir áfram og gerir eitthvað kjánalegt sem er á skjön við allar reglur.“ -glm Eitt verka Gabríelu. Sá nafnlausi Myndlistarkonan Gabríela opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Gallerí 20 m2. Sýningin ber heitið Sá nafnlausi og stendur hún til 14. desember. Gabriela útskrifaðist frá skúlptúr- deild Myndlista-og handíðaskólans síðastliðið vor. Hún hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sá nafnlausi er myndrænt mengi þar sem stökin eru hlutir er skýra á einfaldan hátt mannsandann og hugsun. Áhorfandinn fer í hlutverk hins nafnlausa og reynir með hjálp tákna að átta sig því furðulega fyr- irbæri sem mannsandinn er. Gallerí 20 m2 er að Vesturgötu lOa í kjallara. -glm Rússibanar í Kaffileikhúsinu Hljómsveitin Rússibanar mun leika í Kaffileikhúsinu annað kvöld milli kl. 22 og 1. Tónlist Rússibananna er sam- bland af tangó, salsa, slavneskum slögurum og tilbrigðum við verk Brahms og Mozarts. Rússibanana skipa þeir Guðni Franzson klarinettleikari, Einar Kristján Einarsson gítarleikari, Tatu Kantomaa harmónikkuleik- ari, Kjartan Guðnason trommuleik- ari og Bjami Sveinbjörnsson bassa- leikari. Einnig má geta þess að Rússi- banamir sendu frá sér geisladisk í vikunni. Mál og menning gefur diskinn út. Miðasala Kaffileikhússins er opin í kvöld og annað kvöld milli kl. 18 og 21. Einnig er hægt að panta miða í gegnum símsvara allan sólarhring- inn í síma 551 9055. „Jólin hennar ömmu“ er barnaleikrit af bestu gerö. Furðuleikhúsið: Jolin hennar ömmu Furðuleikhúsið sýnir á sunnudaginn kl. 16 bamaleik- ritið Jólin hennar ömmu eftir Margréti Kr. Pétursdótt- ur. í leikritinu segir Sigríður amma frá því þegar hún var ung stúlka og Grýla tók Ólaf, besta vin hennar og ætlaði að éta hann. Sigríður þurfti að hraða sér upp í fjöll til að bjarga honum. Þar hitti hún Stekkjastaur sem var á leiðinni til byggða til að hrella bóndans fé. Stekkjastaur bjargaði Sigríði síðan fyrir tilviljun. Að launum fékk hann rauða skotthúfu. Sigríður fræddi Stekkjastaur um Jesúm og af hverju við höldum jól. I sameiningu reyndu þau síðan að fá Grýlu ofan af þvi að éta börnin. í leikritinu er leitast við að blanda saman þjóðtrúnni um jólasveinana og kristilegum boðskap jólanna. Leikritið tekur um 30 mínútur í flutningi. Leikarar Furðuleikhússins eru: Margrét Kr. Péturs- dóttir, Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir. Undirleikari og höfundur tónlistar er Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Hljómsveitin Rússibanar leikur í Kaffileikhúsinu annaö kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.