Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Blaðsíða 9
DV FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997
hljómplMtu
Stereolab - Dots and Loops:
Lyftutónlist hátækninnar ****
Stereolab er að verða ein
forvitnilegasta hljómsveit
Bretlandseyja um þessar
mundir. Tónlist hennar er
blanda af poppi og danstón-
list. Stereolab hefur lengi ver-
ið ein af þessum hljómsveit-
um sem maður hefur vitað af
en aldrei gefið almennilegt
tækifæri. Á nýjustu breið-
skífu hljómsveitarinnar er
ekki annað hægt en að heill-
ast af þessum skemmtilega
kokkteil þeirra sem á engan
sinn líka i dag. Að vissu leyti á Stereolab nokkuð sameiginlegt
með hljómsveitum á borð við Pizzicato Five sem hefur verið iðin
við að nýta sér áhrif sjötta og sjöunda áratugarins í tónlist sinni.
Á Dots and Loops tekst Stereolab samt að fara aftur í tímann og
sækja þangað fátt annað en yndislega stemningu og sakleysi sem
fylgdi mörgum þessara „góðu“ lyftupoppshljómsveita. Söngkona
sveitarinnar syngur eins og Nico úr Velvet Underground og er
hljóðfæraskipan á plötunni gagngert mynduð til að endurvekja
stemningu þessara liðnu áratuga. Upphafslag plötunnar er hið
geysisterka Brakhage sem er léttfönkað og áheyrilegt popplag sem
hefði sómt sér vel í mynd með Peter Sellers. Sterolab hefur hér
tekist að gera afar sterka og heilsteypta breiðskífu sem á eftir að
verða ofarlega á listum yfir bestu plötur í lok ársins.
Jón Atli Jónasson
Sahsa & John Digweed - Northern Exposure 2
★★★
Breski súperklúbburinn
Ministry of Sound er nú æ
meir að færa sig út í útgáfu á
raftónlist ýmiss konar og á
dögunum gaf hann út annan
diskinn í Northern Exposure-
seríunni. Northem Exposure
inniheldm’ raftónlist í rólegri
kantinum og eins og venju-
lega er diskurinn mixaður
saman svo hann rennur í
gegn sem ein heild. Þetta gef-
ur honum sterkara yfirbragð
þar sem maður upplifir lögin
á honum sem eina heiid. Það eru bresku plötusnúðarnir John Dig-
weed og Sasha sem standa við spilarana og velja saman lögin á
diskinn. Þeim hefur tekist vel upp í að velja saman lög og er disk-
urinn allur hinn áheýrilegasti.
Opnimarlag hans er meö hljómsveitinni GUS GUS og er það
áður óþekkt útgáfa af laginu Believe. Fjöllistahópurinn á í allt tvö
lög á diskinum og eiga þau vel heima þar. Af öðrum sem lög eiga
á honum má nefna þýska teknó-frumherjann Sven Vath og bresku
hljómsveitina Fluke. í heild er Northern Exposure vel heppnaður
og ágætt leynivopn í skammdeginu.
Jón Atli Jónasson
Hurricane#1 -Hurricane#1:
Á mörkum frægðar ***
Breska sveitin Hurri-
cane#l er hér með sína fyrstu
plötu en meðlimir sveitarinn-
ar eru þó í engu reynslulaus-
ir á sviði rokktónlistar.
Sveitinni hefur nokkuð’
verið líkt við Oasis en þær
fullyrðingar standast engan
veginn. Helst er að menn
villist á gítarsándinu og láti
það blekkja sig.
Fyrsta lag plötunnar, Just
Another Illusion gefur strax
fyrirheit um hvað koma skal.
Sérstakur stíll sveitarinnar
birtist í gargandi en þó yfirveguðum gítörum og rödd Alex Lowe
túlkar oft á tiðum angurværar lagasmíðar Bell frábærlega. I heild
er platan frábær og reyndar sérstakt hvað lögin eru öll góð . Það eru
þó nokkur sem standa uppúr og maður verður talsvert háður eftir
nokkrar hlustanir. Má þar nefna lögin Step Into My World, Let Go
Of The Dream, Lucky Man og Monday Aftemoon sem eru öll frá-
bærar lagasmíðar og bera vitni um hæfileika þessarar hljómsveit-
ar.
Páll Svansson
. ★'
tónlist
Margir tónlistarmenn hafa heillast af þeim stíl sem tónlist Wu Tang þykir hafa.
O’l Dirty Bastard
-Laugardalshöllinni
O’l Dirty Bastard úr Wu Tang
Clcm-flokknum heldur tónleika í
Laugardalshöllinni annað kvöld
ásamt The Brooklyn Zoo. Til upp-
hitunar verða þeir Alex Gifford og
Will White úr bresku big beat-
sveitinni The Propellerheads og ís-
lensku hljómsveitirnar Subterra-
nean og Quarashi. Búast má við
því að ungmenni þjóðarinnar fjöl-
menni á tónleikana þar sem Wu
Tang Clan er án efa ein stærsta
rapphljómsveitin í heiminum í
dag. Wu Tang Clan er frá Staten
Island í New York og með fyrstu
plötu v sinni, sem bar heitið 36
chambers, Enter The Wu Tang
Clan, þótti sveitin brjóta blað í
sögu hip hop-tónlistarinnar. I kjöl-
far fyrstu breiðskífunnar fylgdu
svo sólóplötur nokkurra meðlima
hljómsveitarinnar sem þóttu
einnig vera betri en nokkuð annað
sem hip hop-tónlistin bauð upp á.
Margir tónlistarmenn hafa heillast
af þeim stíl sem tónlist Wu Tang
þykir hafa og nægir þar að nefna
Mariah Carey, sem fékk O’l Dirty
Bastard til liðs við sig í einu lagi,
Björk, sem unnið hefur með upp-
tökustjóra Wu Tang Clan, og
hljómsveitina Texas sem er að
vinna að nokkrum lögum með
sveitinni. Það er því sannkallaður
hvalreki að fá O’l Dirty Bastard
hingað til lands. -JAJ
PUSA
hættir!
Presidents of the United States of
America eru hættir! Ástæðan er
sögð vera sú að söngvara sveitar-
innar, Chris Ballew, langar til að
hefla sólóferil. PUSA er önnur Seatt-
le-sveitin sem leggur upp laupana á
árinu en Soundgarden hætti sem
kunnugt er fyrr á þessu ári.
Bubbi leiðréttur á lista
Vegna mistaka sem áttu sér staö
sölulista Japis, lenti Bubbi me
plötuna sína Trúir þú á engla? neí
ar á sölulista DV í síðustu viku e
hann í raun átti að vera. Japis he
ur nú leiðrétt þessi mistök.
DV biður Bubba og lesendur a
sökunar á mistökum.