Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Page 10
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 J-lV ísland I I | I I t 1. |-) Let'sTalk Celine Dion 2. (1 ) Spice World Spice Girls 3. ( 2 ) Quarashi Quarashi 4. ( 8 ) Homogenic Björk 5. (- ) Pottþétt 10 Ýmsir 6. (-) Reload Metallica 7. ( 3 ) Sigga Sigga Beinteins 8. ( 7 ) 1987-1997 Nýdönsk 9. (- ) Jólastjarna Diddú 10. ( 5 ) Best of Eros Ramazotti 11. (-) Bestof Enya 12. ( 6 ) Abba babb Dr. Gunni 13. (15) Bergmál hins liðna Ellý & Vilhjálmur 14. (14) Central Magnmetizm Suterranean 15. ( 4 ) Trúir þú á engla? Bubbi 16. (-) Pottþótt Gull Ýmsir 17. (-) Pottþótt Jól Ýmsir 18. (13) Urban Hymns The Verve 19. (-) Veðrnálið Ýmsir 20. (17) OKComputer Radiohead \ London „ ~ -lög- — I * * l 1. (-) Perfect Day Various 2. (1 ) Barbie Girl Aqua 3. (-) Wind Beneath My Wings Steven Houghton 4. ( 2 ) Tom Natalie Imbruglia 5. ( 3 ) Never Ever All Saints 6. (- ) Ain't That Just Lutricia McNeal 7. ( 4 ) Tell Him Barbra Streisand & Coline Dion 8. (-) Smack My Bitch up The Prodigy 9. (-) Crush On You Aaron Carter 10. (-) Let's Go Round Again Louise New York 1. (1 ) In the Wind 1997 Something About the Way you I_ 2. ( 2 ) You Make Me Wanna... usher 3. ( 3 ) How Do I Live Loann Rimes 4. ( 6 ) My lovo is the Shhhl Somethin' for the Peoplo F... 5. ( 5 ) My Body LSG 6. ( 8 ) Tubthumping Chumbawamba 7. (-) Show Me Love Robyn 8. ( 7 ) 4 Soasons of Lonoliness Boyz II Men 9. ( 4 ) All Cried Out Allure Foaturing 112 10. (10) Feel So Good Mase Bretland » ; * * 1. ( -) Let's Talk About Love Celine Dion 2. ( 1 ) Spiceworld Spico Girls 3. ( 2) Urban Hymns Tho Vervo 4. ( -) Reload Metallica 5. ( 3 ) Greatest Hits Eternal 6. ( 5) Like You Do... The Best Of Lightning Seods 7. ( 4) Paint the Sky With Stars - The B... Enya 8. ( 6 ) White On Blonde Texas 9. ( 9) Backstreet's Back Backstreet Boys 10. ( 7 ) Lennon Legend - The Vory Best Of John Lennon Bandaríkin —plötur og diskar— I 1. (-) HigherGround Barbra Steisand í Z (2 ) Come On Over Shania Twain I 3. (- ) Unpredictable Mystikal I 4. (-) LeveitSweaLGill LSG i 5. (1 ) Harlem World Mase | 6. ( 5 ) You Light Up My Life Loann Rimes I 7. (6 ) Tubthumping Chumbawamba f 8. ( 8 ) Spiceworld Spice Girls $ 9. ( 7 ) Butterfly Mariah Carey Í10. (-) Yourself Or Someone Like You Einn af forsprökkum Big Beat stefnunnar kemur hingað til lands í dag og þeytir skífum fyrir dans- þyrsta í Tunglinu í kvöld og annað kvöld. Hann heitir Derek Dahlarge og er einn eftirsóttasti plötusnúður Bretlands um þessar mundir. Hann hóf feril sinn með því að spila í partíum fyrir vini og kunningja þegar hann var yngri og tók sér þá nafnið Derek DahLarge sem er sviðsnafn klámmyndaleikara sem hann þótti líkjast í útliti. Árið 1993 hóf hann að starfa með Wall of Sound útgáfunni í Bretlandi og varð einn af forsprökkmn big beat stefn- unnar sem er hvað vinsælust í dans- heiminum um þessar mundir. Hann gefur einnig út undir nafninu Cea- sefire og er smáskífan Trickshot á góðri leið með að verða ódauðleg á gólfum danshúsanna sem og í út- varpi. Hann er einnig forsprakki Naked All Stars sem er hljómsveit hans og Johns Carters úr Monkey Mafia. Nýlega gaf Open, sem er hlið- armerki Ministry of Sound útgáf- unnar, út tvöfalda mixplötu með Derek sem ber heitið Future Sound of United Kingdom. Þar fer Derek DahLarge á kostum þar sem hann blandar saman því besta sem er að gerast í big beat stefnunni um þess- ar mundir. Á Future Sound of United Kingdom er að finna lög með Propellerheads, Orbitai, Sol Brothers, E.T.A. o.fl. í kvöld mun Derek spila á útgáfutónleikum Súr- efiiis sem hefjast í Tunglinu kl. 23. Annað kvöld eru það svo Dj Rampa- ge og DJ Fingaprint sem hita upp fyrir Derek DahLarge. Erfiáa platan hennar Janet Jackson Söngkonan Janet Jackson sendi nýlega frá sér breiðskífu sem hún segir að hafi tekið hana 31 ár að klára. „Hugmynd- imar komu svo hratt að ég gekk með upptökutæki á mér og söng inn hug- myndirnar jafnóðum og þær komu í huga mér,“ segir söngkonan sem er löngu hætt að spá í megr- un og fyrir fram ákveðnar hugmyndir tískukónga um hvernig hún eigi að líta út. „Ég gafst hreinlega upp á því að vera sífellt í megrun. Besta megrunin sem ég fer í er að borða það sem mér sýnist og það virðist vera eina leiðin til að halda sér í formi.“ Á nýju plötunni fjallar Janet að miklu leyti um þjáningu og sársauka. Hún tilheyrir hinni frægu Jackson-fjölskyldu og þar hefúr lífið ekki ávallt ver- ið neinn dans á rósum. Janet er ekki bara söng- kona hún er einnig ágæt- is lagahöfundur og það skin í gegn á nýju plöt- unni. Hún segist samt vera feimin við að tjá sig um lagasmíðar sínar. „Að semja tónlist er svo per- sónulegt ferli. Maður er alltaf í ákveðinni fjarlægð þegar maður syngur lög eftir aðra. Fjarlægðin er ekki til staðar þegar mað- ur syngur lög sem maður semur sjálfur. Nýja platan er sjálfsagt sú erfiðasta sem ég hef gert til þessa. Hún tók virkilega á mig andlega og það tók mig dálitla stund að jafna mig eftir að upptökum á henni lauk.“ Frægðarsól Janet Jackson hefur um nokk- urt skeið skyggt á feril bróður hennar sem er að sjálfsögðu enginn annar en konungur poppsins, sjálfur Michael Jackson. „Við erum í harðri sam- keppni en pössum okkur á að blanda ekki fjöl- skyldumálunum í tónlist- ina. Þetta er harður bransi en mér þykir vænt um hann.“ ■■tllllsllli •%v f . - VTÆMMm w Wm % James Dean okkar tíma? Tupak Shakur öðlaðist frægð og frama sem rappari en margir halda því fram að hann hafi haft meiri hæfileika á leiklistarsviðinu. Hann hóf að leika í kvikmyndum árið 1992 og á ferli sinum lék hann í ein- um sex kvikmyndum. Hann fór ávallt með hlutverk reiðra ungra manna sem áttu í innri togstreitu og þótti honum takast vel upp á hvíta tjaldinu í túlkun sinni á þeim persónuleika. Tupak Shakur lagði stund á leiklistamám í listaskóla í Baltimore þegar hann var ungling- ur. Þrátt fýTir gangster-rappstælana þótti hann næmur og tilfinningarík- ur í leik sínum og var frumraun hans á hvíta tjaldinu til að sann- færa almenning um það. Kvikmyndin Juice, sem var fyrsta mynd hans, segir sögu nokk- urra svartra ungmenna sem búa við ömurleg skilyrði í gettói stórborgar. í Kjölfar Juice lék Tupac svo stórt hlutverk á móti Janet Jackson 1 Po- etic Justice. Gagnrýnendur í Banda- ríkjunum vildu meina að það heföi verið leikur Tupacs sem bjargaöi þeirri mynd frá því að verða meðal- mennskunni að bráð. Það sem ein- kenndi feríl Tupacs sem leikara voru persónumar sem hann skap- aði á hvíta tjaldinu. Hann gæddi þær alltaf einhveiju ótrúlega furðu- legu, keðjureykti sig gegnum heilu myndimar og var ávallt haröur og brjálaður. Sú ímynd sem hann hafði í fjölmiðlum var ímynd ungs upp- reisnargjarns manns sem var sifeút að koma sér í vandræði. Hann stóð mitt í erjum austur- og vestur- strandarappsins í Bandaríkjunum og er það skoðun mai-gra að það hafi orðið honum að aldurtila. „Hann var James Dean okkar tíma,“ segir Chuck D., forsprakki Public Enemy. „Hefði hann lifað lengur hefðu honum sjálfsagt boðist ámóta veigamikil hlutverk og Mar- lon Brando lék í Apocalypse now.“ Deila má um hvort nokkur þeirra mynda sem Tupac lék í jafnist á við East of Eden eða The Giant sem gerðu James Dean ódauölegan. Staði-eyndin er sú að uppreisnar- hlutverkið sem Tupak lék í daglega lifinu varð honum að falli á endan- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.