Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Side 11
JjV FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
ténlistx
Those Norwegians er, eins og
nafhið gefur til kynna, hljómsveit,
ættuð frá Noregi, nánar tiltekið
Tromsö. Nafnið Those Norwegians
er þannig tilkomið að þegar hljóm-
sveitin, sem þá var nafnlaus, fór að
reyna fyrir sér með útg’áfu í Bret-
landi voru norsku nöfnin plötuút-
gefendunum heldur óþjál þannig að
þeir fóru að tala um þessa Norð-
menn sem varð svo nafn hljómsveit-
arinnar.
Um síðustu helgi gerði einn þess-
ara Norðmanna strandhögg hér á
landi. Hann heitir Rune Lindbæk og
er nokkurs konar forsprakki Those
Norwegians. Ég hitti Rune þar sem
hann eigraði um götur Reykjavíkur
í leit að álfum, Björk og plötubúð
sem seldi almennilega danstónlist.
Those Norwegians er skipuð
þeim Rune Lindbæk, Ole Mjös og
Torbjöm Brundtland. Fyrr á árinu
sendu þeir frá sér breiðskífuna
Kaminsky Park sem er sjálfsagt ein
ferskasta húsplatan það sem af er
árinu. Ég spurði Rune hvaðan titill
plötunnar væri fenginn:
„Kaminsky Park er heimavöllur
mðningsliðsins White Sox sem er í
bandarísku NFL-deildinni. Leik-
vangurinn er í Chicago og milli þess
sem White Sox spilar þar eru haldn-
ir tónleikar á vellinum og fleira í
þeim dúr. Ég held meira að segja að
Gus Gus hafi spilað þar.“
En hvaða tengsl eru á milli
norskrar danshljómsveitar og Kam-
insky Park í Chicago?
í fyrstu virðast engin tengsl vera
til staðar, er það? segi ég og Rune
brosir út í annað. „Þannig er að árið
1979 var haldin heljarmikil diskó-
plötubrenna i Kaminsky Park og
við í hljómsveitinni hugsum oft til
þess hvaða meistaraverk diskótón-
listarinnar glötuðust í þeirri
brennu.“
Þessi litla saga útskýrir strax um-
slag plötunnar. Myndin framan á
umslaginu virðist í fyrstu vera eitt-
hvert abstraktmálverk en er i raun
og vem vínylplata sem hefur orðið
meðal annars I Love to Love og
Kung Fu Fighting. Þegar hann flutti
frá London til Tromsö pantaði hann
plötur frá búð í London og lét senda
sér þær reglulega. Mikið af þessari
tónlist var danstónlist þannig að við
eldi að bráð.
Er þér annt
um diskótón-
list?
„Svo sannar-
lega. Sú tónlist
sem ég er að
fást við er
nokkurs konar
diskó, svokall-
að
heróíndiskó."
Heróíndiskó?
„Já, þú veist,
svona dálítið
öðruvisi. Ég
nota skítug
„sömpl" og hljóðbúta sem hljóma
hálfilla. Þó að ég noti tölvu til að
setja saman tónlistina þá geri ég
það á mjög handahófskenndan hátt.
Stundum ruglast taktar og detta út
en ég læt það bara fljóta. Það gefur
þessu sérstæðari blæ. í rafrænni
tónlist i dag em öll hljóð og hljóö-
færi svo hrein og tær og tónlistin oft
svo vélræn að sálin vill glatast."
Hvenær fékkstu áhuga á danstón-
list?
„Það var í gegnum föður vinar
míns sem bjó í Tromsö. Hann var
upptökustjóri og lagahöfundur þeg-
ar diskóið var og hét. Hann samdi
slagverksleikari
og það var ferlega
góð reynsla. Hún
býr í Ósló og við
hittumst oft og
djömmum saman.
Hún er komin á
kaf í þýskt teknó í
augnablikinu."
Þú ert kunnug-
ur Gus Gus?
„Jú, ég hitti þau
á tónlistarfestivali
sem er haldið ár-
lega í Kristians-
and í Noregi. Þar
voru þau að spila
og það tókust með okkur kynni.“
Þú hefur sagt að Kristiansand sé
frekar íhaldssamur bær’
„Hann er uppfullur af Jeffum."
Jefifum? „Þetta er slanguryrði yfir
hallærislegt og þröngsýnt fólk - eins
og Jeff Colbert í sjónvarpsþáttunum
um Dynasty, fólk með sítt að aftan
og í snjóþvegnum gallabuxum. Svo
er fólk þar líka afar trúað, liggur á
bæn bak við gluggatjöldin á meðan
festivalið er í gangi og vonar að við
slökkvum á trommuheilunum og
sjáum ljósið."
Breski tónlistarmaðurinn og ís-
landsvinurinn Tricky samdi lag um
náðum að fylgjast með danssenunni
frá upphafi. Margt af því sem við
heyrðum var náttúrlega algjört
drasl en inn á milli voru perlur sem
vöktu áhuga minn á þvi að fara að
semja sjálfur.
Þú ert ansi öflugur þegar kemur
að útgáfu á tónlist þinni:
„Já, reyndar. Ég gef mikið út og
allt í allt gef ég út undir 15 mismun-
andi nöfnum. Þannig næ ég að
skipta um ham nokkuð oft og fæ
tækifæri til að vinna með mjög fjöl-
breyttum hópi tónlistarfólks. Á
Kaminsky Park spilaði ég meðal
annars með sextugri konu sem er
bæinn:
„Já, einmitt. Það er á Pre Millen-
nium Tension og heitir Christian-
sand. Textinn er skemmtilegur við
þetta lag og ef ég man rétt þá er ein
línan í honum eitthvað á þessa leið:
„I met a Christian in Christiansand
and a devil from Helsinki." Rune
kinkar kolli. „Tricky hefur alveg
náð stemningunni þarna.“
Eitt af þessum fimmtán verkefn-
um sem þú ert með í gangi er Drum
Island sem við erum að hlusta á
núna:
„Ég var að fá geisladiskabrennara
og Drum Island er fyrsti diskurinn
sem ég brenni."
Breiðskífan Drum Island kemur
út í Bretlandi á næstunni. Hvaðan
kemur nafnið?
„Amma mín er Sami og notaði
trommu til að ná sambandi við
andaheiminn. Ég er frá Tromsö sem
er eyja trommunnar, eða Drum Is-
land, eins og það útleggst á ensku.
Eini munurinn er að ég nota Akai-
samplerinn minn til að ná sam-
bandi við andana.“
Hvernig kanntu við þig á íslandi?
„Það sem ég hef séð af landinu til
þessa er frábært. Fólk héma er líka
svo vel upplýst um alla hluti og það
sem er að gerast í heiminum. Svo er
tónlistarsenan hér líka greinilega
geysisterk. Ég fór til að mynda á
útgáfuhátíð Party Zone á Skugga-
bamum og svo fór ég á Astró og þar
sá ég Mel B. úr Spice Girls.“
Hvemig finnst þér tónlistin
þeirra?
„Hvað sem manni kann að finn-
ast um hana þá era þær vinsælasta
hljómsveit heims og ekki nokkur
leið að taka ekki eftir þeim. Áreitið
í fjölmiðlunum er orðið svo mikið.“
Þetta var nú hálfloðið svar.
„Ég meina, þær era á toppnum í
dag og á morgun kemur svo bara
eitthvert nýtt og flottara æði.“
Kannski frá Noregi?
„Maður veit cddrei."
Hljómsveitin
Pulp var búin að
vera lengi að áður
en frægðin bank-
aði upp á hjá
henni. Eftir að
hafa verið í tón-
listarbransanum í
16 ár varð Jarvis
Cocker, söngvari
Pulp, í einni svip-
an einn þekktasti
maður Bretlands.
Frægðarsól Pulp
fór að skina þegar
lagið Common
Pepole sló í gegn
árið 1995.
í febrúar árið
1996 varð Jarvis
svo næstum
ódauðlegur þegar
hann ruddist á
svið í miðju lagi
hjá Michaels
Jackson á Brit
Awards-verð-
launahátíðinni. í
einni svipan varð
hann þekktur fyr-
ir að vera þekkt-
ur. „Morguninn
hans ævi og ef til
vill lengur. Sumir
líta á þetta sem
týpískt rokk-
Jesus though I
have the same ini-
tials/I stay at
home and do the
dishes." Nýja
Pulp-platan sem
kemur út í vor
hefur verið um ár
í vinnslu og kem-
ur til með að bera
stjömurugl að
gera svona lagað.
En þetta er ekki
þannig. Jarvis er
ósköp venjulegur
gæi.“ Það er sjálf-
sagt ekki fjarri
lagi. í einum texta
á plötunni syngur
hann: „I am not
titilinn This is
Hardcore. Hljóm-
sveitin, sem hefur
starfað í ein
sautján ár, bíður
útkomu plötunnar
með eftirvæntingu
þar sem hún á að
vera talsvert frá-
brugðin öllu sem
Pulp hefur gert til
þessa.
ari Pulp er samt
nokkuð stoltur af
Jarvis fyrir að
hafa eyðilagt atr-
iðið hjá poppkóng-
inum.“ Jarvis
sýndi þama að
hann neitar að
taka þátt í þessum
poppstjömuleik
efitir Michael
Jackson-„ódæðið“
vaknaði ég á
„bömmer" yfir því
sem hafði gerst og
áttaði mig á þvi að
allir vom að tala
um þetta. Mér leið
eins og Mikka
mús. „Bassaleik-
og sannaði að
hann fer ffarn á
svið til að gera
það sem hann vill
gera, sama hvað
fólki kann að finn-
ast um það. Það
erfiða við þetta er
að fólk á eftir að
tala um þetta alla
Hljómsveitin Skíta-
mórall leikur í Dalabúð,
Búðardal, annað kvöld.
Gos á Laugum
Hljómsveitin Gos leik-
ur á skólaballi hjá fram-
haldsskólanum á Laugum
annað kvöld.
"7.
n
Stuðá
Næturgalanum
Um helgina leika Stuð-
bandalagið og hljómsveit
Hjördísar Geirs á Nætur-
galanum í Kópavogi.
8-villt í Vest-
mannaeyjum
Hljómsveitin 8-viUt
leikur á Höfðanum í Vest-
mannaeyjum um helgina.
í kvöld er skólaball með
sveitinni á Höfðanum.
Hljómsveit Geirmund-
ar Valtýssonar leikur fyr-
ir dansi á Hótel íslandi í
kvöld.
Annað kvöld leikur
danshljómsveit Eyjólfs
Kristjánssonar ásamt
Stefáni Hilmarssyni.
Upplyfting
í Glæsibæ
Hljómsveitin Upplyft-
ing, ásamt Ara Jónssyni,
leikur fyrir dansi í Glæsi-
bæ um helgina.
Greifarnir á Akureyri
Greifamir spila á ungl-
ingaballi í Sjallanum í
kvöld. Aldurstakmark er
16 ár. Á morgun spila
þeir síðan á barna- og
unglingaballi á sama stað
kl. 16 og um kvöldið á al-
mennu balli, einnig í
Sjallanum.