Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1997, Side 12
» myndbönd
fnmmu
í|j®
lif
The Shadow Men:
Svartklæddir skúrkar ★
Goðsögnin um svartklæddu mennina (The Men in
Black) er orðin vinsælt sjónvarps- og kvikmynda-
efhi. Þessi mynd kallast af ekki svo dularfullum
ástæðum Shadow Men en ekki Men in Black, enda
nýbúið að gera stórmynd með því nafni. Hér er tek-
inn ofsóknarbrjálæðispóll í hæðina, a la X-Files, þar sem svartklæddu
mennirnir eru hin verstu illfygli með mikið samsæri á prjónunum.
Sómakær fjölskylda nær geimverum á myndband og þarf að kljást við
morðóða svartstakka það sem eftir lifir myndarinnar. Illfyglin eru alltof
kjánaleg til að áhorfandinn geti tekið þau alvaiTega og þar með mistekst
alveg að gefa myndinni ógnvænlegt andrúmsloft. Hins vegar er af og til
sæmilegur hasar í myndinni og hún er stundum brosleg. Eric Roberts
er heimilisfaðirinn og virðist alveg dottinn ofan í svona annars flokks
hlutverk og á það skilið miðað við frammistöðu hans í myndinni. Hins
vegar er Dean Stockwell ágætur sem geimverusérfræðingurinn og á
bestu setningarnar. Sherilyn Fenn er ekki eftirminnileg og Brendon
Ryan Barret í hlutverki krakkans gerir litið annað en að grenja.
Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Hmothy Bond. Aðalhlutverk: Eric Ro-
berts, Sherilyn Fenn og Dean Stockwell. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín.
Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Jackie Chan s First Strike:
Bardagakappi
★★'i
Jackie Chan sendir frá sér hverja myndina á fæt-
ur annarri um þessar mundir. Myndirnar eru nokk-
urs konar James Bond-serla þeirra Hong Kong-
manna. Jackie Chan er í hlutverki lögreglumanns
sem er sendur í sérverkefni hingað og þangað um
heiminn. í First Strike heimsækir hann Úkraínu,
Rússland og Ástralíu. Heldur miklum tíma er eytt í
uppbyggingu söguþráðar sem er að sjálfsögðu mjög
heimskulegur og þar að auki algert aukaatriði, enda
man ég varla neitt eftir honum. Inni á milli koma
síðan þessi dásamlega skemmtilegu bardaga- og
áhættuatriði sem Jackie Chan er þekktur fyrir. Myndin dettur nokkuð
niður milli bardagaatriðanna og er því ekki eins skemmtileg og undan-
famar myndir hans en bardagaatriðin standast fyllilega samanburð við
það besta sem hann hefur gert. Jackie Chan framkvæmir öll áhættuat-
riðin sjálfur og frægt er þegar hann kláraði Rumble in the Bronx fótbrot-
inn. I lok myndarinnar eru sýnd nokkur atriði sem mistókust, áhorfend-
um til skemmtunar.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Stanley Tong. Aðalhlutverk: Jackie
Chan. Hong Kong, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Fierce Creatures:
Að reka dýragarð ★★★
Gríðarlegar vinsældir A Fish Called Wanda voru
eins og gefur að skilja mikill hvati að gerð fram-
haldsmyndar sem lét þó bíða eftir sér í átta ár.
Fierce Creatures er þó ekki beinlínis framhalds-
mynd í venjulegum skilningi þess orðs þar sem eng-
ar sögupersónur úr fyrri myndinni koma fram í
þeirri seinni. Hins vegar mæta aðalleikararnir aftur
til leiks með nýjar persónur í mynd sem hefur svip-
aðan húmor og stíl og hin fyrri. Sögusviöið er dýra-
garður nokkur sem reyna á að gera að hagkvæmri
rekstrareiningu við hávær mótmæli starfsmanna.
Myndin líður fyrir samanburð við A Fish Called
Wanda því hún er allnokkru síðri. Hún er ekki eins fyndin, ekki eins
fersk, persónurnar eru ekki eins skemmtilegar og leikaramir ná ekki
alveg sama stjömuleik og áður. Þrátt fyrir þetta er hún prýðisgóð
skemmtun (sem segir sitthvað um gæði A Fish Called Wanda) og kitl-
ar hláturtaugamar oft verulega. Michael Palin á skemmtilegustu
sprettina í þetta skiptið en Kevin Kline virkar ofurlítið þreyttur,
kannski bara vegna þess að stórkostleg frammistaða hans í A Fish
Called Wanda er svo ljóslifandi í minningunni. Það verður enginn svik-
inn af þessari mynd nema hann ætlist til að hún jafhist á við fyrir-
rennarann.
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjórar: Robert Young og Fred Schepisi.
Aðalhlutverk: John Cleese, Jamie Lee Curtis, Kevin Kline og Michael Pal-
in. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -PJ
Gotti: ★★*
Enn ein mafíumyndin
Það er nú farið að verða soldið þreytt þetta flóð
mafiumynda sem yfir okkur hellist og markaðurinn
hlýtur að fara að mettast. Héma er frægur mafíósi,
John Gotti, tekinn fyrir í hefðbundnum mafiumynd-
astíl. Framapoti hans er fylgt alla leið á toppinn og
síðan sagt frá falli úr hæstu hæðum. Gotti var maður
nýrra tíma í mafíunni og braut ýmsar siðareglur.
Hann komst í æðsta valdastól fjölskyldu sinnar í hallarbyltingu þar sem
hann lét myrða þáverandi höfuð ættarinnar. Hann barst síðan mikið á og
var oft i sviðsljósinu, m.a. vegna fjölda dómsmála sem höfðuð voru á
hendur honum án nokkurs árangurs, þangað til árið 1992 að hann var
fundinn sekur um skipulagða glæpastarfsemi og dæmdur til lífstíðarfang-
elsis án möguleika á reynslulausn. Myndin er raunsærri og ekki eins til-
gerðarleg og margar þessara mafiumynda og býður upp á fjölda góðra
leikara. Armand Assante leikur aðalhlutverkið af miklum krafti og sann-
færingu og William Forsythe er einnig sterkur sem Sammy Garano,
hægri hönd Gottis. Myndin reyndist sem sagt alveg ágæt en hins vegar
legg ég til að Hollywood fari nú að gefa mafíósunum frí í smátíma.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Robert Harmon. Aðalhlutverk: Arm-
and Assante. Bandarísk, 1996. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 T*>17
SÆTI; ■ J FYRRI VIKA ; VIKUR U LISTAj J J TITILL ; ÚTGEF. ; J J TEG.
1 J j 1 j 3 ; Liar Liar j ClC-myndbönd j Gaman
2 ! 1 Ný j , j j i i j - - j. Dantes Peak J j j ClC-myndbönd j J J Spenna
3 1 0 i 2 j 4 J j * j Fifth Element, The j Skífan j Spenna
i 4 J j Ný j ' J j 1 J j J First Strike J J J Myndform J J j Spenna
5 i Ný J i 1 j 1 J One Fine Day j Skífan j Gaman
i 6 ! 4 j J ! 3::! Trial and Error J J j Myndform j Gaman
7 i 3 ^ A J L J Jungle 2 Jungle J Sam-myndbönd J J J ! ClC-myndbönd J j i Gaman
8 ! J 5 j J 1 G 1 J 5 J . ) : A J Bulletproof Spenna
9 ! 6 : 4 : : 6 : j J Private Parts j Sam-myndbönd j Gaman
10 1 J 7 Shadow Conspiracy ) J j Myndform j j j Spenna
11 ! 8 J o J J * J Saint, The j ClC-myndbönd ' Spenna
)•: 12 J j Ný j J j 1 J j J Gotti j j j Sam-myndbönd j Spenna
13 ! 9 j c J J 6 J Anaconda J J j Skífan j Spenna
» i 10 j i : j :: Scream j j J Skífan j Spenna
15 ! 11 ! 9 ! Fools Rush In J Skífan J Gaman
i6; j Ný j i 1 t 1 j 1 j j j Ernest Goes to Afrika J „ „ J j Bergvík j j J Gaman
17 ! 15 ! 10 ! ! 2 1 j. j People VS. Larry Flynt J Skrfan j Gaman
18 ! J 18 Keys To Tulsa j ) J Háskólabíó J Spenna J J
19 ! 16 j o 1 j L J Idiot Box , Bergvík Gaman
20 ; 20 j J ! 2 i Love Jones J J j Myndform J Gaman
Liar Liar stendur af sér allar atlögur og situr sem fastast
í 1. sæti þriöju vikuna í röö. Þaö eru samt þrjár sterkar
nýjar myndir sem raða sér í næstu sætin og ekki kæmi á
óvart þó ein þeirra kæmist í efsta sæti í jólavikunni. Á
myndinni eru Pierce Brosnan og Linda Hamilton í Dante’s
Peak. Fyrir utan þessar þrjár myndir, sem getið er hér aö
neöan, kemur inn á listann Gotti sem er sannsöguleg
kvikmynd um einn valdamesta mafíuforingja á þessari
öld. Þaö er Armand Assante sem leikur hann, auk hans
leikur í myndinni Anthony Quinn. Þá er nýjasta myndin
um furöufuglinn Ernest, Ernest Goes to Africa, komin inn
á listann.
2. til 8. desember
Liar Liar
Jim Carrey og
Jennifer Tilly
Fletcher er
hraðmæltur lögfræð-
ingur og óforbetranleg-
ur lygari. Ungur sonur
hans, Max, sem býr
hjá mömmu sinni, hef-
ur margsinnis þurft að
sitja heima, svikinn af
loforðum föður síns.
Þegar Max blæs á kert-
in á fimm ára afmæli
sínu á hann sér aðeins
eina ósk: Að pabbi
hans hætti að ljúga þó
ekki væri nema í einn
sólarhring. Og viti
menn. Óskin rætist og
Fletcher kemst að því
sér til hrellingar að
skyndilega getur hann
ekki sagt ósatt orð og
það líður ekki á löngu
þar til lögfræðiferill-
inn er í hættu.
ÐAKTFS PEflK
. -ijM* -
'V^>.::
Dante s Peak
Pierce Brosnan og
Linda Hamilton
Síðasta uppgötvun
jarðfræðingsins Harrys
Daltons hefúr leitt hann
til ferðamannabæjarins
Dante’s Peak en þar hafa
sérkennilegar jarðhrær-
ingar vakið athygli. Um
leið og Harry kynnist
bæjarstjóranum, Rachel,
sem er einstæð móðir og
rekur kaffihús í bænum,
grunar hann hvað í
vændum er, enda bendir
röð óútskýranlegra at-
vika til þess að náttúran
sjálf sé um það bil að
fara að láta á sér kræla.
Aðvörunarorðum hans
er þó ekki sinnt og er að-
alástæðan að þá væri
ferðamannaþjónustah i
hættu.
The Fifth
Element
Bruce Willis,
Milla Jovovich
og Gary Oldham
Eftir 250 ár stafar jörö-
inni hætta af illum öflum
sem hyggjast ráðast á
hana. Vöm jarðarinnar
er fimmta frumefhið en
þar sem allar þær verur
sem vissu hvar frumefn-
ið var era dauðar eru erf-
iðleikar fram undan. Vís-
indamönnum tekst að
rækta kvenveru úr vefj-
um hinna dauðu. Sú
verður mjög hrædd þegar
hún vaknar til lifsins og
tekst að flýja úr búri sinu
og sleppur út í iðandi
umferðina þar sem hún
endar í aftursæti leikbQs
sem stjómað er af fyrr-
um flugforingja, Corben
Dallas.
First Strike
Jackie Chan og
Annie Lu.
í First Strike leikur
Jackie Chan lögreglu-
mann i Hong Kong
sem falið er að fara til
Úkraínu til að starfa
með CIA og rússnesku
leyniþjónustunni. Mál-
ið snýst um að finna
dularfullan mann að
nafni Tsui sem stolið
hefur öflugum kjarna-
oddi og er grunaður
um að ætla að selja
hann illræmdum
hryðjuverkamönnum.
Þegar Chan stígur nið-
ur fæti í Úkraníu hefst
Viðburðaríkt ævintýri
þar sem hann þarf að
snúa sig úr hverri
hættunni á fætur
annarri.
One Fine Day
George Clooney og
Michelle Pfeiffer.
One Fine Day gerist
í New York. Michele
Pfeiffer leikur móður
sem gerir sitt besta til
að standa sig i móður-
hlutverkinu en hún er
einnig með hugann við
eigin frama. George
Clooney er harðsnúinn
blaðamaður, dæmi-
gerður helgarpabbi
sem vill vera laus við
bamið sitt þegar hann
er í vinnunni. Leiðir
þeirra liggja saman
þegar þau taka saman
bíl með krakkana í
skólann. Þegar þau
rugla GSM-símum sín-
um tekur atburöarásin
á sig kómíska mynd og
mikill misskiiningur
myndast.