Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Síða 9
JjV FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 fýnlist HLJ0MPL9TU Subterranean / Central Magnetizm: Frábær frumraun ★★★★ Áhrif hip hop og rapptónlistar eru orðin mikil í Skandínavíu á síðustu árum og hér á íslandi eru þau fimasterk. Annars stað- ar á Norðurlöndum eru það mik- ið til innflytjendur af annarri kynslóð sem finna tilganginn í hip hop menningunni sem er talsvert á skjön við venjulega popptónlist þó svo hetjumar í rappinu séu nú að skipa sér á sama staU og Rolling Stones og Spice Girls hvað varðar vinsæld- ir. Hip Hop er neðanjarðartónlist og neðanjarðarmenning sem er að auk- ast fylgi hér á landi. Útvarpsþátturinn Chronic á X-inu er að ala upp nýja kynslóð af hip hoppumm sem eiga nú loks kost á því að heyra vínylinn sem snýst í gettóum bandarískra stórborga skömmu eftir að hann er pressaður. Það er því ekkert skrýtið að hljómsveit eins og Subteranean skjóti upp kollinum hér á íslandi. Það sem kom undirrituðum samt mest á óvart er hversu frábærlega henni tekst upp á frumraun sinni, Central Magnetizm. Platan er á við það besta sem er að gerast í hip hop tónlist á heimsvísu. Rappið flæðir vel undir taktfóstum og seiðandi töktum og bassalínum. Úpptökustjórn er í höndum töframannsins Herra Bix sem nær að skilja kjamann frá hisminu. Lifandi hljóðfæraleikur þeirra Óttars Sæmundsen og Péturs Þórs Benediktssonar gefur plötunni hlýlegt sánd og gerir hana meira original af hip hop plötu að vera. Central Magnetizm rennur vel í gegn og það er gott flæði á henni. Langsterkasta lagið á henni er Mortal Combat sem undirritaður trúði ekki að væri íslenskt þegar hann heyrði það í útvarpi og vissi engin deili á Subteranean. í stuttu máli: Er einhver þama úti sem vill freestæla? Jón Atli Jónasson Those Norwegians / Kaminsky Park: Þessir blessuðu Norðmenn ★★★■* Rune Vibæk og félagar hans í norsku húshljómsveitinni Those Norwegians em hér að koma Noregi á kortið í hústón- listinni. Á Kaminsky Park fara þeir sínar eigin leiðir og tekst það vel. Titill plötunnar er líka skemmtilegur orðaleikur. Kam- insky Park er heimavöllur Wþite Sox í bandarísku NFL- deildinni og hefur leikvangur- inn líka hýst marga aðra at- burði eins og heljarinnar diskó- brennu sem haldin var þar árið 1979. Þá var diskóið neðanjarðartónlist aftur og fann sinn stað sem mik- ill og sterkur áhrifavaldur í danstónlist. Á Kaminsky Park taka Those Norwégians hústónlistina út af sveittum klúbbum Lundúna og Detroit og fara með hana á heimaslóðimar í Norður-Noregi. Those Norwegians eiga margt sameiginlegt með dönsku rafsveitinni Future 3 og Gus Gus. Kannski er það veðurfarið, lýsið eða norðurljósin? Hvað sem það nú er þá nær það að gæða tónlist þeirra sál og það er eitthvað sem ekki er auðfundið í raftónlist í dag. Jón Atli Jónasson Bubbi - Trúir þú á engla?: Af hæsta kaliber ★★★★★ Trúir þú á engla? er þriðja og síðasta platan þar sem Bubbi leggur ákveðnar línur í textum og lögin hafa rólegt og „mellow“ yfirbragð. Elsta efnið á plötunni er um þriggja ára og hefur því verið þónokkurn tíma í mótun en Bubbi byrjaði að vinna að plöt- unni um svipað leyti og plötunni Allar áttir. Hér gætir þó viðbrigða frá síð- ustu plötu og spila þar saman frá- bær upptökumaður og sá hópur tónlistarmanna sem flytur efnið með Bubba. Þessi hópur, sem nú hefur starfað nokkurn tima með Bubba, nær á Trúir þú á engla frábærum samhljómi við lagasmíðar Bubba og öll túlkun kemst hundrað prósent til skila. Ég vil sérstaklega minnast á bassaleik Jakobs Magnússonar sem nær að lyfta lögimum á stundum með frábærum bassamelódíum en með slíkri hógværð að hvergi tranar hann sér fram og yfirkeyrir önnur hljóðfæri. Þama er kannski komið að- alatriðið við vinnslu plötunnar, hvað útsetningar eru frábærar og platan öll af þeim kaliber sem maður hefði frekar búist við af listamanni með miklu meira á bak við sig, bæði fjármagn og úrval samstarfsmanna. Lagasmíðar Bubba á Trúir þú á engla eru í einu orði sagt frábærar. Ti- tillag plötunnar, Trúir þú á engla, ríður á vaðið og er að mínu mati besta lagið í tvennum skilningi því textinn er með þeim betri sem maður hef- ur heyrt í seinni tíð. Annað áhugavert lag plötunnar er Syndir feðranna en viðfangsefni textans er bæði óvenjulegt en samt nærtækt á tímum of- beldis stórborgarinnar. Forritaðar trommur setja ákveðinn svip á lagið og gera mikið fyrir það. Önnur lög plötunnar eru stórgóð fyrir utan eitt, lagið Leiðin liggur ekki heim. Þama er um að ræða grípandi melódíu sem við höfúm svo sem öll heyrt áður í hinum og þessum búningum hjá Bubba. Þetta lfður létt í gegn en skilur ekki neitt eftir sig nema að vera létt og leikandi í anda sumarsmella GCD. Heildaryfirbragð plötunnar er samt frábært og ber vitni um tónlistar- mann í fremstu röð sem hefur haldið sinni andagift og frumleika þrátt fyrir mörg ár í bransanum. Trúir þú á engla er ein af bestu plötum árs- ins og Bubbi heldur áfram að töfra okkur. Páll Svansson Japanskir • frumkvöðlar Japönsk dægurmenning hefur ávallt tekið mið af vestrænum tísku- straumum og stefnum. Þar í landi er mikil virðing borin fyrir vestrænni tísku og afurðum hennar hvers konar. Japanskar hljómsveitir stæla mikið það popp sem er í gangi og það sama virðist gflda með tískuna. Samt eru blessunarlegar undantekningar frá þessari reglu. Hljómsveitir eins og Pizzicato Five, sem hefur náð að sam- eina Drum n’Bass og einhverja sixties - twiggy - James Bond-tónlist, og pönk- bandiö Guitar Wolf, sem er án efa ein reiðasta pönksveit veraldar, hafa þó náð fótfestu sem sérjapönsk fyrirbæri. Þaö er ekki fyrr en á síðari árrnn að hip hop og danstónlist hafa risið upp úr neðanjarðarmenningunni og orðið aðgengOegri fyrir nýjungaþyrstan al- menning. Major Force- hópurinn, sem á ansi stóra hlutdeild í uppgangi Mo’Wax-fyrirtækisins, er búinn að vera starfandi í tíu ár. Meðlimir hóps- ins hrifust af straumum og stefnum í ferskri hip hop menningu New York- borgar. Það sem er kannski sérstakt er að þeir endurhönnuðu og bjuggu til sitt eigið hip hop sem átti meira skylt við neonlýstar götur Tokyo en gettóin í New York. Það sama gerði DJ Shadow sem árið 1993 gaf út meistaraverkið Krush. Þar dregur hann upp dökka mynd af tæknOegu og ópersónulegu umhverfi stórborgar þar sem maður og vél betj- ast sífeflt um yfirráðin. Örvæntingar- fuUar japanskar raddir og tal flæða í gegnum hana og oft á tíðum er taktur- inn á henni eins og vélhjarta einhvers vélmennis. James LaveUe, sem sló í gegn ein- ungis tvítugur að aldri með útgáfufyr- irtæki sínu, Mo’Wax, á margt að þakka Major Force-hópnum. Samstarf hans við Tosh og Kudo, sem tengst hafa útgáfu Mo’Wax frá upphafi, hef- ur veriö honum lærdómsríkt. Þeir vöktu áhuga hans á japönskum plast- leikfongum og sjaldgæfum vínyl sem glóði í myrkri. Þeir hittust fyrst í plötubúðinni Bluebird á Edgware Road í London. Þann daginn var að af- greiða maður að nafni Michael Kopelman sem er maðurinn á bak við Stussy í Bretlandi. Major Force-hóp- urinn kom saman í kringum 1987. Hiroshi Fujiwara og Takagi Kan komu úr japönsku nýbylgjusveitinni Tiny Panx og þeir Toshio Nakanishi, Masayuki Kudo og Gota úr funkband- inu Melon. „Okkur langaði að búa til hip hop,“ segir Kudo. „Við vildum bara gera þaö á okkar eigin forsendum. Við vor- um að hlusta á nýbylgju, sýrurokk og kokkteil-tónlist. Áhrifin komu alls staðar frá.“ Á árunum 1988 til 1993 unnu Major Force svo sannkallað brautryðjenda- starf á dansgólfum veraldarinnar en uppskáru aldrei neina verulega frægð. Plötusnúðamir laumuðu Major Force- lögum inn í sett sín af og til og varð þetta japanska undur hálfgert leyni- vopn í plötutöskum þeirra færustu í skífuþeytingum. Að mörgu leyti voru Major Force á undan sinni samtíð. Toshio Nakanishi tilheyrði í eina tíð teknó-poppsveitinni Plastics sem var fyrsta hljómsveitin í heiminum til að taka 808 trommuheila í þjónustu sína. Þeir unnu meira að segja talsvert með Roland-fyrirtækinu við þróun tækis- ins. Það sem er kannski mest ein- kennandi við Major Force er að á meðan bandarískt hip hop keyrði á rappi þá var þeirra tónlist instru- mental. Þegar danssenan í Bretlandi fékk neðanjarðardanstónlist á heilann og allar vínylplötur voru frekar hráar í hönnun og mikið af tónlist var gefin út án nokkurra upplýsinga og merk- inga þá stóðu útgáfur Major Force upp úr. Þessar vandlega hönnuðu tólftomm- ur vöktu mikla athygli í Bretlandi og ekki síður tónlistin sem þær inn- héldu. Major Force fóru á tónleika- ferðalög með Public Enemy og Beastie Boys. Árið 1990 yfirgefur Gota Major Force-hópinn og fer að vinna sjálf- stætt með hinum nýstofnuðu Massive Attack og Soul II Soul. Hann forritaði meðal annars trommurnar í lagi þeirra Keep on Moving og varð hann eftirsóttasti trommuforritari í heimi fyrir vikið. Hann forritaði trommur fyrir Simply Red og Sinead O’Connor í laginum Nothing Compares to You. „Við vorum ungir og við vildum slá í gegn,“ segir Masayki Kudo. Major Force uppskáru að nokkru laun erfið- is síns þegar tólftomma þeirra, The Return of the Original Artform, varð eftirsóttasti gripur allra plötusnúða. Þetta var plata sem var bæði hægt að leika í house-klúbbum sem og hip hop-klúbbum. „Eftir að hafa séð Be- astie Boys slá í gegn með tónlistar- formi sem hingað til hafði eingöngu verið form blökkumanna sáum við að ef við byggjum til okkar eigin stíl eins og þeir gerðu, þá væri hægt að ná til fólks án þess að virka sem léleg eftir- herma." Michael Koppelman, sem var að af- greiða í Bluebird daginn sem allt gengið hittist fyrst, er nú að vinna með Hiroshi Fujiwara í fatafyrirtæki hans, Good Enough. „Þeir fá ekki nærri því jafnmikið hrós fyrir stíl sinn eins og þeir eiga skilið. Toshi varö fyrstur til að stæla Chanel bolina á kómískan hátt og eru Buffalo- skórn- ir tfl dæmis hugmynd sem er alfarið komin frá Major Force,“ segir Mich- ael. Mo’Wax gaf út fyrir skemmstu í takmörkuðu upplagi safnplötuna The Return of the Original Artform. Þar kemur í ljós bæði í hönnun, umgjörð og tónlist að Major Force hafa haft meiri áhrif á tískuna og tónlistina í dag en nokkum getur órað fyrir. -JAJ Fyrsta breiðskífa Woof er - tiu vinsælustu danslögin vlkuna 29. 11 tll 6. 12 1997 - Hljómsveitin Woofer sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína fyrir jólin. Woofer er að mestu ættuð úr Hafn- arfirði en þar er þó einn Reykvík- ingur sem sér um gítarleik í hljóm- sveitinni. Woofer-félagar hafa verið duglegir að spfla það sem af er ár- inu og í sumar var lag þeirra, Tá- fýla, mikið leikið á útvarpsstöðvun- um. Það er að finna á þröngskífu sem hljómsveitin sendi frá sér í vor. Nýja platan er í rokkgímum og biða sjálfsagt margir spenntir eftir því að heyra meira af rokki úr Hafnarfirði sem er að taka það sæti sem Kefla- vík hafði á blómatímabilinu svo- kaUaða. I Woofer eru þau EgOl Rafnsson (trommur), HOdur Guðna- dóttir (söngur), Benedikt Hermann Hermannsson (gitar) og Ómar Freyr Kristjánsson (bassi). Woofer mun fylgja nýju plötunni eftir með tónleikahaldi og uppákom- um á kaffihúsum í borginni. •1 uE m** 4, 1. Love & Respect Paul Simpson/The Carlos Sanches movement. 2. 3. 4. 5. 6. Jazz Carnlval (space jazz mlx) Azymuth Metamat Leon de Winter Soul Crulslng EP Muzique Tropique Dlvorce Garcons El. Camlno pt. 2 Shazz * k < 7. Let Me Luv You Jí hoo 8. Through The Mlxer JB3 9. To And Fro R. Gupta 10. Lost Recordings #3 Steve Bicknell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.