Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 12
26 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 ■ ★ MYNDBAHDA Private Parts: ★★★* Uppgangur útvarpsstjömu Private Parts byggir á sjálfsævisögu útvarps- stjömunnar Howard Stem, sem stjómar vinsælasta útvarpsþætti Bandaríkjanna. Hann er frægur fyrir að láta allt flakka, er umdeildur og hefur hneykslað marga. Myndin rekur uppgang hans í gegnum nokkrar útvarpsstöðvar þangað til hann nær að full- komna sinn stíl, slær í gegn og er ráðinn af WNBC, sem útvarpar á landsvísu. Hún rekur síðan baráttu hans við yflrboðara sína, sem reyna eftir fremsta megni að ritskoða hann, en hann knésetur þá að lokum. Howard Stern leikur sjálfan sig í myndinni og er í nánast öllum atrið- unum. Það mæðir því mikið á honum, en hann stendur sig vel og í raun er erfitt að imynda sér einhvern annan í hlutverki hans. Af öðrum leik- uram má nefna Paul Giamatti, sem fer á kostum í hlutverki Kenny, sem Howard Stem kallar Pig Vomit, en hann er dagskrárstjórinn sem var settur til höfuðs Howard Stem hjá NBC. Síðasti hlutinn, sem lýsir bar- áttu þeirra tveggja, er besti hluti myndarinnar, og það er alveg hreint með ólíkindum hvemig Stern fer með greyið manninn, biður m.a. til guðs í beinni útsendingu að senda leigumorðingja til að drepa hann. Annars er myndin öll hin besta skemmtun og Howard Stem er greini- lega stórskemmtileg fjölmiðlafígúra. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Betty Thomas. Aðalhlutverk: Howard Stern. Bandarísk, 1997. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 12 ára.-PJ Liar Liar: Lyginn lögfræðingur ★★★* Lygarinn og lögfræðingurinn Fletcher Reede lend- ir í erfiðustu aðstæðum lífs síns þegar afmælisósk sonar hans rætist og hann getur ekki logið í einn sól- arhring. Hann er að reyna að komast í stöðu meðeig- anda í fyrirtækinu og þarf að vinna mál, þar sem all- ur málatilbúnaður er byggður á lygum. Ennfremur þarf hann að finna tíma til að koma í veg fyrir að fyrrverandi eiginkona hans flytjist búferlum í annan landshluta með son hans. Þessi mynd stendur og fell- ur með aðalleikaranum Jim Carrey og hann fer létt með að hífa myndina upp í hæstu hæðir. Grínið byggist að mestu á örvæntingarfúllum tilraimum lögfræðingsins til að bjarga sér út úr klípunni sem hann er i, og Jim Carrey geiflar sig og grettir eins og hann eigi lífið að leysa. Inn á milli koma væmin atriði sem gera ekkert nema hvíla andlitsvöðva áhorfenda, en þegar myndin er að sinna ærslaleikshlutverki sínu framkallar hún mikil hlátrasköll og sá sem ekki skellir af og til upp úr yfir henni á bágt. Þess má geta að myndin er sú fyrsta af myndum Jim Carrey þar sem hann skartar til- tölulega eðlilegri hárgreiðslu. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Tom Shadyac. Aöalhlutverk: Jim Carrey. Bandarísk, 1997. Lengd: 83 mín. Öllum leyfð. -PJ Cold comfort farm: Sveitasæla ★★★★ Þegar unga glæsidaman Flora Poste missir for- eldra sína verður hún að treysta á ættingja sína til að framfleyta sér. Hún flytur því inn á Starkadder- fjölskylduna, sem býr á gömlum og skítugum bónda- bæ. Ábúendur eru hver öðrum einkennilegri, en Flora Poste hefst strax handa við að lagfæra og hag- ræða allt sem henni þykir þess þurfa í lífi þeirra. Hún hlustar ekki á neitt tuð og svartsýnisröfl, þykist vita hvað sé öllum fyrir bestu og stýrir þeim þangað. John Schlesinger skapar hér meinfyndna mynd, sem er uppfull af þrælskemmtilegum persónum. Nýliðinn Kate Beckinsale sýnir sannkallaðan stjörnuleik í aðalhlutverkinu og túlkar hina röggsömu og ákveðnu Flora Poste af miklu öryggi. lan McKellen er einnig frábær sem hinn bóndinn og predikarinn Amos Starkadder. Eileen Atkins, Sheila Burrell, Stephen FYy, Freddie Jones, Joanna Lumley, Rufus Sewell og Ivan Kaye skapa einnig skemmtilegar persónur. Þessi mynd var ein af bestu myndunum á kvikmyndahátið- inni á síðasta ári og er sannkallaður gullmoli. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Kate Beck- insale, Joanna Lumley, Eileen Atkins, Rufus Sewell og lan McKellen. Ensk, 1996. Lengd: 99 mín. Öllum leyfð. -PJ When We Were Kings: ++++ Fróðleg og skemmtileg Það tók Leon Gast meira en tvo áratugi að klára heimildamynd sína, When We Were Kings, sem fjall- ar um bardaga Muhammad Ali og George Foreman í Zaire árið 1974. Ali var þá nýlega byrjaður að berj- ast á ný eftir að hafa setið í fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu og endurheimti heimsmeistaratit- ilinn með því að sigra George Foreman, sem fyrir bardagann var talinn ósigrandi. Með í fór til Zaire voru margir af helstu svörtu tónlistarmönnum Bandaríkjanna og var haldin mikil tónleikahátíð fyr- ir bardagann. Sýnd eru viðtöl við Ali og Foreman, tónlistarmennina, skipuleggjendur og aðra sem viðstaddir voru, og sýnt frá atburðunum, tónleikunum, æfingum og bardaganum sjálfum. Muhammad Ali er oftast í mynd og talar nánast stanslaust, en hann var með eindæmum kjaftfor og orðheppinn. Leikstjórinn nær mjög vel að koma andrúmsloftinu til skila og leiða áhorfendann í gegnum atburðina. Hann skapar hér mynd sem er bæði skemmtileg og fróðleg. Hann hefur greinilega nýtt vel allan tímann sem hann tók í að gera myndina. @pers:Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Leon Gast. Aðalhlutverk: Muhammad Ali og George Foreman. Bandarísk, 1996. Lengd: 84 mín.-PJ K! N G S Myndbandalisti vikunnar r~ .«r/rM* / % @ « —m — 18. til 24.nóvember SÆTI T FYRRI i VIKA vikur r Á LISTA TITILL J J ÚTGEF. ! i J TEG. 1 j Ný i ! Fifth Element, The 1 J Skrfan 1 J Spenna 2 í 4 j 2 Bulletproof ClC-myndbönd J Spenna 3 ! ný ; i ! Private Parts Sam-myndbönd j Gaman 4 j i i í j 3 j Anaconda j J Skífan J J Spenna 5 ! 3 i 5 ! Saint, The ClC-myndbönd Spenna 6 1 J 5 2 ! Shadow Conspiracy j Myndform Spenna 7 ! 2 J J ! 7 ; j j 4 Scream Skífan J Spenna S 6 ! J Fools Rush In Skffan j J Gatnan 9 ! 6 ! 5 Donnie Brasco Sam-myndbönd Spenna 10 ! 8 i > j j 7 People VS. Larry Flynt ! j j Skífan j j Gaman 11 1 9 1 J 8 i 8 ! Vegas Vacation Warner myndir Gaman 12 J j ! Ní ! j 1 J j Hostile Waters J . BÍ J Bergvík | Spenna 13 1 j j 10 j 6 ! Smilla's Sense of Snow ! ) Sam-myndbönd , Spenna 14 j j ! Ný ; J 1 ! j When We were Kings J Háskólabíó J Heimild 15 ! 14 ! j j ! 13 ! j i 2 ! Big Night Sam-myndbönd 1 Gaman 16 5 ! J Pallbearer, The J Skífan ! Gaman 17 j 15 J J j * ! Beavis and Butt-Head Do America j ClC-myndbönd j Gaman 1S ! n ! j j 9 í j English Patient ! j l Skffan J J Drama 19 ! i8 ! ii ! Metro ! Sam-myndbönd ! Spenna 20 j j ! Ný J j i : j Citizen Ruth J Skffan J j Gaman 1 : L. Tvær ólíkar myndir koma stormandi á listann í 1. og 3. sæti. Um er aö ræöa vísindatrylli Luc Bessons, og kómedíu hins kjaftfora Howards Sterns sem leik- ur sjálfan sig. Tvær minna þekktar kvikmyndir koma inn á listann og eru mun neöar. Hostile Waters, sem er í tólfta sæti, er spennumynd þar sem segir frá spennu í samskiptum stórveldanna þegar sovéskur kjarnorkukafbátur rekst á bandarískan kafbát. í aö- alhlutverkum eru Rutger Hauer, Max Von Sydow og Martin Sheen. Tveimur sætum neöar er hin víö- fræga heimildarmynd When We Were Kings en hún fjallar um mesta hnefaleikakappa allra tíma, Mu- hammad Ali. Þess má geta aö þessi mynd fékk ósk- arsverölaun sem besta heimildarmynd. $ The Fifth Element Bruce Willis, Milla Jovovich og Gary Oldham. Eftir 250 ár stafar jörð- inni hætta af illum öflum sem hyggjast ráðast á hana. Vöm jarðarinnar er fimmta frumefiiið en þar sem aflar þær verur sem vissu hvar frumefh- ið var eru dauðar þá eru erfiðleikar framundan. Vísindamönnum tekst að rækta kvenveru úr vefj- um hinna dauðu. Sú kvenvera verður mjög hrædd þegar hún vaknar tfl lífsins og tekst að flýja úr búri sínu og sleppur út í iðandi umferðina þar sem hún endar i aflur- sæti leikbíls sem stjómað er af fyrrum flugforingja, Corben Dallas. Bulletproof Adam Sandler og Damon Wayans Archie Moses og Rock Keats vom miklir mátar. Nú, þegar annar þeirra er orðinn lögga og hinn er smákrimmi, telja þeir hvor annan svikara. Þetta leiðir til þess að þeir þola ekki hvor ann- an og láta hrakyrðin dynja á víxl hvenær sem færi gefst. Það er samt stutt í vinskapinn og þeir eiga einn sameiginlegan óvin, eiturlyfjakónginn Colton (James Caan) sem þeir þurfa að sameinast gegn því Colton vifl þá báða undir græna torfú og sendir morðingja út af örkinni til að koma þeim fjrir kattamef. Private Parts Anaconda The Saint Howard Stern og Robin Quivers. Við fylgjumst með Howard Stem, vin- sælasta útvarpsmanni Bandaríkjanna, aflt frá því hann var bam og tfl dagsins í dag. Stem deil- ir í myndinni með öllum sem vilja sorgum sínum og sigrum á leið sem oft var þymum stráð eins og gefur að skilja. Menn verða ekki vinsælir án þess að þurfa einhvem timann að pissa upp í vindinn, segir Stem en sjálfur mátti hann una við það að vera talinn vonlaus langt fram eftir ævl Jon Voight, Jennifer Lopez og Erik Stoltz Langt inni í Amazon-frumskógin- um er aö finna kyrkislöngu sem er svo stór að hún getur auðveldlega gleypt menn. Hópur kvik- myndatökufólks held- ur upp Amazon í þeim tilgangi að finna forn- an ættbálk indíána. Á leiðinni rekst hópur- inn á Paul Sarone sem brotið hefur bát sinn og þarfnast aðstoðar. Vegna óhappa þarf að snúa við. Þegar Sar- one segist vita um styttri leið ákveða leiðangursmenn að fara að hans orðum þrátt fyrir að þeir hafi illan bifur á honum. Aðalhlutverk: Val Kilmer og Elisabeth Shue í dag er Simon Templ- ar orðinn meistaraþjófur, sniflingur í að dulbúa sig og vinna öfl þau hættu- legu verk sem honum em falin. Markmið hans er að safna 50 mifljónum dollara inn á leynireikn- ing sinn. Um leið og þeirri tölu er náð sest hann í helgan stein. Og verkefhið sem hann þarf að leysa til að fylla þessa tölu er að stela vísinda- formúlu sem ung vísinda- kona hefur fundið upp og á eftir að leiða af sér bylt- ingu í orkumálum heims- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.