Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Qupperneq 5
i' ~1T~T7~ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 |Én helgina **★ Dómínó aftur í Iðnó Leikritið Dómínó eftir Jökul Jakobsson var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhúss- ins 9. janúar á þessu ári í tileöii þess að eitt hundrað ár voru liðin frá því fyrsta leiksýn- ing Leikfélags Reykja- víkur var sett upp í Iðnó. Dómínó var frumsýnt í Iðnó árið 1972 og er aftur komið á fjalirnar þar nú í lok afmælisársins. Alls verða sýningar á leikritinu í þessum gömlu húsakynnum LR fjórar. Sú fyrsta var í gær, önnur verð- ur i kvöld, þriðja laug- ardaginn 20. desember og sú síðasta sunnu- daginn 21. desember. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Það þykir við hæfi að sýna verk Jökuls á þessum tómamótum. Hann var eitt merkasta leikritaskáld sem við höfum átt og eitt okkar fyrsta fúll- gilda leikritaskáld . Flest leikrita hans voru ffumflutt af Leik- félagi Reykjavíkur og margir telja Dómínó eitt hið besta frá hendi Jökuls enda hlaut það góðar viðtök- ur er það var ffumflutt í Iðnó árið 1972. Viðtökumar síðastliðinn vetur Leikritiö Dómínó er nú komið aftur á fjalirnar í Iðnó en það var frumsýnt þar árið 1972 urðu ekki síðri. Verkið var sýnt við mikla aðsókn ffam á vor. Sýningar urðu 39 og áhorfendur voru um 5 þúsund. Leikritið hefst í ný- grónu hverfi í Reykja- vík á svipuðum tíma og það er skrifað, í kringum 1970-1973. Að margra dómi er Dó- mínó besta leikrit Jök- uls. Varla er hægt að tala mn einhverja at- burðarás í venjulegum skilningi. Hér er brugðið upp mynd af fjölskyldu úr vel efn- aðri og rótgróinni borgarastétt. Eins og í mörgum leikritum Jökuls koma til sögu kynslóðimar þrjár; æskan, hin miðaldra hjón og svo ellin. Hér lifir fólk í staðnaðri veröld. Lifir í fortíð- inni. Undir niðri er lífsleiði, ótti og uggur þótt á ytra borði séu þetta raunsæisleg sam- töl. Leikarar eru Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Egill Ólafsson og Guðrún Ásmunds- dóttir. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdótt- ir, Stígur Steinþórsson sér um leikmynd og búninga, Ögmundur Þór Jóhannes- son sér um lýsingu og Ólafur Öm Thoroddsen sér um leikhljóð. Verk Þóru Sigurþórsdóttur leirlist- arkonu eru unnin úr kindahornum. Hlauptu af þár hornin Þóra Sigurþórsdóttir leirlistar- kona heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Gull- smiðju Hansínu Jens að Lauga- vegi 20b (gengið inn frá Klappar- stíg) en þar rekur Hansína nú eig- ið gullsmíðaverkstæði og galleri. Þóra útskrifaðist frá leirlistar- deild MHÍ áriö 1989 og hefúr und- anfarin sjö ár rekið eigin vinnu- stofu og gallerí að Álafossi í Mos- fellsbæ. Þóra hefúr haldið fjölda einkasýninga og samsýninga. Hún vinnur bæði nytjahluti og skúlptúra úr leir og öðrum nátt- úruefnum. t.d. úr hrosshári. Á sýningunni að þessu sinni notar Þóra kindahom á nýstár- legan hátt. Sýningin hefur því hlotið nafnið „Hlauptu af þér homin“. Sýningin veröur opin á verslunartíma til áramóta. Jólatónleikar Sinfóníuhljómsvestar Islands: Skemmtun fyrir unga sem aluna Eins og oft áöur e&iir Sin- fóníuhljómsveit- in til jólatónleika þar sem ungir sem aldnir geta skemmt sér sam- an, notið góðrar tónlistar og kom- ist í jólastemn- ingu. Um 200 manns koma fram á tónleikun- um, en þar af em þrír bamakórar - kór Kársnes- skóla, kór Öldutúnsskóla og Gradualekór Langholtskirkju. Að þessu sinni er hljómsveitar- stjóm í höndum Bemharðs Wilk- inson sem getið hefúr sér mjög Bernharður Wilkinson stjórnar jólatónleikum Sinfónfuhijómsveitar íslands að þessu sinni. gott orð sem hljómsveitarstjóri og kórstjóri. Einleikari á flautu er Emel- ía Rós Sigfúsdóttir sem einnig mun lesa jólaguðspjalhð. Á e&ússkránni er Ævintýrið um snjókarlinn eftir Howard Blake ásamt jólalögum og jólasálmum eftir Leroy Anderson, Gabriel Fauré, Rauta- vaara, Jórunni Viðar, Mozart og fleiri. Sinfóníuhljómsveitin flutti Æv- intýrið um snjó- karlinn fyrir þremur árum við mikla hrifhingu áheyrenda og hafa borist marg- ar óskir um end- urflutning. Verkið er fyrir einsöngvara, kór, hljómsveit og sögumann. Ein- söng syngja 10 ára eineggja tví- burar, þeir Einar og Kári Jónssyn- ir. Karl Ágúst Úlfsson er kynnir og sögumaður og tengir saman efhi tónleikanna. Þess má geta svona til fróðleiks að Ævintýriö um snjókarlinn er flutt um hver jól á tónleikum í Barbican Centre í London. í þætti úr Bamamessu eftir finnska tónskáldið Rautavaara syngur ein- söng ung stúlka að nafhi Ámý Ing- varsdóttir. í lok tónleikanna verður Jólaguðspjallið lesið samkvæmt ve::ju og sungnir jólasálmar. Tónleikamir em haldnir í Háskóla- bíói laugardaginn 20. desember kl. 15.00. Kl. 18:00 mæta Quarashi og Subterranian og hita upp fyr- ir Wu Tang tónleikana. Þar verður gert Ijóst hverjir unnu miða á tónleikana. L100 miðar ( 50 í stúku ) verða dregnir út. Kringlunni 4-6 • sími 533 2266 -þar sem disney mynd- böndin fást Áttu það til að gleyma? SHARP QZ-1550 Skipuleggjari A(ar nettur en öfluaur skipuleggjari sem gerir þér kleift aS halda utan um ýmsar upplýsingar á einfaldan og þægilegan máta. > Geymir simanúmer vina og ættingja • Lætur þig vita um aimælisdag þeirra • Minnir þig á tannlæknin, stefnu- móti&, íþróttaæfinguna o.s.frv. • Heldur utanum kostna&arliði þína • Geymir minnispunkta [ • Er klukka I • Vekur þig k • Er reiknivél ■ • Er meS lykilorð (secret mode) ■ • Baklýsing á skjá P • 64 KB minni ð&fe Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Super Trinitron myndlampi Nicam Stereo fslenskt textavarp 16:9 breiðtjaldsstilling Barnalæsing og svefnrofi Super VHS tengi að framan Tvö Scarttengi o.m.fl. RflFTfEKÖflPERZLUN ISLflNDSff - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 SONY KV-29C1E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.